Síðustu dagur, annar hluti

Af einhverjum yfirnáttúrulegum ástæðum, þá fékk ég í fyrsta skipti frí í skóla í gær en þá var Memorial Day, þar sem bandaríkjamenn minnast fallinna hermanna. Þetta er einmitt í fyrsta skipti í þau þrjú ár, sem ég hef stundað nám hér, að ég fæ frí.

Það var svo sem ágætt að fá einn auka frídag, þar sem ég er að klára viðskiptaplan fyrir einn tíma, sem ég á að skila á morgun.

Annars var Dillo Day á laugardaginn, en það er aðal partídagur Northwestern nemenda. Þá reyna nemendur að gleyma því að þeir eru flestallir nördar og reyna að skemmta sér einsog fólk í stóru ríksskólunum hér í kring. Allavegana, þá byrjaði dagurinn um klukkan 11 er við Hildur fórum heim til Dan vinar míns. Íbúðin hans var í rúst eftir partí, sem herbergisfélagi hans hafði haldið daginn áður, þannig að hann var feginn að komast út. Við skelltum okkur því heim til Eddy, vinar Dan. Þar var boðið uppá bjór og kleinuhringi, sem er uppáhaldsfæða Homer Simpson. Við áttum hins vegar erfitt með að þola tónlistina, sem var full há og leiðinleg fyrir okkar smekk.

Við kusum því að fara eftir smá stund. Við fórum því heim til þriggja vinkvenna okkar, þar sem við fengum okkur nokkra bjóra. Eftir það löbbuðum við uppí Patten íþróttahúsið, þar sem voru tónleikar í gangi. Þegar við komum var hljómsveitin Dismemberment Plan að spila. Þetta var alveg hreint afbragðsgóð hljómsveit, sem kom mér skemmtilega á óvart. Hörku rokk!

Eftir að ég var búinn að tapa heyrn á vinstra eyra ákváðum við að koma okkur. Við hittum fyrir utan Ryan vin okkar og fórum við með honum, Kate, Elizabeth, Kristinu og Dan í eitthvað partí, sem var rétthjá campus. Þar entumst við hins vegar ekki lengi, þar sem við Dan vildum fara að horfa á körfubolta, því Boston Celtics voru í sjónvarpinu. Leikurinn leit reyndar hræðilega út, þar sem Boston voru strax 20 stigum undir, þannig að ég ákvað að skella mér heim og leggja mig.

Hildur vakti mig um klukkan 8 en þá var Katie í símanum og vildi hún endilega fá mig aftur á tónleikana. Hildur var á leiðinni í partí með vinum úr sínum skóla, þannig að ég fór einn og hitti Katie, Kristinu og Elizabeth og við röltum uppí Patten. Þar voru Béla Fleck and the Flecktones að spila. Þeir félagar eru sennilega þekktastir á Íslandi fyrir Sinister Minister, sem var aðallagið í morgunþætti Eiríks Jónssonar, sem var einu sinni á Bylgjunni. Allavegana, þetta er mikið djamm band og var góð stemning.

Eftir tónleikana fór ég heim til stelpnanna, þar sem við vorum að skemmta okkur ásamt fullt af fólki fram eftir morgni.

Ja hérna

Þá er ég búinn að skila hagfræði ritgerðinni minni. Ég er búinn að vera að vinna í þessari ritgerð síðan í janúar og er þetta búin að vera ótrúlega mikil vinna, sérstaklega síðustu þrjár vikur. Fyrir áhugasama, þá fjallar ritgerðin um tengsl á milli veðurfars og fjarveru starfsmanna. Ég set hana inn, eða allavegana eitthvað af henni þegar ég fæ hana tilbaka frá þeim, sem dæma hana.

Vegna þessarar ritgerðar hefur líf mitt verið einstaklega óspennandi undanfarna daga. Til dæmis um síðustu helgi gerði ég ekki neitt nema að læra og fara tvisvar í bíó. Sá Spiderman, sem var fín og svo nýju Woody Allen myndina, Hollywood Ending, sem var alger snilld. Fyndnasta Allen myndin síðan Everyone says I love you. Allen leikur leikstjóra, sem hefur ekki leikstýrt vinsælli mynd í meira en tíu ár en fær alltíeinu gott tilboð. Áður en hann byrjar að mynda verður hann hins vegar blindur en ákveður samt að reyna að leikstýra myndinni. Mjög fyndið.

Er kominn mánudagur?

Þessi vika er búin að vera skemmtileg geðveiki. Ég er á fullu að reyna að klára þessa ritgerð mína og er ég því búinn að vera að forrita í Stata, sem er ekki alveg jafnspennandi og það hljómar.

Anyways, við Hildur erum búin að gera fullt skemmtilegt síðustu daga fyrir utan að læra. Á föstudag fór ég með Dan og Marie á Cubs leik. Sáum þá spila við Dodgers. Leikurinn fór þannig að annað liðið vann. Um kvöldið fórum við í co-op partí. Var þetta partí hjá sósíalistunum til styrktar skóla í Gvatemala. Sennilega ágætis málefni. Stelpa, sem var með mér í tíma fór þarna í spring break og hún var að segja mér sögur af raunum sínum. Tónlistin var hins vegar frekar há, svo ég man ekki mikið.

Ég man hins vegar eftir því að það var einhver gaur, sem vildi giftast Hildi vegna þess að hún vissi hver Michael Schumacher er. Málið er nefnilega að Formula 1 er álíka vinsæl hérna í bandaríkjunum og íslenskur handbolti. Þessi gaur var víst einhver voðalegur formula 1 aðdáandi. Hann reyndi svo að telja mér trú um að það væri gaman að horfa á þau ósköp en ég veit betur. Ég hélt því fram að það væri jafnleiðinlegt að horfa á Formula 1 og Nascar. Ég hélt að það myndi líða yfir hann þegar ég sagði það. Hann reyndi svo að skýra út fyrir mér að í Nascar keyrðu bílarnir í hringi en í Formula 1 keyrðu þeir líka í hringi en með fleiri begyjum. Svo eru líka viðgerðarhlé, sem eru víst voða spennandi. Sennilega álíka spennandi og horfa á hnjaskvagninn á HM í fótbolta.

Já, og svo hitti ég líka fullt af fólki, sem ég hef ekki hitt lengi og það var voða gaman. Ég ákvað víst að hitta eina stelpu í Mexíkó þegar við ætlum að ferðast þangað í sumar. Veit ekki hvort ég muni efna það loforð.

Laugardagurinn var furðu atburðalítill. Við Hildur ætluðum í bíltúr en það gekk ekki vel. Málið er nefnilega að rúðuþurrkurnar á bílnum okkar eru bilaðar. Þar sem mikil rigning var úti þurftum Hildur alltaf að fara út á öllum ljósum til að þurrka rúðurnar. Þetta gekk fyrstu 5 mínúturnar en svo gáfumst við upp. Meira gerðist ekki á þeim degi.

Á mánudaginn fórum við svo með Marie, Ryan, Becky og Dan niðrí Wrigleyville á einhvern “írskan” bar. Reyndar fannst mér barinn ekkert vera neitt voðalega írskur og við drukkum flest Bud Light. En ég meina hei. Þetta var fínt, þótt Dan og Marie hafi orðið dálítið drukkin eftir því, sem leið á kvöldið.

Á þriðjudag fórum við svo útað borða með nokkrum vinum mínum á Las Palmas, sem er mexíkóskur veitingastaður. Þessi staður var gríðarlega vinsæll á tímabili því allir gátu keypt sér margarítu án þess að sýna skilríki. Þeir voru hins vegar teknir fyrir það og núna er eiginlega engin ástæða fyrir að fara þarna, því maturinn er frekar vondur. Við fórum samt að gömlum vana og það var bara fínt.

El fin de semana

Helgin var fín. Samt ekki eins góð og hjá þessum Northwestern nemanda, sem fékk 1 milljón dollara þegar hann skrifaði undir hjá Oakland Raiders í NFL deildinni.

Dan og Becky vinir mínir gerðu heiðarlega tilraun til að hafa matarboð heima hjá Dan. Þar voru um 30 manns og við borðuðum pasta og drukkum kokteila. Allavegana, var þetta fínt og ekki sniðugt að vera að fara út í einhver smáatriði.

Á laugardag fórum við Hildur að versla og í fyrsta skipti í sögu okkar Hildar þá verslaði ég en hún ekki. Um kvöldið vorum við frekar löt og sátum bara heima og horfðum á nokkra þætti af Queer as Folk, sem fjallar um homma í Pittsburg. Mjög góðir þættir, jafnvel fyrir gagnkynheigða.

Á sunnudag spilaði ég svo fótbolta í þriggja stiga hita. Alveg stórkostlegar hitabreytingar hérna síðustu viku. Á síðasta sunnudag var 28 stiga hiti en í gæt var þriggja stiga hiti, rigning og rok. Þetta minnti mig á að spila á mölinni í Faxaflóamótinu þegar ég var lítill.

Í gærkvöldi fórum við svo ásamt tveim vinkonum hennar Hildar niðrí Greektown. Þar var kærasti Victoriu að syngja grísk þjóðlög. Grísk þjóðlagatónlist er að mínu mati álíka skemmtilegt og mexíkósk kántrí tónlist en þetta var þó fróðlegt. Við ákváðum þó að fara þegar að heilu fjölskyldurnar voru komnar dansandi upp á svið.

Helgin, Hugo og misskilningur Stefáns P.

Ja hérna, ég er að fara í skólann á stuttbuxum í fyrsta skipti á þessu ári. Jibbííí. Veðrið í gær var líka alger snilld. Ég var að keppa í fótbolta og það var svo heitt að ég var nánast örmagna eftir leikinn. Mér tókst þó að pota inn einu marki með vinstri og við unnum 2-0.

Það er alltaf jafn gaman að labba um campusinn þegar veðrið er gott. Þá fyllast allir grasblettir af fólki. Northwestern nemendur eru þó ávallt sömu nördarnir því allir eru með bók og yfirstrikanapenna í hönd.

Annars fórum við Hildur í sittvhoru lagi á djammið á föstudag. Hildur fór á barhopp meðan ég fór í partí til einnar vinkonu minnar, sem var fínt.

Svo horfði ég á Liverpool, Cubs og Bulls vinna leiki og við Hildur fórum í bíó og sáum Changing Lanes, sem var fín.

Já, og svo á meðan ég naut góða veðursins komst félagi Chavez aftur til valda. Ég ætla í þessari viku að skrifa smá pistil um hann. Stefán Pálsson minnist á endurkomu Chavez og segir sögur um fylgishrun Chavez vera komnar til vegna áhrifa frá hægrisinnuðum bandarískum fjölmiðlum. Má ég benda á þá staðreynd að þegar Chavez var kosinn studdu 57% landsmanna hann en í nýlegri könnun, sem El Universal (dablað í Caracas) tók þá fékk Chavez aðeins stuðning 35% kjósenda. Þetta var þó áður en fylgismenn hans byrjuðu að myrða saklausa mótmælendur.

4 ár

Ja hérna! Við Hildur erum víst búin að vera saman í fjögur ár. Í dag 4. apríl eigum við fjögurra ára “byrja saman” afmæli.

Jei! en gaman! Í tilfeni dagsins er Hildur búin að vinna á bókasafninu í skólanum sínum og ég er búinn að vera að vinna í ritgerðinni minni.

Í kvöld förum við þó útað borða, sennilega á Salpicon, sem á víst að vera geðveikt góður mexíkóskur staður.

Gamanið búið

Þá er helgin búin og ég þarf víst að fara að læra aftur.

Laugardagurinn var alger snilld. Við Hildur fórum á Crobar, sem er sennilega heitasti næturklúbburinn hérna í Chicago. Þar kostar morðfé inn en þrátt fyrir það er alltaf biðröð. Reyndar var biðröðin stutt núna en það hefur sennilega verið af mannúðarástæðum, þar sem kuldinn fyrir utan var fáránlegur.

Inni var troðfullt einsog vanalega. Geðveikt gaman, tónlistin góð og stemningin frábær. Reyndar fannst mér vera fullmikið af strákum, sem voru berir að ofan. Þetta virðist vera mikið í tísku í Bandaríkjunum þessa dagana. Á MTV sá ég heimildarmynd um fólk, sem fer í lýtaaðgerðir og þar var fylgst með strák, sem setti sílíkon í kálfana sína (honum fannst kálfarnir vera svo stelpulegir). Allavegana, þá var sýnt þegar gaurinn var að fara að djamma. Þegar hann var að gera sig tilbúinn byrjaði hann á því að setja á sig glimmer. Síðan fór hann í bol, sem hann síðan fór úr um leið og hann kom inná klúbbinn.

Ok, það voru allavegana nokkrir þannig gaurar þarna. Síðan fóru þeir uppá pallana og dönsuðu þar. Mér var ekki skemmt.

Þrátt fyrir það var kvöldið snilld og við dönsuðum til kl.5.

Á sunnudag var frekar lítið gert. Jú, við lágum uppí rúmi og horfðum á Sex & The City. Síðan horfðum við á nokkuð góða heimildamynd um kvikmyndagerðarmenn, sem fylgdu fyrstu slökkviliðsmönnunum inní World Trade Center 11.sept.

Fyrirgefðu, var ekki 20 stiga hiti í gær?

Íslendingar vita fátt skemmtilegra en að lesa um veðrið. Veðrið í dag hefur verið ömurlegt. Við ætluðum að vera ýkt dugleg og gera eitthvað skemmtilegt í dag en veðrið var alltof leiðinlegt til að vera úti. Við keyrðum því yfir í Woodfield, sem er stærsta mallið hér í borg.

Þar löbbuðum við um meðal stífmeikaðra unglingstelpna í dágóðan tíma, borðuðum á Cinnabon (nammm!) og versluðum eitthvað smá. Síðan fórum við í Target, þar sem ég keypti mér hvorki meira né minna en rafmagnsrakvél. Ja hérna, aldrei hélt ég að sá dagur myndi renna upp.

Allavegana, í gær vorum við löt. Við fórum og heimsóttum Dan og Elizabeth, en þau eru að dansa saman í Dance Marathon, sem er dans maraþon (einsog þeir, sem eru góðir í ensku hafa gert sér grein fyrir), þar sem Northwestern nemendur dansa í 30 klukkutíma til styrktar einhverju góðu málefni. Við kíktum á þau klukkan 9 í gær og svo aftur klukkan 8 í kvöld og virkuðu þau aðeins þreyttari, enda búin að dansa í 26 tíma.

Núna erum við Hildur heim að drekka (ég Bud og Hildur Bacardi Silver. Síðan er stefnan tekin suður.

Yo no quiero Taco Bell

Partíið í gær var nokkuð skemmtilegt. Við sáum þegar við komum að fimm dollararnir (sem við borguðum fyrir bjórinn) voru til styrktar baráttu gegn Taco Bell. Partíið hét hvorki meira né minna en “Revolution Party”. Baráttan gegn Taco Bell er tískufyrirbrygði meðal nokkurra vina minna, vegna þess að Taco Bell borgar þeim, sem tína tómata fyrir þá, afskaplega lág laun og er vinnuaðstæðunum líkt við þrælahald. Sennilega gott málefni, ég hef ekki kynnt mér það nóg. Ég á þó nokkuð auðvelt með að sniðganga Taco Bell, þar sem mér þykir maturinn þar hræðilega vondur.

Allavegana, þá var partíið fínt og allir voða hressir.

Drukkið meðal sósíalista

Ég og Hildur erum að fara í Co-op partí á eftir. Það er partí haldið í co-op húsinu, sem er stórt einbýlishús, þar sem um 30 vinstri-sinnaðir Northwestern nemendur búa. Þar búa m.a. tvær vinkonur mínar, sem kusu báðar Ralph Nader. Það er nokkuð furðulegt að flestir vinir mínir hér eru mjög róttækir. Heima á Íslandi var ég alltaf talinn meðal vinstrimanna í mínum vinahóp. Ég held að allir mínir bestu vinir (-1) heima séu hægrimenn. Hérna er ekki einn vinur minn repúblikani

Margar eftirminnilegustu stundir mínar hér í Bandaríkjunum hafa verið tengdar þessum Co-op partíjjum. Spurning hvort eitthvað gerist í kvöld. Þarna er allavegana alltaf nóg af ódýrum bjór og einhverjum punch, sem er búinn til með EverClear (95%).

Ég held mig bara við bjórinn. Það er alltaf tunna niðrí kjallaranum, þar sem svona sextíu manns eru vanalega samankomnir í fimmtíu gráðu hita. Uppi er svo einhver hljómsveit, sem spilar í einni stofunni. Svo er það skylda í bandarískum háskólapartíum að það sé að minnsta kosti ein stelpa ælandi inní eldhúsi eða inná baði.