Dillo

Ég veit að ég ætti sennilega að vera að læra núna, en ég nenni því einfaldlega ekki. Gærdagurinn var skemmtilegur. Við eyddum deginum niður við vatnið, þar sem voru tónleikar allan daginn. Um kvöldið var svo bara fjör.

Siggi Hall

Ég var að lesa á Vísi.is að Siggi Hall verði með einhvern þátt á NBC. Mig grunar nú að sá þáttur sé bara á NBC stöðinni í Kaliforníu en ekki um allt landið. Það er annars gaman þegar Íslendingar eru að “meika” það hérna. Kannski Siggi Hall verði bara næsti Ainsley Harriott.

Fleiri mörk

Ég rakst á nokkuð skemmtilega frétt á Liverpool heimasíðunni. Þar heldur Gerard Houllier að Liverpool þurfi að skora fleiri mörk. Maðurinn er snillingur. Liverpool skoraði ekki mark í síðustu fimm leikjunum. Hann hefði betur áttað sig á þessu aðeins fyrr. En allavegana, þá held ég að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool og þeir verða með besta liðið á næsta keppnistímabili. Þá loksins mun þessi hrikalega bið eftir titli enda.

Annars er ég svo forfallinn fótboltaaðdáandi að ég veit varla hvað ég á að gera, nú þegar enski boltinn er búinn. Maður verður víst bara að bíða þolinmóður þangað til að EM byrjar í sumar. Megi Holland vinna!

Fleiri mörk

Ég rakst á nokkuð skemmtilega frétt á Liverpool heimasíðunni. Þar heldur Gerard Houllier að Liverpool þurfi að skora fleiri mörk. Maðurinn er snillingur. Liverpool skoraði ekki mark í síðustu fimm leikjunum. Hann hefði betur áttað sig á þessu aðeins fyrr. En allavegana, þá held ég að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool og þeir verða með besta liðið á næsta keppnistímabili. Þá loksins mun þessi hrikalega bið eftir titli enda.

Annars er ég svo forfallinn fótboltaaðdáandi að ég veit varla hvað ég á að gera, nú þegar enski boltinn er búinn. Maður verður víst bara að bíða þolinmóður þangað til að EM byrjar í sumar. Megi Holland vinna!

Hagfræði

Hagfræði er núna formlega orðin mitt aðalfag. Ég ákvað loksins að ganga frá því í gær. Ég hafði hugsað mér að skipta kannski yfir í stjórnmálafræði en ég er hættur við það, þar sem stjórnmálafræðitíminn, sem ég tók er frekar leiðinlegur. Vinir mínir hérna úti halda því fram að ég sé geðveikur að velja hagfræði. Ég veit ekki.

Eina vikuna hata ég hagfræði og þá næstu er hún í fínu lagi. Ég held að ég hafi aðallega hatað hana, því mér leiddist prófessorinn, sem ég var með í rekstarhagfræði á síðustu önn. En núna er voðalega gaman hjá mér, sérstaklega þar sem ég fékk 9 í síðasta miðsvetrarprófi en meðaleinkunin í 180 manna bekk var 7, svo ég var voða hress. Ég vona bara að ég sjái ekki eftir þessu vali mínu.

Heimsóknir

Heimsóknum á þessa síðu hefur farið stöðugt fjölgandi undanfarið og er það bara gott mál. Björgvin Ingi er kominn með tengil yfir á síðuna mína. Ég heimsæki síðuna hans Björgvins daglega enda er hún snilld og hann er einstaklega duglegur við að uppfæra. Eva, kærastan hans Björgvins er líka komin með tengil á síðuna mína og var að tala um hana í nýlegum pistli.

Tómas H. útskýir á síðunni sinni af hverju ég heiti Einar? á tenglasíðunni hjá honum. Gott mál. Ágúst Flygering, sem heldur uppi góðri síðu er einnig að tala um síðuna mína og er hann bara sáttur. Arnar talar líka um síðuna mína í einum leiðara.

Endilega ef þú ert að skoða síðuna mína í fyrsta skipti, þá segðu mér hvað þér finnst. Hvað er ég að gera vel? Hvað get ég gert betur? Endilega sendu mér
<!–
var data=new Array(
337,349,341,336,328,339,262,345,
341,338,349,334,380,338,331,329,
274,345,344,329,316,316,332,463,
335,328,316
);
var idx=0, n=data[data.length-1];
document.write('‘);
while( data[idx]!=n ) {
document.write(‘&#’+(data[idx++]^n)+’;’);
}
idx++;
document.write(‘
‘);
//–>

JavaScript must be enabled to display this email address.

.

Chuck D, Ulrich og Napster

Á föstudaginn var ég að horfa á Charlie Rose á hinni ágætu stöð PBS. Í þeim þætti var Rose með Chuck D. úr Public Enemy og Lars Ulrich úr Metallica og var umræðuefnið að sjálfsögðu Napster. Þetta Napster mál virðist skipta Lars mjög miklu máli. Hann var mjög heitur í umræðunni og hann og Chuck D. rifust á köflum. Lars benti á það að hann vildi ekki sjá aðdáendur, sem sæktu sér lög á Napster. Auðvitað er ekki mjög gaman að heyra svona komment frá honum en þeir í Metallica mega þó eiga það að ég veit um fá bönd, sem meta aðdándur sína jafnmikils og þeir.

Ég fór á tónleika með þeim í janúar og var það alveg frábær skemmtun. Þeir spiluðu nær stanslaust í 3 klukkutíma og eftir tónleikana eyddu þeir um 15 mínútum, labbandi í kringum sviðið, þakkandi fyrir sig. Það er einnig regla hjá þeim að ef það eru einhverjir, sem bíða fyrir utan tónleikasalinn eftir tónleika, þá tala þeir við þá alla og gefa eiginhandaráritanir. Það eru ekki margar svona stórar hljómsveitir, sem gefa aðdáendunum jafn mikið af sér.

Crobar

Í gærkvöldi fórum við Hildur á Crobar, sem er einn vinsælasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þetta er m.a. uppáhaldsstaðurinn hans Dennis Rodman. Það ætti að segja nokkuð mikið um staðinn. Allavegana þá er staðurinn hreinasta snilld. Við skemmtum okkur þvílíkt vel. Ég hef aldrei verið á svona pökkuðum stað áður. En samt snilld.