Ég er uppgefinn. Mæli ekki með því að fara í líkamsrækt í hádeginu og körfubolta klukkan 6. Eftir 10 mínútur í körfunni þurfti ég að fara upp og kaupa mér að borða því mér leið einsog það væri að líða yfir mig. Eftir körfuna keyrði ég uppí Kringlu og nánast valt inná Serrano, örmagna af þreytu og hungri. Ég man ekki eftir að hafa verið svona líkamlega þreyttur lengi. Einn svona dagur og ég verð búinn að brenna öllum bjórnum, sem ég bætti á mig í Evrópuferðinni.

Langar að vaka eftir Kenny & Spenny, sem er klukkan hálf ellefu, en held svei mér að ég sofni fyrir þann tíma. Á líka eftir að klára kynningu fyrir morgundaginn í vinnunni.


Útí Prag sá ég Closer í bíó. Ég ber við tímabundinni geðveiki en ég átta mig ekki alveg á því af hverju ég hafði [Natalie Portman](http://www.natalieportman.com/picstemp/Portman17.jpg) ekki á listanum mínum yfir [fallegasta kvenfólk](https://www.eoe.is/gamalt/2004/02/26/23.47.18/) í heimi. Hún er með ólíkindum sæt.


Hey, og þú! Já, þú! Þú getur tekið þátt í [spennandi könnun á Liverpool blogginu](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/17/11.16.40/).

Já, og [American Idiot](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002OERI0/qid=1108678591/sr=8-1/ref=pd_bbs_1/104-4856225-0064711?v=glance&s=music&n=507846) er ekki bara góð plata. Hún er *mjög* góð.

Módel grenja saman


Stundum kemur að því að ég spyr sjálfan mig að því hvað í andskotanum ég sé að gera og hvert ég stefni í þessu lífi.

Svona móment kom þegar ég var búinn að horfa á sirka hálftíma af “America’s Next Top Model” í kvöld. Ég meina, í alvöru! Þetta raunveruleikasjónvarpsæði mitt hefur í raun gert það að verkum að ég horfi á nær alla raunveruleikasjónvarpssþætti, sama hversu slappir þeir eru. Þegar þættirnir fjalla svo um hitt uppáhaldið mitt, fallegt kvenfólk, þá verð ég einfaldlega að horfa.

En þessir þættir eru drasl. Fyrirgefið, en þetta er drasl. Ég hef varið þetta oft áður, en ég get það varla lengur.

Fólk má mótmæla og kalla mig leiðinlegan, ljótan og hvað sem er, en að mínu mati þá var ekki helmingur af stelpunum í þættinum sætar. Sumar voru svona la la og ein eða tvær voru virkilega sætar (án farða, þá). Kannski er ég of pikkí, en maður verður nú að hafa háan standard þegar það á að vera að velja súpermódel.

Þrátt fyrir að vera fáránlega sæt, þá er Tyra Banks hundleiðinlegur þáttastjórnandi og gaurarnir, sem voru með henni í þættinum í dag, voru alveg hreint óskiljanlega leiðinlegir. Gamla súpermódelið, sem kom alltaf með mest nastí kommentin (gott) er hætt, sem er hræðilegt.

Eina vonin um að eitthvað rætist úr þessum þáttum er að nógu margar af þessum gellum reynist vera húrrandi geðveikar þegar þær flytja inní íbúðina. Gellan, sem var í kjól með bandaríska fánanum á, er góður kandídat. Fyrsta serían lifði algjörlega á trúarnötturunum tveim og Jonathan í Amazing Grace gleður mitt litla hjarta í hvert sinn sem hann tekur æðisköst. Það eina, sem bjargar þessum þáttum er oft að velja fólk, sem er eins fjarri því að geta talist venjulegt og hægt verður að komast.

Æi, meira að segja skrif um þennan þátt verða leiðinleg.

En, samt ætla ég sko að horfa í næstu viku. Ég bara get ekki að því gert.

Annars, ætla ég að beina einni spurningu til kvenkyns lesenda þessarar síðu: *Grenja venjulegar stelpur í alvöru svona mikið?*

Í alvöru! Ég meina for kræing át lád, það líða ekki fimm mínútur í þessum þætti án þess að allavegana fimm stelpur taki sig saman og væli í kór. Ég tel mig nú vera tilfinningaveru og sæmilega móttækilegan fyrir þeirri staðreynd að stelpur eru upp til hópa viðkvæmari en við strákar. En come on, þetta er ekki fokking eðlilegt. Eru þáttakendur í íslenskum fegurðarsamkeppnum til dæmis sí-vælandi, eða er þetta sér-amerískt?

Aldur

Þar hafiði það…


You Are 22 Years Old


Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view – and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what’s to come… love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You’ve had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You’ve been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

Ekki það að mig langi að vera 22 ára aftur.

Fokk, hvað mér leiðist. Ég er hálfpartinn að vona að Steven Gerrard taki tveggja fóta tæklingu á einhvern Suður-Ameríkubúann til að reyna að hrista upp í þessum sýningarfótbotlaleik, sem ég er að horfa á á Sýn. Þetta er alltof hægt allt saman.

Er að fara í fótbolta á eftir, en er með magaverk, hausverk og er auk þess örmagna af andlegri og líkamlegri þreytu. Úfff. Annaðhvort verður fótboltinn vítamínsprauta eða þá að ég verð alveg ónýtur á eftir.

Og fyrirgefið, en hversu fokking geðveikur er þessi Jonathan í Amazing Race? Hvernig getur konan þolað þetta?

Snooze, Gwen og lokuð augu á Hverfisbarnum

Gwen Stefani er ekki bara [fáránlega sæt](http://mapage.noos.fr/necrofries/Gwen%20Stefani/3093gwen25.jpg), heldur á hún líka annað af tveim uppáhaldslögunum mínum í dag, What you waiting for. Hitt uppáhaldslagið er Drop it like it’s hot. Þessi lög bera það með sér að ég er nýkominn úr langri ferð, þar sem MTV hefur verið eina stöðin, sem horfandi hefur verið á á hótelherbergjum.

Samkvæmt óformlegri könnun minni þá voru þrjú lög í rotation á MTV. Þessi tvö og nýja lagið með Britney, sem ég fíla ekki.


Ég hef komist að því undanfarnar vikur að líf mitt er barátta á milli tveggja persóna. Þess Einars, sem fer að sofa á kvöldin og þess Einars, sem vaknar á morgnana.

Sá Einar, sem fer að sofa á kvöldin, stillir vekjaraklukkuna alltaf þannig að hinn Einar hafi nægan tíma til að borða morgunmat og lesa blöðin áður en hann mætir í vinnunna. Sá sem vaknar er hins vegar sannfærður um að hann þurfi aðeins fimm mínútur til að sinna þessu hlutum.

Í gær datt þeim Einari, sem fer að sofa, það snjallræði í hug að auk hefðbundinnar vekjaraklukku, þá stillti hann einnig vekjarann í gemsanum og setti gemsann á mitt gólf, þannig að ekki væri hægt að ná í símann án þess að fara frammúr. Einar, sem vaknaði, fattaði hins vegar að vekjarinn í símanum endist bara í 2 mínútur og því brosti hann og svaf af sér þær tvær mínútur. Ég veit ekki hvort ég á að taka að mér drastískari aðgerðir til að reyna að vakna á sama tíma, þar sem að þessi aðferð klikkaði.

Ég held í raun að snooze takkinn sé einhver alversta uppfinning allra tíma. Ég hef verið að spá í hvað ég gæti gert til að vakna alltaf á sama tíma. Kannski að vekjaraklukka án snooze takka sé málið? Svo gæti ég líka drifið í að finna mér kærustu og eignast börn, einsog virðist vera í tísku í vinahópnum mínum. En það finnst mér full drastísk lausn og auk þess tekur hún nokkra mánuði að virka.

Er einhver með góð ráð? Er hægt að fara í meðferð við þessari snooze sýki?


Annað mál: [Væri](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6143) [ekki](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6153) [ráð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6156) [fyrir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6362) [Hverfisbarinn](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6369) [að](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6382) [taka](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6406
) [út](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6407
) [myndir](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6355
) af [viðskiptavinum](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6112
), [þar](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6158
) [sem](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6173
) [fólk](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6181
) er [annaðhvort](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6206
) að [gretta](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6229
) sig eða með [lokuð](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6097) [augun](http://www.hverfisbarinn.is/popup.php?pID=31&todo=view&img=6297
)?

Laun þingmanna

Veit einhver hvað alþingismenn eru með í laun? Ég get ekki fundið eitt einasta skjal um þetta á Google, sem mér finnst afar slæmt.

Ég lenti í þrætum um þetta nýlega og þarf að vita hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér. Veit einhver hvað þeir eru með í grunnlaun og hvað meðalþingmaðurinn fær í heildarlaun? Ég fann milljón greinar þar sem fólk kvartar yfir háum launum þingmanna, en enga grein þar sem minnst er á krónutölu. Það finnst mér magnað.

Sunnudagsþátturinn

Mikið hlýtur Illugi Gunnarsson, hjálparsveinn Davíðs, að elska röddina sína. Í morgun tók hann viðtal við Guðmund Árna um utanríkisstefnu Samfylkingarinnar og ég leyfi mér að fullyrða að Illugi hafi talað 70% af tímanum. Guðmundur Árni fékk aldrei að setja saman tvær setningar til að skýra stefnuna, sem átti þó að vera takmark viðtalsins.

Takmark spyrilsins á ekki að vera það að sýna hvað hann sé sniðugur og viðmælandinn vitlaus, einsog takmark Illuga virðist hafa verið í dag. Menn sem afskrifa Krata í Samfylkingunni eru einnig á villigötum.

Ný debetkoramynd

Ég var að fá nýtt greiðslukort og fattaði þá að myndin af mér á kortinu er orðin frekar gömul. Ég var að reyna að átta mig á því *hversu* gömul hún er. Ég er enn með eyrnalokk á henni, en fyrrverandi kærastan mín kýldi úr mér síðasta eyrnarlokkinn (óvart þó) á þeim degi er ég útskrifaðist úr Verzló fyrir x árum síðan. Þannig að ég tippa á að ég sé 19 ára á myndinni.

Allavegana, ég ákvað í dag að þetta gengi ekki lengur og tók nýja mynd, sem ég ætla að setja í debet- og kredit kortin mín. Ég komst að því að ég hef breyst talsvert á þessum árum.


Fyrir þá, sem ekki fatta, þá er myndin til hægri þessi nýja 🙂

Semsagt, ég í kringum 1997 og ég árið 2005.


Annars fór ég í Apple umboðið í dag og keypti mér nýja [iLife](http://www.apple.com/ilife/iphoto/) pakkann og setti hann inná Makkann minn. Nýja iPhoto er algjört æði. Fékk líka þær fréttir að iPod-inn minn, sem hefur verið í viðgerð í heilar þrjár vikur, væri tilbúinn og ég gæti sótt hann á mánudaginn. Ég faðmaði næstum því afgreiðslumanninn þegar hann sagði mér þetta, enda hef ég saknað iPod-sins gríðarlega.


Mikið er gaman að tveir bloggarar, sem ég les daglega skuli blogga um það að hafa borðað Serrano [í](http://blauttuska.blogspot.com/2005/02/strhttulegt.html) [dag](http://www.orvitinn.com/2005/02/12/16.48/) 🙂

Fór annars í Kringluna í dag og skoðaði gleraugu. Mikið er ég svakalega gáfulegur þegar ég set upp gleraugu! Ætla að kíkja í aðra búð á morgun og ganga svo frá kaupum Það gengur ekki lengur að ég skuli sitja 1 metra frá sjónvarpinu þegar ég horfi á fótbolta.

Kristján Atli skrifar góðan pistil um það hversu mikil áhrif einn helvítis fótboltaleikur getur haft á mann. Að ímynda sér að Liverpool tap geti stuðað menn til að skrifa pistil sem heitir [Litlausir dagar einmanaleikans](http://jupiterfrost.blogspot.com/2005/02/litlausir-dagar-einmanaleikans.html). Ég fokking hata það þegar Liverpool tapar!


Sat á neðri hæðinni á Vegamótum í gær. Á Vegamótum er eitthvað almagnaðasta borð á íslenskum skemmtistað. Nefnilega borðið, sem er fyrir framan stóra spegilinn, sem fær staðinn til að líta út fyrir að vera helmingi stærri en hann er. Það borð tekur þrjá einstaklinga og þar á meðal situr einstaklingurinn í miðjunni beint fyrir framan spegilinn. Finnst fólki ekkert óþægilegt að sitja í því sæti? Ég var að velta þessu fyrir mér þegar ég leit sirka 30 sinnum um öxl á sæta stelpu, sem sat við það borð.


Mig langar að djamma, en grunar einhvern veginn að ég eigi eftir að eyða kvöldinu fyrir framan tölvuna við að reyna að klára verkefni, sem ég tók að mér fyrir einhverjum vikum. Það er ekki gott.

24, gleraugu og bjór

Á einhver fyrstu þrjá þættina af nýju seríunni af 24 á tölvutæku formi, eða getur sagt mér hvernig á að nálgast þá. Ég missti af þeim þegar ég var úti. Ég stökk næstum því útá svalir þegar ég heyrði alltíeinu “previously on 24” í sjónvarpinu áðan.


En allavegana, ég er kominn heim eftir erfiða en skemmtilega ferð. Ég er búinn að átta mig á því að ég þarf að skoða það alvarlega að fá mér gleraugu. Í flugvélinni á leið heim til Íslands frá Köben þá sá ég stelpu, sem ég held að hafi verið stelpa, sem var með mér í skóla og ég hitti á djamminu fyrir einhverjum vikum. Eeen, ég var ekki viss, þar sem ég á oft erfitt að greina fullkomlega andlit í örlítilli fjarlægð frá mér.

Skítt með það að ég geti ekki lesið Excel skjöl á skjávarpa á fundum, eða horft á fótbolta á pöbbum, en þegar þetta hefur áhrif á það að ég geti greint stelpur í sundur, þá er fokið í flest skjól.


Ok, ætla á Vegamót, fá mér bjór. Ég verð að tóna mig aðeins niður í drykkjunni, enda fann ég verulega á mér í ræktinni í dag. Ég hef aldrei á ævinni drukkið jafnmikið af bjór og undanfarnar tvær vikur. Úffffff…

Já, og fyrir fótboltaaðdáendur, sem lesa þessa síðu en ekki L’Pool blogið þá er þetta góð grein: [Besti miðjumaður Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/11/18.41.10/)

Waiting on the Pizzle, the Dizzle and the Shizzle

Á stundum spyr ég mig af hverju ég horfi á fótbolta. Ég var í góðum fíling í mat og bjór hérna í miðbæ Breda þegar ég skyndilega stökk upp og áttaði mig á því að Holland (mínir menn) væru að spila við Englendinga í fótbolta. Ég ákvað því að finna mér stað til að horfa á leikinn… sem var einmitt hörmung. Þvílík leiðindi hef ég ekki þurft að þola lengi.

Allavegana,

Ég veit ekki hvort ég hafi lent í einhverju twiligth zone um kvöldmatarleytið í gær hérna í Hollandi. Ég fór nefnilega á Subway, hvar ég fékk mer það allra óhollasta á matseðlinum. Það skiptir ekki máli, en það sem skiptir máli er að stelpan sem afgreiddi mig var alveg ótrúlega falleg. Þegar ég var ekki að horfa á hana búa til samlokuna mína gat ég svo virt fyrir mér stelpuna, sem var ein með mér í röðinni, sem var einmitt líka gull, gullfalleg.

Ok, ég fæ samlokuna og fer með hana heim á hótel. Þegar ég er að labba framhjá einhverju húsi er stelpa að opna hurðina, sem brosir fallega til mín. Ég sver að hún var fallegri en Metro stelpan, sem ég sá í Caracas um árið.

Er það eðlilegt að fara útúr húsi að kvöldi til og að allar, já allar stelpurnar sem maður sér séu svona fallegar? Ég sannreyndi það í dag að þessi statistík á ekki við allar konur í Hollandi þannig að ég er búinn að útiloka þann möguleika.

Ok, ætti ég kannski að fara að sofa?

Allavegana, ég á flug heim á morgun. Fæ að bíða á Schiphol í einhverja fimm tíma, sem hlýtur að vera skemmtilegt enda vita allir að flugvellir eru skemmtilegustu staðirnir á þessu jarðríki.


Eftir fundinn í dag var farið með allt fólkið á skauta á svell hér í borg. Ég hef ekki farið á skauta síðan ég fór með fyrrverandi kærustu á skauta í Chicago, sem var að ég held annað skiptið á ævinni, sem ég hef farið á skauta. Í minningunni var ég snillingur á skautum, en það reyndist þó ekki vera alveg svo. Það var þó einhver kall, sem að sagði mér til og eftir smá tíma var ég farinn að geta skautað sæmilega. Skautaði í klukkutíma án þess að detta, sem mér finnst vera meiriháttar afrek! Svei mér þá, það er bara gaman að vera á skautum. Reyndar set ég þann fyrirvara að ég fíla ekki þær íþróttir þar sem mér er rústað af 8 ára gömlum stelpum.

Að lokum langar mig til að vitna aðeins í textann á uppáhaldslaginu mínu:

>So don’t change the dizzle, turn it up a little
I got a living room full of fine dime brizzles
Waiting on the Pizzle, the Dizzle and the Shizzle
G’s to the bizzack, now ladies here we gizzo

Jammmm, ég veit, [þetta](http://www.lyricstop.com/d/dropitlikeitshot-snoopdoggfpharrellwilliams.html) er SNILLD!

*Skrifað í Breda, Hollandi klukkan 0:04*