Tónlistin mín farin

Hvað í andskotanum hef ég gert til að reita til reiði “Guð Harðra Diska”?

Það er rúmlega ár síðan að harði diskurinn minn eyðilagðist. Þá tapaði ég margra ára gögnum, allt frá ástarbréfum til háskólaritgerða.

Svo núna áðan var ég að fá þær fréttir frá Apple IMC að tónlistardiskurinn minn væri ónýtur. 111 GB af tónlist, 1250 Geisladiskar, 17.000 lög eru horfin. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að gráta eða brjálast.

Ég skil líka ekki ástæðurnar. Ég var ekkert að gera. Diskurinn ákvað bara að deyja inní tölvunni minni. Einn daginn birtist hann ekki á skjáborðinu og síðan hef ég ekki getað náð í neitt af tónlistinni minni.

Ég var búinn að eyða fáránlega miklum tíma í að setja alla geisladiskana mína inná tölvuna, laga öll skáarnöfn til, setja inn plötuumslögin og svo framvegis. Núna er öll sú vinna farin. Ég átti ekki backup af þessu enda fáránlega dýrt að eiga backup af svona gríðarlegu magni af gögnum. Eina góða er að 30Gb af þessari tónlist eru inná iPodinum og svo eru tveir vinir mínir nýbúnir að fá eitthvað af tónlistinni.

Þetta er ekki góður dagur!

Uppfært: Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hreinsaði iTunes allt útaf iPodinum um leið og ég stakk honum í samband. Ég held að ég fari bara að sofa, þetta er greinilega ekki minn dagur.

Fallegustu konur í heimi

Einhverra hluta vegna hef ég ekkert skrifað um stelpur á þessari síðu í fleiri vikur. Ég verð greinilega að fara að hugsa minn gang.

Allavegana, vegna þess að ég nenni ekki að horfa á brúðkaup Tristu og Ryan (hvaða pulluhaus datt í hug að það yrði skemmtilegt sjónvarspefni), þá er hérna listi yfir 10 fallegustu konur í heimi að mínu mati. Það eru alveg ein eða tvær íslenskar stelpur, sem ég gæti sett þarna, en ég sleppi því og hef þetta bara heimsþekktar konur. Sleppi líka stelpunni, sem ég hitti í strætó í Caracas og svoleiðis.

  1. Natalie Imbruglia: Ef það er hægt að verða ástfanginn af tónlistarmyndbandi, þá held ég að það hafi gerst þegar ég sá Torn í fyrsta skipti.
  2. Elizabeth Hurley: Ótrúleg!
  3. Audrey Hepburn: Ein fallegasta kona allra tíma. Þeir sem efast ættu að horfa á Breakfast at Tiffany’s
  4. Angelina Jolie: Fær reyndar mínusstig fyrir að hafa leikið í leiðinlegustu mynd allra tíma, Tomb Raider
  5. Elsa Benitez
  6. Brooke Burke: Hún fékk mig til að horfa á “Wild On” á E! sjónvarpsstöðinni ansi mörg kvöld í röð.
  7. Elle McPherson
  8. Britney Spears: Já, Britní. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að við myndum passa alveg ýkt vel saman sem par. Hún er ennþá á lausu og ég er ennþá á lausu, svo það er alltaf von. Samt, þegar við byrjum saman þá verður hún ábyggilega ýkt fúl yfir því að ég skuli hafa sett hana í 8. sæti.
  9. Gisele Bundchen
  10. Jennifer Aniston

Ok, svona lítur þetta út. Ykkur er velkomið að hneykslast á þessu vali mínu. Af hverju ég hafi valið Britney en sleppt einhverri annarri og svo framvegis. 🙂

Vá, hvað ég á eftir að fá mörg “hit” frá Leit.is vegna þessarar færslu. Það verður gaman að skoða leitarstrengina, sem leiða menn inná þessa síðu

Hjónabönd samkynhneigðra í Bandaríkjunum

Ein ástæða í viðbót til að hata íhaldsmenn:

“After more than two centuries of American jurisprudence and millennia of human experience, a few judges and local authorities are presuming to change the most fundamental institution of civilization”

“On a matter of such importance, the voice of the people must be heard. Activist courts have left the people with one recourse. If we’re to prevent the meaning of marriage from being changed forever, our nation must enact a constitutional amendment to protect marriage in America. Decisive and democratic action is needed because attempts to redefine marriage in a single state or city could have serious consequences throughout the country.”

Einsog allir vita mun heimurinn auðvitað farast ef við látum frjálslyndi ráða og veitum samkynhneigðum sömu réttindi okkur hinum. Bush ætlar að setja misrétti inní sjálfa stjórnarskrá Bandaríkjanna með því að banna samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Þvílíkur sorgardagur það yrði ef honum og íhaldsbjánunum sem styðja hann tækist það.

Það besta við þetta allt er að dóttir Dick Cheney er lesbía. Hann hefur hins vegar lítið tjáð sig um þetta mál. Áhugasamir geta sent Mary, dóttur Cheney bréf og hvatt hana til að skipta sér af málinu.

Talsmaður demókrata orðaði þetta nokkuð vel:

“It is wrong to write discrimination into the U.S. Constitution, and it is shameful to use attacks against gay and lesbian families as an election strategy. It appears that the conservative compassion he [Bush] promised to deliver in 2000 has now officially run out.”

Það er náttúrulega með hreinum ólíkindum að ráðast að réttindum samkynhneigðra til þess eins að tryggja sér atkvæði fyrir kosningar. Bush hefur enn á ný opinberað sig sem fordómafullann mann, sem hikar nú ekki við að bæta misréttti inní stjórnarskrá. Nánast allar viðbætur við stjórnarskrána hafa tekið mið af því að auka réttindi fólksins. Bush ætlar greinilega að snúa þeirri þróun við. Ef ég hefði haft álit á GWBush fyrir, þá væri það horfið núna.

Andrew Sullivan, samkynhneigður hægrimaður orðar þetta listilega:

This president wants our families denied civil protection and civil acknowledgment. He wants us stigmatized not just by a law, not just by his inability even to call us by name, not by his minions on the religious right. He wants us stigmatized in the very founding document of America. There can be no more profound attack on a minority in the United States – or on the promise of freedom that America represents. That very tactic is so shocking in its prejudice, so clear in its intent, so extreme in its implications that it leaves people of good will little lee-way. This president has now made the Republican party an emblem of exclusion and division and intolerance. Gay people will now regard it as their enemy for generations – and rightly so. I knew this was coming, but the way in which it has been delivered and the actual fact of its occurrence is so deeply depressing it is still hard to absorb.

This struggle is hard but it is also easy. The president has made it easy. He’s a simple man and he divides the world into friends and foes. He has now made a whole group of Americans – and their families and their friends – his enemy. We have no alternative but to defend ourselves and our families from this attack. And we will.

breytt: lagaði málfarsvillu samkvæmt ábendingu

Mánudagstónlist

Lag mánudagskvöldsins? Jú: When Will They Shoot? með Ice Cube. Víííí, hvað þetta er mikil snilld. Þurfti að fara að hlusta á eitthvað annað en Strokes, Damien Rice og Electric Six og því varð Ice Cube fyrir valinu. Tveir vinir mínir hafa lobbíað fyrir Ice Cube lengi. Gaf The Predator sjens og varð ekki fyrir vonbriðgum.

Annars eru “Fire” með Electric Six, “Room on Fire” með Strokes og “O” með Damien Rice allt ótrúlega góðar plötur, sem hafa einangrað iPod playlistann minn undanfarið.

Já, og “Award Tour” með Tribe Called Quest er líka búið að vera á repeat. Og ef ég fer ekki að fá ógeð á “Reptilia” með Strokes bráðlega, þá fer ég að efast um geðheilsu mína.

Og svo er “I believe in a thing called Love” alveg yndislega hallærislega skemmtilegt. Var að fá mér The Darkness plötuna og er að byrja að hlusta á hana. Lofar góðu.

… og mér finnst þeyttur rjómi vondur. Hvaða vitleysingi datt í hug að troða öllum þessum rjóma á Bolludagsbolur?

Bla bla bla Röfl bla bla bla

Jæja, Liverpool tókst að eyðileggja enn einn sunnudaginn fyrir mér.

Laugardagskvöldinu eyddi ég heima hjá mér. Horfði á vídeó og reyndi að sannfæra sjálfan mig um að það væru einhverjir kostir við það að sitja einn heima og horfa á DVD á laugardagskvöldi. Það gekk hins vegar erfiðlega.

Ég komst líka að því að það að vera single fer ekki svo mikið í taugarnar á mér. Það sem fer fyrst og fremst í taugarnar á mér er það að eiga enga vini, sem eru single. Ég á fullt af frábærum vinum, en þeir eru annaðhvort giftir eða í langtíma samböndum.

Einhvern veginn þá finnst mér þeir verða ólíkari mér með hverju partíinu sem ég fer í. Ég er 26 ára, sem er ekki neitt, en með sumum af vinum mínum líður mér einsog ég sé litli óþekki krakkinn í hópi hinna fullorðnu. Á meðan að allir vilja fara heim að sofa, vill ég fara í bæinn. Kannski tekst mér að draga einn eða tvo vini með mér og þarf þá að þola illt augnaráð frá kærustum þeirra, sem vilja miklu frekar að strákarnir fari heim að sofa heldur en að þeir séu að djamma með mér. Ég fæ hálfpartinn samviskubit yfir því að reyna að draga einhverja vini með mér á djammið.

Ó, stundum langar mig helst að fara aftur út til Bandaríkjanna til alla single vina minna. En auðvitað er þetta ekki vinum mínum að kenna og það er kannski ekki sanngjarnt að ég sé að röfla yfir þessu. Ég væri bara til í að eiga einhverja single vini. Það væri indælt. 🙂


Á föstudag fór ég á Kaffibrennsluna og drakk nokkra bjóra. Akkúrat nógu marga bjóra til að verða ekki fullur, en nógu marga til að verða þunnur daginn eftir. Því var það ekki gaman að vera vakinn klukkan 10 í gærmorgun. Eyddi deginum á Serrano í ýmsum matarpælingum. Þar erum við að hugsa um nokkrar breytingar, sem eru smáar en mikilvægar.

Vegna djammskorts í gær vaknaði ég snemma í dag, fór í World Class og var í frábæru skapi þegar ég settist niður við sjónvarpið til að horfa á Liverpool.

Síðasta sunnudag hét Friðrik vinur minn því að hann myndi ekki koma aftur í heimsókn og horfa á Liverpool vegna þess hversu lélegan fótbolta Liverpool lék. Við erum báðir með lélegt minni og því var hann aftur mættur til mín í dag, þar sem við horfðum á annan hörmungarleikinn í röð.

Ég er farinn að efast um geðheilsu Houlliers. Hvernig honum dettur í hug að byrja leikinn með Emile Heskey á vinstri kanti og Diouf ekki einu sinni í hópnum er ofar mínum skilning.

Allavegana, leikurinn var hörmung, einsog maður er nú orðinn vanur. Ég rakst á þennan póst á aðalspjallborðinu á Liverpool heimasíðunni. Mér fannst þetta fyndið.

EXLUSIVE: Houllier’s team for Thursday’s UEFA cup match

GoalKeeper: Scmicer
Right-Back: Kewell
Left-Back: Baros
Centre-Back: Owen
Centre-Back: Biscan
Right-Wing Henchoz
Left-Wing: Hyppia
Central-Midfield: Pongolle
Central-Midfield Houllier (Capt) Pen taker/Free kicks
Forward: Dudek
Forward: Kirkland

Æi, hættu núna Houllier. Plííííís!

Maddux

Greg Maddux, einn besti kastari í hafnabolta er kominn aftur til Chicago.

Eru ekki allir jafn spenntir og ég??? Ég er að deyja. Af hverju getur þetta blessaða hafnaboltatímabil ekki byrjað strax.

Welcome home, Greg Maddux.

You’ll find Wrigley Field much as you left it, the wind blowing in and the ivy covering the walls. The Chicago Cubs are still playing most of their home games in the afternoons, and the bleachers remain the hottest ticket in town. As for Cubs fans, they’re passionate and loyal, and boy, are they thrilled to have you back.

Já, og svo var einhver Alex Rodriguez að skipta um lið. Það væri synd að segja að hann hefði góðan smekk.

Tengdur

Síðan komin upp eftir viku. Datt niður vegna breytingu á server.

Kannski mun maður í framtíðinni upplifa þann dag þegar tölvukallar geta skipt um forrit eða server án þess að allt fari í fokk. Sá dagur virðist hins vegar seint ætla að koma.

6 ár

Úff, Gerard Houllier er búinn að vera þjálfari Liverpool í nær 6 ár. Planið hans var að landa meistaratitlinum innan 5 ára, en einsog glöggir menn hafa tekið eftir, þá hefur það klikkað eitthvað smá, og eru Liverpool nú 23 stigum á eftir Arsenal og hafa ekki verið svona langt frá toppsætinu (talið í stigum) í TÍU ÁR. Þá var Steven Gerrard einmitt 13 ára gamall.

Horfði á leikinn á sunnudag með tveim vinum og þurftum við að laga 6 bolla af kaffi til að halda okkur vakandi (þynnkan kom líka aðeins inní spilið). Ég efa það að ég myndi vilja skipta á Steven Gerrard og einhverjum öðrum miðjumanni í þessum heimi. Þvílíkur ótrúlegur snillingur, sem sá maður er. Verst að hann er umkringdur einhverjum vitleysingum og letingjum í þessu liði. Ef ég væri hann myndi ég verða svo reiður útí þessa aumingja, að ég myndi tækla Heskey, Cheyrou og Murphy í stað andstæðinganna.

Allavegana, Alex Malone skrifar gæðapistil: An objective view of the Houllier years. Hann (einsog reyndar ég líka) sér hjartaáfallið sem vendipunktinn. Houllier breyttist þegar hann fékk hjartaáfallið og hefur aldrei verið eins síðan. Houllier, sem við þekktum fyrir þrem árum hefði ekki kennt meiðslum og slæmum dómurum um það að við erum 23 stigum á eftir toppliðinu. Houllier fyrir þrem árum síðan hefði áttað sig á því að Emile Heskey getur ekki neitt í fótbolta. En Houllier er breyttur maður, og nær algjörlega gagnslaus knattspyrnuþjálfari.

In the last two seasons (62 games to date), we’ve collected 37 less points than both Arsenal and Man united. These were the 2 teams Gerard Houllier, 6 years ago was determined to catch. At no time in the last decade have we been THIS far behind the top 2. AT NO TIME!

Gerard Houllier has done his best and given us all he had to give. His talents were useful and well utilised in the early years, but time has proven that those talents had limitations.

So, for me, Gerard’s time is well and truly up. But let’s allow the man to leave his post with the dignity he deserves. It’s the right way… the Liverpool way, and in my opinion, he deserves a seat upstairs, and can offer the club a great deal from such a position.

But for the good of the bit that matters, the results on the pitch, let’s identify a successor who can finish off the work Gerard Houllier started.

6 ár

Úff, Gerard Houllier er búinn að vera þjálfari Liverpool í nær 6 ár. Planið hans var að landa meistaratitlinum innan 5 ára, en einsog glöggir menn hafa tekið eftir, þá hefur það klikkað eitthvað smá, og eru Liverpool nú 23 stigum á eftir Arsenal og hafa ekki verið svona langt frá toppsætinu (talið í stigum) í TÍU ÁR. Þá var Steven Gerrard einmitt 13 ára gamall.

Horfði á leikinn á sunnudag með tveim vinum og þurftum við að laga 6 bolla af kaffi til að halda okkur vakandi (þynnkan kom líka aðeins inní spilið). Ég efa það að ég myndi vilja skipta á Steven Gerrard og einhverjum öðrum miðjumanni í þessum heimi. Þvílíkur ótrúlegur snillingur, sem sá maður er. Verst að hann er umkringdur einhverjum vitleysingum og letingjum í þessu liði. Ef ég væri hann myndi ég verða svo reiður útí þessa aumingja, að ég myndi tækla Heskey, Cheyrou og Murphy í stað andstæðinganna.

Allavegana, Alex Malone skrifar gæðapistil: An objective view of the Houllier years. Hann (einsog reyndar ég líka) sér hjartaáfallið sem vendipunktinn. Houllier breyttist þegar hann fékk hjartaáfallið og hefur aldrei verið eins síðan. Houllier, sem við þekktum fyrir þrem árum hefði ekki kennt meiðslum og slæmum dómurum um það að við erum 23 stigum á eftir toppliðinu. Houllier fyrir þrem árum síðan hefði áttað sig á því að Emile Heskey getur ekki neitt í fótbolta. En Houllier er breyttur maður, og nær algjörlega gagnslaus knattspyrnuþjálfari.

In the last two seasons (62 games to date), we’ve collected 37 less points than both Arsenal and Man united. These were the 2 teams Gerard Houllier, 6 years ago was determined to catch. At no time in the last decade have we been THIS far behind the top 2. AT NO TIME!

Gerard Houllier has done his best and given us all he had to give. His talents were useful and well utilised in the early years, but time has proven that those talents had limitations.

So, for me, Gerard’s time is well and truly up. But let’s allow the man to leave his post with the dignity he deserves. It’s the right way… the Liverpool way, and in my opinion, he deserves a seat upstairs, and can offer the club a great deal from such a position.

But for the good of the bit that matters, the results on the pitch, let’s identify a successor who can finish off the work Gerard Houllier started.