« BD | Aðalsíða | Lada »

Dylan kominn í hús

31. ágúst, 2006

Í kvöld fór ég í Skífuna á Laugavegi og keypti mér nýjustu Dylan plötuna. Þar með er það ljóst að ég mun ekki hlusta á aðra tónlist næstu vikurnar.

Þetta hef ég verið að hlusta á að undanförnu

Bruce Springsteen - We shall overcome (The Seeger Sessions) - Algjörlega æðisleg plata með Springsteen, þar sem hann tekur lög eftir Pete Seeger. Maður tárast, langar til að dansa og allt þar á milli. Klárlega ein af bestu plötum ársins

Johnny Cash - American V: A Hundred Highways - síðasta platan í American flokknum með Cash. Virkilega góð.

Lily Allen - Alright Still: Besta popp-plata ársins hingað til. Vonandi að JT platan toppi hana. :-)

Thom Yorke - The Eraser.

En núna fá þessar plötur hvíld og Dylan fær að njóta sviðsins. Einhvers staðar las ég að þetta væri fyrsta Dylan platan lengi þar sem maður tæki fyrst eftir tónlistinni og svo textunum. Ég er ekki frá því að tónlistin sé að grípa mig strax við fyrstu hlustun. Sennilega Workingman’s Blues #2 hvað sterkast svona til að byrja með.

Einar Örn uppfærði kl. 22:14 | 177 Orð | Flokkur: Tónlist



Ummæli (3)


Ég er einmitt búinn með 3 daga hlustun á plötunni og mér finnst hún betri með hverjum deginum. Thunder On The Mountain, Someday Baby og Nettie Moore eru að komast sterkust inn hjá mér allavega.

Sigurjón sendi inn - 31.08.06 22:26 - (Ummæli #1)

Dylan er og mun alltaf vera snillingur, það liggur við að hvað sem þessi maður gerir er bara pjúra snilld, en anyways Einar snilldar síða ég er í fyrsta sinn að commenta en er búinn að lesa bloggið í meira en ár, keep up the good work og vona að þú hafir það gott í fríinu.

Hermann sendi inn - 02.09.06 02:55 - (Ummæli #2)

Takk :-)

Einar Örn sendi inn - 02.09.06 13:57 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2002 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.