Fyrsti kossinn…

Vá maður, þetta par toppar allt. Þau ætla að bíða þangað til að þau gifta sig til að kyssast í fyrsta sinn!!!

Hérna er lýsing á hvernig sambandið þeirra byrjaði

“I did have some emotion for her, not a lot,” said Burwell, who owns a custom-cabinet business in Maple Valley. “But I knew deep down that this was the person God wanted me to have.”

They agreed to date, and they both admit the first month and a half was something of an effort.

“God just opened our hearts and we really began to fall in love,” said Merry, who wears a silver cross around her neck and has “JESUS” written on block letters on her key chain. “It was January of this year that everything just exploded and just changed. And we were both filled with a deep sense of love for each other.”

“The only lady I’ve kissed is my mom,” said Burwell, whose father is a pastor. “To me, the first kiss is one of the most precious gifts I can give away, and it’s something I’ll only give my wife.”

They do hold hands. And their fingers are often interlaced during their premarital sessions with their pastor, associate pastor and counselor. But that’s where their physical contact ends.

Þau hafa heldur ekki faðmast. Enda vita allir að það er synd að faðma!

Hrímaður Julio

Aðalfyrirsögnin í fréttablaðinu í gær er án efa fyndnasta fyrirsögn ársins:

Halldór á öðru máli en Davíð Oddson !!

Ef ég væri ritstjóri á Fréttablaðinu þá hefði ég reynt að nota enn stærra letur fyrir slík stórtíðindi.

Fór í gærkvöldi á Kofa Tómasar Frænda af því að vinir mínir nenntu ekki að djamma. Sá staður er hins vegar í mikilli tilvistarkreppu. Er kaffihús, sem heldur að með plötusnúði geti það breytt sér í hipp og kúl bar. Það gerðist allavegana ekki í gærkvöldi. Eina sem gerðist var að við gáfumst upp á að öskra hvert á annað.

Annars horfði ég í gærkvöldi á þátt í Queer As Folk í fyrsta skipti í meira en mánuð. Það var merkisstund í mínu lífi. Verður maður jú ekki að halda áfram að lifa, þrátt fyrir allt? Ha?

Kertafleyting

Við PR fórum í gær á Kertafleytinguna á tjörninni til að minnast fórnarlamba stríða.

Ég tók nokkrar myndir, sem fylgja hér með.

Eitt fór í taugarnar á mér við atburðinn. Það var sú staðreynd að enn einu sinni eru Bandaríkjamenn litaðir sem einu illvirkjar í heiminum. Aðalræða þessar friðaratburðar beindist eingöngu gegn Bandaríkjunum og Davíð Oddsyni.

Er ekki hægt að halda ópólitíska friðarsamkomu?

Continue reading Kertafleyting

Kóka Kóla

Ég komst að alveg magnaðri staðreynd um Ísland í dag. Þannig er að hér á landi er ekki selt eitt einasta lyf við ælupest! Ég er búinn að vera svo heppinn að hafa verið ælandi frá 3 í morgun til 18 í dag. Um 2 leytið tókst mér að safna nægri orku til að labba útí Apótek. Þar fékk ég hins vegar þau svör að eina lyfið, sem væri til, væri Kóka Kóla.

Í Bandaríkjunum hef ég notað Pepto Bismol til að lækna magapínu en það fæst af einhverjum ástæðum ekki hér á landi (ábyggilega vegna þess að einhver Svíi sagði okkur að það gæti verið skaðlegt). Ég rölti því útí Melabúð og keypti mér Kók. Sem væri kannski ekki merkilegt nema fyrir það að ég hef ekki drukkið gos í 5 ár. Ég keypti mér einn lítra af kóki og hellti því oní mig.

Ég verð að játa það að mér fannst kókið ekkert sérstakt. Það hjálpaði þó til við að lækna magapínuna. Ég held að ég haldi mig bara við vatnið áfram.

Björn Bjarna og Ann Coulter

Ja hérna! Íslenskur ráðherra hrósar Ann Coulter á heimasíðunni sinni!!

Gæti Björn Bjarnason mögulega fundið verri stjórnmálaskýranda til að hrósa á síðunni sinni?? Ég stórlega efast um það.

Jóhannes skrifar ítarlega um Björn og Coulter á heimasíðu sinni og hvet ég alla til að lesa það: 1, 2. Ég hef áður skrifað um Coulter hér.

Coulter er þó nokkuð snjöll í að vekja athygli á sjálfri sér. Hún kemur sér í spjallþætti og þylur þar upp einhverja vitleysu, sem hneykslar flest alla. Hún neitar að styðja fullyrðingar sínar með rökum, heldur kýs að kalla alla aðra ómálefnalega. Fyrir þetta er hún nú orðin milljónamæringur.

Coulter er þekkt fyrir hræðilega ómerkileg ummæli sín. Hún veit að hún fær því meiri athygli því viðbjóðslegri sem komentin hennar eru.

Björn segir um bók Coulter: “Þetta er baráttubók, rituð af sannfæringu, þar sem brotnar eru til mergjar fullyrðingar og afhjúpaðir sleggjudómar, sem ganga ljósum logum eins og vofa kommúnismans á sínum tíma.”

Ætli Björn sé ánægður með til dæmis þessi ummæli, sem Coulter var á sínum tíma rekin fyrir:

That evening, CNN reported that bombs were dropping in Afghanistan — and then updated the report to say they weren’t our bombs.
They should have been ours. I want them to be ours.

Airports scrupulously apply the same laughably ineffective airport harassment to Suzy Chapstick as to Muslim hijackers. It is preposterous to assume every passenger is a potential crazed homicidal maniac. We know who the homicidal maniacs are. They are the ones cheering and dancing right now.

We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity. We weren’t punctilious about locating and punishing only Hitler and his top officers. We carpet-bombed German cities; we killed civilians. That’s war. And this is war

Fleiri gullmolar Coulter teknir úr þessum pistli:

“If you don’t hate Clinton and the people who labored to keep him in office, you don’t love your country.”—George, 7/99
“I have to say I’m all for public flogging. One type of criminal that a public humiliation might work particularly well with are the juvenile delinquents, a lot of whom consider it a badge of honor to be sent to juvenile detention. And it might not be such a cool thing in the ‘hood to be flogged publicly.”—MSNBC 3/22/97

“Anorexics never have boyfriends. … That’s one way to know you don’t have anorexia, if you have a boyfriend.”—Politically Incorrect 7/21/97

“The thing I like about Bush is I think he hates liberals.”—Washington Post 8/1/00

“The swing voters—I like to refer to them as the idiot voters because they don’t have set philosophical principles. You’re either a liberal or you’re a conservative if you have an IQ above a toaster. “—Beyond the News, Fox News Channel, 6/4/00

Annars er málflutningur Björns afskaplega hæpinn þegar hann segir: “Efa ég ekki, að hún sé úthrópuð kaldhæðnislega af vinstrisinnum í heimalandi sínu.”

Ég held að ég geti auðveldlega úthrópað stjórnmálaskoðanir Coulter án þess að það votti fyrir kaldhæðni.

Hæ hó jibbí jei

Vúhú, ég er á leiðinni í útilegu!! Og það á stuttbuxum!! Ég er að spá í að pakka bara stuttbuxum og stuttermabol og sólarvörn. Ég er hins vegar ekki fífl og tek því regngalla með mér.

En allavegana veðrið er yndislegt. Vona bara að þetta verði einsog á Uxa fyrir einhverjum árum. Það er eina verslunarmannahelgin, sem ég man eftir í góðu veðri.

Leit.is

Ætli þessi fyrirsögn geri það að verkum að ég verði efstur á leit.is þegar leitað er að leit.is?

Annars, þá mættu eigendur þeirrar síðu alveg fara að uppfæra hugbúnaðinn. Það er greinilegt að leitarvélin er orðin algjörlega handónýt. Mér tókst meira að segja að fá hundinn hans Friðriks til að koma sem niðurstaða númer 1 þegar leitað er að Hugo Chavez! (sjá tilraunina mína)

Sérstaklega er mikilvægt fyrir Leit.is að uppfæra núna þegar Movabletype er orðið nokkuð algengt tæki. Ég hef áður fjallað um það hvernig MT brenglar öllum niðurstöðum á leit.is.

Best væri bara fyrir leit.is að fá afnot af Google leitarvélinni. Hún er mun áreiðanlegri þegar á að leita að vefsíðum á Íslandi

Beta eyðir kommentum

Beta Rokk tók sig til og eyddi öllum kommentum eftir ákveðinn aðila á heimasíðunni sinni.

Ég er búinn að fylgjast með þessu undanfarið en einhver strákur/stelpa hefur verið að skilja eftir komment á síðunni hennar, þar sem hann/hún tjáði hrifningu sína á henni. Kommentin urðu smám saman grófari og að lokum gafst hún upp og eyddi öllu út.

Mér fannst þetta löngu hætt að vera sniðugt þegar viðkomandi fór að tala um að hann hafi verið að horfa á Betu á einhverjum tónleikum, hvað hún hafi verið sæt þar og svo framvegis. Þetta var frekar óhugnalegt þegar maður fór að hugsa útí þetta. Auðvitað gat þetta verið saklaust (grín) en maður veit aldrei.

Allavegana, þá hefur Beta fullan rétt á að taka út kommentin. Annars er athyglisvert að velta fyrir sér hvort bloggarar hafa rétt á að henda út kommentum af síðum sínum. Ég hef gert það nokkrum sinnum hér. Annaðhvort hafa kommentin verið kjánaleg (eintómir broskallar) eða dónaleg. Samt er spurning hvort Beta hefði ekki allavegana átt að taka afrit af síðunni sinni áður en hún eyddi kommentunum. Sum kommentin voru það gróf að gaurinn var farinn að hljóma einsog stalker. Kannski var þetta grín en það er erfitt að sjá hvort fólk er að grínast með svona skrifum.

Hamann

Djöfull og fucking dauði!

Akkúrat þegar ég var orðinn bjartsýnn á gengi Liverpool þá meiðist einn af þrem mikilvægustu leikmönnum liðsins og verður ekki með fyrstu þrjá mánuðina.

Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Liverpool hefur ávallt farið í gegnum lélegustu kafla tímabilsins þegar Hamann hefur verið meiddur. Núna verður Danny Murphy að vera í byrjunarliðinu. Það þýðir kannski að liðið verður aðeins sókndjarfara (veitir ekki af) en á móti verður liðið mjög viðkvæmt varnarlega séð. Þannig að í fyrsta leiknum í deildinni á móti rússnesku peningavélinni þá verður Liverpool án tveggja bestu miðjumanna sinna, Gerrard og Hamann.

Það er fúlt!

Hamann

Djöfull og fucking dauði!

Akkúrat þegar ég var orðinn bjartsýnn á gengi Liverpool þá meiðist einn af þrem mikilvægustu leikmönnum liðsins og verður ekki með fyrstu þrjá mánuðina.

Það hefur sýnt sig í gegnum árin að Liverpool hefur ávallt farið í gegnum lélegustu kafla tímabilsins þegar Hamann hefur verið meiddur. Núna verður Danny Murphy að vera í byrjunarliðinu. Það þýðir kannski að liðið verður aðeins sókndjarfara (veitir ekki af) en á móti verður liðið mjög viðkvæmt varnarlega séð. Þannig að í fyrsta leiknum í deildinni á móti rússnesku peningavélinni þá verður Liverpool án tveggja bestu miðjumanna sinna, Gerrard og Hamann.

Það er fúlt!