[Jól](http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/south_asia/4125581.stm) og [Páskar](http://news.bbc.co.uk/2/hi/asia-pacific/4388579.stm).
Fullkominn endir á plötu
Kristján Atli var með [skemmtilegar pælingar á sinni síðu](http://jupiterfrost.net/index.php/a/2005/03/28/the_ending) um hvað væru bestu endalög á plötum að hans mati. Ég kommentaði hjá honum, en kommentið kom eitthvað skringilega út. Þannig að hérna eru mínar hugmyndir.
Ef að það á að velja bestu endalög á plötum, þá má að mínu mati bara telja lög, sem eru *frábær endir*á *frábærum plötum*. Ekki góð lög, sem slysast til að vera lokalag á lélgum plötum. Þetta verður að vera nokkurs konar toppur á plötunni.
Allavegana, án efa besti endir á plötu eru lögin *Brain Damage* og *Eclipse* af **Dark Side of the Moon**. Ekki nokkur einasta spurning. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á þau tvö lög.
Einnig:
*Empty Cans* af **Grand don’t come for free** með Streets
*Freebird* af **Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd** með Lynyrd Skynyrd
*Sad Eyed Lady of the Lowlands* af **Blonde on Blonde** með Dylan
*A Day in the Life* af **Sgt. Pepper’s** með Bítlunum
*Everything’s not lost* af **Parachutes** með Coldplay
*High Hopes* af **Division Bell** með Pink Floyd
*Oh! Sweet Nuthin’* af **Loaded** með Velvet Underground
Og svo auðvitað *Only in Dreams* af bláu plötunni með Weezer.
Þetta datt mér allavegana í hug eftir smá pælingar. Er þó ábyggilega að gleyma einhverju augljósu.
Nýtt slagorð fyrir Ísland – og myndavélakaup
Það er nokkuð ljóst að það þarf mikinn markaðssnilling til að lokka bandaríska ferðamenn til Íslands þessa dagana, þar sem að stór bjór kostar nú 10 dollara á íslenskum veitingastöðum. Einnig gerir ríkisstjórnin allt, sem hún getur gert til að bæta orðspor landsins með aðgerðum sínum. Því ætla ég að leggja til nýtt slagorð, sem Icelandair gæti nýtt sér:
ICELAND: We kill whales and give citizenships to anti-semites.
Þetta hlýtur að laða Bandaríkjamenn til landsins.
Annars, þá er ég núna *alvarlega* að spá í að kaupa mér nýja myndavél. [Myndavélin](http://www.axiontech.com/prdt.php?src=FG&item=12376), sem ég á í dag er í raun ágæt fyrir langflesta, en ég er búinn að sakna þess gríðarlega að geta ekki gert meira með vélina. Ég á gamla EOS filmumyndavél, sem mér fannst algjört æði, en ég nota einfaldlega ekki lengur filmu. Hef því notað digital vélina, en sakna þess verulega að geta ekki gert sömu hlutina á hana og ég gat gert á gömlu EOS vélinni.
Ég sá að Canon voru að setja á markað [nýja tegund af EOS Rebel](http://consumer.usa.canon.com/ir/controller?act=ModelDetailAct&fcategoryid=139&modelid=11154). sem mér líst rosalega vel á. Virðist vera góð uppfærsla frá gömlu Rebel vélinni. Ég hef átt Canon vélar síðan ég var lítill krakki, en hef verið að velta því fyrir mér hvort það sé þess virði að skipta yfir í Nikon. Er eiginlega ekki tilbúinn í að gera það nema þær séu talsvert betri.
Hefur einhver reynslu af þessu? Á ég kannski að kaupa mér einhverja aðra Canon vél? Ég kaupi mér ekki myndavél á hverjum degi (átti EOS vélina í 10 ár áður en ég keypti mér næstu vél), þannig að ég er tilbúinn að eyða ágætis pening í nýja vél.
Dagdraumar
Ég náði að klára slatta af verkefnum í dag og var því nokkuð sáttur við sjálfan mig þegar ég settist niður til að horfa á landsleikina með Englandi og Íslandi.
Ég hafði ekki setið lengi þegar ég fékk þessi skilaboð á MSN: *”Keypti miðann til Beirút áðan”.*
Og ég fékk sting í magann. Mig langar svo að fara að ferðast að ég er að deyja. Sá, sem sendi mér skilaboðin var [herra Flygenring](http://www.semsagt.net/kairo/), sem býr í Kaíró þessa dagana.
Við fórum eitthvað að spjalla um ferðalög og Ágúst benti mér á vefsíðu hjá [þessari stelpu, Siggu Víðis](http://siggavidis.blogspot.com), sem hefur ferðast mikið um Asíu. Ég fékk hreinlega í magann þegar ég skoðaði [myndirnar](http://jonssonfamily.com/gallery/view_album.php?set_albumName=sigga/), því mig langar svo mikið að fara út núna.
Þessi stelpa hefur nefnilega ferðast mikið um Suðaustur Asíu, en þangað langar mig að fara í haust. Hef pælt svona lauslega í því hvernig ferðalag ég gæti farið og er spenntastur fyrir að fara allavegana til Kambódíu, Tælands og Búrma (Myanmar). Sigga talar einmitt gríðarlega fallega um Búrma og það virðist hafa verið alveg einstök lífsreynsla að hafa farið þangað.
Ég las einhverja Lonely Planet bók um það land fyrir nokkrum mánuðum og þar var fólk frekar hvatt til að ferðast til Búrma, þar sem að ferðalagið myndi að öllum líkindum hafa það jákvæð áhrif á landið að það myndi vega upp þá staðreynd að mikið af peningunum, sem ferðamenn eyða, fara til herforingjastjórnarinnar. Það heillar mig einfaldlega gríðarlega að ferðast til staða, sem eru ósnertir af vestrænni menningu.
En það er alltof langt til haustsins, heilir 5 mánuðir og því má ég ekki hugsa of mikið um þetta því þá kemst ekkert annað að hjá mér. En ætla samt aðeins að leyfa mér að dreyma pínu.
Föstudagurinn
Í dag hef ég gert eftirfarandi hluti:
* Vaknað með hausverk og hálsríg klukkan 9
* Unnið í fjóra klukkutíma – og losnað þar með við samviskubitið
* Drukkið kaffi og búið mér til samloku.
* Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion, Queer Eye for the straight guy, Dismissed og Chapelle Show. Ég veit, ég er með magnaðan sjónvarpssmekk.
* Hreinlega farið á kostum í [MVP Baseball 2005](http://www.easports.com/games/mvp2005/home.jsp)
* Eldað nautasteik með sveppum og hvítlauksbrauði. Fokk, ég er svo góður kokkur að ég ætti hreinilega að opna minn eigin veitingastað.
* Drukkið fyrsta bjórinn minn í langan tíma.
* Hlustað á nýju Beck plötuna tvisvar sinnum.
* Hlustað á The Band.
* Þvegið þvott.
Jamm, þetta er búinn að vera merkilegur dagur.
"Stórfréttir"
Ef að RÚV ætla að rjúfa útsendingu á Desperate Housewifes til að sýna beint frá komu Bobby Fischer til landsins, þá hegg ég af mér nefið í mótmælaskyni.
Hólí fokking krapp!

- Nooomah! – í sjónvarpinu mínu?
Ok, ég hélt að Breiðbandið væri bara drasl með einhverjum skandinavískum ríkisstöðvum. En svo er ég að horfa á Skjá Einn áðan og sé þau auglýsingu fyrir [NASN](http://www.nasn.de)!!!
N . A . S . N . !
Ég fékk mér næstum því gervihnattamóttakara bara fyrir þessa stöð! Ok, þetta er semsagt íþróttastöð sem sýnir frá bandarískum íþróttum, sem eru ekki sýndar hér. Þannig að þarna er núna verið að sýna úrslitakeppnina í bandaríska háskólakörfuboltanum og svo verður í sumar sýndur [HAFNABOLTI](http://www.nasn.de/content/nasn/cmsint.nsf/content/index-mlb)!!!
Jei jei jei JEIIIIII!!!!
Vá, ég táraðist næstum því þegar ég sá þetta.
Þannig að núna er pælingin, er einhver með Breiðband? Það er víst búið að leggja þetta að blokkinni minni, en ég er ekki með þetta inní íbúð. Veit einhver hversu mikið vesen þetta er? Þarf ég að borga einhvern pening til að fá þetta uppí íbúð? Á maður kannski frekar að hringja í Símann heldur en að spyrja þessara spurninga á þessari síðu?
En ég meina HAFNABOOOOOOOOOOOLTI SNILLLLLLLLLLLLLLLLLLD! Ó, þetta er búið að redda páskunum fyrir mér.
5 daga frí
Ég er ekki mikill frí-á-Íslandi maður. Ég lifi fyrir sumarfrí og ferðalög, en ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að gera með þessi 4-5 daga frí, sem koma upp tvisvar á ári hér á Íslandi.
Byrjaði daginn á körfubolta með vinum mínum, sem var góð byrjun og sá til þess að ég fór allavegana útúr húsi. Núna veit ég hins vegar ekkert hvað ég á að gera við restina af fríinu. Það er sól í Vesturbænum og því fæ ég samviskubit við að horfa á sjónvarpið. Einnig er ég viss um að ég fæ samviskubit ef ég klára ekki tvö verkefni, sem ég hef dregið ansi lengi.
Foreldrar mínir, öll systkin og börn þeirra eru erlendis. Það er hreinlega magnað. Ég er því eini fjölskyldumeðlimurinn á Íslandi, þannig að varla kvarta ég yfir offramboði á matarboðum.
Ég er eiginlega hálf fúllt útí sjálfan mig fyrir nýta ekki fríið í að fara til útlanda. En ég meina hey. Ég reyni bara að gera eitthvað gagnlegt.
[Þetta blogg](http://www.gudrunveiga.blogspot.com/) er snilld.
Já, og stelpur. Ef ykkur vantar dagatal, þá [mæli ég með þessu](http://cheesedip.com/misc/thehoffcalendar05.doc).
Sinatra á kvöldin
Það var athyglisvert að skoða “[recent songs](http://www.audioscrobbler.com/user/einarorn)” listann í Audioscrobbler áðan. Ég var nefnilega að hlusta á [In the wee small hours](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B000006OHD/qid=1111571508/sr=8-1/ref=pd_csp_1/102-3670526-9827367?v=glance&s=music&n=507846), sem er uppáhaldsplatan mín með Frank Sinatra, í gærkvöldi. Frank var í ástarsorg þegar hann tók upp plötuna og lagavalið er eftir því. Því leit AS listinn minn svona út í morgun:
1 Frank Sinatra – What Is This Thing Called Love
2 Frank Sinatra – When Your Lover Has Gone
3 Frank Sinatra – Can’t We Be Friends?
4 Frank Sinatra – I See Your Face Before Me
5 Frank Sinatra – I’ll Never Be The Same
6 Frank Sinatra – I Get Along Without You Very Well
7 Frank Sinatra – Glad to be Unhappy
8 Frank Sinatra – Mood Indigo
9 Frank Sinatra – Close To You
10 Frank Sinatra – In The Wee Small Hours Of The Morning
Það magnaða við þetta var að ég var í ljómandi góðu skapi í gærkvöldi, þrátt fyrir þennan fáránlega þunglyndislega lagalista. Reyndar var ég dálítið fúll eftir að hafa tapað í fótbolta, en samt í fínu skapi 🙂
Svíðþjóð
Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni.
Og þá er spurningin, í hvorri borginni á ég að eyða helginni? Ég hef aldrei komið til Svíþjóðar og veit harla lítið um túrisma í landinu. Hefði viljað kíkja á næturlífið og túristast eitthvað skemmtilegt. Einhvern veginn grunar mig að það sé meira að sjá í Stokkhólmi, en er samt ekki viss. Hefur einhver komið á báða staði og getur gefið mér hint? Er kannski eitthvað spennandi stutt frá annarri hvorri borginni? 🙂