Jólakort

Gleðileg Jól!

Ok, þetta er jólakortið, sem ég sendi ekki út. Ég er búinn að fá fullt af jólakortum frá vinum og fæ alveg geðveikt samviskubit yfir því hvað ég er slappur í skrifunum.

Ég keypti meira að segja jólakort og byrjaði að skrifa eitt en gafst einhvern veginn upp á endanum. Ætla ekki að reyna að afsaka mig neitt. Segi bara sorrí, ég skal vera duglegri næst.

Allavegana, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla! Vona að allir hafi það sem bestu um jólin.

Takk fyrir allt! 🙂

Deiglujól

Vá, hvað þessi grein á Deiglunni er mikil snilld: Einhleyp(ur) um jólin. Án efa besta grein, sem ég hef lesið á Deiglunni. Ég stó mig að því að skella uppúr nokkrum sinnum.

Jólin miðast nefnilega við þetta snargeggjaða parasamfélag þegar á fullorðnisár er komið. ,,Það er allt breytt vegna þín, þú komst með jólin með þér…úúúú….ég vil eiga jólin með þéééér!!!” Eða þá ´Blue Christmas´ sem gengur út hvað jólin séu ömurleg ef maður er ekki með maka sér við hlið. Það er aldrei sungið um hvað það sé frábært að vera einhleypur um jól, enda er það ekkert frábært.

Þegar haldið er svo til dæmis í jólaboðin komum við einhleypu oftar en ekki í bíl með foreldrum okkar og sitjum aftur í spennt niður í sætin eins og börn. Pörin koma hins vegar saman á litlum Toyota Corolla-bílum skælbrosandi og sæl.

Vá, hvað þetta er fyndin grein. Þið verðið að lesa hana It’s so funny because it’s true. Ég upplifið það í fyrra að fara í jólaboð single eftir að hafa verið með sömu stelpunni í þessum boðum í fjögur ár. Það var martröð líkast. Í útlöndum væru menn farnir að ókyrrast yfir því að vera ekki giftir um 35, en hérna gerist það þegar fólk verður 22. Jedúddamía…

Annars eru jólin allt öðruvísi þegar maður er single. Einhvern veginn nenni ég ekki að eyða neinum tíma í jólagjafainnkaup, heldur rýk inn og út úr verslunum á mettíma. Einnig sé ég mig ekki standa í miðri stofunni, skreytandi jólatréið. Fyrr held ég að ég myndi gráta mig í svefn heldur en að standa í slíkum stórræðum.

Annars ætla ég bara að njóta þeirra kosta, sem fylgja því að vera single um þessi jól, það er að geta legið uppí sófa og spilað í xbox án þess að hafa neitt samviskubit yfir því að ég sé ekki að gera eitthvað skemmtilegt með hinum aðilanum.

En varðandi jólin þá er ég ekki einn um að ganga í gegnum yfirheyrslu, augngotur og vorkunn. Þess vegna legg ég til að við einhleypu stofnum með okkur samtök, og tökum upp hentistefnusambönd um jól. Kaupum e-ð handa okkur sjálfum sem okkur hefur lengi langað í og skrifum á jólakortin ,,Til mín frá þér.” Tækjum fullan þátt í hátíðarhöldunum og yfirborðssamræðunum með hinum pörunum, sem þá hafa misst öll vopn úr hendi sér og slítum síðan samvistum á Nýársdag. Þá verðum við aftur frjáls og öfundarefni kófsveittra joggingpara sem hafa misst eina tækifærið til að láta okkur hafa það. Einhleyp…pörum okkur saman um jólin og lýsum yfir stríði á hendur þessu geggjaða parasamfélagi. Sameinuðu stöndum vér, sundruð djömmum vér!

Þessi Guðfinnur ætti að skrifa oftar á Deigluna!

Eeeeeeh

Mér tókst að fara á djamm í gærkvöldi. Tveir miklir snillingari sáu til þess. Fórum á Sólon og Felix og skemmtum okkur frábærlega. Ætluðum fyrst inná Hverfis, en biðröðin þar klukkan 1 var fáránleg. Því enduðum við á Sólon, þar sem var engin biðröð.

Inná Sólon dönsuðum við heillengi, en vorum á endanum orðnir þreyttir, svo við fórum á Felix, sem er afskaplega skrítinn staður. Ég hætti mér varla á hliðargangana, enda er fólk í hinum misjöfnustu athöfnum þar samkvæmt myndasíðunni á staðnum.

Eyddi mestum tíma á dansfólfinu, sem er skrítinn staður. Uppá sviðinu dansaði hópur af Könum, sem virtust kunna lög, sem ég hef aldrei heyrt áður, utanbókar. Stelpurnar voru ekki jafn sætar og á Sólon en þær virtust þeim mun meira vera á þörfinni. Allavegana var klipið heldur oft í rassinn á mér á þessum stutta tíma, sem ég var þarna inni.

Annars þá var kvöldið frábært. Alger snilld! 🙂


Sá magnaði atburður gerðist í gær að í íbúðinni minni var enginn bjór til. Þess vegna drakk ég rauðvín í gær, alveg þangað til að ég fór inná skemmtistaðina þegar ég skipti yfir í vodka (er það ekki full gay að drekka rauðvín inná bar?). Allavegana, í dag var ég ekkert þunnur! Yndislegt, alveg hreint. Kannski er rauðvín bara málið.

Jólastúss

Dagurinn i dag átti að vera ótrúlega gagnlegur í jólastússi. Ég var búinn að ákveða að byrja (og klára) jólagjafainnkaup í dag.

Þau plön fuku útí buskann þegar hitaborðið á Serrano í Hafnarstrtæti fór yfirum. Við tók stress við að redda viðgerðarmanni á laugardegi. Okkur var tjáð að það væri ekki hægt að laga borðið um helgi, svo við þurftum að fá lánað annað borð hjá heildsalanum, sem kom nú fyrir stuttu.

Samt tókst mér eitthvað að versla. Þessi jól eru önnur jólin í röð, sem ég er ekki með stelpu, þannig að ég slepp alveg við erfiðustu gjöfina. Það hefur sína kosti og galla, þar sem maður sleppur við þann hausverk að finna eitthvað frumlegt og sniðugt, en aftur á móti þá fannst mér það alltaf nokkuð skemmtilegt að pæla í þeirri gjöf.

Allavegana, þá eru þetta aðallega gjafir handa foreldrum, yngri systur minni og svo gjafir handa börnum eldri systkina minna. Ég er alltaf langbestur í gjöfum handa litlu krökkunum, því mér þykir ennþá gaman að fara inní dótabúðir.

Fór í fyrsta skipti inní Accessorize í Kringlunni og stóð þar einsog álfur í nokkrar mínútur, þar til ég fékk eina stelpu til að hjálpa mér að finna gjöf. Sú búð er ekki gerð fyrir stráka, það get ég sagt ykkur!

Annars langar mig að djamma í kvöld, en það lítur svo sem ekkert alltof vel út.

Hmmm… og var í Byko áðan og spáði í því hvort ég ætti að kaupa mér jólaskraut fyrir íbúðina mína en hætti við. Ég er alveg ferlega slappur í skreytingastússi. Er ekki með neitt, sem minnir á jólin hérna í íbúðinni.

Jú, nema smákökurnar sem mamma bakaði. Þær eru reyndar að vera búnar, sem gæti stafað af tvennu: Mamma bakaði of lítið, eða ég hef borðað of mikið.

Kerlingalegur sjónvarpssmekkur

Líf mitt undanfarna daga hefur nálgast hreina geðveiki alveg ískyggilega mikið. Samt hef ég haft tíma, vanalega eftir miðnætti til að horfa á 2 æðislega og sjónvarpsþætti og einn ömurlegan.

Ágúst kallaði sjónvarpssmekk minn kellingalegan og er ég farinn að hallast að því að það sé rétt hjá honum.

Fyrst verð ég náttúrulega að tala aðeins meira um “Queer eye for the straight Guy”. Ég held í alvöru að Carson sé mesti snillingur allra tíma. Þegar hann var að laga sjónvarpið í síðasta þætti var stórkostlegt móment.

Það skemmtilegasta við þáttinn er hvað öll komment, sérstaklega hjá Carson virka spontant í þættinum. Eflaust er sumt skrifað á undan, en tímasetningin er alveg fullkomin hjá þeim.

Besta og fyndnasta ráðið, sem Carson gaf var að maður ætti að taka Polaroid mynd af sér í lok dags svo maður myndi örugglega ekki fara í sömu föt næstu fjórar vikurnar. Snilld! 🙂


Fyrir nokkrum vikum keypti ég mér alla þætti af Cold Feet á DVD. Þessir þættir eru náttúrulega geðveik sápa, en samt er ég alveg hooked.

Um síðustu helgi var ég eitthvað að tala um það að mér fannst Rachel vera ýkt sæt. Veit ekki hvað það er, en það er eitthvað við hana. Vinur minn sagði að það væri ekkert varið í hana, hún væri einsog Emma Thompson. Kannski er ég bara svona skrítinn.


Ég reyndi að horfa á Joe Millionaire, sem ég var sannfærður um að væri snilldarþáttur. Eeeeeen, þátturinn er ömurlegur. Ekki ein flott gella, engin rifrildi og svo er gaurinn leiðinlegur. Hræðileg vonbrigði!

Læknisskoðun

Ok, þá er það opinbert. Þeir á Múrnum hafa núna skrifað fleiri greinar um grimmilega læknisskoðun Bandaríkjamanna á Saddam Hussein, heldur en um öll voðaverk sem Hussein framdi meðan hann var við stjórn.

Verst af öllu er að stjórnvöld í ríkjum heimsins virðast ekki kippa sér upp við þetta. Í það minnsta æmtir hvorki né skræmtir í hinum staðföstu stuðningsmönnum Bandaríkjanna við þessi mannréttindabrot.

Mannréttingabrot? Að það hafi verið leitað að lúsum á gaurnum í sjónvarpi!? Ó plís!! Hvar voru Múrsmenn þegar Saddam framdi sín voðaverk, sem voru flestöll mun alvarlegri en læknisskoðanir? Ekki man ég eftir mörgum mótmælum þeirra útaf illverkum Saddam.

Þetta sannar bara enn einu sinni að einu illmenni heimsins í augum þeirra á Múrnum eru Bandaríkjamenn.

Houllier heim!

Ég hef staðið mig að því í dag að kíkja nokkrum sinnum á íþróttavef BBC og hafa átt fastlega von á því að efsta fréttin væri sú að Gerard Houllier hefði loksins verið rekinn.

Ég hef ekki miklu að bæta við vonbrigðapistilinn minn frá því á laugardag og því ætla ég bara að benda á tvo frábæra og einlæga pistla, skrifaða af sönnum Liverpool aðdáendum:

An end of year message to Gerard Houllier
Time for change

Báði hafa þessir pistlahöfundar varið Houllier í gegnum ansi mikla erfiðleika. Alveg einsog ég hafa þeir fengið nóg.

Lokaorð Alex Malone segja allt, sem þarf að segja um Gerard Houllier:

In Owen, Kewell, Baros, Sinama, Le Tallec, Gerrard, Hamann, Hyypia, Henchoz, Finnan, Carragher and Kirkland, we have a very solid 11 players. A couple of other young lads such as Otsemobor and Welsh are up and coming. But that’s about it. I’d off-load virtually every other player we have. In essence, then, we have 9 seasoned worthy players and a handful of young kids after 5 years of planning and all of your spending.

You asked us to judge you after 5 years. Well, I’m doing as you asked.

And I’m sorry to say that the current squad and level of football is testimony to a manager who I believe has had more than enough time to build a team capable of at least challenging at the top level.

Not wallowing in mid table obscurity.

Ég er búinn að missa alla trú á Houllier. Núna ætla ég ekki að láta tvo, þrjá sigurleiki plata mig til að halda að Houllier geti beint liðinu í rétta átt. Þetta lið hefur valdið mér vonbrigðum einum of oft.

Houllier heim!

Ég hef staðið mig að því í dag að kíkja nokkrum sinnum á íþróttavef BBC og hafa átt fastlega von á því að efsta fréttin væri sú að Gerard Houllier hefði loksins verið rekinn.

Ég hef ekki miklu að bæta við vonbrigðapistilinn minn frá því á laugardag og því ætla ég bara að benda á tvo frábæra og einlæga pistla, skrifaða af sönnum Liverpool aðdáendum:

An end of year message to Gerard Houllier
Time for change

Báði hafa þessir pistlahöfundar varið Houllier í gegnum ansi mikla erfiðleika. Alveg einsog ég hafa þeir fengið nóg.

Lokaorð Alex Malone segja allt, sem þarf að segja um Gerard Houllier:

In Owen, Kewell, Baros, Sinama, Le Tallec, Gerrard, Hamann, Hyypia, Henchoz, Finnan, Carragher and Kirkland, we have a very solid 11 players. A couple of other young lads such as Otsemobor and Welsh are up and coming. But that’s about it. I’d off-load virtually every other player we have. In essence, then, we have 9 seasoned worthy players and a handful of young kids after 5 years of planning and all of your spending.

You asked us to judge you after 5 years. Well, I’m doing as you asked.

And I’m sorry to say that the current squad and level of football is testimony to a manager who I believe has had more than enough time to build a team capable of at least challenging at the top level.

Not wallowing in mid table obscurity.

Ég er búinn að missa alla trú á Houllier. Núna ætla ég ekki að láta tvo, þrjá sigurleiki plata mig til að halda að Houllier geti beint liðinu í rétta átt. Þetta lið hefur valdið mér vonbrigðum einum of oft.

Jólaútlit

Jæja, í tilefni jólanna þá breytti ég útliti síðunnar í þetta yndislega hallærislega jólaútlit.

Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap, þá er þér ekki er eitthvað mikið að! 🙂

(ef þið sjáið ekki jólalookið, ýtið þá á Refresh. Það á sem sagt að vera jólasveinamynd í staðinn fyrir strandamyndina eða Vestmannaeyjamyndina)

Svoooooo þunnur

Djamm í gær, þynnka í dag.

Þegar ég sat með stelpum, sem ég þekki, í hornsófanum niðri á Hverfisbarnum, þá áttaði ég mig á merkilegum hlut: Það er alveg óhemju mikið af sætum stelpum á Íslandi oooooog það er alveg óhemju mikið af glötuðum gaurum á þessu landi.

Annars skemmti ég mér alveg stórvel með góðum vinum.

Ef maður getur dæmt stað af myndum, þá virðist Felix vera alveg ferlega sjúskaður staður. Djamm myndirnar af þeim stað eru magnaðar. Sérstaklega þessi