« Pyntingar á föngum og heimsvaldastefna Bandaríkjanna | Aðalsíða | Á leið til útlanda »

Bill Simmons, O.C. og Friends

maí 08, 2004

Bill Simmons, sem á öllu jöfnu að skrifa um íþróttir fyrir ESPN er með nýjan pistil í dag, þar sem hann fjallar um Friends og The O.C. (nota bene, pistillinn talar um innihald síðasta Friends þáttarins, en ég ætla ekki að fjalla um hann).

Ég er nær alltaf sammála Bill um val hans á sjónvarpsþáttum og þess vegna fannst mér pistillinn áhugaverður. Fyrst nokkrir góðir punktar um Friends, sem er að mínu mati einn ofmetnasti grínþáttur í heimi:

People were calling “Friends” the “last great sitcom” this week, begging an obvious follow-up question: “Friends” was a great sitcom?

Really? For a TV show to be great, don’t women and men have to watch it? I don’t know any guys who watch “Friends.” (Hey, they might be out there, I just haven’t met them.) Thinking about a guy watching “Friends” always makes me think of that Seinfeld episode when George gets back with Susan, then realizes he can’t get out, and the show ends with them watching “Mad About You” together as she looks happy and he looks like he might throw up at any second.

Nákvæmlega! Ég horfi á Friends, en það er aldrei með neinum sérstökum áhuga. Friends hefur aldrei komist nálægt þáttum einsog Seinfeld, Cheers o.s.frv. að mínu áliti. Samt tala allir einsog þetta sé besti grínþáttur ever. Bill Simmons talar um hversu góður þátturinn var í upphafi (þetta voru jú einu sinni helvíti góðir þættir).

The first sign of trouble happened at the start of Season Two, when Rachel realized that Ross was in love with her, planned on reciprocating … and he came back from China with an astonishingly average-looking new girlfriend. So Rachel spent a few episodes pining for him — which was outrageous, since she could have had anybody, but she was settling for this horse-faced doofus — and he was too dumb to notice. When he finally realized what happened, we had an old-fashioned love triangle on our hands, which Ross attempted to solve — with the help of his buddies — by making a pro-con list, which Rachel somehow stumbled across. Eventually they ended up together.

Three problems here:
1.) Nobody would ever debate between two women if one of them looks like Jennifer Aniston. Not even for a millisecond. Not even for a split-second of a millisecond.
2.) No female would ever forgive a guy for making a pro-con list that included mean comments about them. It would never happen. It would never, EVER happen.
3.) More importantly, this is a freaking sitcom! Who cares? Make me laugh!



To everyone’s eternal horror, “Friends” had evolved into a Chick Show (the dreaded cousin to the Chick Flick). Episodes revolved around Ross and Rachel’s on-again/off-again romance, or Monica dating Tom Selleck, or some B-list celebrity making a cameo. Meanwhile, Matthew Perry was losing weight at warp speed and taking all the comedy with him. Suddenly, male characters were confessing “I love you” while the studio audience went bonkers — just a room full of females shrieking in delight, like one of those Oprah episodes where Oprah gives away blenders to the entire audience

Og Simmons heldur áfram

There are certain codes that guys live by. I’ve mentioned many of them in this space over the years — stuff like “If you’re sharing a bed with someone in Vegas, make sure you remain at least two feet apart at all times,” and “If your buddy’s team loses an especially tough game, you can’t call him to make fun of him under any circumstances.” But there are three codes that supercede all others. Here they are:

1.) You can’t be attracted to your buddy’s sister.
2.) You can’t be attracted to your buddy’s girlfriend.
3.) You can’t be attracted to your buddy’s ex-girlfriend if he had genuine feelings for her.

Those three codes are non-negotiable. So when Chandler fell in love with Joey’s girlfriend … I mean, that’s it. As Charles Barkley would say, first of all, they can’t be friends no mo’. Joey ain’t forgivin’ nothin’ like that. And No. 2, I can’t like Chandler no mo’.

Nákvæmlega. Ég er svooo sammála Simmons í öllu þessu.

Well, they lost me. I trickled back for more punishment during the Chandler-Monica thing, became repulsed as Chandler turned into a whipped, emasculated parody of himself (it’s bad enough dealing with friends like this in real life, isn’t it?) [HA HA HA HA! innsk. Einar Örn], then quit cold turkey when Joey fell for Rachel. They did it again! Rachel was Ross’s girl! He had been in love with her for like 10 years! She was pregnant with his kid, for God’s sake! And they have the nerve to call the show “Friends.

Ég veit að einhverjir eiga eftir að hneykslast á mér, en mér finnst Friends bara ekkert spes þættir. Ég horfði alltaf á þá þegar ég var í sambúð, en eftir að því lauk þá hef ég aldrei verið sérstaklega spenntur fyrir þáttunum. Hef horft á þá, því það er einfaldlega aldrei neitt almennilegt í sjónvarpinu hér á landi. Þegar ég bjó útí Bandaríkjunum horfði enginn af mínum vinum á Friends. Hérna heima eru allir að fríka út. Fólk downloadar þessu af internetinu og allt. Hvað er í gangi?

Joey og Chandler hafa ekki verið fyndnir í 5 ár, Ross er óþolandi og Monica líka. Eina almennilega við þessa þætti er hversu hrikalega sæt Jennifer Aniston er.


Allavegana, seinni hluti pistilsins fjallar svo um the O.C., sem Simmons hrósar í hástert og segir verðugan arftaka Beverly Hills 90210. Ég nefnilega fílaði 90210. Maður verður að hafa ákveðinn húmor fyrir slíkum þáttum og allri vitleysunni. Þess vegna er ég orðinn dálítið forvitinn, því ég hef hingað til haldið að the O.C. væri rusl. Þetta er sennilega rusl, en spurningin er: Er þetta gott rusl? Á ég kannski að gefa O.C. sjens? Er einhver að ennþá að lesa þessa grein? :-)

Einar Örn uppfærði kl. 10:58 | 986 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (9)


Heyr, heyr, segi ég, :-)

Pulla sendi inn - 08.05.04 11:25 - (Ummæli #1)

Jú, þú ættir að tékka á OC. Þetta stefnir í að vera hin besta sápa :-) Og miðað við sjónvarpssmekk þinn þá ættir þú að fíla OC :-)

Soffía sendi inn - 08.05.04 11:26 - (Ummæli #2)

Þið eruð báðir ruglaðir

90210 æðislegir en Friends ekki?

:-)

:-) :-)

JBJ sendi inn - 08.05.04 13:37 - (Ummæli #3)

Nei, við erum nefnilega ekki ruglaðir. Það viðurkenna allir að 90210 var rusl, en það var yndislega skemmtilegt rusl. Friends er hinsvegar tilgerðarlegt og ófyndið. Það heldur því enginn fram að 90210 séu bestu þættir síðari ára, einsog aðdáendur Friends virðast halda fram.

Kannski asnalegt að fjalla um þetta í sama pistlinum. Pointið er að Friends eru útbrunnir þættir, sem munu aldrei komast nálægt betri amerísku grínþættunum í gæðum.

Það fyndna við 90210 var nefnilega að allir sögðu að þættirnir væru rusl, en samt vissu allir nákvæmlega hvað var að gerast í þáttunum. Þar liggur snilldin. Þættirnir eru nefnilega ávanabindandi, þrátt fyrir að maður segi aftur og aftur við sig: “Af hverju í andskotanum er ég að horfa á þessa vitleysu?”, þá heldur maður alltaf áfram að horfa, því maður vill vita hvaða vitleysu framleiðendurnir taka uppá næst. :-)

Einar Örn sendi inn - 08.05.04 13:48 - (Ummæli #4)

Humm… er ekki sammála þér varðandi Friends, en reyndar er Friendbashing mikið í tísku núna… þannig að ok með það.

OC er ekki verðugur arftaki 90210 aðalega vegna þess hversu ofurdramatískur hver einasti þáttur er… alltaf einhver meiriháttardrama, öfugt við BH þar sem dramað var bara stundum. Pirrandi þættir.

Varðandi það að enginn að þínum vinum hafi horft á Friends í USa þá held ég að þú hafir svarað því í eldri bloggum (ljósmyndaminni sko) þar sem sá hópur sem þú umgekst úti virðist ekki hafa verið týpískir kanar.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 08.05.04 19:50 - (Ummæli #5)

Uhh… var búinn að skrifa meira… en það virðist ekki hafa meldast inn… fokkit… tjái mig meira síðar.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 08.05.04 19:54 - (Ummæli #6)

Hey hey hey hey hey hey, Strumpur! Ekki segja að gagnrýni mín á Friends sé að fylgja einhverju tískufyrirbrigði! :-)

Ég hef ekki séð mikið um gagnrýni á þessa þætti hér á landi. Vinir mínir kunna að hafa verið ótípískir kanar, en bara svona almennt séð, þá virtist háskólalið ekki horfa á Friends. Sjónvarpsherbergið á dorminu mínu var allavegana alltaf fullt af nördum horfandi á wrestling á fimmtudagskvöldum. Einstaka stelpur horfðu á Friends í sínum herbergjum :-)

En allavegana, ég er orðinn forvitinn yfir O.C. Ætla að horfa á þátt við næsta tækifæri.

Einar Örn sendi inn - 08.05.04 20:25 - (Ummæli #7)

Humm… já vil taka það fram að þegar ég renni yfir fyrra kommentið mitt þá kemur það öðruvísi út en það átti að gera, svona næstum eins og verið sé að skjóta á þig en svo er ekki (ok… kannski smá).

Ég viðurkenni að ég er Friends aðdándi, ekkert gríðarlega mikill en samt sem áður lít ég svo á að Friends séu hluti af “mínu” sjónvarpsefni.

En ég sé gallana á þáttunum (tja… nokkrar seríur í röð voru bara pínlega ófyndnar á köflum og phoebe er skrýtin húmorinn nær bara X langt, og komon: Ross hversu mikill aumingi er eiginlega hægt að vera, það komu svona þrjár seríur þar sem hann gerði ekki annað en að væla) og held reyndar að stór hluti ástæðu þess að friends hafi verið svona lengi vinsælir sé sú að samkeppnishæft sjónvarpsefni hafi bara ekki komið fram (komon, þegar Bernie Mac á að vera orðinn stórstjarna þá eru menn orðnir desperet).

Samt sem áður er þetta svona fílgúd húmor eins og hann gerist einna bestur þegar vel tekst til. Þú veist nokkurn veginn að hverju þú gengur og ert yfirleitt sáttur með þitt.

En til þess að kúpla aðeins yfir í annað þá verð ég að minnast á Seinfeld. Ég verð að lýsa því yfir að mér finnst Seinfeld alveg stórlega ofmetnir þættir… þetta kemur frá mér sem er fyrrverandi forfallinn Seinfeld aðdáandi. Stöð 2 sýndi fyrir nokkru síðan Seinfeld þættina aftur og þá fattaði eftir að hafa horft á nokkra að þetta var orðið grátlegt… alltaf sömu brandaranir, Kramer skrýtinn , George lúser, Elaine drusla og Seinfeld var Seinfeld. Þetta gekk alveg upp þegar vikubil var á milli þátta en með svona skömmu millibili hélt þetta ekki vatni.

Held að stór hluti vinsælda þess þáttar hafi verið til kominn vegna þess að í upphafi fékk þetta einhvern gáfumannahúmor stimpil (sem á ekki við, því miður) og að litið hafi verið á hann sem einhvern Woody Allen sjónvarpsins (ónei).

Strumpakveðjur :-)

P.s. hvað manni dettur eiginlega í huga að skrifa þegar maður vafrar um netið í próftíð um miðjar nætur. Jeremías…

Strumpurinn sendi inn - 09.05.04 02:19 - (Ummæli #8)

Friends eru afþreying. Ég horfi á Friends þegar ég hef ekkert annað að gera. Ég hlæ sjaldan að Friends en sumir þættirnir eru fyndnir (t.d. þessi þegar Danny DeVito var strippari var svo fyndinn að ég grenjaði af hlátri). Þeir eiga m.ö.o. sín móment. Þessi yfirborðskenndi húmor höfðar hinsvegar ekki nema takmarkað til mín. “Fyndnin” er öll augljós, þú ert ekki bara látinn vita hvenær þú átt að hlæja (vísa hér með í senuna í Annie Hall þegar W.A. er í Hollívúdd) heldur þarftu ekki að hugsa til að “fatt’ann”.

Ameríkanar geta gert fyndna þætti. Family Guy og á undan þeim, Simpsons eru fyndnir þættir. Fraiser hef ég haft gaman að en séð frekar lítið hlutfall af þáttunum, þeir hafa alltaf verið á asnalegum tíma fyrir mig. Malcolm in the Middle eru oft á tíðum mjög góðir þættir. Svo eru nokkrir þættir sem hafa verið mjög fyndnir og góðir en Ameríkanar hafa ekki “fattað” og því hafa þeir hætt eftir 1-2 seríu, nefni Titus sem dæmi (og eftir því sem ég hef heyrt, Family Guy mjög fljótlega).

Ástæðan fyrir því að ég missi mig ekki yfir Friends, lít ekki á það sem helgispjöll að tala illa um þættina og tel þá ekkert sérstaklega fydnari en margt annað en líklegast sú að ég varð aldrei aðdáandi á unglingsárunum. Ég held að vinsældir “Vinanna” hér á Íslandi megi að stóru leyti rekja til þess að heil kynslóð tók ástfóstri við þættina á aldursbilinu 12-16 ára og hefur það haldist síðan. Fólk á mínum aldri, 20-25 ára, lítur nánast á Ross, Monicu, Chandler, Joey, Rachel og Phoebe sem heimilisvini. Það hefur myndast hálfgerður kúltúr utan um þetta.

(Sjálfur “ólst ég upp” með Simpsons og fyrir vikið hef ég horft á þá þætti í gegnum þunnt og þykkt. Og dálæti mitt á þáttunum er ekki vegna þess hvað Hómer er vitlaus, þó það hafi haldið vinsældum og lífinu í þáttunum í gegnum tíðina. Ég horfi á Simpsons fyrir íroníuna, einsog sumir kaupa Playboy fyrir greinarnar.)

Þættirnir hafa verið rosalega vel markaðssettir, a.m.k. hér heima, og hefur tekist með ótrúlegum hætti að selja fólki þá hugmynd að þetta séu miklu merkilegri þættir en góð, auðmeltanleg afþreying. Þetta eru formúluþættir einsog þeir gerast bestir, einfaldir, óumdeildir, vel skrifaðir, vel markaðssettir, yfirleitt vel leiknir og síðast en ekki síst upphæpaðir. Þökk sé blindum aðdáendum náði þættirnir að lifa af hinar skelfilegu “mið-seríur” (minnir að það séu 4. til 7.), sem ég reyndar séð hvað minnst af (og ekki að ástæðulausu). (Þarna má e.t.v. þakka Jennifer Aniston fyrir að vera ALLTAF í selebritífréttunum, eins leiðinlegur karakter og Rachel er!)

Einn af helstu styrkleikunum hefur verið að upphafsformúlan, vinirnir sex, hafa boðið upp á sæmilega mikla fjölbreytni. Hægt hefur verið að halda uppi allt að 3-4 mismunandi sögum í hverjum þætti, þökk sé fjölda aðalpersónanna.

Ég græt ekki Vini, þó ég hafi horft óvenjumikið á þá síðustu 2-3 seríur. Ég þekki ógnvekjandi stóran hóp sem dýrkar þessa þætti (et tu Strumpe!). Ég get haft gaman að Friends en þeir mega þó eiga það að þeirra verður minnst, hvort sem það er vegna gæðanna, Friends-fársins eða vegna þess hvað annað samtíma sjónvarpsefni vestra er mikið rusl, líkt og Þórir bendir á.

Varðandi Seinfeld, Þórir, þá held ég að þú sért að vanmeta þættina þegar þú sérð þá aftur. Þetta er einsog Star Wars og Pulp Fiction og fleiri “frumkvöðlar”, þegar formið verður að ákveðnum standard, sem maður svo venst sem neytandi/áhorfandi, þá skynjar maður ekki eins sérstöðu efnisins líkt á sínum tíma. Pet Sounds var tímamótaplata en fyrir hlustanda nútimans er hún ekkert svo spes. Seinfeld hafði ákveðin áhrif á það sem á eftir kom. Ég fílaði Seinfeld og þegar ég sá nokkra þætti endursýnda á Stöð 2 fyrir u.þ.b. 2 árum síðan fannst mér hann stórgóður. Þættirnir aftur á móti döluðu síðustu tvö árin, einsog gerist oft (dæmi: Practice!).

Að öllu þessu sögðu vil ég að lokum mæla með að fólk verði sér út um Black Adder þættina. Ég hef séð nokkra þætti á BBC Prime að undanförnu og rifjað upp gömul kynni. Ég er ekki frá því að þetta séu einir fyndnustu þættir sem gerðir hafa verið í sjónvarpi.

Ágúst sendi inn - 11.05.04 16:38 - (Ummæli #9)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu