Meira um Safari

Ég rakst á tillögur Jason Kottke um það hvernig hægt væri að bæta Safari til að búa til “næstu kynslóð” af browserum. Hugmyndir hans eru alveg stórsniðugar. Hann leggur til að forrit einsog t.d. Sherlock (sem gerir Mac notendum auðveldara að finna upplýsingar um hlutabréf, kvikmyndir og fleira), Movabletype og NewsNetWire (sem gerir það sama og RSS molar) verði sameinuð í eitt forrit, sjálfan vafrann.

Allir netáhugamenn ættu að kíkja á pistilinn hans. Einnig er Matt Haughey með pælingar um Safari, sem eru áhugaverðar.

Ó Jón

Jens PR skrifar góðan pistil á síðuna sína um bókina hans Jóns Baldvins en hann er búinn að vera að eyða síðustu dögum í að lesa bókina.

Ég gaf einmitt pabba mínum bókina í jólagjöf enda hef ég grun um að hann sé krati inn við beinið. Ég og Jens erum náttúrulega sálufélagar í aðdáun okkar á Jóni Baldvini og því hlakka ég mikið til að lesa bókina (sem var önnur ástæða fyrir því að ég gaf pabba hana í jólagjöf smile

Annars er pistillinn hans PR fín lesning. Hann skrifaði líka áður um það að bókin, sem hafði mest áhrif á Jón Baldvin væri Hægt líður áin Don eftir Nóbelsverðlaunahafann Mikhail Sholokov. Það er einmitt uppáhaldsbókin mín (ásamt Hundrað ára einsemd eftir Garcia Marques) og á tímabili talaði ég (einsog Jens minnist á) um fátt annað um þá bók. Kannski að ég skrifi um hana á þessari síðu seinna.

Ekkert stríð fyrir olíu..?

N.B. Ágúst Flygenring er búinn að benda á báðar greinarnar, sem ég ætla að skrifa um. Hér og hér

Thomas Friedman spyr sig hvort hugsanlegt stríð við Írak myndi snúast um olíu. Svar hans er “já, að minnsta kosti að hluta til”. Hann spyr hins vegar í framhaldi annarar spurningar, það er hvort það sé réttlætanlegt að heyja stríð að hluta til vegna olíu.

Það er náttúrulega augljóst að Bandaríkjamenn gera aðrar kröfur til Íraka heldur en annarra þjóða heims. Þetta er augljóst á því hvernig þeir taka til að mynda með algjörum silkihönskum á kommúnistum í Norður-Kóreu, sem svelta þjóð sína en hafa nóga peninga til að framleiða kjarnorkuvopn.

Friedman spyr sig hvort það sé eitthvað athugavert að Bandaríkjamenn vilji hafa einhver áhrif á olíulindir Íraka. Er virkilega betra að Saddam Hussein skuli ráða yfir þeim. Það er augljóst að Íraska þjóðin hefur ekki notið góðs af olíuauðlindunum, heldur hafa peningarnar farið í að byggja upp herinn og hallir handa Hussein.

Það, sem fær hins vegar Bush til að líta illa út er að almenningur í öðrum löndum er á því að Bandaríkjamenn muni nota olíuna svo þeir geti haldið uppi sínum orkufreka lífstíl. Bandaríkjamenn nota langmest allra þjóða í heimi af olíu og vinsældir jeppa þar í landi hafa aldrei verið meiri. Þeir hafa líka neitað að samþykkja Kyoto samninginn og því álíta margir að Bandaríkjamönnum sé nákvæmlega sama um umhverfið og að þeir vilji bara halda að keyra á sínum jeppum og menga meira en allar þjóðir.

Friedman álítur að Bush eigi að koma því til skila að ef olíulindunum er komið úr höndum Hussein þá verði það allri heimsbyggðinni til góða, ekki bara Bandaríkjamönnum. Olía er aðaleldsneytið um allan heim og því yrði það gott fyrir viðskipti um allan heim ef olíunni yrði komið úr höndum Hussein til ábyrgari aðila.

Friedman segir:

I have no problem with a war for oil ? if we accompany it with a real program for energy conservation. But when we tell the world that we couldn’t care less about climate change, that we feel entitled to drive whatever big cars we feel like, that we feel entitled to consume however much oil we like, the message we send is that a war for oil in the gulf is not a war to protect the world’s right to economic survival ? but our right to indulge. Now that will be seen as immoral.

And should we end up occupying Iraq, and the first thing we do is hand out drilling concessions to U.S. oil companies alone, that perception would only be intensified.

And that leads to my second point. If we occupy Iraq and simply install a more pro-U.S. autocrat to run the Iraqi gas station (as we have in other Arab oil states), then this war partly for oil would also be immoral.

Hann lýkur svo greininni á þessum orðum:

If, on the other hand, the Bush team, and the American people, prove willing to stay in Iraq and pay the full price, in money and manpower, needed to help Iraqis build a more progressive, democratizing Arab state ? one that would use its oil income for the benefit of all its people and serve as a model for its neighbors ? then a war partly over oil would be quite legitimate. It would be a critical step toward building a better Middle East.

So, I have no problem with a war for oil ? provided that it is to fuel the first progressive Arab regime, and not just our S.U.V.’s, and provided we behave in a way that makes clear to the world we are protecting everyone’s access to oil at reasonable prices ? not simply our right to binge on it.

Þetta eru vissulega athyglisverðar pælingar hjá Friedman, sem er sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda og alls engin klappstýra fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjastjórnar.

Annars er líka athyglisvert að núna eru í gangi í bandarísku sjónvarpi auglýsingar, sem halda því fram að þeir, sem keyri um á jeppum, séu að leggja hryðjuverkamönnum lið.

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum var í gangi svipuð herferð, þar sem því var haldið fram eiturlyfjaneytendur væru að leggja hryðjuverkamönnum lið. Þetta var náttúrulega hálf asnalegt, því að eiturlyfin koma flest frá Kólumbíu. Þar eru það vissulega hryðjuverkamenn (til dæmis í FARC), sem njóta góðs af sölunni. Þeir hryðjuverkamenn eru þó aðallega uppteknir af því að drepa fátækt fólk í sínum eigin löndum og því var það hæpið að nota tenginguna við 11. september í þeim auglýsingum.

Mac Safari

Þá er MacWorld búinn og því miður rættist ósk mín um nýjan iPod ekki. Það verður því einhver töf á því að ég fjárfesti mér í slíkum grip.

Apple kynntu hins vegar alveg svakalega flotta 17 tommu Powebook fartölvu. Það er hreint með ólíkindum stór skjár fyrir fartölvu. Einnig kynntu þeir pínkulitla 12 tommu fartölvu.

Einnar merkilegasta tilkynningin var sú að Apple hefur gefið út nýjan browser, sem ber heitið Safari. Það hefur nú síðastu mánuði (eftir að OSX Jagúar kom út) verið helsti gallinn við Apple að allir browserar fyrir mac eru mun lélegri en Microsoft Explorer fyrir PC. Nú vonandi verður breyting á.

Safari er enn sem komið er í Beta útgáfu en hann lofar góðu. Ég er auðvitað byrjaður að nota þennan browser og þessi færsla er skrifuð í honum. Útlitslega þá er einfaldeikinn í fyrirrúmi, sem er gott. Safari virðist keyra síður mjög hratt og hann gerir það nokkuð vel (betur en til dæmis Netscape). Allar mínar nýju síður koma bara nokkuð vel útúr honum og þessi síða virðist koma alveg einsog ég ætlaði. Eina vandamálið sem ég sé er að hún höndlar iframe ekki nógu vel, þannig að rss yfirlitið mitt verður pínkuponsu bjagað.

Annars eru hérna umræður á Metafilter um MacWorld. Hér eru svo pælingar Menu Trott, Movabletype sérfræðings (og mac notenda) um Safari. Hún vísar svo á frekari umfjallanir um þennan nýja browser.

p.s.Ég var að bæta inn bookmarks í þennan nýja browser. Þá komst ég að titillinn á hinni ágætu heimasíðu Íslandsbanka er eftirfarandi:

Isb.is – Íslandsbanki á netinu – Alhliða fjármálaþjónusta s.s. bankaviðskipti, lán, verðbréf, fjármál, viðskipti, sparileið, verðbréfareikningur, framtíðarreikningur, georg, menntabraut, fríkort, valkort, vildarþjónusta, netgreiðsla, eignastýring, fasteignir, banki, þjóðskrá, gengi, lán, verðbréf, hlutabréf, bílalán, gjaldeyrir, tékkar, kreditkort, debetkort, yfirdráttur, víxill, alvíb, lífeyrissparnaður, lífeyrir, greining, netbanki, heimabanki, ergo, vib, glitnir, isl, isbank, xy, félagabanki, iceland, bank, stock, currency, bankaútibú, hraðbanki, hraðbankar, uppleið, hlutdeild, heiðursmerkið, bílar, húslán, skuldabréf, hlutabréfasjóðir

Er ekki allt í lagi með fólk? Á þetta ekki heima í meta upplýsingum?

Bloggleiði

Úff hvað mér leiðist þegar fólk talar um það hversu latt það hefur verið við að blogga. Ég ætla samt að gera það sjálfur.

Ég hef einhvern veginn ekki haft mikið að segja undanfarið. Að hluta til byggist þetta á því að ég veit ekki hversu mikið ég á að segja um mitt prívatlíf núna þegar ég er hérna á Íslandi. Blogg um mitt prívatlíf yrði nefnilega aldrei bara um mig, heldur þyrfti það að innihalda vini, fyrrverandi kærustur, fjölskyldu og svo framvegis. Mér er alveg sama þótt að ég komi illa útúr þeirri umfjöllun, en ég vil helst ekki segja eitthvað vitlaust um allt hitt fólkið.

Einhvern veginn var þetta auðveldara þegar ég bjó útí Bandaríkjunum. Þá gat ég tjáð mig um partí og skólann og alla félagana þar. Ég gat treyst því að vinir mínir þar lásu aldrei síðuna og því hafði ég meira frelsi til að skrifa (ekki það að ég hafi nokkurn tímann skrifað eitthvað slæmt um þá).

Ég tjáði mig smá í umræðum á Metafilter um það hvernig persónuleika bloggarar skapa. Ég veit ekki hvernig fólk, sem þekkir mig ekki en les þessa síðu, lítur á mig. Ég veit bara að þessi síða gefur mjög ónákvæma mynd af mínu lífi. Ég skrifaði m.a. á Metafilter (ó jess, ég kvóta sjálfan mig 🙂

I think it’s pretty much impossible to be the same person online as you are in real life. My weblog tends to be about the exciting stuff in life, all the cool people I meet on weekends, etc. However, I normally don’t talk about the boring stuff that goes on the rest of the week.

So people who read my site probably assume that my life is a lot more exciting than it really is. I think webloggers also forget to write about the embarassing moments in life. Therefore the person who the reader reads about is often one who doesn’t make any mistakes and never does anything boring.

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Einn gaur svaraði mér

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Lives consist mostly of mundane interactions; it’s far more interesting to pick a moment or two and share those. Honestly, I’d find an in depth description of somebody washing dishes to be more interesting than a shallow description of an entire day’s events.

og ég svaraði

I agree mosch. Here in Iceland there are hundreds of weblogs, they seem to be in fashion at the moment. However, 99% of the webloggers seem to be trying to portray themselves as someone cooler or more interesting than they probably are (and I don’t think I’m the exception). However, it would be so much more interesting and fun to read if they would just cut the crap and be honest about their lives.

I just started writing my own personal diary, and I’ve read through a couple of the entries and they are so much more interesting and fun than the entries in my public weblog. I just feel that I can’t be honest in my public weblog, because it would also be about my friends, family & co-workers, so I would have to think about how my words affected them.

Sem sagt, þá hef ég síðustu daga byrjað að halda mína eigin dagbók. Mér fannst þessi blogg síða alltaf þjóna einhverjum tilgangi sem dagbók en ég geri mér grein fyrir því að hún er gríðarlega takmörkuð. Ég hef þörf fyrir að tjá mig um hlutina í mínu lífi og oft finnst mér mikilvægt að skrásetja atburði í lífi mínu, hvort sem það er með myndum eða texta. Það hefur gefið mér furðu mikið að halda nákvæma dagbók síðustu daga.

Þannig að ég veit ekki alveg hvert ég stefni með þessa síðu. Ég veit að það er ekki séns að ég hætti enda finnst mér oft lífsnauðsynlegt að tjá mig “opinberlega” um vissa hluti. Ég hef þó bara ekki fundið nein mál, sem hafa tekið nógu mikið á mig, til að ég fari að tjá mig.

Ætli mér vanti ekki bara góða grein á Múrnum um hræðilegar skuggahliðar alþjóðaviðskipta til að ég komist aftur í stuð.

Frí

Ég er í fríi í dag vegna þess að Serrano er lokaður. Ég vissi því vart hvað ég ætti að gera af mér.

Það vandamál leystist þó fljótlega eftir að ég uppgötvaði þennan leik. Þarna getur maður spilað Pictionary á netinu og ég er búinn að vera gjörsamlega háður þessum leik í mestallan dag. Snilld!

Áramótablogg

Þá er þetta ár alveg að verða búið og þá fer maður náttúrulega að hugsa um hvað hafi gerst á árinu, hvað ég hefði átt að gera betur og svo framvegis.

Þetta er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt ár. Ég hefði sennilega ekki trúað því fyrir einu ári að ég yrði í lok árs búinn að hætta með Hildi, hætta við öll ferðalögin, útskrifast og fá verðlaun fyrir BA ritgerðina, flytja í eigin íbúð á Hagamelnum og stofna veitingastað í Kringlunni.

Það má segja að þetta ár hafi einkennst af miklum sveiflum. Prívatmálefni hafa verið erfið, enda held ég að það geti aldrei verið auðvelt að skilja við manneskju, sem maður hefur búið með í fjögur ár. Ég hef þó lært gríðarlega mikið á þessum tíma og tel að ég sé betri og vitrari maður en ég var fyrir einu ári. Núna í lok árs er ég allavegana ágætlega sáttur við mína stöðu og lít björtum augum á næsta ár.

Á námssviðinu var ég gríðarlega ánægður með endalokin á háskólanáminu. Ég átti þrjú frábær ár í Northwestern og ég sé alls ekki eftir þeirri vinnu, sem ég lagði í námið þar. Þrátt fyrir að einhverjir setji sennilega spurningamerki við það hvernig hagfræðinám nýtist við rekstur veitingastaðar, þá hefði ég ekki viljað breyta miklu varðandi námið. Ég er líka ákveðinn að fara í framhaldsnám eftir nokkur ár og þar tel ég að hagfræðigrunnurinn frá Northwestern muni koma sér mjög vel.

Allur darraðadansinn í kringum Serrano hefur auðvitað verið gríðarlega lífsreynsla. Það er hreint með ólíkindum að okkur Emil skuli hafa tekist að gera þetta allt á innan við einu ári. Þrátt fyrir að hugmyndin hafi kviknað hjá okkur fyrir nokkrum árum og þróast hjá mér og Hildi síðustu tvö ár, þá talaði ég í raun í fyrsta skipti formlega um þetta við Emil í janúar. Þá voru hugmyndirnar reyndar gjörólíkar því, sem varð ofan á. Það var í raun ekki fyrr en eftir eina kennslustund með Michael Maremont í maí að ég sannfærðist um hvað yrði besta leiðin fyrir okkur.

Staðurinn varð svo að raunveruleika á þrem mánuðum eftir að ég kom heim í ágúst. Eftirá að hyggja var það sennilega heppni hversu illa okkur gekk í byrjun, því að húsnæði í Kringlunni losnaði akkúrat á réttum tíma. Eftir að staðurinn opnaði hefur þetta gengið nokkuð vel og ég er í enda árs mjög stoltur af því sem ég hef, með aðstoð Emils og góðs fólks í kringum okkur, áorkað.

Þannig að ég er þó nokkuð bjartsýnn á næsta ár. Annars vil ég bara þakka þeim, sem skoðuðu þessa síðu á árinu og ég vona að einhverjir hafi haft gagn og gaman af. Gleðilegt ár!

Bestu plöturnar 2002

Fréttablaðið birtir í dag lista yfir bestu plöturnar 2002 að mati gagnrýnenda blaðsins en sá hópur inniheldur m.a. Birgi Örn, söngvara Maus.

Núna er líka Pitchfork búið að gefa út lista yfir bestu plöturnar. Hjá þeim eru Interpol í fyrsta sæti, Wilco í öðru og Trail of Dead í þriðja sætinu. Hjá Fréttablaðinu er Sage Francis í fyrsta, Damon Albarn í öðru og The Streets í þriðja sæti.

Ég er greinilega ekki eins mikið “inn” í tónlistinni í dag, því ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt um Trail of Dead, en nýja plata þeirra fær 10 í einkunn hjá Pitchfork. Einnig hafði ég ekki hugmynd um það að Damon Albarn hefði gert plötu með listamönnum frá Malí.

Allavegana, hérna er minn listi yfir bestu plöturnar árið 2002.

  1. The Flaming Lips – Yoshimi battles the Pink Robots
  2. Eminem – The Eminem Show
  3. Beck – Sea Change
  4. Sigur Rós – ( )
  5. Coldplay – A Rush of Blood to the Head

Ef ég tek bara íslenskar plötur, þá væri listinn svona:

  1. Sigur Rós – ( )
  2. Quarashi – Jinx
  3. Móri – Atvinnukrimmi
  4. XXX Rotweiler – Þú skuldar
  5. Afkvæmi Guðanna – Ævisögur