Mblog pælingar

Ég er búinn að setja upp svona móðins [mblog](http://mblog.is/mblog/web?cmd=blogs&mboard=350075) á heimasíðu Símans. Þetta er reyndar vita gagslaust því þetta er hýst á einhverri síðu útí bæ. Mun skemmtilegra væri að hafa þetta á minni eigin síðu í hliðarstikunni.

Þannig að ég spyr hvort einhver hafi reynslu af þessu mblog-i og viti hvernig er hægt að gera þetta gagnlegra. Það sem mér dettur í hug:

1. Er hægt að fá RSS skrá útúr mblog.is?
2. Gæti ég einhvern veginn sent myndir bara beint inná mína heimasíðu í gegnum Movable Type?
3. Er hægt að blogga í gegnum SMS með Símanum (hef séð það gert hjá OgManUnited) inná mína heimasíðu?
4. Get ég eytt myndum útaf mblog.is?

Þetta gæti verið sniðugt dæmi ef að ég gæti einhvern veginn tvinnað þetta inní þessa heimasíðu. Hefur einhver reynslu af þessu? Veit einhver um einhverja skemmtilega fídusa, sem ég er ekki að gera mér grein fyrir?


Já, og svo legg ég til að Síminn í Kringlunni ráði fleira starfsfólk. Takk fyrir.

Ok, farinn útað hlaupa. Það er sko eins gott að það verði fáklæddar stelpur á línuskautum meðfram Ægissíðunni. Annars verð ég verulega vonsvikinn.

Ég og iPod-inn minn

ipod45.jpgNúna er talið að Apple, yndislegasta tölvufyrirtæki muni [kynna nýja gerð af iPod í næsta mánuði](http://www.thinksecret.com/news/augustipods.html). Núverandi iPod-ar rúma 40GB af tónlist, en talið er að þeir nýju muni rúma allt að 60GB. Einnig er talið að þeir verði minni og fáanlegir í mörgum litum.

Núna er spennandi að sjá hvort að nýji iPod-inn verði nógu spennandi til þess að ég verði fársjúkur, reyni að selja iPod-inn minn og verði svo ekki í rónni fyrr en ég hef keypt mér einn af þessum nýju. Ég er nefnilega tækjasúkur.

Ég elska líka iPod-inn minn.

Ég elska hann, sennilega jafn heitt og hægt er að elska rafmagnstæki. Hann er ómissandi hluti af mínu lífi. Hann heldur mér á lífi í ræktinni og ég get varla hugsað mér ferðalög án þess að hann sé með í för. Ég hef átt hann í ár og það er hreint með ólíkindum að hugsa sér hversu miklu hann hefur breytt. Þetta litla [tæki](http://www.apple.com/ipod/) er æði.

Ungir framsóknarmenn

Í Íslandi í dag var viðtal við engan annan en: Formann Ungra Framsóknarmanna í *Reykjavíkurkjördæmi Suður!* HA ha hahaha!

Það þarf enginn að segja mér að í því félagi séu meira en 5 félagar 🙂

**Uppfært**: HA HA ha ha! Formaðurinn er tengdasonur Halldórs Ásgrímssonar. Það er sennilega eina leiðin til að fá ungt fólk í flokkinn. Dóttir Guðna Ágústss er líka ýkt sæt, þannig að þar mun ábyggilega bætast við annar nýr framsóknarmaður. Snilld! Framsóknarmenn eru æði.

Teljarablogg

Sko, ég veit að allir hata bloggfærslur um tölfræði eða “vinsældir” viðkomandi bloggs. Þess vegna hef ég aldrei skrifað um slíka hluti á þessari síðu.

En samt, þá ákvað ég fyrir 3 vikum (23. júní) að setja upp [teljara](http://www.teljari.is) á síðuna. Ég hef aldrei haft teljara á síðunni áður, þannig að ég vissi ekkert hverju á átti von á. Ég veit ekki almennilega af hverju ég hef ekki haft teljara hingað til. Eflaust vegna þess að til að byrja með var ég handviss um að enginn læsi síðuna og vissi að ef ég fengi staðfestingu á því, þá myndi ég fara í fýlu og gefast upp.

Svo komu kommentin á síðuna og mat ég þá oft færslurnar á því hversu margir kommentuðu á færslur. Kommentunum hefur fjölgað með mánuðunum og núna er svo komið að á þessum tveimur árum, sem hægt hefur verið að kommenta á færslur, hafa komið um 2.050 komment á þessari síðu.

En ég varð forvitinn að vita hversu margir skoðuðu síðuna, því ég geri mér grein fyrir að það eru ansi margir sem heimsækja þessa síðu án þess að kommenta. Ég kommenta t.d. mjög sjaldan á flestum af uppáhaldssíðunum mínum. Ég hef verið að lenda í því að ólíklegasta fólk segist lesa síðuna mína.

Þess vegna setti ég upp teljara og eru niðurstöðurnar athyglisverðar. Á hverjum degi heimsækja um 320 manns þessa síðu. Flettingar hjá þessum 320 aðilum eru um 420 á dag.

Af þessum 320 koma um 25% af [Nagportal](http://www.nagportal.net/) og um 5% koma af leitarvélunum, Google og Leit.is. Þetta þýðir að um 220 manns að meðaltali stimpla á degi hverjum eoe.is inní vafrann sinn. Það þykir mér magnað. Eflaust eru einhverjir, sem koma oftar en einu sinni á dag, en á móti eru sennilega margir sem koma hingað 2-3svar í viku.

Þessar tölur eru umtalsvert hærri en ég átti von á, sérstaklega þar sem þessar tölur eru fyrir júlí mánuð. Ég hafði ímyndað mér að um 60-70 manns læsu þessa síðu. Þar tók ég mið af þeim, sem kommenta hérna reglulega, en sá hópur er kannski um 30 manns. Það virðist hins vegar mjög mikið af fólki, sem kommentar aldrei og er það sennilega bara fullkomlega eðlilegt.

Ok, núna er ég semsagt búinn með teljarablogg og lofa því að það verði langt í aðra slíka færslu.

Mest spiluðu lögin

Frá því að [iTunes](http://www.apple.com/itunes/) byrjaði að telja hversu oft maður hefur hlustað á hvert lag, þá hef ég mikið spáð í þeirri tölfræði. iTunes telur í hvert skipti sem ég hlusta á lag bæði í Makkanum mínum, sem og iPodinum mínum.

Það væri vissulega gaman að getað haft þessa statistík fyrir allt mitt líf, en því miður byrjar þessi tölfræði ekki fyrr en fyrir rúmu ári, í byrjun árs 2003. Það er hins vegar athyglisvert að skoða hvaða lög eru vinsælust hjá mér á þessu ári. Ég ætla að setja hérna inn mest spiluðu lögin frá upphafi í iTunes og fyljgast svo með því hvernig þessi listi mun breytast eftir því, sem tíminn líður. Svona lítur þetta út í júlí 2004:

1. True Love Waits – Radiohead – 60 skipti
2. Last Goodbye – Jeff Buckley – 50 skipti
3. Senorita – Justin Timberlake – 50 skipti
4. Take Me Out – Franz Ferdinand – 46 skipti
5. Hurt – Johnny Cash – 46 skipti
6. Cry Me A River – Justin Timberlake – 43 skipti
7. Galapogos – The Smashing Pumpkins – 38 skipti
8. Everything’s not lost – Coldplay – 37 skipti
9. Reptilia – The Strokes – 36 skipti
10. Lose Yourself – Eminem – 32 skipti

Ég veit ekki hvort ég hef áður talað um True Love Waits, en ég uppgötvaði það lag fyrir sirka ári og það er æði. Eitt af uppáhaldslögunum mínum. Sem og Last Goodbye. Bæði frábær. Það kom mér ekkert á óvart að þau skyldu vera efst. Einnig er það ekki skrítið að Reptilia og Take me Out skuli vera ofarlega. Já og náttúrulega [Justin](https://www.eoe.is/gamalt/2003/09/13/13.39.49/).

**Uppfært**: Hólí krapp, [Gummijóh með snilldar skúbbb](http://www.gummijoh.net/#007717). Hann segir að Franz Ferdinand muni spila á Íslandi í desember. Það væri svoooooooo mikil schniiiiiilld. Það gæti alveg verið að ég myndi hoppa þegar þeir tækju Take Me Out! Ó hvað ég vona að þetta sé satt og rétt.

Put your hands on the wheel…

Ef ég væri i ástarsorg (sem ég er sem betur fer ekki), þá myndi ég bara hlusta á [Sea Change](http://www.rollingstone.com/reviews/album?id=165933&pageid=rs.Artistcage&pageregion=triple1) með Beck á rípít allan daginn, alla daga, allt árið. Ég elska þessa plötu.

Ég er þunnur, þreyttur og nenni ekki að gera neitt, nema að láta mig dreyma um ferðalög og hlusta á Beck og nýju plötuna með Wilco (sem er æði).

Fór útað skemmta mér í gær og komst að því að stelpan, sem var Ungfrú Ísland í fyrra, er miklu sætari í raunveruleikanum en á myndum. Finnst ykkur það ekki magnað? Ha?

Já, og fór á Pravda bar. Það hafði mér verið tjáð að væri flottasti barinn í Reykjavík og að þar inni væru “eintómar drottningar”. Ég veit að ég ætti ekki að þiggja ráð frá manni, sem kallar sætar stelpur “drottningar”, en allavegana þá voru þarna aðallega feitir kallar, sem heilla mig ekkert sérstaklega.

Æji!

Mig langar til útlanda í frí, *núna*. Nenni ekki að hanga hér. Er voðalega melódramatískur í dag. Vesen tengt öllum mínum málum. Fékk bréf, sem ruglaði mig í ríminu, komst að því að ég heillast af stelpum sem eru annaðhvort á föstu eða þá nýkomnar úr erfiðum samböndum, lenti í að þræta vini mína, og áttaði mig á því að ég er búinn að draga það núna í þrjá mánuði að kaupa helvítis innréttingu í eldhúsið mitt.

En mig langar semsagt til útlanda. Er að hallast að því að heimsækja vini um öll Bandaríkin, en samt er einhver partur af mér, sem langar bara að segja fokk it, pakka oní bakpoka og fara eitthvert austur á bóginn. Kannski til Úkraínu, Hvíta Rússlands eða eitthvað álíka. En mig langar bara rosalega að hitta alla háskólavinina og [kónginn](http://olsenusa.tripod.com/) í Washington. Það er verst að þessir Lou Reed tónleikar eru ekki fyrr en 20. ágúst, þannig að ég get ekki farið út fyrr en í fyrsta lagi 21. ágúst. Það er alltof langt þangað til.

*Put your hands on the wheel/Let the golden age begin[…](http://www.whiskeyclone.net/ghost/G/thegoldenage.html)*