« Kynnir | Aðalsíða | Hvernig má bjarga Liverpool »

Ógeðslegasti viðbjóður í heimi er...

mars 13, 2004

Þessi cover útgáfa af einu af mínum uppáhaldslögum: Comfortably Numb. Ég heyrði þetta á FM í dag. Að mínu mati væri réttast að skjóta alla meðlimi þessarar hljómsveitar fyrir þessa nauðgun á þessu yndislega lagi.

Allavegana, ég er búinn að vera þunnur í allan fokking dag. Viðbjóðslegasta þynnka sem ég hef verið með lengi. Ekki bætti það úr skák að ég er að reyna að selja rúmið mitt og einhver kona sagðist ætla að koma og skoða það. Þess vegna þurfti ég að fara frammúr og líða vítiskvalir á meðan ég beið eftir þessari konu, sem kom ALDREI

By the way, ég er semsagt að selja Serta Queen Size dýnu. Ég er tilbúinn að selja hana á 15.000 kall, sem er ekki neitt. Aðallega bara vegna þess að ég vill losna við hana útúr íbúðinni. Dýnan kostar ný um 70.000 kall hérna heima.

Allavegana, ég var með vini mínum á djammi í gær. Þetta átti ekki að verða djamm. Við kíktum á opnun á De Palace, nýjum djass bar, sem var að opna við hliðiná Serrano í Hafnarstræti. Mér líst vel á staðinn og vona að þetta gangi. Þarna var ókeypis bjór og ætluðum við að fá okkur einn eða tvo, en stelpan á barnum var svo sæt og bjórinn var svo rosalega ókeypis að við ílengdumst á staðnum og enduðum á að fá okkur aðeins fleiri en tvo bjóra. Fórum svo á Hverfis, þar sem var fínt. Af einhverjum undarlegum ástæðum hitti ég fullt af fólki úr Garðabæ, sem ég hef ekki hitt heillengi í gær. Finnst ykkur það ekki merkilegt?


Já, og ég veit að ég minntist á það fyrir rúmri viku, en ég vil bara segja það aftur. Franz Ferdinand er SNILLDARBAND!

Einar Örn uppfærði kl. 21:16 | 286 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (4)


Það var sem sagt ekki bara ég sem var þunnur í gær, YESSSS

Emil sendi inn - 14.03.04 11:08 - (Ummæli #1)

Jamm, gott að þjáningar mínar gleðja þig :-)

Þetta var versta þynnka, ever!

Einar Örn sendi inn - 14.03.04 15:01 - (Ummæli #2)

Er dýnan farin? Mér vill alveg kaupa hónum.

Hildur sendi inn - 14.03.04 22:03 - (Ummæli #3)

Bíddu, ertu að gera grín að málfræðivillum í textanum, eða? :-)

Annars, þá er dýnan enn til sölu. Sendu mér bara póst

Einar Örn sendi inn - 14.03.04 22:29 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu