*Jæja, þá er komið að nýjum lið hérna á síðunni: Tískuhorn Einars.*
*Hérna er ein ráðlegging til íslenskra karlmanna.*
Það virðist vera svo að Capri buxur séu að verða vinsælli meðal íslenskra karlmanna. Þetta hefur verið að gerast smám saman síðustu ár, en núna í sumar virðist þetta vera voðalega vinsælt.
Allavegana, gott og vel að karlmenn skuli ganga í Capri buxum. En ef þeir ætla að gera slíkt, þá má EKKI, ég endurtek EKKI, ég endurtek aftur EKKI ganga líka í strigaskóm og háum sokkum! Til dæmis svona
Neibbs, ef menn ætla að ganga í svona buxum þá eiga þeir annaðhvort að sleppa sokkunum eða vera í sandölum. [Like so](https://www.eoe.is/myndir/SanFran-NY-Vegas/Pages/IMG_3143.html).
Takk fyrir.
Annars getiði hérna lært að [rífa í sundur símaskrá](http://www.sandowplus.co.uk/Competition/Coulter/Stunts/stunts1.htm#1). Þetta gæti komið að gagni seinna. Ég er að spá í að æfa mig í þessu og svo næst þegar ég fer á stefnumót ætla ég að vera með símaskrá í bílnum. Ef allt er að fara til fjandans tek ég upp símaskrána, öskra, ber mér á brjóst, ríf svo símaskrána í sundur og heilla þar með stelpuna uppúr skónum.
Ég get svo svarið það, ég ætti að stofna ráðgjafaþjónustu.
Það virðist vera svo að allir, og mömmur þeirra séu að tapa sér yfir þessari íslensku reggíhljómsveit. Furðulegasta fólk virðist hafa keypt diskinn frá þeirri grúppu. Ég tilheyri þeim hópi ekki enn, en hlýt þó að fara að nálgast það, þar sem fólk virðist vera voðalega hrifið.