Uppboð: XBox leikir

Og þá er það þriðji hluti þessa [uppboðs](https://www.eoe.is/uppbod) til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Núna eru það XBox leikir

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 500 krónur. Leikirnir eru í nánast fullkomnu ástandi.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á miðvikudag fimmtudag.
Continue reading Uppboð: XBox leikir

Uppboð: DVD Diskar 2/2

Hérna er seinni hluti DVD uppboðsins. Hér getur þú lesið um [uppboðið, skoðað hin uppboðin](https://www.eoe.is/uppbod) og hér getur þú lesið [af hverju ég stend í því](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/).

Fyrri hluti DVD uppboðsins er [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/11/10.34.09/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 300 krónur á hefðbundnu diskunum, en 800 krónur á stærri pökkunum, svo sem á sjónvarpsþáttunum.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.
Continue reading Uppboð: DVD Diskar 2/2

Uppboð: DVD Diskar 1/2

Og þá er það annar hluti þessa [uppboðs](https://www.eoe.is) til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Í þessum hluta ætla bjóða upp DVD diska úr safninu mínu. Nánast undantekningalaust eru diskarnir í fullkomnu ástandi, bæði pakkningin, sem og diskurinn sjálfur. Nota bene, ég ætla að skipta þessu DVD uppboði í tvennt og er seinni hlutinn [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/11/10.50.22/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Mér finnst sanngjarnt að lágmarkið sé 300 krónur á hefðbundnu diskunum, en 800 krónur á stærri pökkunum, svo sem á sjónvarpsþáttunum.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á fimmtudag.
Continue reading Uppboð: DVD Diskar 1/2

Hvað get ég gert?

stelpur-midam.jpgÉg er 28 ára gamall. Ég hef ferðast víða og upplifað margt. Ég vinn mjög mikið og hef komið mér ágætlega fyrir. Ég á engin börn og þarf ekki að sjá um neinn nema sjálfan mig.

Að undanförnu hef ég hugsað æ meira um það hvað ég get gert til að bæta mig og mitt umhverfi. Í raun er það fáránlegt að eyða þúsundum krónum í alls konar vitleysu, en láta svo ekkert af hendi rakna til betri málefna. Í gegnum árin hef ég kynnst flestum löndum Ameríku og séð fátæktina, sem þar er. Á þeim ferðalögum hafa stjórnmálaskoðanir mínar ávallt sveigst til vinstri og mig hefur langað til að gera eitthvað í málunum. En einhvern veginn hef ég aldrei látið neitt verða úr því. Ég veit að ég breyti ekki miklu sjálfur, en þótt að það hljómi klisjulega, þá getur tiltölulega lítið fjárframlag frá mér orðið til þess breyta lífi fólks í fjarlægum löndum.

Það er í raun súrealískt að hugsa til þess að peningar, sem mig munar ekki um, geti actually breytt *lífi* fólks á öðrum stöðum. Og það er fáránlegt að hugsa til þess að ég hafi ekkert gert í þessum málum. En núna skal því breytt.


Ég hef skrifað á þessa síðu í 5 ár og á [Liverpool bloggið](https://www.eoe.is/liverpool) í 18 mánuði. Í dag er það svo að um 1500 manns skoða þessar tvær síður í hverri viku. Það er nokkuð stór hópur. Ég ætla nú að reyna að nýta mér það í hag einhvers annars en eigin egós. Mér finnst það líka talsvert athyglisvert að sjá hvort að hægt sé að nýta bloggsíður til góðgerðarmála.Heima hjá mér er haugur af dóti, sem ég nota aldrei og líka haugur af dóti, sem ég nota en aðrir hefðu sennilega meiri not fyrir. Það, sem ég ætla að gera er að bjóða ykkur lesendum að bjóða í þessa hluti. ALLUR peningurinn, sem ég fæ fyrir þessa hluti mun fara til góðgerðarmála í Mið-Ameríku.

Þetta er fullt af gagnlegum hlutum og ég bið ykkur endilega að bjóða rausnarlega í hlutina. Ég ætla að setja lægsta boð á suma hlutina, en annars mun ég láta alla hlutina fara á hæsta boði. Þið getið ábyggilega gert þarna mjög góð kaup og þið getið verið viss um að 100% upphæðarinnar renna til góðgerðarmála. Ég er búinn að ákveða að peningarnir fari til að hjálpa krökkum í Mið-Ameríku, en mun ekki velja samtökin fyrr en ég veit hversu há upphæðin verður. Auk þess sem ég safna með þessu uppboði ætla ég að leggja 15% af laununum mínum fyrir desember mánuð í þennan málstað. Ef þið viljið leggja pening í þetta mál án þess að bjóða í hluti getiði [sent mér póst](https://www.eoe.is/ummig/). Ég legg auðvitað heiður minn að veði um að allir peningarnir munu skila sér til góðra samtaka.

Ég ætla að skipta hlutunum í þrennt. Í fyrsta hlutanum ætla ég að bjóða upp tæki eða nýja hluti. Ég ætla t.d. að selja nýlega Playstation 2 tölvu og svo framvegis. Í næsta hlutanum ætla ég að selja haug af Xbox tölvuleikjum, DVD diskum og CD diskum. Þar mun ég selja hlutina mjög ódýrt. Í þriðja hlutanum ætla ég svo að selja gamla hluti, sem einhverjum söfnurum finnast kannski sniðugir. Allt frá gömlum tölvuspilum til gamalla Liverpool treyja og Star Wars leikfanga.

Þetta byrjar allt á morgun, þá set ég inn tækin og nýju hlutina.

Ég ætla að biðja ykkur, sem eruð með blogg um að skrifa um þetta á ykkar síðum. Ég er ekki að þessu til að vekja meiri athygli á síðunni, heldur vill einungis ná inn eins mörgum lesendum og því hærri boðum í hlutina. Ég vona að þetta hljóti góðar undirtektir.

En allavegana, uppboðið hefst núna. Ég er búinn að búa til síðu undir þetta uppboð og er [hana að finna hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Fyrsti hluti uppboðsins, tæki og nýtt dót, er kominn upp [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.13.58/). Ég býst fastlega við að þetta fari mjög hægt af stað, en heimsóknir á þessa síðu eru vanalega fáar um helgar. DVD diskarnir fara upp á mánudag, Xbox leikirnir á þriðjudag og svo framvegis. Hver hluti uppboðsins mun vera uppi í fjóra daga.

Uppboð: Tæki og nýjir hlutir

(Sjá nánar um [uppboðið mitt hér](https://www.eoe.is/uppbod))

Jæja, þá er komið að fyrsta lið uppboðsins míns til styrktar fátækum í Mið-Ameríku. Í þessum hluta ætla ég að bjóða tæki og nýja hluti. Þarna eru m.a. Playstation 2 tölva, Real Madrid treyja, rauðvín, þurrkari og fleira.

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin hér að neðan. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Mundu að setja þitt rétta nafn og töluvpóstfang með. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu [mér þá póst](mailto:einarorn@gmail.com) og ég set inn þá upphæð.

Uppboðinu mun ljúka á miðnætti á miðvikudaginn, 14.desember 2005.
Continue reading Uppboð: Tæki og nýjir hlutir

My hump, my lovely lady lumps

Ég komst fyrir einhverjum dögum á þá skoðun að My Humps með Black Eyed Peas væri hryllilegasta lag allra tíma. Samblanda af því að laglínan hljómar einsog hringitónn, fáránlegasta texta í heimi og almennum leiðindum í laginu, gerði það að verkum að ég komst á þessa skoðun.

Sem er athyglisvert í ljósi [þessarar færslu á MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/47391) þar sem fólk skrifar um það hversu hræðilegt þetta lag er. Þannig að fólk virðist almennt séð sammála mér.

Það besta við þetta allt er þó að skoða [heimatilbúin vídeó við lagið](http://video.google.com/videosearch?q=my+humps&btnG=Search+Video). [Þetta myndband](http://video.google.com/videoplay?docid=-759345987677277187&q=my+humps) er til dæmis hrein snilld.

Einsog ég sagði, þá er textinn ódauðlegur:

>What u gon’ do with all that ass?
All that ass inside them jeans?
I’m a make, make, make, make you scream

og svo þetta:

>They say I’m really sexy,
The boys they wanna sex me.
They always standing next to me,
Always dancing next to me,
Tryin’ a feel my hump, hump.
Lookin’ at my lump, lump.
U can look but you can’t touch it,
If u touch it I’ma start some drama,

Á hvaða lyfjum er þetta fólk eiginlega?

(Skrifað í gærkvöldi)

Nýtt á Serrano – Jibbí

Jæja, mánuði á eftir áætlun, þá erum við búin að uppfæra matseðilinn á Serrano. Staðurinn átti nýlega þriggja ára afmæli og ætluðum við að kynna nokkra nýja rétti í tilefni þess. Sú kynning tafðist þó aðeins, en í dag erum við byrjuð að selja fjóra nýja burrito-a.

Þessi burrito-ar eru ólíkir því, sem við seljum í dag, að því leiti að innihaldið er fyrirfram ákveðið. Það er, að í stað þess að kúnninn velji hráefnið í burrito-inn sinn, þá er hráefnið í þessa nýju burrito-a fyrirfram ákveðið. Það er þó auðvitað hægt að biðja um að breyta frá uppskriftinni.

En allavegana, nýju burritoarnir eru þessir:


**BBQ Burrito**
Kjúklingur, Hrísgrjón, Svartar Baunir, Pico de Gallo Salsa, Maís, BBQ Sósa, Muldar Nachos flögur og Sýrður Rjómi

**Fajitas Burrito**
Kjúklingur, Hrísgrjón, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Maís, Ostur og Sýrður Rjómi.

**Grískur Burrito**
Hrísgrjón, Kjúklingur, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Kál, Maís, Feta Ostur, Tzatziki Jógúrt Sósa

**Thai Burrito**
Hrísgrjón, Kjúklingur, Pico de Gallo Salsa, Steikt Grænmeti, Maís, Salthnetur, Satay Sósa.


Við höfum verið að prófa þetta að undanförnu á vinum og vandamönnum og höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur.

En allavegana, endilega kíkið uppá Serrano í Kringlunni þegar þið klárið jólainnkaupin og prófið nýju réttina. Fyrir ykkur, sem hafið ekki enn prófað, þá hvet ég ykkur auðvitað til að drífa ykkur. Serrano býður uppá ljúffengan og mjög hollan skyndibita. 🙂

Geturðu sent mér email um þetta?

Ég hef komist að merkilegri niðurstöðu varðandi íslenskt viðskiptalíf:

**Íslendingar geta ekki tekið á móti upplýsingum í síma!**

Það er orðið gjörsamlega gagnslaust að hringja í fólk. Nær undantekningalaust þyl ég einhverja romsu í símann og eina svarið, sem ég fæ er: “Heyrðu, geturðu nokkuð sent mér þetta á email?” Þetta er orðið að algjörlega krónísku vandamáli hjá fólki. Ég held að almennt séð geti fólkið ekki haldið athyglinni út eitt stutt símtal.

Ég er orðinn fáránlega þreyttur á að biðja um einfalda hluti í síma, en fá alltaf “sendu mér póst um þetta” svarið tilbaka. Einnig virðist enginn geta lengur tekið ákvarðanir á fundum. Öllum fundum þarf að ljúka með: “heyrðu, ég sendi þér svo póst með punktunum og við tökum ákvarðanir út frá því”.

Ég fékk endanlega nóg í dag þegar ég hringdi og bað um verð á einni vöru, en var beðinn um tölvupóst og æsti mig í símann, sem gerist nú ekki oft. En þessu verður að linna.

Íslenskar stelpur

Forsíðan á DV í dag er einfaldlega stórkostleg:

Fyrirsögn 1: **Íslenskar stelpur elska kókaín og útlenska karla**
Fyrirsögn 2: **Íslenskar fermingarstelpur: Blogga um kynlíf og sýna á sér brjóstin.**
Fyrirsögn 3: **Gunnfríður í Bachelor: Í sambúð með barnaperra á Sauðárkróki.**

051206.jpg

Ég spyr bara: Hvað er að íslensku kvenfólki? 🙂

Stærfræði?

Aðalefnið í Íslandi í Dag og fyrsta frétt á mbl.is í dag: **Stelpur útá landi eru betri en strákar í stærðfræði**!

HVERJUM ER EKKI FOKKING SAMA?

Er einhver að missa svefn útaf þessu? Í alvöru talað? Þurfum við að setja sérstaka nefnd á stofn? Kannski að bæta styrki til landsbyggðarinnar af því að strákar útá landi eru að spila Half-Life í stað þess að læra stærðfræði?

Er ekkert merkilegra að gerast í þessum heimi?


Ég er að hlusta á:

Dreaming – System of a Down
Perfect Situation – Weezer
Juicebox – Strokes

Þessi lög eru snilld!