Bönnum þetta!

Ég legg hér með til að eftirfarandi sjónvarspefni verði bannað:

* Auglýsingar, þar sem litlir krakkar syngja jóla- eða páskalög
* Viðtöl við lítil börn í fréttatímum, þar sem þau eru spurð hvort þau viti hver ástæða hátíðahalda um jól eða páska sé.
* Öll viðtöl við borgarfulltrúa, sama hvort þeir séu í R-listanum eða Sjálfstæðisflokknum. Þau eru öll jafn slæm.

Hvað þarf maður annars að vera gamall til að finnast óskyld börn vera sæt eða skemmtileg?

Hallgrímur og ungliðarnir

Jensi [benti](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2005/03/14/23.14.54/index.html) fyrir einhverjum dögum á [þessa ræðu](http://politik.is/?id=1146), en ég asnaðist ekki til að lesa hana fyrr en ég sá [aðra](http://www.hi.is/~gullikr/digitalbomb/) ábendingu á hana í dag.

Allavegana, [ræðuna hélt Hallgrímur Helgason, snillingur, á þingi ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna](http://politik.is/?id=1146). Ræðan er tær snilld og hreinlega skyldulesning fyrir alla unga Íslendinga, hvort sem fólk hefur áhuga á pólitík eður ei. Það tekur þig svona 5 mínútur að lesa þetta, en þú munt svo sannarlega ekki sjá eftir þeim mínútum.

Hér eru nokkrir snilldarkaflar úr ræðunni, þó ég mæli eindregið með því að fólk lesi hana í heild sinni:
Continue reading Hallgrímur og ungliðarnir

Stelpu- og strákablogg

Er það bara ég, eða eru það bara stelpur, sem blogga opinskátt um sitt einkalíf? Ekki að ég hafi sérstaklega mikinn áhuga á einkalífi karlmanna útí bæ, en það er skrítið að rekast aldrei á nein slík skrif frá strákum.

Í morgun vaknaði ég alltof snemma og nennti ekki að gera neitt af viti, þannig að ég fór heljarinnar bloggrúnt. Á þeim rúnti rakst ég á síðu, þar sem stelpa skrifar látnum kærasta sínum bréf. Síðan las ég síðu hjá stelpu (skrifað undir nafni), sem virtist vera brjáluð á sunnudagsmorgni yfir því að kærastinn hennar hefði verið að halda framhjá henni kvöldið áður (eða það las ég allavegana útúr færslunni). Reyndar var svo færslan farin út um hádegi. Las svo aðra síðu, þar sem nafnlaus stelpa var að kvarta yfir því að maðurinn hennar ynni alltof mikið og að kynlífið þeirra væri rúst og svo framvegis og framvegis.

Það skrítna við þetta er að nánast öll þau stelpublogg, sem ég les, fjalla um einkalíf stelpnanna. Margar eru þær á lausu og tala mjög opinskátt um stráka, fyrrverandi sambönd og tilvonandi sambönd. Þær hika svo ekki við að rakka fyrrverandi kærasta niður þegar þeir segja eða gera eitthvað vitlaust. Af hverju rekst maður ekki á nein svoleiðis strákablogg. Af hverju þegja þeir alltaf?

Eru þeir bara rólegri, eða eru þeir svo busy við að sýnast vera töff, að þeir vilja ekki opinbera veikleika sína einsog stelpur virðast vera tilbúnar að gera (allavegana í nokkrar mínútur)? Eða nenna þeir bara ekki að velta sér uppúr vandræðum sínum?

Spurning dagsins

[Þessi síða](http://ungvest.com/html/stelpurnar.html) er

a) Auglýsing fyrir Coke Light
b) Síða tileinkuð keppninni um Ungfrú Vesturland

Svar óskast.

[Eru](http://ungvest.com/Fanney_light_1b_300.jpg) [menn](http://ungvest.com/Iris_light_2_tilbuin.jpg) [ekkert](http://ungvest.com/stulka_light_200.jpg) [að](http://ungvest.com/stulka_8_tilraun_3.jpg) [grínast](http://ungvest.com/Heidur_light_1_450.jpg)?

Er verið að velja fallegustu kókflöskuna, eða fallegustu stelpuna?


Annars var ég í tvítugsafmæli hjá frænku minni í gær, sem var haldið á Pravda. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Hitti gamlan handboltaþjálfara, sem hélt að pabbi væri af minn og sagði að ég hefði greinilega eitthvað stækkað og breyst síðan ég var 14 ára. Magnað.

En afmælið var fínt. Ótrúlega mikið af sætum stelpum, enda frænka mín bæði Garðbæingur og Verzlingur, sem eru einmitt miklar uppsprettur af sætum stelpum.

Fyrr um kvöldið hafði ég fengið þá snilldar hugmynd að leggja mig aðeins eftir vinnu. Var nefnilega að vinna til klukkan 7 og var frekar þreyttur þegar ég kom heim. Sannfærði sjálfan mig um að ég myndi aðeins sofa í nokkrar mínútur, en ég rumskaði ekki fyrr en klukkan var orðin 11 um kvöldið. Þá dreif ég mig út og labbaði niður í bæ. Náði mér þó aldrei á strik þrátt fyrir frítt áfengi og fór heim um hálf tvö.

Einsog undanfarna laugardaga byrjaði ég daginn uppí Kringlu og ákvað svo að ég myndi ekki fá neitt samviskubit yfir því að vinna ekki neitt um helgina. Held þó að það líti út fyrir að ég þurfi að vinna eitthvað í páskafríinu. Það er ekki einsog ég hafi eitthvað merkilegra að gera, þannig að það er ágætt að nýta það í að klára hluti, sem ég hef dregið lengi.

Á morgun: [Liverpool – Everton](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/03/19/14.44.39/). Ég vorkenni öllum þeim, sem þurfa að umgangast mig næstu daga ef að Liverpool tapa þessum leik.


Já, og ég mæli aftur með Hamborgarabúllunni og Krua Thai. Búinn að borða á báðum stöðunum í vikunni og er alltaf jafn hrifinn. Svo mæli ég líka með Serrano, en það er annað mál.

Sjónvarp

Er hægt að hugsa sér skemmtilegra sjónvarspefni en að horfa á harða Sjálfstæðismenn [verja aukinn ríkisrekstur](http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_03/1894/klipp1.wmv)?

Er hægt að hugsa sér leiðinlegra sjónvarspefni en veðurfréttir? Væri ekki nær að fá til dæmis stelpur á bikiníi til að flytja veðurfréttirnar? Þá myndi ég kannski einhvern tímann klæða mig í nógu hlý föt á morgnana.

Menn á náttfötum

Ok, nú hefur þetta skákdæmi gengið [of langt](http://kaninka.net/pallih/skelfing/vinur_fischers.mov) – (Í boði [Sjónvarpsstöðvarinnar Skelfingar](http://kaninka.net/pallih/))

Einnig er [málfarsmínúta Útvarps Ótta](http://www.kaninka.net/pallih/utvarp_otti/malfar.mp3) alveg ljómandi skemmtileg. Með því besta, sem gerist í [íslenskri fjölmiðlun](http://kaninka.net/pallih/cat_utvarp_otti.shtml)

Annars komumst ég og vinur minn að því í kvöld að Wayne Rooney er alveg jafn óþolandi í tölvuleikjum og veruleikanum. Það er merkilegt afrek hjá honum.

Gleraugnakaup

Ok, ég keypti mér semsagt gleraugu í vikunni. Fékk mér Oakley gleraugu. Ég er verulega sáttur við þau og er svona aðeins að venjast þeirri tilhugsun að vera með gleraugu.

Ég þarf þó alls ekki að vera með þau daglega. Einungis þegar ég er að horfa á sjónvarpið, á fundum og slíkt. Svo er aldrei að vita nema maður tefli þessum gleraugum fram sem leynivopni í viðræðum við bankastjóra og aðra virðulega menn í þeirr von að ég líti út fyrir að vera eldri og gáfaðari en ég er í raun. Allavegana, svona lít ég út í dag (smellið til að fá eeeennn stærri mynd) 🙂


Það er svo sem ekki oft, sem ég rekst á nýjar bloggsíður, sem ég bæti við [RSS](https://www.eoe.is/rss/) listann minn. En þessi síða:  [Magga H og hausinn hennar](http://maggabest.blogspot.com/) er snilld.


Spurning dagsins: Af hverju eru aldrei sætar stelpur í Vesturbæjarlauginni (a.m.k. ekki þegar ég er þar). AF HVEJRUUUUUUUU?

"I've been chatting online with babes all day"

Einhvern veginn líður mér einsog það sé mið nótt því ég er eitthvað undarlega þreyttur. Var alveg að sofna áðan en ákvað að fá mér einn Tuborg í tilefni dagsins og er aðeins að hressast við það.

Var í matarboði í gær en drakk ekkert, þannig að ég var voðalega hress í morgun. Var vakinn útaf einhverju veseni á Serrano, sem ég komst að eftir 5 símtöl að var í raun ekkert vesen. Kíkti samt í Kringluna til að sjá hvort ekki væri allt í lagi. Fór svo uppá X-FM, þar sem ég fór í [Liverpool viðtalið](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/03/11/18.49.01), sem mér fannst heppnast vel.

Þetta var að ég held í þriðja skiptið á ævinni, sem ég er í útvarpi. Fyrsta skiptið var þegar PR tók viðtal við mig fyrir Útvarp Verzló, þar sem ég tjáði mig um félagslífið einsog mikill speningur. Svo fórum ég og Emil í viðtal í viðskiptaþættinum á Útvarp Sögu fyrir rúmu ári.


Kíkti svo í göngutúr. Fór uppí Háskóla þar sem átti að vera eitthvað dæmi á vegum ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna, en ég virtist vera of seinn. Labbaði því aðeins um skólalóðina í svona um það bil 35 stiga frosti.


Það gerist æ oftar að ég hlusti á tónlist eða horfi á bíómynd, sem er mælt með af öðru fólki á netinu. Einhvern veginn virkar það oft sterkar á mig en góð gagnrýni í fjölmiðlum. Til dæmis hef ég hlustað á fulltaf tónlist, sem að Dr. Gunni, Gummijóh eða hagfræðingurinn ónefndi hafa mælt með á heimasíðum sínum.

Ég horfði áðan á [Napoleon Dynamite](http://kvikmyndir.is/?mynd=napoleondynamite), sem ég varð spenntur fyrir eftir að hafa lesið [þetta á MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/40123). Allavegana, myndin er ekki eins frábær og margir tala um, en hún er vissulega fyndin á köflum.

*”I’m Rex, founder of the Rex Kwan Do self-defense system! After one week with me in my dojo, you’ll be prepared to defend yourself with the strength of a grizzly, the reflexes of a puma, and the wisdom of a man.”*


Annað dæmi um að ég hafi hrifist af umfjöllun á netinu er ákveðið lag. Málið er nefnilega að fyrir nokkru fór ég að taka eftir greinum, þar sem skynsamlegt fólk var að hrósa lagi með *Kelly Clarkson*, sem vann víst American Idol fyrir einhverjum árum. Eftir að hafa lesið umfjöllun [hér](http://www.kottke.org/05/03/earworm), [hér](http://a.wholelottanothing.org/2005/03/this_weeks_best.html) og [hér](http://www.livejournal.com/users/merlinmann/311286.html) varð ég verulega forvitinn og ákvað að nálgast lagið, sem heitir Since U Been Gone. Ég setti það í spilun og hlustaði á það 3-4 sinnum og hætti svo. Viti menn, nokkrum klukkutímum var ég kominn með þetta á heilann og næ því ekki svo auðveldlega úr hausnum á mér.

Ég hvet alla til að prófa þetta. Sérstaklega þá, sem telja sig hafa hinn fullkomna tónlistarsmekk og eru of miklir töffarar til að fíla popp. Ég þori að bóka það að þið munið fíla lagið (þrátt fyrir að þið þorið kannski ekki öll að viðurkenna það). 🙂