Jeppa-mótmæli

Frétt á mbl.is: Jeppamenn fara hvergi

Liðsmenn Ferðaklúbbsins 4X4 sem lögðu jeppum sínum við birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey snemma í morgun eru enn á staðnum og segjast ætla að láta olíufélögin finna fyrir því

Má ég leggja til enn betri leið fyrir liðsmenn í 4×4 klúbbnum til láta olíufélögin svo sannarlega **”finna fyrir því”**?

Jú, kaupið ykkur bíl sem eyðir ekki 50 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þá myndu olíufélögin klárlega “finna fyrir því”.

Homecoming

Ok, ég gerði mistök þegar ég valdi plötur ársins í fyrra. Í fyrsta sætið setti ég Night Falls over Kortedala með Jens Lekman og í öðru sæti var Graduation með Kanye West.

Núna þegar þrír mánuðir eru liðnir af 2008 þá er engin spurning í mínum huga að Kanye platan er miklu betri. Ég er búinn að hlusta á hana sennilega tvöfalt oftar en Lekman.

Í tilefni þessarar viðurkenningar á klúðri þá býð ég hér uppá BESTA lagið af BESTU plötu síðasta árs með BESTA rappara í heimi sem fjallar um BESTU borg í Bandaríkjunum, Chicago.

Takk!

Uppfærsla

Ég tek undir þessa hneykslunarfærslu hjá Andrési félaga mínum.  Ég trúi því ekki að þessi maður fái að taka svona ákvarðanir, sem hafa úrslitaáhrif á framtíð borgarinnar okkar.

* * *

Meistari Krugman tjáir sig um íslenskt efnahagslíf.

* * *

Ég er með ofnæmi fyrir þessum Lu kex-auglýsingum.  “Stelpur, það er komin nýr Luuu leikur!!”

* * *

Ég er búinn að uppfæra Kop.is og þessa síðu í WordPress 2.5.  Þetta tók svona hálftíma fyrir báðar síðurnar og gekk hnökralaust.  Nýja viðmótið lítur nokkuð vel út.

Á Inca Trail í Perú

Undanfarnar vikur er ég búinn að skanna inn gríðarlegt magn af gömlum filmum. Sem betur fer var ég dálítill ljósmyndanörd þegar ég var minni og hélt því vel uppá allar negatívurnar mínar. Það hefur komið sér vel og eftir að ég keypti skanna um jólin hef ég verið að dunda mér við að koma þessu á stafrænt form í hárri upplausn.

Núna er ég búinn að skanna um 1.700 myndir inn. Ég ætla svona öðru hvoru að henda hérna inn myndum, sem ég geymi á Flickr sem eru frá einhverjum atburðum í mínu lífi.

Fyrsta myndin kemur hér, en hún er ein af mínum uppáhalds myndum. Hún er tekin í desember 1998. Þarna er ég ásamt þremur vinum mínum, Emil, Borgþóri og Friðrik. Við erum staddir á Inca Trail í Perú. Það er göngustígur, sem er yfir Urubamba ánni í Perú og liggur uppað Machu Picchu. (smelltu hér til að fá stærri útgáfu af myndinni)

Þegar við fórum í þessa 4 daga göngu þá gat fólk enn farið þessa göngu án leiðsögumanna (núna er bara hægt að fara í hópum). Við vorum því bara 4 saman með kort og vorum einir nánast allan daginn. Við hittum einstaka sinnum gönguhópa, fulla af fólki með litlar handtöskur, sem lét gædana bera allt dótið fyrir sig. Við hins vegar vorum að burðast með 20 kílóa poka með tjaldi og mat, svo að það gerði þessa ferð enn skemmtilegri fyrir okkur.

Þessi ferð uppað Machu Picchu er klárlega einn af hápunktunum á þeim ferðalögum sem ég hef farið í um ævina.

Punktablogg á sunnudegi

Af því að ég get varla komið frá mér heilstæðri bloggfærslu, þá kemur punktablogg

  •  Ég er rooosalega ánægð með þá yfirlýsingu Inbibjargar Sólrúnar á flokkstjórnarfundinum í dag að skoða eigi tolla á kjúklingum og svínakjöti.  Framleiðsla á þessum vörum er auðvitað bara iðnaður og á ekki að vera vernduð einsog sauðfjárrækt.  Ég verð nú að játa að ég er pínu að hugsa um sjálfan mig þarna því fyrirtækið mitt kaupir kjúklingakjöt fyrir tugi milljóna á ári.
  • Í gærkvöldi var mér boðið í tvö partí, en vegna þreytu (þar sem ég var að djamma á föstudagskvöldinu) þá meikaði ég ekki að koma mér útúr húsi.
  • Í stað þess horfði á á Bush’s War – 5 klukkutíma af Frontline þáttum um Íraksstríðið og baráttuna innan Bush stjórnarinnar.  Frábært efni.  Það er hægt að horfa á þetta online á pbs.org og ég mæli með því fyrir alla (eða þá að fólk nái sér í þetta á torrent síðum) þar sem að Frontline er aldrei sýnt á Íslandi þótt sá þáttur sé 20 sinnum betri en t.a.m. 60 minutes.
  • Liverpool vann Everton í dag.  Það var ljómandi skemmtilegt.  Ég er orðinn nokkuð hrifinn af þessum Torres gaur, sem á það til að skora fyrir mitt lið.
  • Ég er vanalega nokkuð hrifinn af Atla Gíslasyni sem stjórnmálamanni, en það verður að segjast einsog er að umræða um efnahagsmál einsog var í Silfri Egils í dag virkar ekki hans sterkasta hlið.  Allavegana fannst mér hann ekki ýkja sannfærandi.
  • Hins vegar var viðtalið við gaurinn í Torfusamtökunum fínt.  Ég er eiginlega alveg kominn inná þá hugmynd sem hefur verið sett fram að vernda einfaldlega allan miðbæinn og gera ákveðnar kröfur á húseigendur í miðborginni.  Menn eiga að viðhalda húsunum í sinni upphaflegu mynd og ef þeir byggi nýjar byggingar, þá verði þær að vera í svipuðum stíl og eldri byggingar.  Já, og svo þarf að taka hart á þeim sem nást við þá iðju að vera að spreyja á gömul og falleg hús.

Fleira var það ekki.

Breskar stelpur og Macbook Air

Þetta er helvíti sniðugt.

* * *

Ég er furðu hress núna miðað við að hafa ekki farið að sofa fyrr en klukkan 6 í morgun.  Var í algjörlega frábæru innflutningspartíi í gær og fór svo niðrí bæ með skemmtilegu fólki þar sem ég var fram eftir morgni.  Frosnaði svo næstum því í hel hlaupandi heim.  Ég var í jakka, með trefil og vettlinga en mætti akkúrat á leiðinni strák í stuttermabol.  Ég á oft bágt með að skilja klæðaburð íslenskra karlmanna á djamminu.

* * *

Ég skrifaði aldrei um Liverpool ferðina sem ég fór í með vinum mínum í janúar.  Sú ferð var algjörlega frábær.  Auðvitað var leikurinn skemmtilegur og allt í kringum það, en einnig var það frábært að fara útað skemmta sér með vinahóp sem er ekki beint sá virkasti á djamminu lengur.

Þar sem ég skrifaði aldrei um ferðina þá skrifaði ég aldrei um aðdáun mína á bresku kvenfólki.  Líkt og margir íslenskir karlmenn, þá virðast breskar stelpur einmitt þola allt veður.  Við vorum þarna í janúar í reyndar nokkuð góðu janúar veðri.  En um kvöldið var nokkuð kalt og ég fór um djammið í úlpu.  Norður-ensku stelpurnar voru hins vegar allar klæddar einsog þær væru á strandbar í karabíska hafinu.  Þær voru nánast án undantekningar í pilsum og ég sá varla nokkra stelpu í jakka eða nokkurri yfirhöfn.

Ég er ofboðslega veikur fyrir pilsum og því var ég nokkuð hrifinn af stelpunum í Liverpool einsog ég hef reyndar komið inná áður.  Þessir fordómar Íslendinga gagnvart bresku kvenfólki eiga sér oft litla stoð í raunveruleikanum.

* * *

Ég fór líka á djammið á miðvikudaginn og held að þetta sé orðið ágætt í þessu páskafríi.  Á morgun er auðvitað stórleikur í enska boltanum og ég skrifaði í gær heillanga upphitun fyrir hann.  Á mánudaginn er ég svo að vonast til að komast á bretti.  Talandi um Liverpool bloggið þá minnir mig að í gær hafi strákur kysst mig á 11-unni fyrir það að vera með bloggið.  Það er án efa mest hressandi kveðja sem ég hef fengið á djamminu útaf þeirri síðu.  🙂

* * *

Hérna er pistill frá meistara Paul Krugman, sem hann skrifaði fyrir 5 árum við upphaf Íraks-stríðsins.  Hann hafði rétt fyrir sér.

* * *

Macbook Pro tölvan mín er núna orðin 18 mánaða gömul og það magnaða við hana er að hún uppfyllir enn allar mínar kröfur alla daga vikunnar.  Vanalega er ég ótrúlega spenntur að skipta um tölvu sirka tveim mánuðum eftir að ég kaupi hana, en þessi tölva hefur elst gríðarlega vel.

Ég verð þó að játa að ég verð alltaf spenntari og spenntari fyrir því að kaupa mér Macbook Air (sjá ágætis umfjöllun um mann sem skipti úr Pro yfir í Air).  Ég hef átt tvær tölvur að undanförnu.  Annars vegar mjög gamla og slappa iMac sem er heima hjá mér og hýsir alla tónlistina, myndir, myndbönd og slíkt.  Og svo er ég með Macbook Pro, sem er vinnutölvan mín og sú tölva sem ég eyði langmestum tíma fyrir framan.

Mestöll vinnan sem fer fram á þessari tölvu er netráp, vinna í Keynote, OmniFocus, Mail, Excel og Word.  Fyrir slíka vinnu er Macbook Air alveg nógu öflug tölva.  Og það sem heillar mig við hana er stærðin.  Ég er nefnilega með tölvuna á mér allan daginn í hliðartösku.  Eftir að hafa höndlað Macbook Air í nokkur skipti þá finnur maður klárlega hvað hún myndi létta manni það að bera tölvu allan daginn.  Einnig virðist hún gefa frá sér minni hita, sem mér finnst mjög mikilvægt.

Æji, ætli ég haldi þetta samt ekki út þangað til að Air fær sína fyrstu uppfærslu.  Það er erfitt að réttlæta það að skipta um tölvu þegar að núverandi tölva sinnir sínu starfi.  En mér hefur svo sem tekist að sannfæra mig um vitlausari hluti.

Skrifstofan mín og gengismálin

Nota bene, ég skrifaði þetta á undan Dylan pistlinum, en birti ekki strax. Það skýrir byrjunina.

Ja hérna. Ein vika án þess að uppfæra þessa blessuðu síðu. Það mætti halda að hræðilega margt merkilegt hefði gerst í mínu lífi. Eða þá nákvæmlega ekkert.

Ég hef allavegana fátt til að skrifa um.

Jú, ég er kominn inná skrifstofu í fyrsta skipti í sögu Serrano. Hingað til höfum við bara haft litla holu fyrir ofan staðinn okkar í Kringlunni, þar sem ég hef reynt að koma mér fyrir ásamt verslunarstjóra, rekstrarstjóra og starfsfólki Kringlunnar sem vill tala við okkur. Sú hola er sennilega um 2-3 fermetrar, með litlu skrifborði þannig að ég hef oft setið í tröppunum eða á stól með tölvuna í fanginu.

Nú eða þá að ég hef bara unnið á kaffihúsum borgarinnar. Núna erum við hins vegar komin með skrifstofu í turninum í Smáralind. Ég er svo glaður að ég tók mynd af mér á nýju skrifstofunni. Jibbí jei!

* * *

Ég verð að játa að ég er ekkert alltof hrifinn af þessum gengismálum. Ég er ekki alveg að fíla það að eignir mínar, sem eru jú metnar í krónum, skuli hafa minnkað um fjórðung á nokkrum vikum. Ef þetta væri almennilegt land, þá væri búið að sparka Seðlabankastjóra landsins úr starfi sínu. Og við værum líka gengin í ESB. En auðvitað þurfa Sjálfstæðismenn að ríghalda í “sjálfstæða peningastefnu” og “fullveldi” landsins á meðan að eignir landsmanna hrynja í verði. Sveiflurnar í þessu hagkerfi eru svo fáránlegar að það er varla hægt að tala um þessi mál ógrátandi. Ísland í ESB, núna strax!

* * *

Í morgunþættinum Zúber í gærmorgun var fólk að hringja inn sem var í vandræðum útaf þessum gengisbreytingum. Meðal annars hringdi kona, sem átti 5,5 milljón króna bíl sem hún keypti með því að taka 70% lán í erlendri mynt. Nú er ég ekki einn af þeim sem gleðst yfir óförum annarra eða hlakka yfir því að bankastarfsmenn séu með allt niðrum sig. Langt því frá. En ég get einfaldlega ekki vorkennt fólki sem tekur 70% lán í erlendri mynt meðan krónan er í lágmarki til að kaupa sér bíl uppá 5,5 milljónir. Nú ek ég á 5 ára gamalli Nissan druslu, svo ég geri mér ekki grein fyrir því hvað nýjir bílar kosta, en samkvæmt stuttu tékki á toyota síðunni, þá getur maður keypt LandCruiser fyrir þannig pening. Sumar holur grefur fólk sér einfaldlega sjálft.

Af hverju finnst mér líka alltaf fólkið sem kvartar mest yfir bensínverðinu vera fólkið, sem er á eyðslumestu bílunum (og þá undanskil ég vitanlega atvinnubílstjóra)?

* * *

Á myndinni sem ég minntist á áðan má líka sjá að ég er kominn með stutt hár eftir að hafa verið með frekar sítt að aftan og framan í langan tíma. Þessi nýja stutta klipping gerir það að verkum að hárið á mér krullast allt upp, sem er mjög hressandi. Að ég held í fyrsta skipti á ævinni, þá klippti strákur hárið á mér.

Jú, og ég fór á bretti í annað skiptið á ævinni með vinkonu minni um helgina. Ég tók einhverjum framförum frá fyrsta skiptinu, en samt ekkert rosalega miklum. Og svo borðaði ég á Austur-Indíafélaginu, sem er alveg fáránlega góður veitingastaður ef að það hefur ekki komið nógu skýrt fram áður.

Dylan kemur

Já já, Dylan er víst á leiðinni til Íslands. Það er fagnarðarefni. Ég sá hann fyrir tæpum fjórum árum (linkur á ferðasögu) ásamt Willy Nelson á baseball velli í Kansas. Það voru verulega góðir tónleikar, sérstaklega þegar að Dylan og Nelson sameinuðust á sviðinu og tóku Heartland. Set listinn hjá Dylan á þeim tónleikum var svona:

  1. Maggie’s Farm
  2. Tonight I’ll Be Staying Here With You
  3. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again
  4. Heartland (with Willie and his sons)
  5. Tweedle Dee & Tweedle Dum
  6. Positively 4th Street
  7. Highway 61 Revisited (Elana Fremerman on violin)
  8. Tryin’ To Get To Heaven (Elana Fremerman on violin)
  9. High Water (For Charley Patton)
  10. Honest With Me
  11. Ballad Of Hollis Brown (acoustic)
  12. Summer Days (Tommy on guitar) (encore)
  13. Like A Rolling Stone
  14. All Along The Watchtower

Einsog sést, þá eru þarna ekkert alltof mörg mjög þekkt lög. Hann tekur sennilega ekki nema tvö lög sem kæmust inná topp 10 hjá mér (Watchtower og Rolling Stone) – en þarna eru samt frábær lög inná milli. En bara það að vera úti í 30 stiga hita í hjarta Bandaríkjanna að hlusta á Willie og Dylan spila Heartland hlýtur að vera einn af topp-punktunum á þeim tónleikum sem ég hef farið á um ævina.

Það er alveg ljóst að Egilshöllin mun ekki toppa baseball völl í Kansas sem staðsetningu fyrir svona tónleika, en ef við skoðum set-listann á síðustu tónleikum Dylan í Buenos Aires, þá lítur hann svona út

  1. Rainy Day Women #12 & 35 (Bob on electric guitar)
  2. Lay, Lady, Lay (Bob on electric guitar)
  3. Watching The River Flow (Bob on electric guitar)
  4. Masters Of War (Bob on keyboard)
  5. The Levee’s Gonna Break (Bob on keyboard, Donnie on electric mandolin)
  6. Spirit On The Water (Bob on keyboard and harp)
  7. Things Have Changed (Bob on keyboard)
  8. Workingman’s Blues #2 (Bob on keyboard)
  9. Just Like A Woman (Bob on keyboard and harp)
  10. Honest With Me (Bob on keyboard)
  11. When The Deal Goes Down (Bob on keyboard)
  12. Highway 61 Revisited (Bob on keyboard)
  13. Nettie Moore (Bob on keyboard, Donnie on viola)
  14. Summer Days (Bob on keyboard)
  15. Like A Rolling Stone (Bob on keyboard)
  16. Stuck Inside Of Mobile With The Memphis Blues Again (Bob on keyboard)
  17. All Along The Watchtower (Bob on keyboard)
  18. Blowin’ In The Wind (Bob on keyboard and harp, Donnie on violin)

Þarna er auðvitað munur á því að set-ið er fjórum lögum lengra.  Og þarna eru líka komin inn þrjú algjörlega æðisleg lög sem ég held mikið uppá í Just Like a woman, Masters of War og Blowin in the wind.  Auðvitað bætast líka við lög af Modern Times og mér sýnist hann vera með uppáhaldslögin mín af þeirri plötu, það er Spirit on the water og Workingman’s Blues #2.  Einnig eru komin inn góð lög einsog Rainy Day Women (sem mér finnst reyndar leiðinlegasta lagið á Blonde on Blonde, sem er besta plata allra tíma) og Things have changed.

* * *

Málið er einfaldlega að ég gæfi gríðarlega mikið fyrir að hafa verið í Royal Albert Hall árið 66 og hlustað á Bob með alla sína rödd sitja í rólegheitunum og syngja Visions of Johanna og Desolation Row.  Það hefði verið stórkostlegt.  En ég verð að sætta mig við að ég var ekki fæddur þá og mun aldrei sjá minn uppáhaldstónlistarmann á hátindi ferilsins.  Ég get hins vegar séð hann núna með þeim kostum og göllum sem því fylgja.

Það er hægt að fara á Dylan tónleika með tvenns konar hugarfari.  Annars vegar með því að búast við því að hann syngi eins vel og ’66, spili Sad Eyed Lady og Visions of Johanna og geri allt einsog á plötunum í gamla daga.  Það er hins vegar ekki að fara að gerast.  Dylan er 66 ára gamall, röddin er skemmd og hann spilar ekki lögin sem við vildum kannski helst að hann myndi spila.  En það breytir því ekki að það að sjá þessa goðsögn, þennan mesta tónlistarmann sögunnar, er stórkostleg upplifun.  Ef fólk vill hlusta á Dylan einsog hann var þá, þá verður það að hlusta á hann af plötum.  En það er líka hægt að fara með því hugarfari að þetta sé tækifæri til að sjá þennan snilling á seinni árum ævinnar takandi mörg af bestu lögum allra tíma – kannski í breyttum útgáfum og með öðruvísi söng.

En þetta er samt Bob Dylan.