Nýtt heimili

Ég er búinn að vera frekar latur við að uppfæra þessa síðu undanfarið. Það er þó nóg búið að gerast í mínu lífi undanfarið. Ætli ég fari ekki að færa inn atburði síðustu daga á næstunni.

Einna merkilegast er að ég er fluttur inní nýju íbúðina mína á Hagamelnum. Hún er einmitt á efstu hæð og því voru flutningarnir mjög erfiðir. Ég flutti inn fyrir um þrem vikum og síðan þá hef ég verið smám saman að koma mér fyrir. Ég býst við að íbúðin verði orðin nokkuð góð eftir næstu helgi.

Ég hef komist að ýmsu í þessum flutningum. Aðallega því að ég verð seint talinn mikill iðnaðarmaður. Ég er til dæmis mjög lélegur að mála, ég get varla neglt nagla án þess að eyðileggja eitthvað og svo veit ég svo lítið um rafmagn að ég þarf að biðja vini mína að hjálpa mér að koma upp ljósum í íbúðinni. Þar, sem ég hef ekki druslast til að fá vin minn til að hjálpa mér, þá er íbúðin lýst upp af tveim ljósaperum. Það er ekki nógu gott.

Það er þó mjög gott að vera kominn hérna í Vesturbæjinn. Vissulega er það dálítið skrítið að búa einn eftir að hafa verið í sambúð svona lengi en það er í ágætis lagi, allavegana meðan maður hefur nóg að gera.

Mamma og pabbi eru að flytja um helgina og þegar það gerist þá fæ ég gamla sófasettið þeirra. Þá mun stofan hjá mér heldur betur batna, því hún er frekar tómleg þessa stundina. Þegar sófasettið er komið get ég sett upp öll ljós og allar myndir og þá ætti íbúðin að líta ágætlega út.

Annars er ég mjög sáttur við næsta nágrenni. Þegar veðrið er sæmilegt, einsog það hefur verið undanfarna daga, er hægt að labba niður í miðbæ á um 15 mínútum, sem er fínt, sérstaklega er það gott að spara sér leigubílaferð heim af djamminu.

Rokk

Aðdáendur Nirvana geta nú verið kátir því hægt er að nálgast “nýtt” lag með hljómsveitinni hér. Lagið heitir You Know You’re Right og er nokkuð gott. (via Metafilter)

Annars spilar Dave Grohl á trommur í því lagi, sem er í mestu uppáhaldi hjá mér í dag, No one Knows með Queens of the Stone Age.

Google fréttir

Hin magnaða leitarvél Google hefur nú sett af stað fréttaþjónustu. Reynar er þetta aðeins Beta útgáfa. Þetta lofar hinsvegar góðu. Síðan mun virka þannig að þær fréttir, sem eru oftast skoðaðar munu fá meiri athygli á síðunni. Þannig munu tölvur Google sjálfvirkt leggja áherslu á vinsælustu fréttirnar.

Annars er það að frétta af mér að mig langar í þessa myndavél. Svakalega flott!

Mmmm Donuts

Hinn merkilegi William Rosenberg er látinn. Rosenberg stofnaði árið 1948 Dunkin Donuts kleinuhringjakeðjuna en í dag eru til yfir 5000 slíkir staðir.

Rosenberg var einn af frumkvöðlum í “franchising” en hann byrjaði að selja öðrum rekstrarleyfi árið 1955.

Annars vita allir, sem hafa komið til Kanada að bestu kleinuhringir í heimi fást á Tim Hortons.

Hressandi þynnka

Já, það er fátt meira hressandi en að vakna þunnur klukkan hálf þrjú á sunnudegi. Ég er búinn að afreka nákvæmlega ekki neitt í dag, nema að laga kaffi og borða Frutibix. Ég ætlaði að setja upp gardínur í íbúðinni minni en böndin á þeim eru í flækju og eftir að hafa eytt um 20 mínútum í að reyna að leysa flækjuna gerði ég mér grein fyrir að heilinn minn væri ekki tilbúin í nein stórvirki í dag.

Sem sagt, þá var ég á árshátíð hjá Danól í gær. Hún var haldin í Iðnó og var náttúrulega mjög skemmtileg einsog vanalega. Þegar fólk var farið að dansa við gamla slagara þá ákváðum við af yngstu kynslóðinni hjá fyrirtækinu að skella okkur á Hverfisbarinn. Hvað þar gerðist man ég ekki en það hefur sennilega verið gaman.

Annars komst ég að því að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins skoða þessa síðu. Ég komst einnig að því að margir vissu að ég hefði verið með bandarískri stelpu úti í Bandaríkjunum. Þannig að allt sé á hreinu, þá erum við hætt saman.

Fótboltaskrif

Þess væri óskandi að íþróttablaðamenn á Íslandi væru jafn klárir pennar og kollegar þeirra á Englandi.

Þessi grein um leik Leeds og Manchester United í Times er kostuleg.

Höfundur greinarinnar tók sig til og samdi nýjan texta við Bohemian Rapsody með Queen.

MAMA, JUST KICKED A MAN.
There’s a screw lose in my head,
Because I tried to break his leg.
Fergie, the seasons just begun,
But now I’ve gone and thrown it all away.

Forlan! Ooh-ooh-ooh,
Makes me want to sigh!
We’ score more goals with Sid James or Kenneth Williams,
Carry On, Camping,
The whole teams just in tatters.

I see a little packaged sandwich filled with prawns.
LAURENT BLANC! LAURENT BLANC!
HES JUST SLOW, OLD AND USELESS.
Brown and Neville fighting, very very
frightening indeed!
WHERE IS RIO? Where is Rio?
WHERE IS RIO? Where is Rio?
Because Laurent’ far too slow.
He’ far to slow-ow-ow-ow-ow.

I’m just a headcase, nobody loves me!
HE’S JUST A HEADCASE, WALKED OUT ON HIS COUNTRY!
SPARE US THE WHINES FROM HIS GAFFER IF YOU PLEASE!

Here it comes, Open goal, Forlan must score.
HE WILL NOT!
No! Hes simply got to score!
HE WILL NOT, NEVER, EVER SCORE!
No! Hes simply got to score!
HE WILL NOT, NEVER, EVER SCORE!
NEVER EVER SCORE, NEVER EVER SCORE…

Oh where is Rio? Where is Rio?
Has he really stubbed his toe?
Beelzebub take the Nevilles from our side,
Oh please, oh please, oh pleeeeeeeeeeeease.

Þetta er hrein snilld.

Fótboltaskrif

Þess væri óskandi að íþróttablaðamenn á Íslandi væru jafn klárir pennar og kollegar þeirra á Englandi.

Þessi grein um leik Leeds og Manchester United í Times er kostuleg.

Höfundur greinarinnar tók sig til og samdi nýjan texta við Bohemian Rapsody með Queen.

MAMA, JUST KICKED A MAN.

There’s a screw lose in my head,

Because I tried to break his leg.

Fergie, the seasons just begun,

But now I’ve gone and thrown it all away.

Forlan! Ooh-ooh-ooh,

Makes me want to sigh!

We’ score more goals with Sid James or Kenneth Williams,

Carry On, Camping,

The whole teams just in tatters.

I see a little packaged sandwich filled with prawns.

LAURENT BLANC! LAURENT BLANC!

HES JUST SLOW, OLD AND USELESS.

Brown and Neville fighting, very very

frightening indeed!

WHERE IS RIO? Where is Rio?

WHERE IS RIO? Where is Rio?

Because Laurent’ far too slow.

He’ far to slow-ow-ow-ow-ow.

I’m just a headcase, nobody loves me!

HE’S JUST A HEADCASE, WALKED OUT ON HIS COUNTRY!

SPARE US THE WHINES FROM HIS GAFFER IF YOU PLEASE!

Here it comes, Open goal, Forlan must score.

HE WILL NOT!

No! Hes simply got to score!

HE WILL NOT, NEVER, EVER SCORE!

No! Hes simply got to score!

HE WILL NOT, NEVER, EVER SCORE!

NEVER EVER SCORE, NEVER EVER SCORE…

Oh where is Rio? Where is Rio?

Has he really stubbed his toe?

Beelzebub take the Nevilles from our side,

Oh please, oh please, oh pleeeeeeeeeeeease.

Þetta er hrein snilld.

11. september

Dagurinn í dag er nokkuð merkilegur. Í fyrsta lagi, þá eru liðin 29 ár síðan illmennið Agusto Pinochet rændi völdum í Chile. Svo á Elizabeth vinkona mín 21. árs afmæli. Síðan þá er eitt ár liðið frá því að ég setti met í uppfærslum á þessari síðu, þegar ég setti inn þrettán færslur (sjá 11.sept og 12.sept, sem er sami dagurinn á USA tíma).

Annars þá skrifaði ég aðeins um mína upplifun á 11. september og atburðunum þann dag í þessari færslu.

Ég man bara að á þessum degi þá fannst mér ég vera mikill bandaríkjamaður í mér. Mér fannst einsog þetta væri árás á mitt land og ég átti erfitt með að finna eitthvað að utanríkisstefnu landsins. Ég var einnig gríðarlega reiður þeim vefritum, sem byrjuðu á því að kenna utanríkisstefnu Bandaríkjanna um þennan atburð.

Ég hef reyndar fátt að segja núna ári seinna. Ég vona bara að dagurinn framundan verði ánægjulegri en 11. september fyrir einu ári.