Björn og Dagur í Kastljósinu

Það er ekki oft sem ég horfi á Kastljósþátt tvisvar sama kvöldið. Ég og Emil horfðum á Björn Inga og Dag B í Kastljósþættinum og ég var svo hissa að ég varð að horfa aftur á þáttinn seinna um kvöldið.

Ég held að frammistaða Björns Inga hljóti að vera einhver hræðilegasta framganga stjórnmálamanns, sem ég hef séð í svona þætti. Ég hef hvorki tíma né þekkingu til að skrifa um allt sem tengist málinu. En [Guðmundur Steingrímsson skrifar frábæran pistil](http://www.gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/entry/90504/) um málið, sem ég get verið 100% sammála. Mæli með þeim [pistli](http://www.gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/entry/90504/).

Eftir síðustu tvo Kastljósþætti hef ég haft góðar ástæður til þess að vera stoltur af því að vera í Samfylkingunni.

Sorgleg lög

Samkvæmt vísindalegri könnun er [The Drugs don’t work með The Verve](http://breakingnews.iol.ie/entertainment/story.asp?j=4333590&p=43336×5&n=4333682) sorglegasta lag í heimi.

Magnað. Þetta hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldslögum og er einmitt á einni af mínum uppáhaldsplötum. Voru Eels ekki með í könnuninni?

Uppboð 2006: Bókapakkar

…. Uppboð la la la…. Sjá upplýsingar [um uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Ég veit að þetta er ekki beint mest spennandi hlutir í heimi, en það verða áhugaverðari hlutir á uppboði á fimmtudag og föstudag. So hold on tight. 🙂

Núna eru það bókapakkar. Það er ég býð bækurnar **saman í einum pakka**. Lágmarksboð í hvorn pakka er 1.000 kall. Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Bókapakkar

Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Da da da da ra… Uppboðið heldur áfram. Sjá upplýsingar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það íþróttatreyjur, Liverpool og Barca (og Barca trefill). Þetta eru allt **NOTAÐAR** treyjur, sem þýðir að ég hef verið í þeim oft. En fyrir safnara þá eru þær í nokkuð góðu standi. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Lágmarksboð 1000 kall.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Milton!

Ég trúi varla að ég hafi horft á [einn og hálfan klukkutíma af Milton Friedman rífast við Ólaf Ragnar og Stefán Ólafsson á tölvunni minni](http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4339003). Þessi hagfræði-nördismi mun duga mér næstu vikurnar.

ISG og GH í Kastljósi

Í kjölfar Kastljósþáttarins áðan vil ég bara segja:

**Mikið er ég þakklátur fyrir þá staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli vera formaður míns flokks en ekki Geir Haarde.**

Af orðum og stolti Geirs Haarde í þættinum mætti halda að bankar og fjármagnstekjuskatturinn væri umtalsverður hluti af tekjum ríkissjóðs. Núna er ég ekki stærðfræðingur, en ég heyrði þrjár tölur í dag. Leiðréttið mig ef mér misheyrðist.

Fjármagnstekjuskattur skilaði 19 milljörðum á síðasta ári
Bankarnir borguðu 10 milljarða í skatta
Ríkisútgjöld verða 356 milljarðar á næsta ári.

Það þýðir að bankar og fjármagnstekjuskattur borga því 8% af útgjöldum ríkisins. Við hin borgum svo 92%.

Breytingartillögur Samfylkingarinnar í landbúnaðarmálum eru **árás** á bændur samkvæmt Geir Haarde. Af hverju stíga menn ekki bara skrefið til fulls og sameina alla framsóknarmenn í einum stórum Íhaldsflokki?

Já, og hvalveiðarnar eru bara einhver flipp tilraun samkvæmt Geir. Við ætlum að skjóta hvali og svo tékka svo hvort við getum selt kjötið.

En ég spyr, af hverju að stoppa við hvali? Af hverju prófum við ekki að gefa út kvóta á 200 ketti í Reykjavík og sjáum hvort við getum selt kjötið af þeim? Það væri skemmtileg tilraun.

Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Ok, núna eru það geisladiskar – flytjendur P-W á uppboði. (sjá geisladiska [A-P hérna](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/12/11.45.02/))

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Uppboð 2006: Geisladiskar A-P

Næst eru það geisladiskar – flytjendur A-P á uppboði.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar A-P