Foe

Þetta er alveg hræðilegt! Hvernig getur 28 ára maður dottið niður í fótboltaleik og dáið? Það að sjá þetta í sjónvarpinu var ótrúlegt.

Það hafa nokkrir leikmenn í Bandaríkjunum hnigið niður í miklum hita, svo að ég viti. Þannig lenti skólinn minn í því að einn skólabróðir minn dó á æfingu. Hann hafði neytt efedríns fyrir æfinguna, sem var mjög erfið og var haldin í miklum hita. Hann hné niður með hjartaáfall eftir hlaupaæfingu. Þetta gerðist einnig fyrir leikmann Minnesota Vikings, ásamt því að einn hafnaboltagaur lést af svipuðum ástæðum, það er eftir að hafa neytt efedríns.

Annars, þá lenti Chicago Bulls í mjög slæmu atviku í síðustu viku. Þannig er að Jay Williams, aðal bakvörðurinn þeirra lenti í mótorhjólaslysi og ekki er vitað hvort hann muni geta spilað körfubolta aftur.

Fríííí!!!

Jei! Ég er kominn í frí. Heila viku! Ég hef ekki verið svona lengi í fríi á Íslandi síðan ég var 12 ára að ég held. Dan vinur minn (mynd 1 2) frá Bandaríkjunum er að koma til landsins í fyrramálið.

Planið er að túristast smá um næsta nágrenni borgarinnar og djamma fullt. Ó, það verður gaman.


Annars held ég að ég sé búinn að ákveða að breyta um starfsvettvang. Ég ætla að verða körfuboltaþjálfari. Það hlýtur að vera léttasta starf í heimi. Allavegana er bjáninn hann Kevin O’Neill, sem þjálfaði skólaliðið mitt í Northwestern (og gerði lítið annað en að tapa og rífa kjaft og fá leikmenn til að skipta yfir í aðra skóla) orðinn aðalþjálfari hjá Toronto Raptors. Og Tim Floyd, sem þjálfaði Chicago Bulls eftir að Jordan hætti og á lélegasta vinningshlutfall allra tíma, er orðinn þjálfari hjá New Orleans. Magnað!


Og þetta er nokkuð magnað: Kveðjuskilaboðin hjá netfyrirtækjum, sem fóru á hausinn. (via Metafilter)

Maus, molar

  • Nýja Maus platan er hrein snilld. Ég get hreinlega ekki skilið af hverju allir Íslendingar eru ekki sammála mér. Öll lögin eru grípandi og ég er ekki búinn að snerta Metallica eða Radiohead diskana mína síðan ég fékk Maus. Hinar tvær uppáhalds íslensku hljómsveitirnar mínar, Quarashi og SigurRós eru báðar búnar að meika það í útlöndum, þannig að mér finnst að Maus eigi að verða næstir. Þeir eiga það skilið.
  • Ég var að koma frá Noregi, var í Osló í nokkra daga. Komst að því að Norðmenn geta ekki sagt “ú”. Einsog til dæmis “Just Dú It”. Það verður “Just Du it”, sem hljómar ekki eins vel. Heyrði samt norskt rapp, sem var bara helvíti gott.
  • Ég er kominn með nýjan síma, sem ég er alveg yfirmig ástfanginn af. Gamla símanum var stolið af einhverjum fábjána á Hverfisbarnum. Refsingin fyrir slík brot ætti að vera hörð, til dæmis að banna viðkomandi að nota GSM síma það sem eftir er ævinnar. Ég er viss um að enginn Íslendingur myndi þola slíka refsingu!
  • The Office eru snilldar þættir. Ég missti af þeim í Sjónvarpinu en hef séð þá tvisvar í Icelandair vélum undanfarnar vikur. Ég var svo hrifinn að ég ákvað að kaupa mér þættina á DVD. By the way, þegar ég var að leita á Amazon, þá kom þessi diskur upp þegar eg leitaði að The Office. Ég var að spá í að skella honum í pakkann en sá svo að hann fékk lélega dóma.:)
  • Og ef Gerard Houllier er ennþá að lesa þessa síðu: Kauptu Damien Duff!!! (Og Cisse líka). Þú mátt selja Smicer, Cheyrou, Heskey (í gvöðanna bænum) og Carragher.
  • Og þetta er náttúrulega snilld.

Trackback æði

Trackback, sem ég var að rembast við að útbreiða fyrir einu ári, er allt í einu orðið mjög vinsælt. Til dæmis er Múrinn núna kominn með Trackback einsog ég var að vonast eftir fyrir ári.

Ég er reyndar með slökkt á Trackback, því það er eitthvað við Windows IIS servera, sem gera Trackback erfitt fyrir. Þess vegna nota ég í staðinn “referrer” script, sem sést á öllum færslum mínum, til dæmis hér.

John Gruber á Makka síðunni Daring Fireball skrifar í dag nokkuð athyglisverað gagnrýni á Trackback og kosti “referrer” scripta umfram Trackbackið. Ég er nokkuð sammála honum. Referrer scriptin hafa það náttúrulega umfram Trackback að sá, sem vísar á færslurnar mínar þarf ekki að gera neitt nema að vísa á færsluna, hann þarf enga sérstaka tækni til þess að hans vísun komi fram.

Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að því að ef menn nota Trackback, þá munu tilvísanirnar aðeins koma úr mjög svo takmörkuðum hóp fólks, sem notar Trackback. Kostir “referrer” scripta eru til dæmis augljósir þegar að síður aðrar en bloggsíður vísa á færslur.

Endalok Siðmenningar?

extrememakeover.jpgVá, ég hélt að það hefði einhverju hámarki verið náð með þessum Who wants to be a Playboy Playmate þætti, sem var sýndur á Skjá Einum fyrir einhverjum vikum.

Ég rakst hins vegar á þennan þátt: Extreme Makeover, sem er sýndur á ABC í Bandaríkjunum. Hann byggist á því að þáttakendur eru sendir í fjölda lýtaaðgerða til að bæta útlit sitt. Hrein snilld!!!

Hér má sjá fullt af “Fyrir og Eftir myndum” Þar var meðal annars þessi John, sem fór í andlitslyftingu, augnlyftingu, lét sprauta fitu í kinnarnar og fékk hvítari tennur. Vá, hvað ég þarf að sjá þennan þátt! 🙂

Gamlir vinir

Einhvern veginn er ég haldinn þeirri hugmynd að það sé bara eitt sorglegra en að sitja einn heima á föstudagskvöldi, og það er að blogga um það að sitja einn heima. En ég meina hei!

Dagurinn í dag er samt pínku merkilegur. Þannig er nefnilega að fyrr í kvöld fékk ég bréf frá Melissu, systur minni frá því að ég var skiptinemi í Venezulea fyrir 8 árum. Ég hafði fyrir nokkrum árum tapað öllu sambandi við fósturfjölskylduna mína. Lengi hef ég ætlað að gera eitthvað til að ná aftur sambandi við þau en aldrei gert neitt. Í gær tók ég mig til og sendi bréf til AFS í Venezuela og þeir redduðu mér email addressu hjá Melissu, sem skrifaði mér aftur í dag. Magnað!

Það er ótrúlegt hvað maður hefur gert lítið í að halda sambandi við þetta fólk, sem maður var svo ótrúlega náinn fyrir nokkrum árum. Ég komst meðal annars að því að Sandra systir mín, sem var minn besti vinur þetta ár, er gift og á von á barni.

Ég fékk dálítið nostalgíu kast eftir þetta og fór á afs.org og fann þar email addressur hjá tveimur af bestu vinum mínum frá því í Venezuela, Erik frá Noregi og Grace frá Bandaríkjunum. Ég hef haldið samband við besta vin minn frá þessu ári, Matt frá Bandaríkjunum en tapað sambandinu við alla aðra. Allavegana, ég sendi Grace og Erik email í von um að emailið, sem var skráð á síðunni væri ennþá rétt póstfang. Mikið væri gaman að heyra frá þessu fólki aftur.

Mig langar út. Ég er búinn að vera alltof lengi á Íslandi, alveg síðan í ágúst. Fyrir mig er það alltof langur tími á sama stað. 🙂

Anyhow, ég er að horfa á Yankees-Cubs á netinu, fyrsta skiptið í 50 ár, sem þessi lið mætast í Chicago. Djö maður, ég vildi óska þess að ég væri í Chicago þessa stundina, helst með miða á leikinn á morgun, þegar Kerry Wood og Roger Clemens (sem sumir halda fram að sé Anti-Kristur) mætast. Það jafnast ekkert við það á að eyða deginum á Wrigley Field.

Hagfræðingur í megrun

Óli hefur farið á kostum á bloggsíðu sinni undanfarna daga. Síðast var það gagnrýni á Múrinn: Frelsi til að hafa rangt fyrir sér og núna er hann að spá í megrun: Morgunverður á McDonald’s

Óli er nokkuð snjall og hyggst, að hætti hagfræðinga, koma sér upp hvatakerfi til að megrunin virki. Ég er nú þegar búinn að heita 500 krónum á það að hann nái ákveðnu settu marki. Reglurnar á þessu hvatakerfi eru ennþá í þróun í kommentakerfinu á síðunni hans. Mjög sniðugt.

Uppáhaldslögin mín

Jæja, góðir lesendur, þá er komið að nýjum og frumlegum lið á þessari síðu: Topp 10 listi. Í þessum lið ætla ég að þylja upp uppáhalds- ýmislegt í mínu lífi. Allt frá borgum til kvikmynda og alls þess, sem mér dettur í hug. Gríðarlega interesante.

Ok, ég ætla að byrja þetta á uppáhaldslögunum mínum. Sennilega á þessi listi eftir að breytast mikið á næstu árum, en svona lítur hann út í júní 2003.

10. Ziggy Stardust – David Bowie
9. Regulate – Warren G & Nate Dogg
8. Tonight Tonight – The Smashing Pumpkins
7. I Want You – Elvis Costello
6. Wit Dre Day – Dr. Dre, Snoop Dogg
5. Wonderwall – Oasis – Æ ég veit, það er ekki í tísku að fíla Oasis. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er alveg hreint magnað lag. Hin fullkomna melódía, sem ég fæ ekki leið á að hlusta á.
4. Last Goodbye – Jeff Buckley – Það er ekki nema tæpt ár síðan að ég heyrði Grace með Jeff Buckley í fyrsta skipti en á þeim tíma er þetta orðin ein af mínum uppáhaldsplötum. Last Goodbye er hápunktur plötunnar að mínu mati.
3. Freebird – Lynyrd Skynyrd – Flestir vinir mínir í Bandaríkjunum segja að þetta lag minni þá á mig og þykir mér nokkuð vænt um það. Stórkostlegt lag. Mun sennilega alltaf minna mig á New Orleans.
2. Wish you were Here – Pink Floyd – Ég þurfti náttúrulega að hafa eitt lag með uppáhaldshljómsveitinni minni, Pink Floyd. Það voru svo sem fjölmörg, sem komu til greina, til dæmis Comfortably Numb, Time, High Hopes og fleiri.

Hins vegar þá tengist Wish you Were Here einfaldlega svo mörgum augnablikum í ævi minni að mér þykir mest vænt um það lag. Snilld að semja hinn fullkomna “chorus” en nota hann bara einu sinni í laginu.

1. Gimme Tha Power – Molotov – Það er sennilega ekki neitt lag, sem ég á jafn erfitt með að fá leið á og þessi snilldar sósíalista áróður hinna mexíkósku Molotov. Þetta lag er tekið af einum af mínum uppáhaldsplötum: Donde Jugaran Las Ninas

Ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti þegar ég bjó í Mexíkó fyrir 8 árum. Síðan þá hef ég meðal annars heyrt það tvisvar á tónleikum, í fyrra skiptið í Madrid árið 1999 og í seinna skiptið í Chicago 2001. Bæði skiptin voru ógleymanleg.

Það er ekki bara að lagið sé fullkomið heldur er textinn yndislegur. Hann er uppfullur af mexíkósku stolti. Ungir menn, sem þrátt fyrir fátækt landsins síns, eru stoltir af því að vera Mexíkóar. Lagið fjallar um það hversu mikið yfirvöld (PRI) hafa misnotað sér völdin í Mexíkó. Pólítíkusar hafa orðið ríkir á kostnað almúgans.

Si le das más poder al poder,
más duro te van a venir a joder.
Porque fuimos potencia mundial
y somos pobres nos manejan mal.

Dame, dame, dame todo el power
para que te demos en la madre,
give me, give me todo el poder
so I can come around to joder.

Porque no nacimos donde no hay que comer,
no hay porque preguntarnos cómo le vamos a hacer.
Si nos pintan como unos huevones, no lo somos.
¡Viva México cabrones!

Ef þetta er ekki snilld, þá veit ég ekki neitt.

Lög, sem voru nálægt: High Hopes, Comfortably Numb – Pink Floyd. Chicago – Frank Sinatra. Hero of the Day – Metallica. Comprendes Mendes – Control Machete. Murder Was the Case – Snoop Dogg. Dear Prudence – Bítlarnir. Mayonaise – The Smashing Pumpkins. Everything not Lost – Coldplay. A Long Time Ago – David Byrne. Goodbye Yellow Brick Road – Elton John. One Day – The Verve. Voto Latino – Molotov. Wake Up – Rage Against the Machine. As Tears Go By – The Rolling Stones. The Wild Ones – Suede. Life During Wartime – Talking Heads. Dream On – Aerosmith.

Bannað að gagnrýna!

Þetta er nokkuð magnað: McDonald’s sues ‘slow food’ critic. McDonald’s á Ítalíu hefur kært gagnrýnanda fyrir að tala illa um matinn þeirra.

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn yrði ef McDonald’s ynnu!

Af hverju í ósköpunum er ég að blogga seint á laugardagskvöldi? Það er helvíti langt síðan ég hef verið einn heima á laugardagskvöldi. Mikið djöfull er það leiðinlegt! Mig hlakkar hins vegar alveg hrikalega mikið til að fá loksins að sofa út á morgun.

Ef þessi gaur, sem er með uppistand á boxkeppninni er fyndnasti maður landsins, þá er ég fluttur til Færeyja.