Ok, ég er búinn í prófum. Það er alltaf dálítið skrítin tilfinning þegar önnin er búin. Ég er núna kominn í tveggja vikna frí. Fyrri vikuna verð ég bara hérna í Chicago og veit ég ekkert hvað ég á að gera. Ég er svo á sunnudag að fara niður til New Orleans.
Þá er ég búinn með
Þá er ég búinn með tvö lokapróf, kláraði hagfræðina í morgun og var það bara fínt. Núna á ég bara stærðfræði á morgun, linear algebra í allri sinni dýrð. Og ég ætla að byrja að læra………..núna.
Góður dagur!
Vef þjóðviljinn
Ég var að lesa pistil í Silfri Egils um Vef-Þjóðviljann. Ég fór síðan og kíkti aðeins á þessa síðu, sem ég hef ekki lesið lengi. Egill hefur svo sannarlega rétt fyrir sér. Þetta er ótrúlega leiðinlegt nöldur, um ekki neitt. Þvílík ósköp.
Woo-ee-oo
Woo-ee-oo I look just like Buddy Holly
Oh-oh, and you’re Mary Tyler More
I don’t care what they say about us anyway
I don’t care ’bout that
Apple
Því er ekki hægt að neita að nýjasta Apple auglýsingin er hreinasta snilld!! Auglýsing, sem inniheldur De La Soul, Barry White og George Clinton getur ekki klikkað.
Weezer tónleikar
Á morgun erum við Hildur að fara á tónleika með hinni frábæru sveit, Weezer. Við keyptum þessa miða fyrir nokkrum mánuðum, en tónleikarnir voru lítið auglýstir og miðarnir kostuðu aðeins 12 dollara. Nú í dag eru þetta hins vegar eftirsóttustu miðarnir í Chicago og er hægt að kaupa miða á yfir 200 dollara á e-bay.
Ég hef haldið uppá Weezer allt frá því að ég keypti fyrsta diskinn þeirra, sem er hreinasta snilld. Seinni diskurinn, Pinkerton er alls ekki síðri, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið eins vinsæll. Tónleikarnir á morgun verða haldnir í Aragon Ballroom, þar sem ég hef m.a. séð Smashing Pumpkins og Macy Gray.
Temptation Island
Þegar ég sendi inn greinina, sem birtist á Hrekkjusvínum hafði ég ekki hugmynd um það að Skjár Einn væri að sýna þessi ósköp heima á Íslandi.
Ég er ekki vanalega á móti bandarísku efni, mér finnst það oftast langbesta sjónvarpsefnið, en ég vil samt sem áður setja spurningamerki við ýmsa þætti, sem t.d. Skjár Einn er að sýna. Þetta eru aðallega þættir, sem meðhöndla og gera grín að bandarískum þjóðmálum, sem koma Íslendingum lítið, sem ekkert við.
Ég skil t.d. ekki af hverju Íslendingar ættu að hlæja að endalausum Jay Leno bröndurum, þar sem hann gerir grín að náðunum Bill Clinton. Þetta eru málefni, sem fá litla athygli í íslenskum fjölmiðlum.
Einnig eru fréttaþættir einsog Dateline og 20/20 afskaplega uppteknir af t.d. ýmsum neytendavandamálum. T.d. sá ég heima einn þátt af Dateline, þar sem var verið að gagnrýna ýmsa skatta, sem koma fram á “long-distance” símareikningum. Þetta er mál, sem ég hef lent í, en ég efast stórlega um að komi nokkrum manni heima á Íslandi við. Hins vegar eru þættir einsog 60 Minutes mun betri, þar sem þar er fjallað um málefni, sem koma öllum við.
Priceline
Það er sérstök tilfinning að kaupa flugmiða á Priceline.com. Maður getur fengið mjög ódýra miða á þessari síðu, en hins vegar veit maður ekki nákvæmlega hvenær dags maður fer og maður er einnig ekki viss hvort þeir samþykkja verðið, sem maður býður. En maður sparar sér pening, svo það er þess virði.
Ég var í gær að kaupa miða fyrir Spring Break og sparaði mér yfir 100 dollara með því að kaupa á Priceline. Þetta er svipað og í fyrra þegar við fórum til New York, en þá spöruðum við okkur yfir 200 dollara samtals.
Annars erum við Hildur að fara til New Orleans í spring break. Þar ætlum við að vera hjá Genna og Söndru, sem eru í gamla skólanum hans Shaquile O’Neal, LSU. Einnig ætla PR og frú að koma frá D.C. Það verður ábyggilega gaman í “The Big Easy”.
Grein
Ég er búinn að skrifa nýja grein, sem birtist á Hrekkjusvínum.
Annars er ég þunnur eftir djamm í gær. Til að toppa það, þá reif ég mig upp klukkan 11 í morgun til að horfa á hrikalega lélegt Liverpool lið tapa fyrir Leicester. Það var ekki gaman. Ég er þó sannfærður um að pizzan, sem er á leiðinni muni laga allt.