« Kappræðurnar | Aðalsíða | Silfurlitaður bíll »

Ó, Dusty!

október 04, 2004

Þetta gerist ekki oft. Í raun hefur þetta aldrei gerst áður, svo ég muni, að ég hafi áður verið jafn heltekinn, jafn fljótt af plötu.

Ég nálgaðist “Dusty in Memphis” með Dusty Springfield á netinu. Ég hef aldrei hlustað af viti með neitt með Dusty Springfield áður, nema kannski “Son of a Preacher Man”, sem var í Pulp Fiction. Allavegana, ég sá þessa plötu á einhverjum Rolling Stone lista og ákvað að gefa henni tækifæri. Því sé ég ekki eftir.

Þvílík og önnur eins snilld. Soul tónlist eða popp tónlist gerist ekki betri. Þetta er einhver al magnaðast plata, sem ég hef hlustað á. Fullkomnun í popp og soul tónlist. Öll lögin frábær og flutningurinn stórkostlegur. Að bera þetta saman við poppsöngkonu rusl (Celine Dion, et al) einsog það gerist verst í dag er magnað.

Síðasta lagið á disknum, I can’t Make It Alone er á hraðri leið með að verða mitt uppáhalds lag. Ég nánast tárast þegar ég hlusta á það, ekki vegna þess að textinn sé svo sorglegur (sem hann jú er), heldur er þetta svo ótrúlega magnað lag og flutningurinn er svo ótrúlegur. Það er hreinlega erfitt að vera ekki hrærður við hlustunina. Ég veit að þetta virkar ótrúlega fáránlegt að ég sé að fíla Dusty Springfield, þar sem þetta er pottþétt tónlistin, sem mamma ætti að vera fíla, en það breytir því ekki að þetta er hrein snilld.

Ég skora á alla að gefa þessari plötu sjens. Sama þótt þú fílir ekkert nema Mínus eða Jay-Z eða hvað sem er, þá ættir þú samt að fíla þessa plötu. Allavegana, gerið mér þann greiða að ná ykkur í “I Can’t Make It Alone”. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Einar Örn uppfærði kl. 22:46 | 281 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (7)


Oft má satt kyrrt liggja :-)

Ágúst sendi inn - 05.10.04 00:08 - (Ummæli #1)

Einar, oft mátt satt kyrrt liggja :-)

Hlustaðu á nokkrar Sinatra plötur og finndu aftur karlmanninn innra með þér.

Ágúst sendi inn - 05.10.04 00:12 - (Ummæli #2)

Já já, ég veit, ég veit. En þetta er svo stórkostleg snilld að ég varð bara að deila þessu.

Já, og listinn, sem ég sá plötuna á var: Rolling Stone 50 Coolest Albums of all time. Platan er númer 9.

Einar Örn sendi inn - 05.10.04 09:07 - (Ummæli #3)

Já, og ég skora á þig, Ágúst að kaupa þér þessa plötu. Og ef þú fílar hana, þá verðurðu að skrifa langa lofgrein á síðunni þinni :-)

Einar Örn sendi inn - 05.10.04 09:10 - (Ummæli #4)

Hefði nú alveg getað sagt þér þetta….Dusty er bara frábær… röddin sem þessi kona hefur er líka ekkért slor, að mínu mati er hún allra besta konan á sínu sviði í heiminum!! :-)

Marella sendi inn - 05.10.04 14:34 - (Ummæli #5)

Nú, af hverju sagðirðu mér það þá ekki fyrr? :-)

Einar Örn sendi inn - 05.10.04 18:43 - (Ummæli #6)

usss…bara lélegt hjá mér sko!! man það bara næst :-)

Marella sendi inn - 06.10.04 14:36 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu