Queer as folk 3

Ó mæ god ó mæ god ó mæ god. Þriðja serían af Queer as Folk er að koma út á DVD í þessum mánuði. Jibbíííííí

Núna verð ég að plata Hildi í smá innkaup í Bandaríkjunum fyrir mig 😉

Queer as Folk eru snilldarþættir, einsog ég hef áður talað um. Þetta er eiginlega eina “sápan”, sem ég nenni að horfa á.


Föstudagskvöld, og hvað gerir maður þá?

Jú, ég fer í mat til mömmu.

Yfir hverju á ég að hneykslast núna?

Úff, ég er sennilega farinn að skrifa alltof mikið um sjónvarp síðustu daga. Dálæti mitt á raunveruleikasjónvarpsþáttum ætlar engan endi að taka. Ef að bara Skjár Einn myndi að byrja að sýna snilld einsog Elimidate, þá gæti ég skrifað um sjónvarp á hverjum degi.

Hmm….. lítum á aðalþættina þrjá

Queer Eye byrjaði aftur á þriðjudaginn og var ég ýkt spenntur. Carson fór á kostum einsog vanalega. Þegar að hann sá að það var ennþá þjófavörn á stígvélum sem gaurinn var að prófa sagði hann “I don’t like the security tag, it’s too much of a Winona Ryder look”. Ef þessi gaur er að koma með þessa brandara á staðnum, þá er hann mesti snillingur ever.


America’s Top Model er að klárast, núna eru bara þrjár stelpur eftir. Þátturinn í gær toppaði ansi margt. Stelpurnar fóru á date með einhverjum frönskum pepperum. Einsog allar venjulegar stelpur gera, þá tók Robin sækó Biblíuna með sér á stefnumótið. Til að sýna vanþóknun sína á frönskum karlmönnum, þá las hún Biblíuna í limósínunni meðan hin töluðu saman.

Hveru vangefinn þarf maður að vera til að taka Biblíu með sér á stefnumót? Ég er reyndar pottþéttur á því að ef ég fer einhvern tímann á blint stefnumót á ævinni, þá ætla ég að taka Biblíu með mér. Svo þegar að stelpan færi á klósett myndi ég taka upp Biblíuna og vera að lesa í henni þegar hún kæmi til baka. Það væri ekkert smá fyndið að sjá svipinn á stelpunni þá. Síðan myndi ég vitna í Biblíuna í öllum samtölum.


Svo horfði ég á endursýningu á Paradise Hotel í gærkvöldi. Þessir þættir hafa alltaf lofað góðu, en samt aldrei orðið sú snilld sem ég vonaðist eftir. Aðallega vegna þess að fólkið í þættunum er ekkert voðalega spennandi. Það gerir fátt annað en að væla. Til dæmis er þessi Zack nett pirrandi, hann er alltaf að reyna að fá aðra til að vorkenna sér vegna erfiðrar æsku og bla bla…

Svo er þessi Toni alveg að pipra, sérstaklega þegar hún var að grenja á afmælisdeginum yfir því að hún væri 28 ára og ennþá single. Það var ekki efnilegt. Svo er hún alltaf að níðast á ljóta gaurnum, sem er ekki fallega gert.

Svo er það náttúrulega líka vandamál að stelpurnar eru ekkert rosalega miklar gellur. Þessi Kristin og Tara eru sætar, en hinar eru frekar sjúskaðar. Gaurarnir eru líka ekkert til að hrópa húrra fyrir að mínu mati. Gaurinn, sem kom inn núna átti að vera voða sjarmör, en hann var með 10 millimetra á milli augnanna, sem mér finnst ekki beint heillandi look. En ég meina hey, ég er gagnkynhneigður karl, þannig að ég er kannski ekki dómbær á þetta.


Úje, minna en vika þangað til að Spring Training byrjar. Hver þarf fótbolta þegar maður hefur baseball?

Fundabakkar og Veislubakkar

Smá Serrano plögg.

Við erum byrjuð að selja fundabakka/veislubakka á Serrano. Þetta eru flottir bakkar með burrito-bitum og nachos. Pottþétt á fundi og í veislur.

Ef þið þekkið einhverja, sem geta nýtt sér þetta þá eru hérna auglýsingar fyrir bakkana. Annað skjalið er nógu stórt til að prenta út á A4 en hitt hentar vel til að senda í tölvupósti.

Ég væri alveg ofboðslega þakklátur ef þið gætuð komið þessu á einhverja sem þið þekkið, til dæmis á fólk sem vinnur hjá fyrirtækjum sem kaupa svona fundabakka.

Hægt er að panta bakkana með því að hringja annaðhvort í Kringluna: 551-1754 eða Hafnarstræti: 561-2260

Burrito-bakki: Prent auglýsing A4 (300kb)

Burrito-bakki: Tölvupósts auglýsing (170kb)

Queer Eye byrjar aftur

Þórdís vinkona mín benti mér á þessa snilld. Ég er hræddur um að ég verði að kaupa mér þessa bók. Held þó að ég sleppi því að kaupa dagatalið 🙂

Annars, þá byrjar Queer Eye aftur á morgun, sem er mikið fagnaðarefni. Ég fattaði líka að America’s Top Model er núna komið á miðvikudaga. Þegar ég var að fatta það, fann ég þessa lýsingu á næsta þætti á Sjónvarp.is:

Stúlkurnar bregðast við nektarmyndatöku á mismunandi hátt. Sumar eru ánægðar með reynsluna, aðrar gráta af óánægju. Þær verða að keppa um hylli franskra karla á stefnumótum. Ein þeirra á erfitt með að vera fáguð í framkomu og önnur getur ekki leynt ógeði sínu á matnum og körlunum.

Þetta getur ekki verið neitt annað en snilld!!!

Já, og ætlaði að senda nokkrum vel völdum einstaklingum þetta vídeó, tekið af Lisa Rein’s Radar en ég lenti í vandræðum með póstinn minn. Allavegana, þarna fjallar Jon Stewart (snilllingur og besti sjónvarpsmaður heims) um þingleiðtoga Repúblikana. Alger snilld!


Já, og svo breytti ég þessari síðu aðeins. Ákvað að stækka letrið smá eftir að ég fattaði að það var 10px í stað 11px einsog það átti að vera. Jók líka línubilið. Held að þetta sé betra svona.

Don't you know that you're toxic

Ó, sunnudagar. Alveg er yndislega dásamlegt að vakna óþunnur á sunnudögum. Þá líður mér einsog dagurinn eigi eftir að verða ótrúlega gagnlegur, en svo tekst mér alltaf að gera nákvæmlega ekkert gagnlegt. En þetta er búinn að vera æðislega næs dagur. Vinur minn kom í heimsókn og við spiluðum Top Spin tennis í marga klukkutíma án þess að takast að vinna einn einasta fokking leik. Djöfull og dauði! Ekki bætti það úr skák þegar annar vinur okkar bættist í hópinn og fór að gera grín að spilamennsku okkar.

Annars ákvað ég að ég yrði nú að gera eitthvað gagnlegt, þannig að ég tók fram straubretti og ætlaði að strauja buxur af mér. Ég get straujað skyrtur, en buxur eru alltof erfiðar. Mamma hafði sagt mér að sprauta vatni á buxurnar og það myndi hjálpa, sem það gerði (mamma er sko snillingur). Hins vegar þá fóru helv.*x?* krumpurnar aldrei úr buxunum, þannig að ég ákvað að gefast upp og fara með þær í hreinsun.


Annars fór ég á djamm á föstudaginn. Var í mat á Vegamótum og fór svo á Sólon. Fyrir föstudagskvöldið vissi ég ekki að þybbnar 14 ára gellur hefðu stofnað landssamtök, en árshátíð þeirra var einmitt haldin á Sólon á föstudag. Það er greinilegt að vegna veðurs ákváðu dyraverðir á Sólon að útrýma öllum aldurstakmörkunum. Við entumst á staðnum til kl. 3, sem er sennilega ágætt miðað við þessa mögnuðu frásögn.

Annars var kvöldið á Sólon fínt. Öllum að óvörum var Justin spilaður svona 5 sinnum og ég lenti í því að útskýra fyrir einum félaga að Justin væri snillingur, en ekki væminn aumingi einsog hann hélt fram.

Já, og Postal Service eru snilldar band!

Og Damien Rice er að koma til Íslands og ætlar að halda tónleika. O er einmitt mjög góð plata. Núna þarf ég sennilega að gefa einhverjum vini þann disk til að sannfæra viðkomandi um að fara á tónleikana með mér. Cannonball er eitt af mínum uppáhaldslögum þessa dagana.


Sá Wonderbra þáttinn af America’s next top model. Svei mér þá ef þessi Robin er ekki mest pirrandi gella ever. Og Adrianne er snillingur. Svo lengi sem hún sé Cubs aðdáandi, þá á hún að vinna.

Oooooog svo byrjar Queer Eye aftur á þriðjudag. Jibbí jibbí jibbí jei. Ég verð svooo glaður þá. Ó hvað ég elska þá þætti.

Ok, 24 er að byrja. Þeir þættir byrja vel. Fyrir utan það að Kim er ekki ennþá dauð. Var alltaf að vonast að það væri loka twistið í síðustu seríu. En nei, hún er enn í fullu fjöri þessi elska.

Já, og eitt enn: Þetta er hneyksli

Geðveiki?

Merki þess að ég sé að verða geðveikur

  1. Ég er byrjaður að drekka sódavatn
  2. Ég tók til í skápnum inná baðherbergi!!
  3. Ég horfði á 2 og hálfa mínútu af Bachelor – the Wedding

Og svo trúi ég því ekki að ég hafi misst af þætti af America’s Next Top Model, þar sem þær voru að pósa í Wonderbra auglýsingu! Er ekkert réttlæti í þessum heimi???

Köln

Ok, kominn heim eftir nokkra daga í Köln.

Það er svo sem ekki mikið að segja um þetta allt. Þetta var erfitt en gaman. Í raun voru þetta þrír dagar af nær stanslausu labbi um sýninguna og fundir með einhverjum 10 sælgætisbirgjum. Allt saman mjög fróðlegt.

Kvöldin voru líka bissí, þrjú kvöld í röð voru plönuð í boðum hjá erlendum fyrirtækjum. Þau voru öll fín. Síðasta daginn var svo seinni parturinn laus og verslaði ég því slatta, enda Köln flott verslunarborg. Samt skrítið að ég sá ekki eina einustu tónlistarbúð í öllu miðbænum.


Sá magnaði atburður gerðist í ferðinni að ég byrjaði að drekka sódavatn. Þar sem ég drekk ekki gos og vatnið í Þýskalandi er verra en hland á bragðið, þá greip ég til þess örþrifaráðs að drekka sódavatn (maður getur ekki drukkið bjór á fastandi maga og ég vakna alltaf svo þyrstur, svo þetta voru örþrifaráð).

Það magnaðasta við Köln fyrir utan vonda vatnið er hversu mikið er auglýst af hringitónum í síma. Auglýsingatímarnir á MTV eru nánast eingöngu fyrir hringitóna. Come on! Ég keypti mér reyndar síma útaf því að mínum síma var stolið um áramótin og tónarnir í honum eru svo hræðilegir að ég hálfskammast mín þegar hringt er í mig, en samt… Ég er m.a.s. búinn að læra þýska orðið yfir hringitón: Schicketon, eða eitthvað þannig.


Horfði líka á þýskt idol. Allir gaurarnir voru jafn glataðir og gaurinn, sem söng Maniac í World Idol. Einsog allir séu í áheyrnarprófi fyrir Westlife eða hvað þessi strákabönd heita öll.

Annars er ég geðveikt skotinn í Köln. Þetta er mjög skemmtileg borg, fínir veitingastaðir, frábær miðbær, og svo framvegis. Mæli með þessari borg.


Heimferðin var svo hreinasta martröð. Það var seinkun á fluginu frá Amsterdam til London og því misstum við af Icelandair fluginu heim. Þess vegna þurftum við að bíða í 7 tíma í London. Ég meikaði ekki að fara inní bæ, svo ég fann mér bara eitthvað horn, þar sem ég lagði mig á bekk í 4-5 klukkutíma. Borðaði svo vondan Burger King með köldum frönskum (hvað fólk sér við Burger King verður mér hulin ráðgáta um allar aldir. Að mínu mati ber McDonald’s höfuð og herðar yfir BK!!). Kom ekki heim fyrr en um 3 í gærnótt, eftir 20 fokking tíma ferðalag frá Köln.

Hérna heima er allt í hassi, enda var ég fárveikur tvo síðustu dagana á Íslandi áður en ég fór út. Ældi áður en ég fór í flugið og allt, þannig að kvöldið á eftir að fara í að reyna að koma hlutum í lag.

Kom svo heim og sá að þetta fokking sparisjóðamál er ENNÞÁ í fréttum. Kræst!

Já, og Patriots unnu (Jei!!!!) og ég missti af leiknum (hræðilegt!), Vona að Boston vinir mínir geti nú jafnað sig á 8. lotunni af Pedro í New York.

Vinna=Spennó, Einkalíf=leiðinlegt

Jedúddamía hvað það er lítið að gerast í mínu lífi utan vinnu. Síðustu vikur hafa verið mjög spennandi, skemmtilegar og erfiðar í vinnunni en utan vinnu hefur nánast ekki neitt gerst.

Jú, hélt starfsmannapartý Serrano hérna á föstudaginn, sem var alger snilld. Fyrir utan það hefur nánast ekkert gerst. Það er hálf skrítið að hafa ekkert að gera á kvöldin núna þegar mesta íbúðarvesenið er búið í bili.

Þegar vinnan spilar svona stóran hluta í lífi manns, þá er nú ekkert ýkja spennandi að halda úti þessari vefsíðu. Flestallt af því, sem ég geri í vinnunni vil ég ekki tala um, og auk þess efa ég að það yrði mjög spennandi.

Á morgun er ég að fara á ISM, sem er stærsta sælgætissýning í heimi, haldin í Köln. Það er tiltölulega stutt síðan ég var í Köln síðast og þetta er svosem ágætisborg. Höfum smá tíma lausan og ætli maður versli ekki eitthvað en það er fullt af skemmtilegum búðum í miðbænum.

Ok, þessi færsla er leiðinlegri en ég þorði að trúa. Vonandi hef ég eitthvað meira spennandi að skrifa um þegar ég kem heim.