South Sudan: A new nation rises – The Big Picture – Boston.com. – Myndasería frá Suður-Súdan – nýjasta þjóðríki heims.
Author: einarorn
What Would Don Draper Do?
What Would Don Draper Do? – The Oatmeal. – Nokkuð góð skýringamynd á því hvað Don Draper (í Mad Men) myndi gera ef að vandamál kæmi upp.
Brúðkaup eftir tvær vikur
Í þessum mánuði ætlum við Margrét Rós að gifta okkur.
Ég hef áður skrifað á þessu bloggi um það hvernig við trúlofuðum okkur í Róm í ágúst á síðasta ári. Við vissum alltaf að þegar við myndum trúlofa okkur þá vildum við láta brúðkaup fylgja ári seinna og við það ætlum að standa.
Síðustu daga hefur Margrét verið á Íslandi en ég í Svíþjóð. Í heila 10 daga höfum við verið í sitthvoru landinu, hún heima hjá mömmu sinni og ég og Suarez einir í Stokkhólmi. Þetta er svo sem ekki langur tími en í þau þrjú ár sem við höfum verið saman þá höfðum við aldrei verið svona lengi í sundur.
Þessi tími var að mörgu leyti gagnlegur. Ég þurfti engar frekari staðfestingu á því, en mér finnst ekkert rosalega gaman að búa einn. Ég þarf vissulega minn tíma einn. Mér finnst stundum gott að koma heim þegar að enginn er heima, eða fá að hafa hálft kvöld þar sem ég er bara í tölvunni eða gera eitthvað þar sem ég er einn í heiminum. Ég hef alltaf haft þá þörf og mun sennilega alltaf hafa.
En slíkt verður gamalt. Það var gaman fyrstu kvöldin að þurfa ekki að hafa áhyggjur af sumum hlutum og geta eytt kvöldinu í að spila xBox. En eftir 2-3 kvöld var ég alveg kominn með nóg.
* * *
Ég hef ekki skrifað mikið um mínar tilfinningar síðan ég byrjaði með Margréti. Þetta blogg var smá þekkt sem blogg um stelpur og tilfinningar mínar. Mér fannst áður gott að fá útrás fyrir mínar tilfinningar og pirring. En síðustu 3 árin hafa bara verið svo góð að ég hef ekki þurft á því eins mikið að halda. Í stað þess að pirra mig á því að íslenskar stelpur séu svo ómögulegar þá situr við hliðiná mér besta, klárasta og sætasta stelpa sem ég þekki.
Ég var einu sinni örlagatrúar – ég hélt að allt baslið með kvenfólk og öll samböndin sem ég var í myndu á endanum leiða til einhvers góðs. En með árunum hef ég algjörlega hætt að trúa á Guð og ég hef líka hætt að vera örlagatrúar. Ég hef hætt að halda að eitthvað gerist bara af því að maður reyni hundrað sinnum, eða að á eftir erfiði fylgi einhver hamingja bara af því bara.
Það var engin trygging fyrir því að ég myndi finna manneskju einsog Margréti. Ég vann mér það ekkert inn með því að deita fullt af stelpum og lenda í alls kyns basli. Nei, ég hitti hana nánast fyrir tilviljun. Reyndar hefði nokkuð margt í mínu lífi þurft að vera öðruvísi til þess að ég hefði ekki hitt hana, en það var samt tilviljun að við hittumst á hárréttum tíma í okkar lífi. Ef við hefðum hist fyrr hefðum við alls ekki passað saman og hver veit í hvaða stöðu við hefðum verið ef við hefðum hist síðar.
Og það er líka fullt af strákum og stelpum, sem hafa farið í gegnum svona mörg furðuleg sambönd einsog ég og svo ekki endað með hinum fullkomna maka. Ég var bara heppinn að ég náði í mína og ég veit það vel. Ég vann mér ekki inn það að hitta hana, heldur var bara svo heppin að hitta hana og komast að því að henni fannst á endanum ég jafn æðislegur og mér finnst hún. Það er merkilegt og eitthvað sem ég er ótrúlega þakklátur fyrir.
* * *
Nánast allan tímann, sem við höfum verið saman, hef ég vitað að mig langaði til að giftast Margréti. Mér finnst það hálf ótrúlegt á tímum hversu vel við pössum saman. Að henni finnist ég svona fyndin og að mér finnist hún svo fyndin. Að við höfum svona lík áhugamál. Að mér finnist hún svona klár og áhugaverð og að henni finnist það sama um mig. Að henni finnst ég sætur þegar ég vakna og að mér finnist hún sæt þegar að hún vaknar. Að hún skuli alltaf vita hvað ég er að hugsa. Ég veit bara vel að það eru ekki margar persónur sem myndu passa svona vel fyrir mig.
Þessir 10 dagar sem ég hef verið einn á Götgötunni hafa rifjað það upp fyrir mér að mér fannst aldrei neitt frábært að búa einn. Ég átti svo sannarlega frábær ár þegar ég bjó einn á Íslandi. Ég kynntist ótrúlegum vinum, ég átti fjölmörg söguleg djömm og ég mun ávallt eiga frábærar minningar frá því að verið á á Vegamótum eða labbað heim af djamminu og frá partíjum og öðru skemmtilegu. En svo komu alltaf sunnudagskvöldin einn heima í þynnkunni þegar það vantaði alltaf eitthvað og mér fannst erfitt að sofna. Þannig voru þessir síðustu 10 dagar – eintóm sunnudagskvöld. Ég sofnaði oft miklu seinna, þar sem það vantaði alltaf eitthvað um kvöldið – kvöldið var hálf tilgangslaust þegar að Margrét var ekki þarna með mér.
* * *
Eftir rétt rúmar tvær vikur ætlum við að gifta okkur á Íslandi. Við erum búin að bjóða til veislu og bjóða þangað stórkostlegum hópi af vinum og fjölskyldu. Margrét er búin að heiga heiðurinn af skipulagningunni, þótt að ég hafi líka hjálpað til.
Ég get ekki beðið eftir deginum. Ég verð 34 ára í næsta mánuði og ég er ekki neinum vafa um hverjum mig langar til að eyða restinni af ævinni með.
The Annotated Frank Rich – The President’s Failure to Demand a Reckoning From the Moneyed Interests Who Brought the Economy Down — New York Magazine
The Annotated Frank Rich – The President’s Failure to Demand a Reckoning From the Moneyed Interests Who Brought the Economy Down — New York Magazine. – Frank Rich skrifar um það hvernig Obama hefur brugðist kjósendum sínum með því að sækja enga bankamenn til saka fyrir það sem gerðist í aðdraganda bankakreppunnar í Bandaríkjunum.
Michele Bachmann’s Holy War | Rolling Stone Politics
Michele Bachmann’s Holy War | Rolling Stone Politics. – Fín grein frá Matt Taibi um Michele Bachmann, sem margir telja að sé líklegust til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana, en er vægast sagt furðulegur karakter.
Api tekur af sér sjálfsmynd í Indónesíu
Black macaque takes self-portrait: Monkey borrows photographer’s camera | Mail Online. – Þetta er einfaldlega of krúttulegt. Svartur Macaque api nær myndavél af ljósmyndara á Norður Sulawesi í Indónesíu og sér sjálfan sig í glampanum af linsunni (sennilega í fyrsta skipti sem hann sér sjálfan sig) og tekur svo brosandi sjálfsmyndir. Fyrsta myndin við þessa frétt er einfaldlega yndisleg. Ég þarf bar að horfa á þessa mynd í smá stund til að komast í gott skap.
Darryl Cunningham Investigates: Evolution
Darryl Cunningham Investigates: Evolution. – Teiknimyndasería um þróunarkenninguna. Gottt fyrir keppendur í Miss USA, sem og alla aðra.
Tristan da Cunha – afskekktasti staður í heimi (uppfært)
Þegar ég var með vini mína í heimsókn fyrir einhverjum dögum þá fórum við (eða aðallega ég) að ræða hver væri afskekktasti staður á jörðinni. Við erum jú frá Íslandi, sem flestum finnst afskaplega afskekkt – en það eru klárlega til umtalsvert einangraðari staðir. Ég fletti þessu upp á Wikipedia og þá fann ég eyjaklasann Tristan da Cunha. Þessar eyjur eru samt ekki afskekktustu eyjur í heiminum – sá heiður á Bouvet eyja (sjá á Google Maps), sem er norsk eyja suður af Suður-Afríku, sem er lítið annað en jökull.
Tristan de Cunha er þó afskekktasti byggði staður í heimi. Eyjaklasinn liggur á milli Suður-Afríku (2.816 frá Suður-Afríku) og Suður-Ameríku (3.360 frá Suður-Ameríku). Stærsta eyjan er um 100 ferkílómetrar og þarna búa 270 manns. Eyjurnar tilheyra Bretlandi. Allir á eyjunni eru bændur og einn helsti tekjustofninn er sala á frímerkjum. Flestallir íbúanna eru afkomendur breskra sjóliða, sem settust þarna að 1800 og eitthvað.
Allar myndir frá þessum eyjum minna ótrúlega mikið á Ísland. Höfuðstaðurinn, Edinburg of the Seven Seas líkist íslensku sveitaþorpi ansi mikið og flestar myndir af eyjunum á Flickr gætu þess vegna verið teknar á Íslandi eða á Færeyjum þótt þessar eyjur séu tugþúsundum kílómetra frá Íslandi.
Allavegana, fyrir landafræðinörd einsog mig, þá fannst mér magnað að lesa um þessar eyjur.
* * *
**Uppfært 3. julí** Ég fékk póst frá fólkinu sem setti inn myndirnar á Flickr, þar sem viðkomandi tók eftir mikilli traffík frá þessari vefsíðu. Viðkomandi sagði að þau hefðu ferðast á báti í heila viku frá Suður Georgíu og vegna erfiðs sjós gátu þau ekki komist á gúmmíbát í tvo heila daga að Tristan de Cunha eyjunni. Loks hafi einhverjir eyjaskeggjar komið og sótt þau útí bátinn og farið með þau á land. Hérna má sjá restina af myndunum úr ferð þeirra. Og fyrir áhugasama þá er hægt að kaupa ferðir til þessara eyja hérna.
Rajneeshees in Oregon: The Untold Story – OregonLive.com
Rajneeshees in Oregon: The Untold Story – OregonLive.com. – Þetta er magnaður greinaflokkur um sértrúarsöfnuð, sem var starfandi í Oregon fyrir 25 árum. Þetta er langur greinaflokkur en ég mæli með honum. Sem smá kynningu er hægt að horfa á stutt myndband á síðunni sem ég vísa á til að vita um hvað málið snýst. Ég hafði aldrei heyrt um þetta mál, en greinarnar eru mjög áhugaverðar.
Á að kenna þróunarkenninguna í skólum?!
Í þessu magnaða myndbandi eru þáttakendur í Miss USA keppninni spurðar hvort það eigi að kenna þróunarkenninguna í skólum?
Það segir ansi mikið um Bandaríkin að yfir höfuð sé verið að spyrja þessarar spurningar. En svörin eru engu skárri. Flestir þáttakendur virðast telja að það eigi ekki að kenna þróunarkenninguna, sem er grunnurinn að því að fólk skilji hver við erum og hvernig lífríki á jörðinni virkar. Þeir sem vilja yfir höfuð að hún sé kennd virðast aðallega vilja þess vegna þess að fólk eigi skilið að læra um allar hliðar málsins.
Semsagt, að þróunarkenningunni sé stillt upp jafnfætis þeirri kenningu að Guð hafi skapað jörðina á 7 dögum.
Við það að horfa á þetta þá er ekki laust við að maður missi trúna á mannkynið þegar að öflugasta land veraldar elur fólk upp á svona vitleysu.
(Via @olisindri)