Íslendingar og virkjanir.

Ragnar T. sendi mér póst með eftirfarndi viðtali, sem var sent út í franska ríkisútvarpinu. Viðtalið er við Philippe Bovet, franskan blaðamann, sem hefur dvalið á Íslandi.

Ég ákvað að birta þetta hérna, þar sem mér fannst þetta gríðarlega athyglisvert viðtal. Hann fjallar þarna um þessar biluðu virkjanaframkvæmdir á hálendi Íslands. Ég hvet alla til að lesa þetta og sérstaklega þá, sem telja að stóriðja leysi öll varndamál Austurlands og alls Íslands.
Continue reading Íslendingar og virkjanir.

Hausverkur

Ég er á því að byrjunin á “[This is my truth, tell me yours](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00000J5ZX/qid=1100294444/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl15/104-9763278-7189558?v=glance&s=music&n=507846)” sé flottasta byrjun á rokkplötu í sögunni. Tvö fyrstu lögin (The Everlasting og If you tolerate this) myndu bæði komast á topp 20 yfir mín uppáhaldslög. Þvílík snilld. Reyndar er ég tengdur svo sterkum tengslum þessum lögum að þau minna mig alltaf á sömu staðina og sömu hlutina.

Allavegana, ég er veikur og búinn að vera það í allan dag. Það skýrir kannski þennan pirring, sem ég hef verið með alla vikuna. En er búinn að vera með hausverk í allan dag. Er að reyna að telja mér trú um að þetta verði allt farið á morgun. Þoli ekki hausverk. Hann hefur í för með sér allsherjarþunglyndi og mér finnst allt ómögulegt. Úff úfff.

Ég HATA SNJÓ!

Eruð þið ekki að grínast með þetta veður?

Ég get ekki annað en tárast þegar ég hugsa til þess að þessi mynd var tekin fyrir minna en tveim mánuðum.

Ef ég þarf að skafa bílinn minn í fyrramálið þá tapa ég mér. Ég er búinn að vera ferlega pirraður í vinnunni alla vikuna og þetta er ekki til að bæta ástandið. Mikið er ég samt glaður að það er allavegana að koma föstudagur…

It's a SIGN!

Serverinn fór enn einu sinni í fokk og fullt af dóti týndist, þar á meðal gamla útlitið á þessari síðu.

Ég gæti nú alveg reynt að finna þetta á Makkanum mínum. En í staðinn ætla ég að taka þetta sem merki um að það sé kominn tími á að breyta þessu útliti. Á meðan að ég vinn í útlitinu þá verður þetta tímabundna útlitið á síðunni. Gamla útlitið er búið að vera á síðunni í tvo ár. Fokk, ég var enn í sambúð þegar ég setti upp það útlit. Djöfull er langt síðan!

Take me home…

Manchester ferðin var bara helvíti fín. Ég var þarna með hópi af fólki frá Íslandi, sem Skjár Einn hafði boðið. Við djömmuðum tvisvar, á laugardaginn á [þessum stað](http://www.tigertiger-manch.co.uk/) og svo aftur á sunnudagskvöldið.

Já, og fórum auðvitað á Old Trafford og [rek ég á Liverpool blogginu söguna af leiknum](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/11/09/19.46.12). Þar er líka nokkrar myndir, þar á meðal tvær hræðilegar myndir af mér. Allavegana, þrátt fyrir að þetta hafi nú verið Old Trafford þá var þetta rosalega skemmtilegt. Núna er auðvitað stefnan að fara næst á Anfield.


Það er ekkert eðlilega erfitt að skilja Manchester búa. Á seinna djamminu lenti ég á spjalli við stelpu frá borginni og þurfti hún að endurtaka allar setningar að minnsta kosti þrisvar til að ég gæti skilið hana.

Eigandi World Class var með í ferðinni og kom ég á framfæri umkvörtunarefni mínu varðandi þá stöð. Það er að það væri ekki nógu mikið af sætum stelpum á aldrinum 17-27 ára í hádeginu.


Mikið svakalega er mikill munur á kvenfólki á Íslandi og Englandi. Strax þegar ég kom aftur uppí flugvél eftir að hafa djammað tvo daga á Bretlandi gat ég ekki annað en glaðst yfir því að vera Íslendingur.


Samkvæmt auglýsingu frá Íslandsbanka er ég 100% manneskja. Það er náttúrulega frábært!

Útgáfutónleikar

Fór áðan með vini mínum á útgáfutónleika Maus. Einhvern veginn hafði ég ekki séð neitt um tónleikana fyrr en Björgvin Ingi benti mér á þetta á MSN í dag.

Jæja, tónleikarnir voru haldnir í Austurbæ og voru snilld. Bestu tónleikar, sem ég hef verið á með Maus. Þeir renndu í gegnum öll sín bestu lög, alveg frá Músíktilraunum til “Life in a Fishbowl”. Tóku m.a. 3 lög “acoustic”, þar á meðal frábæra rólega útgáfu af Kerfisbundinni Þrá.

Fyrir utan þann rólega kafla var þetta bara eðalrokk. Eftir svona tónleika finnst manni í raun grátlegt að þeir skuli ekki vera heimsfrægir. Þetta er ekki tónlist, sem að allir fíla, en það ætti að vera nægur markaður fyrir svona frábært popp-rokk. Allavegana, þið sem eruð enn með fordóma gagnvart Maus, gefið þeim sjens. Íslenskt rokk gerist ekki betra.

Svo eru líður manni líka alltaf svo vel á tónleikum með Maus. Í raun einsog allir þarna inni séu nánir vinir hljómsveitarinnar. Veit ekki hvað það er, en ég fæ alltaf þá tilfinningu. Já, og svo tóku þeir líka 3 ný lög, sem hljómuðu öll nokkuð vel. Ég bíð allavegana spenntur eftir næstu alvöru plötu.

Kosningarnar í Daily Show

Ég held að þetta sé [ágætis lausn](http://www.boingboing.net/2004/11/04/my_modest_proposal_t.html) á hinni miklu skiptingu í Bandaríkjunum.

Einnig er hérna [frábær fréttaskýring á kosningunum hjá John Stewart í Daily Show](http://video2.lisarein.com/dailyshow/nov2004/nov032004/11-03-04-colbert.mov) (Quick Time skrá – 9,8mb) (via BoingBoing og MeFi).

Viðbjóður!

Sé að siðustu 8 færslur hafa fjallað um bandarísk stjórnmál. Ég er enn fúll yfir þessum úrslitum, en nenni ekki að skrifa um þau í bili.

Annars á kosninganóttina þá fór ég á kosningavöku í boði bandaríska sendiráðsins í Listasafni Reykjavíkur. Jens hafði reddað okkur Emil á boðslistann þar. Það partí var svosem fínt. Budweiser bjór og pizzur í boði, svo ég var alsæll.

Þar sem ég var með útlending í heimsókn í vinnunni og hafði ekki komist heim á milli, þá mætti ég á staðinn einsog besti SUS-ari *í jakkafötum*. Við entumst þó ekkert voðalega lengi þarna. Magnaða við þetta allt var þó að það var *fullt* af sætum stelpum þarna. Hvern hefði grunað?


Annars er ég að fara til útlanda á laugardaginn. Fer til Manchester í boði S1, þar sem ég mun horfa á viðbjóðinn frá Manchester spila við Manchester City á Old Trafford. Verð þarna í þrjá daga. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Sjá nánar um þessa ferð [hér](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/11/04/22.14.07/)


Annars fékk ég email frá góðum bandarískum vini mínum í dag. Það var stutt og laggott: “there goes any possibility of convincing anyone that Americans aren’t selfish, ignorant fucks. what’s the reaction there like?”

Jammm…