Skólinn

Þessi vika er síðasta vikan á þessari önn. Í næstu viku er lestrarvika og svo próf. Ég þarf að fara að fylla út CTEC upplýsingar, þar sem ég gef prófessorunum einkunn. Allavegana, tímarnir, sem ég er í núna eru:

Hagfræði – International Finance. Einsog nafnið gefur til kynna, alþjóðleg fjármál. Voða gaman, færa til fullt af línuritum og fjör. Kennt af hinum merka Lawrence Christiano.

Hagfræði – Advanced Econometrics. Hagtölfræðitími, þar sem notast er við línulega algebru. Mikil tölvuvinna, aðallega með hjálp Stata. Kennt af Joseph Altonji

Stjórnmálafræði – Latin American Politics. Fjallað um stjórnmál í Suður-Ameríku frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag. Kennt af Edward Gibson

Hagfræði – Honor’s Seminar. Þetta er í raun ekki tími, heldur skrifum við í þessum tíma ritgerð. Ég er búinn að velja mér ritgerðarefni og er ég á fullu að safna saman gögnum fyrir ritgerðina.

Jæja, þetta er spennandi efni, ekki satt?

Próf arrgggghhhhhh!!!!

Ég var að klára hagfræðiprófin tvö og er þunglyndi mitt að ná sögulegu hámarki, þar sem mér gekki illa.

Allavegana, þá er bara næsta mál á dagskrá að laga sér bolla af vondu Folgers kaffi (allt Starbucks búið) og byrja að lesa stjórnmálafræði, Suður-Amerísk stjórnmál, takk fyrir.

Þreyta

Þegar ég er að læra á kvöldin tekst mér oft að sannfæra sjálfan mig að allt muni lagast ef ég fari bara að sofa. Ég er sannfærður um að ég verði helmingi duglegri þegar ég vakna daginn eftir.

Þetta er rugl.

Update!!!

Já, mér leiðist ennþá.

Ok, ég ætla að prófa að setja Ben Folds á og sjá hvort hann hjálpi mér ekki að peppa uppá hagfræðina.

Let me tell y’all what it’s like
Being male, middle-class and white
It’s a bitch, if you don’t believe
Listen up to my new CD
(Sha-mon)

I got shit runnin’ throught my brain
It’s so intense that I can’t explain
All alone in my white-boy pain
Shake your booty while the band complains

Rockin’ the Suburbs

Ef þetta er ekki snilld, þá veit ég ekki hvað

Prófleiðindi

Það leiðinlegasta við að vera í skóla er að læra undir próf.

Bein afleiðing af því er að leiðinlegasti tími ársins er þegar próf standa yfir. Þessa vikuna er ég einmitt í þrem miðsvetrarprófum. Á morgun fer ég í tvö hagfræðipróf og á fimmtudag er það stjórnmálafræði.

Það er magnað hvað það getur verið leiðinlegt að læra undir próf. Ég fer alltaf að vorkenna sjálfum mér og bölva því að ég skuli ekki vera í léttari fögum.

Þessi færsla er leiðinleg af því að mér leiðist.

Spennandi próflestur

Síðustu dagar hafa ekki verið ýkja spennandi. Alveg einsog í dagurinn í dag, þá hafa síðustu dagar farið í lestur og ritgerðasmíð. Núna akkúrat er það stjórnmálafræðin, var að klára hina athyglisverðu The Mystery of Capital: Why Capitalism Triumphs in the West and Fails Everywhere Elseog þarf næst að lesa States and the Reemergence of Global Finance : From Bretton Woods to the 1990s.

Einu pásurnar, sem maður tekur eru vegna íþrótta í sjónvarpinu. Í morgun horfði ég á Liverpool-‘Boro, sem Liverpool vann frekar auðveldlega. Á morgun er það svo aðalleikurinn í NFL, Chicago Bears – Green Bay Packers. Annars ætti ég sennilega að sleppa því að horfa á þann leik, en ég efast um sjálfsaga minn.

Jú, svo fórum við Hildur á ‘s 11 í gær. Hún var góð. Mjög góð.

Lærir fólk ekkert í Caltech?

Ég neita að trúa því að fólk Caltech viti ekki hvað Hooke lögmálið sé!!!!!!.

Einn vinur minn í knattspyrnuliðinu komst inní bæði Northwestern og Caltech. Hann valdi Northwestern af því að honum fannst vera svo margir nördar í Caltech. Mér finnst alveg vera nóg af nördum í Northwestern. Nördarnir í Caltech virðast þó ekki vera alltof klárir samkvæmt Árdísi, sem lærir þar.

Ég veit ekki hvað Hooke lögmálið er, þrátt fyrir að ég hafi lært eðlisfræði í tvær vikur í Verzló.

Mér finnst það frekar skrítið að ég skuli vera með stúdentspróf í eðlisfræði.

Procter & Gamble

Ég er ennþá á bókasafninu (reyndar svaf ég heima í nótt). Eftir mikla leit fann ég loksins fyrirtæki til að skrifa um. Ég ætla að skrifa um Procter & Gamble. Þetta er einmitt fyrirtæki, sem allir (sem eru í samkeppni við þá) elska að hata. Procter og Gamble á Íslandi eru með rosa flotta heimasíðu.

Annars er Procter & Gamble ansi merkilegt fyrirtæki. Þeir eru brautryðjendur á mörgum sviðum markaðsfræðinnar, svo sem í “brand management”. Þeir eru líka að mati sumra djöfladýrkendur.

Hins vegar er ég orðinn svo hrikalega spenntur fyrir Liverpool-Roma, sem er á ESPN eftir um einn og hálfan tíma að ég get varla lært.

Bókasafn frá helvíti

Ég var að klára stjórnmálafræðiritgerðina mína í morgun og núna er ég strax byrjaður á lokaritgerð fyrir félagsfræðitímann.

Ég er hins vegar búinn að komast að því að allar bækurnar, sem ég hef áhuga á eru í útláni.

Ég þarf að fjalla um eitthvað ákveðið fyrirtæki og þeirra “corporate culture”. Fyrst datt mér í hug að fjalla um Apple, en allar góðu Apple bækurnar voru í útláni. Því næst var Sony, svo Amazon.com, svo Pets.com. Allar voru þessar bækur í útláni. Skrítið…

Stjórnmálafræði og Henry Rollins

Það er ekkert voða hressandi svona seint á föstudegi að vera að skrifa stjórnmálafræðiritgerð. Það eru þó fullt af hlutum, sem eru leiðinlegri.

Til að halda mér vakandi og við efnið er ég búinn að laga kaffi og svo hlusta ég á Rollins Band, sem er alger snilld. Henry Rollins er vissulega snillingur. I am a liar, yeah!! I like it, I feel good