Ég þarf nörda-aðstoð

Ok, ég er með Firefox á Makkanum. Einsog einn lesandi Liverpool bloggsins benti mér á, þá birtast engir íslenskir stafir í Firefox á Makka. Þetta þrátt fyrir að síður einsog mbl.is og katrin.is birti íslenska stafi eðlilega.

Ég veit að þetta er eitthvað stillingaratriði í Firefox og hefur eitthvað með íslensku stuðning á Mac að gera. En víst að mbl.is og fleiri vefir virka, þá hlýt ég að geta gert eitthvað líka. Veit einhver hvað málið gæti verið? Vantar eitthvað í meta upplýsingar, eða er þetta eitthvað annað?

Öll hjálp mjög vel þegin 🙂

Uppáhalds plöturnar mínar

Ég tók mig til og gerði lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Hef stundum spáð í þessu, þar sem þetta hefur breyst umtalsvert að unfandörnu, sérstaklega eftir að ég uppgötvaði Dylan. Hann setti eiginlega allt kerfið í köku.

Allavegana, ég ákvað að setja saman 10 uppáhaldsplöturnar mínar. Ég fylgdi tveim reglum í valinu:

* Aðeins ein plata með hverjum flytjanda.
* Horfði aðallega á plötur, sem höfðu breytt einhverju í lífi mínu, eða hafa verið “uppáhaldsplatan mín” á einhverjum tíma.

Jæja, ég vona að þessi listi eigi eftir að breytast oft og mörgum sinnum á minni ævi, því ég er vonandi rétt að byrja að uppgötva góða tónlist.

  1. Blonde on Blonde – Bob Dylan. Ég einfaldlega veit ekki um betri plötu. Ég hef reynt að fara í gegnum stóran hluta af Dylan safninu, en alltaf leita ég aftur í Blonde on Blonde. Blood on the Tracks kæmist reyndar líka inná topp 10 hjá mér, en það er eitthvað extra á Blonde on Blonde. Reyndar eru lögin ekki öll fullkmin. Mér finnst Rainy Day Women til dæmis ekkert sérstakt. En það er bara svo einfalt að á þessari plötu eru nokkur af bestu lögum allra tíma. Visions of Johanna, One of us must know, I want you, Stuck inside of Mobile, Just like a woman og Sad Eyed Lady of the Lowlands.

    Þetta kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna plata og þrátt fyrir gríðarlega hlustun, þá fæ ég ekki ógeð. Eftir viku hlé er mig farið að langa til að setja hana aftur á. Dylan er snillingur og að uppgötva hann hefur breytt lífi mínu. Ég veit ekki hvað ég var að spá öll þessi ár, sem ég hlustaði ekki á hann. Besta lag: One of Us Must Know (Sooner or Later)

  2. Pink Floyd – Dark Side of the Moon. Ég hef verið Pink Floyd aðdáandi í um 10 ár, allt frá því að einhver strákur talaði ekki um annað en Pink Floyd í einhverri AFS útilegu. Ég varð svo forvitinn að ég keypti mér Dark Side of the Moon. Og ég varð strax heltekinn. Ég á allar plöturnar og The Wall, Wish you were here, Meddle og fleiri eru allar á meðal minna uppáhaldsplatna. Dark Side of the Moon er samt sú besta að mínu mati, aðeins betri en Wish you were here. Lokalögin tvö, Brain Damage og Eclipse gera það að verkum. Besti endir á plötu í sögunni. Besta lag: Time
  3. Radiohead – OK Computer. Ótrúleg plata, sem ég keypti mér útí Mexíkó. Hafði aldrei fílað The Bends sérstaklega (þangað til að ég byrjaði að hlusta á hana aftur fyrir nokkrum árum – og þá uppgötvaði ég snilldina). En OK Computer er einfaldlega besta hljómplata síðustu 10 ára. Besta lag: Paranoid Android
  4. The Smashing Pumpkins – Mellon Colllie and the Infinite Sadness – Þegar ég var í Verzló spilaði ég Bullet with Butterfly wings í hverju einasta partíi og hlaut sennilega gríðarlega vinsældir fyrir. Ég held að ég hafi keypt mér þessa plötu þrisvar vegna þess að ég ferðaðist svo mikið með fyrri eintökin og rispaði þau svo illa. Algjört meistarastykki. Besta lag: Tonight Tonight
  5. Jeff Buckley – Grace. Ein fyrrverandi kærastan mín gaf mér þessa plötu þegar við skildum. Þess vegna hefur þessi plata alltaf haft sérstaka merkingu í mínum huga. Buckley er ótrúlegur á þessari plötu. Ef einhverjir hafa ekki hlustað á hana, þá mæli ég með því að þeir sömu stökkvi útí búð núna. Besta lag: Last Goodbye
  6. U2 – The Joshua Tree – Einu sinni þótti mér töff að tala illa um U2. En ég hef vaxið uppúr því. The Joshua Tree er einfaldlega æði. Besta lag: Red Hill Mining Town
  7. Oasis – (What’s the story) Morning Glory? Jólin 95 fékk ég tvær plötur í jólagjöf. Önnur var The Great Escape með Blur og hin var What’s the Story með Oasis. Ég dýrkaði þær báðar á þeim tíma, en með árunum hefur Oasis platan elst betur. Besta lag: Champagne Supernova og Wonderwall
  8. Beck – Sea Change. Besta plata Beck og sú, sem kallar fram mestar tilfinningar hjá mér. Besta lag: Golden Age
  9. The Chronic – Dr. Dre. Einu sinni var ég bjáni, sem hélt að allt Hip-Hop væri drasl. Þökk sé Kristjáni vini mínum þá hef ég vaxið uppúr því. Chronic er einfaldlega besta hip-hop plata allra tíma. Punktur. Besta lag: Wit Dre Day (And Everybody’s Celebratin)
  10. Weezer – Weezer – Mig minnir að það hafi verið Gunni vinur minn, sem sannfærði mig áður en ég fór til Venezuela að gefa Weezer sjens. Ég keypti mér hana því og tók með út. Platan er með ólíkindum góð. Öll lögin nánast jafnsterk. Besta lag: Only in Dreams.

Þessar plötur voru næst því að komast inn:

Neil Young – Harvest, Blood on the Tracks – Bob Dylan, Pet Sounds – Beach Boys, The Beatles – Abbey Road, Rage against the machine – Rage against the machine, Guns ‘N Roses – Appetite for Destruction, Pink Floyd – Wish you were here, The Streets – A Grand don’t come for free, The Beatles – Sgt. Pepper’s Lynyrd Skynyrd – Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd, Maus – Lof mér að falla að þínu eyra, Sigur Rós – Ágætis Byrjun, Nirvana – Nevermind, De La Soul – 3 feet high and rising, Beastie Boys – Ill Communication

Svona lítur þetta semsagt út. Held að þetta sé ágætt fyrir daginn í dag. Ykkur er velkomið að hneykslast eða dást að tónlistarsmekk mínum 🙂

Viltu senda mynd af honum?

Ég hef verið með þessa síðu í fimm ár. Að undanförnu hafa heimsóknirnar aukist umtalsvert. Fyrir rúmu ári byrjaði ég á því að gefa upp MSN addressuna mína hér á síðunni. Það hefur orðið til þess að fullt af fólki hefur bætt mér inná MSN hjá sér og hef ég átt mörg skemmtileg samtöl við fólk, sem ég hefði annars aldrei talað við.

Stundum lendi ég þó í mjög súrealískum samtölum á MSN. Einhvern tímann í mars þá bætti ein manneskja mér inná MSN listann sinn og úr því varð þetta samtal. Ég tók út viðkvæmustu upplýsingarnar 🙂

18:38:32 ***@hotmail.com: hæjj?

18:38:54 einarorn77@hotmail.com: hæ?

18:39:01 ***@hotmail.com: :S

18:39:14 ***@hotmail.com: eg held að u þekkir mig
ekkert

18:39:51 ***@hotmail.com: eg var á google. com

18:39:56 einarorn77@hotmail.com: ok

18:40:17 ***@hotmail.com: og rakst á eikkað liverpool
blogg og sá mynd af þér og fannst u sætur

18:40:29 ***@hotmail.com: ertu á föstu

18:40:47 einarorn77@hotmail.com: eh, nei

18:41:07 ***@hotmail.com: okijj

18:41:12 ***@hotmail.com: :s

18:41:26 ***@hotmail.com: en ertu að græja það

með einkerri?

18:41:44 einarorn77@hotmail.com: "græja það með
einkerri"?  hvað þýðir

það á íslensku?

18:41:59 ***@hotmail.com: hvað spá i einhverja stelpu

18:42:16 einarorn77@hotmail.com: er maður ekki alltaf að

spá í einhverjum?

18:42:29 ***@hotmail.com: það er bara misjafnt held
eg

18:42:39 ***@hotmail.com: en erti hreinn sveinn:p

18:43:07 einarorn77@hotmail.com: ha?

18:43:11 einarorn77@hotmail.com: ég er 27 ára gamall

18:43:25 ***@hotmail.com: hehe já:p

18:43:32 ***@hotmail.com: hefuru þá ekki gert það:p

18:44:04 einarorn77@hotmail.com:

Continue reading Viltu senda mynd af honum?

Sjónvarp

The Contender er snilld!

Besta nýja raunveruleikakonseptið, sem ég hef séð síðan að Amazing Race byrjaði. Ég hélt að þetta yrði ekki nógu sniðugt, en [Bill Simmons á ESPN](http://sports.espn.go.com/espn/page2/simmons/index) hefur varla skrifað um annað að undanförnu, þannig að ég gaf þættinum sjens og varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Sooner or Later (uppfært)

Sko, Bob Dylan samdi og söng lag sem heitir “One Of Us Must Know (Sooner Or Later)”. Það lag er á Blonde on Blonde, sem er ein af uppáhaldsplötunum mínum.

Allavegana, síðasta mínútan í því lagi er að mínu mati flottasta mínútan í tónlistarsögunni. Ekki nokkur spurning. Allt er fullkomið: Hvernig Dylan segir “never meant to do you any *haaaaaarm*”… Trommurnar í síðasta “chorus-num” og svo munnhörpusólóið í endann. Algjörlega stórkostleg fullkomnun!!!

Ég ætla að deila þessu með ykkur:

[One Of Us Must Know (Sooner Or Later) – síðasta mínútan](https://www.eoe.is/stuff/soonerlater.mp3)

Eruð þið sammála? Er ég skrítinn fyrir að finnast munnhörpusólóið vera algjörlega fullkomið? Ég veit ekki. En mikið hljóta nágrannarnir mínir samt að vera orðnir þreyttir á þessum endi.

EÐA,

ef þeir eru með góðan tónlistarsmekk, þá fagna þeir sennilega þessari stanslausu endurtekningu. Ekki rétt?

**Uppfært**: Búinn að laga linkinn.

Audioscrobbler og tilfinningar

[Audioscrobbler](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn/) er skrítið tæki. Fyrir þá, sem ekki þekkja þá síðu, þá setur maður inn lítið forrit á tölvuna sína, sem síðan fylgist með því hvaða lög maður hlustar á. Um leið og ég spila eitthvað í iTunes á tölvunni, þá birtist það á [Scrobbler síðunni minni](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn/).

Scrobblerinn safnar síðan saman því, sem maður hlustar á og býr til alls kyns lista og bendir manni á hljómsveitir, sem fólk með svipaðan tónlistarsmekk, hlustar á. Með þessu hef ég uppgötvað fulltaf skemmtilegri tónlist og það er aðal ástæðan fyrir því að ég nota Audioscrobbler. Svo er þetta líka ágætis bókhald. Til dæmis get ég séð að ég hlustaði 42 sinnum á lög með Crosby, Stills, Nash & Young í síðustu viku og hef hlustað 815 sinnum á Dylan síðan ég setti forritið inn. Reyndar get ég ekki fengið forritið til að mæla iPod hlustun, þannig að þetta er býsna takmarkað hjá mér, enda hlusta ég á stóran hluta af tónlistinni minni í iPodinum mínum.

Allavegana…

Það sem er einna áhugaverðast í þessu er að geta fylgst nákvæmlega hvað fólk er að hlusta á þessa stundina. Fólk getur séð að þegar þetta er skrifað er [ég](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn/) að hlusta á Common, [Björgvin Ingi](http://www.last.fm/user/bjorgviningi/) er að hlusta á Foo Fighters og [Gummijóh](http://www.last.fm/user/gummijoh/) er að hlusta á Coldplay.

Það athyglisverða við þetta er að ef maður þekkir fólk vel, þá getur maður á vissum stundum fundið út í hvernig skapi fólk er. Ég veit ekki hvernig þetta er með annað fólk, en mín tónlistarhlustun fer að gríðarlega miklu leyti eftir því í hvernig skapi ég er. Á kvöldin þegar ég er þreyttur og kannski pínu dapur hlusta ég á “In the Wee small hours” með Sinatra. Síðast þegar ég var í ástarsorg hlustaði ég gríðarlega mikið á “Grace” með Buckley. Þegar ég er hress og á leiðinni á djamm hlusta ég á Scissor Sisters. Þegar ég vil gleyma mér hlusta ég á Dylan, þegar ég vil koma mér í stuð hlusta ég á Dre, Tribe Called Quest og Jay-Z.

Þannig að það er hægt að lesa ansi mikið um mínar tilfinningar bara með því að fylgjast með Scrobblernum og ég er viss um að svo er líka fyrir aðra. Að vissu leyti er þetta gallað því ég hlusta oft á Buckley án þess að vera í ástarsorg og hlusta ekki bara á Jay-Z á laugardagskvöldum. En samt þá er hægt að draga ákveðnar ályktanir út frá þessu.

Einnig gæti fólk sennilega séð í lok vinnudags hvernig dagurinn gekk. Hlustaði ég á Dylan eða Jay-Z? Er maður að gefa fólki of mikið af upplýsingum í gegnum Audioscrobbler? Kannski.

Ef þú þekkir einhvern og vilt fá viðbrögð hans við ákveðnum fréttum eða atburðum þá held ég að Audioscrobbler geti að mörgu leyti verið ákveðinn gluggi inní sálarlíf fólks. Fullt af fólki notar tónlist til að koma sér í gott skap, til að gleyma vandamálum og til að hjálpa sér þegar það er sorgmætt. Því er spurning hvort fólk sé ekki að opinbera sig um of þegar hægt er að sjá öllum stundum á hvaða tónlist það er að hlusta? Eða kannski ekki.

Ferðadót uppfært

Eftir ferðalag undanfarinna mánuða ákvað ég að uppfæra aðeins heimskortið, sem ég [skrifaði um í janúar 2004](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/25/13.37.20/). Síðan þá hef ég heimsótt fjögur lönd: Svíþjóð, Tyrkland, Tékkland og Pólland. Hef ég því komið til 35 landa.

Kortið lítur því svona út:

**Norður-Ameríka**: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin

**Suður-Ameríka**: Argentína, Bólivía, Brasilía, Chile, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Perú, Urugvæ, Venezuela

**Evrópa**: Austurríki, Belgía, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ungverjaland, Ísland, Lúxembúrg, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Bretland

**Afríka**: Ekkert

**Mið-Austurlönd**: Tyrkland

**Asía**: Ekkert

35 lönd


Einnig uppfærði ég Bandaríkjakortið mitt, þar sem ég ferðaðist talsvert um Bandaríkin í fyrra. Núna hef ég heimsótt 30 ríki af 50.

Alabama, Arizona, Arkansas, California, colorado, Cinnecticut, DC, Florida, Georgia, Illinois, Indiana, Kansas, Kentucky, Louisiana, Maryland, Massachusetts, Michigan, Minnesota, Mississippi, Missouri, Nevada, New Hampshire, New Jersey, New Mexico, New York, Tennessee, Texas, Utah, Virginia, Wiscounsin.


Einnig uppfærði ég færsluna um [undir heimsins](https://www.eoe.is/gamalt/2004/07/04/17.49.57). Þar er ég núna kominn uppí 17, en þar hafa bæst við gamli bærinn í Prag, Hagia Sofia og Topkapi höllin í Istanbúl.