Jerzy, Jerzy, Jerzy

6577.jpgNúna er ég nokkurn veginn búinn að jafna mig eftir tapið á sunnudag fyrir Manchester United. Það var svo langt síðan Liverpool tapaði fyrir United að ég var búinn að gleyma hvernig tilfinningin væri, en hún er slæm.

Það versta við þetta er einna helst að einn af fjórum bestu Liverpool leikmönnunum, Jerzy Dudek (hinir eru Hyppia, Hamann og Owen) gaf United sigurinn. Dudek er allt í einu búinn að læra hvernig á að gera mistök. Ég var sannfærður eftir síðasta keppnistímabil að hann væri hinn fullkomni markvörður, því hann gerði aldrei mistök. Svo spilaði hann með þessu glataða pólska landsliði á HM og eftir það virðist sjálfstraustið ekki vera eins gott og áður. Núna er Dudek alltíeinu búinn að klúðra fjórum leikjum fyrir Liverpool. Hefði hann leikið einsog hann best getur síðasta mánuð, þá væru Liverpool á toppnum í ensku deildinni og ennþá í Meistaradeildinni.

Það er ljóst að honum er enginn greiði gerður með því að láta hann halda sæti sínu í liðinu. Þess vegna er sennilega best að láta Chris Kirkland taka sæti hans næstu vikurnar. Ég hef þó ennþá það mikla trú á Dudek að ég trúi því að hann muni aftur endurheimta sætið sitt í Liverpool liðinu (nema Kirkland sé eins góður og margir telja hann vera), því Dudek er á besta aldri fyrir markmann.

Einna leiðinlegast við þetta allt er að nú er Sander Westerveld farinn að tjá sig eitthvað og segir að þetta sé allt Houllier að kenna og líkir ástandi sínu við það, sem Dudek er í núna. Þetta er náttúrulega bara rugl. Þrátt fyrir að Westerveld sé góður markmaður og ég hafi haldið uppá hann, þegar hann var hjá Liverpool, þá er Dudek einfaldlega miklu betri markmaður. Þessu blaðri Westerveld er svarað vel í pistli á heimasíðu Liverpool, sem heitir því skemmtilega nafni: “Shut Up Sander!”

Guðni

Jammm, ótrúlegt en satt þá er nágranni minn, Guðni Ágústsson vinsælasti ráðherra landsins. Af hverju í ósköpunum? Getur einhver nefnt mér einn hlut, sem hann hefur framkvæmt landsmönnum til hagsbóta síðustu fjögur ár??

Ágúst Flygenring skrifar hugleiðingu um þetta á Frelsi.is. Hann skilur heldur ekki neitt í þessum vinsældum Guðna. Ég horfði á Guðna í Kastljósinu á mánudag, þar sem hann snéri útúr öllum spurningum þáttastjórnenda. Þegar hann var spurður útí hátt verð á landbúnaðarvörum gaf hann það í skyn (einsog vaninn er hjá flestum ráðherrum þessarar ríkisstjórnar) að þetta væri allt kaupmönnum að kenna (hann gleymdi þó að minnast á Baug). Þetta er náttúrulega bara bull.

Það fer líka einstaklega mikið í taugarnar á mér þegar Guðni kemur með þetta rugl um að íslenskar landbúnaðarvörur séu svo obbbbboslega góðar. Hvaða rugl er þetta? Kjúklingarnir, sem ég kaupi útí Melabúð er alveg jafn góðir og þeir, sem ég keypti í Jewel búðum í Chicago. Munurinn er bara sá að kjúklingarnir í Chicago voru margfalt ódýrari. Ég rek veitingastað og fyrir tveimur vikum hættum við alltíeinu að fá íslenska tómata og fengum erlenda í staðinn. Trúið mér, það tók enginn eftir þessum skiptum, enda eru þessir erlendu tómatar alveg jafn góðir. Það er ekkert “töfrabragð” í íslenskum landbúnaðarvörum. Munurinn á þeim og evrópskum og bandarískum landbúnaðarvörum er bara sá að þær íslensku eru dýrari.

Jerzy, Jerzy, Jerzy

6577.jpgNúna er ég nokkurn veginn búinn að jafna mig eftir tapið á sunnudag fyrir Manchester United. Það var svo langt síðan Liverpool tapaði fyrir United að ég var búinn að gleyma hvernig tilfinningin væri, en hún er slæm.

Það versta við þetta er einna helst að einn af fjórum bestu Liverpool leikmönnunum, Jerzy Dudek (hinir eru Hyppia, Hamann og Owen) gaf United sigurinn. Dudek er allt í einu búinn að læra hvernig á að gera mistök. Ég var sannfærður eftir síðasta keppnistímabil að hann væri hinn fullkomni markvörður, því hann gerði aldrei mistök. Svo spilaði hann með þessu glataða pólska landsliði á HM og eftir það virðist sjálfstraustið ekki vera eins gott og áður. Núna er Dudek alltíeinu búinn að klúðra fjórum leikjum fyrir Liverpool. Hefði hann leikið einsog hann best getur síðasta mánuð, þá væru Liverpool á toppnum í ensku deildinni og ennþá í Meistaradeildinni.

Það er ljóst að honum er enginn greiði gerður með því að láta hann halda sæti sínu í liðinu. Þess vegna er sennilega best að láta Chris Kirkland taka sæti hans næstu vikurnar. Ég hef þó ennþá það mikla trú á Dudek að ég trúi því að hann muni aftur endurheimta sætið sitt í Liverpool liðinu (nema Kirkland sé eins góður og margir telja hann vera), því Dudek er á besta aldri fyrir markmann.

Einna leiðinlegast við þetta allt er að nú er Sander Westerveld farinn að tjá sig eitthvað og segir að þetta sé allt Houllier að kenna og líkir ástandi sínu við það, sem Dudek er í núna. Þetta er náttúrulega bara rugl. Þrátt fyrir að Westerveld sé góður markmaður og ég hafi haldið uppá hann, þegar hann var hjá Liverpool, þá er Dudek einfaldlega miklu betri markmaður. Þessu blaðri Westerveld er svarað vel í pistli á heimasíðu Liverpool, sem heitir því skemmtilega nafni: “Shut Up Sander!”

Bestu háskólar í Bandaríkjunum 2003

Blaðið US News er búið að gefa út nýjan lista yfir bestu háskóla í Bandaríkjunu, en þetta er vanalega sá listi, sem flestir horfa til þegar háskólar eru bornir saman.

Ég er náttúrulega stoltur yfir því að minn gamli skóli, Northwestern er kominn uppí 10 sæti, við hlið Columbia en Northwestern var í 12. sæti í fyrra. Það er gaman að því að Northwestern er kominn upp fyrir University of Chicago.

Annars lítur listinn svona út:

1. Princeton
2-3. Harvard
Yale
4-8. Caltech
Duke
MIT
Stanford
University of Pennsylvania
9. Dartmouth
10-11. Columbia
Northwestern
12-13. University of Chicago
Washington University
14. Cornell
15-16. Johns Hopkins
Rice
17. Brown
18-19. Emory
Notre Dame
20. UC Berkeley

Allur listinn er hér

Gullgrafarar

Fox sjónvarpsstöðin, sem hefur gert þætti einsog “Whoe wants to marry a multi-millionaire” er að hefja sýningar á nýjum þætti, Joe Millionaire í Bandaríkjunum.

Þátturinn byggist upp á svipaðan hátt og “The Bachelor”, það er 20 konur berjast um einn mann, sem á 50 milljónir dollara. Eða það halda konurnar. Málið er að í raun er maðurinn bara smiður. Í þættinum er það látið líta út sem hann sé milljónamæringur en í lokaþættinum mun konunni, sem hann velur, vera tjáð að hann sé bara smiður en ekki multi-milljónamæringur. Þannig að þá kemur í ljós hvort allar ástarjátningarnar (sem munu væntanlega koma frá konunum) breytast eitthvað við þær fréttir. Góð hugmynd? Ég veit ekki.

Sokkabuxur

Þá er ég orðinn frekar steiktur í hausnum eftir að hafa setið fyrir framan þennan gullfallega Apple tölvuskjá síðustu 8 klukkutímana. Ég er að búa til vef fyrir Íslensk-Erlenda, sem flytur inn Oroblu. Þannig að ég hef verið að skanna inn einhverjar pakkningar utan af kvenna nærfötum og sokkabuxum. Herbergið mitt lítur sennilega hálf skringilega út, því hér eru nærfatapakkar útum allt í bland við tóma kaffibolla, geisladiska og annað drasl, sem hefur safnast saman síðustu kvöld.


Annars hafa Smashing Pumpkins komið mér í gegnum kvöldið. Mikið afskaplega var það nú frábær hljómsveit. Ég var eitthvað að lesa einhverjar gamlar færslur af þessari síðu þar sem ég var að tala um Pumpkins. Ég ákvað því að setja bara á Pumpkins playlistann minn í iTunes, en hann er einmitt níu klukkutímar og fjörutíu mínutur að lengd (135 lög) enda á ég allar Pumpkins plöturnar. Galapagos, Mayonaise, Sweet Sweet, Tonight Tonight og fleiri eru hreint ótrúlega góð lög.

Þegar ég var í sjötta bekk í Verzló tók ég alltaf Mellon Collie með mér í öll partí. Í hverju einasta partíi setti ég svo “Bullet with Butterfly Wings” á. Var mér nokk sama hvort ég þekkti húsráðanda eða hvort ég hefði leyfi til að skipta um tónlist. Ég þurfti einfaldlega að heyra þetta lag, annars var djammið ónýtt.


Annars er gríðarlega hressandi umræður á netinu 12 á milli Katrínar og einhvers gaurs, sem tók uppá því að útbýta einhverjum vefverðlaunum. Katrín varð réttilega fúl yfir því að hann skyldi alltaf vera eitthvað að bauna á hana og ákvað hún bara að svara honum. Hann varð þá alveg gríðarlega sár og fór eitthvað að tala um að stærðfræði væri gagnslaus og að roleplay væri víst skemmtilegt. Stórsniðugt alveg. Besta kommentið á samt Svansson. Annars er það að tegra fín skemmtun. Aðallega vegna þess að kennarinn sem kenndi mér kúrsa í tegrun er snillingur.

Osama og kröfur hans

The Guardian birtir í dag bréf, sem talið er vera samið af Osama Bin Laden, þótt engar sannanir séu færðar fyrir því. Bréfið er samið til Bandarísks almennings. Í því er margt athyglisvert. Ég tek það þó fram að ég geri ráð fyrir að Bin Laden hafi skrifað bréfað. Ef svo reynist ekki, þá biðst ég náttúrulega afsökunar á ummælum mínum.

Bin Laden skýrir í bréfinu út sína hugmyndafræði og hvers vegna hann heyjir stríð gegn Bandaríkjamönnum. Í bréfinu telur Bin Laden upp þau skipti, sem Bandaríkjamenn hafa ráðist á ríki múslima og telur hann því það réttlæta hryðjuverk múslima, því að í kóraninum segir að múslimar hafi rétt til að ráðast á þá, sem á þá ráðast.

Það, sem vekur kannski mesta athygli er að ef Bin Laden samdi bréfið, þá er augljóst að George Bush hefur haft rétt fyrir sér með því að segja að þessir hryðjuverkamenn séu í raun fyrst og fremst á móti frelsi okkar og lífstíl. Þetta sést meðal annars á því að fyrsta krafa Bin Laden er að Bandaríkjamenn taki upp lög Islam. Bin Laden gagnrýnir einnig aðskilnað ríkis og kirkju.

Hann segir:

What are we calling you to, and what do we want from you?
(1) The first thing that we are calling you to is Islam.
(a) The religion of the Unification of God; of freedom from associating partners with Him, and rejection of this; of complete love of Him, the Exalted; of complete submission to His Laws; and of the discarding of all the opinions, orders, theories and religions which contradict with the religion He sent down to His Prophet Muhammad (peace be upon him). Islam is the religion of all the prophets, and makes no distinction between them – peace be upon them all.

og

You are the nation who, rather than ruling by the Shariah of Allah in its Constitution and Laws, choose to invent your own laws as you will and desire. You separate religion from your policies, contradicting the pure nature which affirms Absolute Authority to the Lord and your Creator. You flee from the embarrassing question posed to you: How is it possible for Allah the Almighty to create His creation, grant them power over all the creatures and land, grant them all the amenities of life, and then deny them that which they are most in need of: knowledge of the laws which govern their lives?

Hagfræðingurinn ég tók náttúrulega eftir kostulegasta kommentinu frá Bin Laden (nota bene, þetta á að vera skrifað árið 2002)

You are the nation that permits Usury (íslenska: okurlán), which has been forbidden by all the religions. Yet you build your economy and investments on Usury. As a result of this, in all its different forms and guises, the Jews have taken control of your economy, through which they have then taken control of your media, and now control all aspects of your life making you their servants and achieving their aims at your expense; precisely what Benjamin Franklin warned you against.

Sem sagt þá telur Bin Laden að það að lána með vöxtum sé gegn vilja Guðs. Þannig að til að þóknast Osama þurfum við Vesturlandabúar að gjörbylta (eyðileggja) allt okkar efnahagskerfi.

Auðvitað er bréfið einnig fullt af frekara gyðingahatri.

The creation and continuation of Israel is one of the greatest crimes, and you are the leaders of its criminals… The creation of Israel is a crime which must be erased. Each and every person whose hands have become polluted in the contribution towards this crime must pay its price, and pay for it heavily.

og

Your law is the law of the rich and wealthy people, who hold sway in their political parties, and fund their election campaigns with their gifts. Behind them stand the Jews, who control your policies, media and economy.

Einnig er setur Bin Laden útá það hversu frjálsir Vesturlandabúar eru gagnvart kynlífi og réttindum kvenna og samkynheigðra. Samkvæmt Osama þá fundu Bandaríkjamenn líka upp AIDS.

We call you to be a people of manners, principles, honour, and purity; to reject the immoral acts of fornication, homosexuality, intoxicants, gambling’s, and trading with interest.

og

Who can forget your President Clinton’s immoral acts committed in the official Oval office? After that you did not even bring him to account, other than that he ‘made a mistake’, after which everything passed with no punishment. Is there a worse kind of event for which your name will go down in history and remembered by nations?… You are a nation that practices the trade of sex in all its forms, directly and indirectly. Giant corporations and establishments are established on this, under the name of art, entertainment, tourism and freedom, and other deceptive names you attribute to it… And because of all this, you have been described in history as a nation that spreads diseases that were unknown to man in the past. Go ahead and boast to the nations of man, that you brought them AIDS as a Satanic American Invention.

Reyndar fór ég eitthvað að efast um að þetta væri Bin Laden þegar hann fór allt í einu að tala um umhverfismál. Þessi klausa gæti allt eins hafa verið skrifuð af evrópskum græningjum:

You have destroyed nature with your industrial waste and gases more than any other nation in history. Despite this, you refuse to sign the Kyoto agreement so that you can secure the profit of your greedy companies and*industries.

Auk þessarar óraunhæfu kröfu um að við breytum öllum lífstíl okkar, þá fer Bin Laden fram á fjölmarga hluti, sem margir Vesturlandabúar eru sammála honum um. Einsog að Bandaríkjamenn hætti að styðja spillt stjórnvöld í múslimaheiminum. Bin Laden stenst þó ekki mátið og smellir inn einni hótun í enda þeirrar málsgreinar:

Sixthly, we call upon you to end your support of the corrupt leaders in our countries. Do not interfere in our politics and method of education. Leave us alone, or else expect us in New York and Washington.

Það er augljóst að ef að Bin Laden skrifaði þetta bréf, þá er lausn margra friðarsinna á þessu vandamáli ekki fullnægjandi. Það virðist ekki vera nóg til að gleðja Bin Laden og hans líka að Bandaríkjamenn dragi herlið sitt frá Arabalöndum og hætti stuðningi við Ísrael. Nei, Bin Laden og félagar verða ekki sáttir fyrr en við höfum gjörbyllt öllu, sem við stöndum fyrir.

Íslensk tónlist

Ég er búinn að vera ótrúlega duglegur við að kaupa íslenska tónlist undanfarnar vikur. Keypti mér fyrir nokkru “Bent & Sjöberg” og “Afkvæmi Guðanna”, sem voru báðar góðar skífur, sérstaklega Þó “Afkvæmin”.

Í síðustu viku keypti ég svo Sigurrós og núna um helgina nýja Rotweiler diskinn. Ég hef verið að hlusta mikið á Sigurrós diskinn og finnst mér hann alveg frábær. Gagnrýnin í erlendum blöðum, sem ég hef lesið, hefur verið jákvæð, fyrir utan það að fólk er eitthvað að setja útá það að þeir skuli ekki nefna lögin neitt. Finnst gagnrýnendum það tilgerðarlegt. Mér finnst það bara kjaftæði og frekar tilgerðarlegt að vera að gagnrýna umbúðirnar í staðinn fyrir sjálfa tónlistina. Diskurinn er alveg frábær. Ég er búinn að heyra þessi lög tvisvar á tónleikum í Chicago, eða allavegana stóran hluta þeirra. Sérstaklega er mér minnisstætt að á seinni tónleikunum tóku þeir lag númer 8 á diskinum. Þeir enduðu tónleikana á því og var það alveg magnað. Trommurnar í því lagi eru æðislegar og var það sérstaklega áhrifamikið á tónleikum.

Núna er ég búinn að hlusta á Rotweiler tvisvar og líkar ágætlega. Einhvern veginn hef ég þó á tilfinningunni að þeir hafi unnið þennan disk á stuttum tíma. Samt lofar hann góðu en fyrri diskur þeirra er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Þess má geta að diskurinn með Rotweiler á að vera með vörn, þannig að ekki sé hægt að spila hann í tölvum. Þvílíkt drasl. Eina trikkið á Makkanum mínum er að opna iTunes, setja diskinn inn, taka hann út aftur og setja aftur inn. Ég ætla þó ekki að fara að dreifa tónlist Rotweiler á netinu heldur vil ég eiga alla mína tónlist á harða disknum mínum. Þannig finnst mér langþægilegast að nálgast tónlistina mína. Geisladiskar eru úreltir.

Nei, hæ!

Úfff, loksins er Movabletype komið í lag aftur og ég get farið að skrifa á netið á ný. Þeir, sem sjá um server-inn minn voru eitthvað að fikta í Database málum. Í stað þess að gera mér kleift að nota MySQL þá tókst þeim að rústa Berkeley DB, þannig að ég gat bara ekkert notað MT.

Allavegana, það er nú ekkert svakalega mikið búið að gerast síðustu daga. Jú, ég lenti á djammi með Betu Rokk. Við kynntumst í partíi hjá snillingunum hjá DBT, sem eru auglýsingastofa Serrano. Allavegana, þá er Beta Rokk bara skemmtilegasta stelpa og hún og vinkona hennar drógu okkur Emil á Píanóbarinn. Ég var hins vegar búinn að fá alltof mikið af fríu áfengi, þannig að ég entist ekki lengi þar.

Annars gerðist ekki mikið um helgina, lá í þynnku, horfði á Liverpool (og í framhaldi af því lagðist ég í þunglyndi). Serrano gengur bara glimrandi vel. Við vorum með auglýsingu í Fréttablaðinu á föstudag og voru viðtökurnar bara ágætar.

Hmmm, já, stóri PR er með snilldar kvikmyndagagnrýni um nýjustu mynd Michael Moore, sem mig hlakkar mjög mikið til að sjá enda er ég hrifinn af Moore.


Jammm, það gengur misjafnlega vel hjá mínum íþróttaliðum í Bandaríkjunum. Skólanum mínum gengur hrikalega í fótboltanum og einnig eru Chicago Bears búnir að tapa 700 leikjum í röð. Ég hitti reyndar gaur á Serrano, sem var í Bears bol. Hann var frá Wiscounsin (sem er álíka skrítið og Liverpool aðdáandi frá Manchester) og gátum við grátið saman yfir slæmu gengi Bears þetta árið.

Cubs eru í góðum málum, þeir búnir að ráða snillinginn Dusty Baker sem þjálfara og því verða þeir örugglega meistarar næsta sumar. Svei mér þá, mig langar ekkert smá að skella mér út til Chicago á leik næsta sumar. Meira að segja blaðamennirnir á Tribune eru bjartsýnir á að Dusty Baker muni ganga vel.

Jammmm, og Bulls eru bara búnir að vinna fjóra leiki og tapa sex, sem er bara nokkuð gott hjá því liði. Best væri náttúrulega fyrir Bulls ef þeir gætu bætt sig umtalsvert frá síðasta vetri, án þess þó að komast í úrslitakeppnina. Þá gæti þeir átt séns á að ná sér í LeBron James í næsta nýliðavali. Það væri snilld!

Ömurlegt!

Já, þetta Samfylkingar prófkjör var algjört prump. Ekkert nema einhverjir leiðinlegir vinstri menn sem komust í efstu sætin. Ég legg núna til að hægri kratar kljúfi sig út úr flokknum og stofni aftur gamla Alþýðuflokkinn.

Ég er þó ánægður með að Ágúst Ólafur komst í sæmilegt sæti. Hefði þó viljað sjá hann ofar. Það er gersamlega ofar mínum skilningi að Mörður Árnason skuli njóta svona mikils fylgis. Heldur hefði ég viljað sjá Helga Hjörvar fyrir ofan hann.

Sem sagt, Jón Baldvin heim og endurreisn Alþýðufloksins. Og allir gömlu Allaballarnir geta gengið í Vinstri- Græna. Annars nenni ég ekki að kjósa í vor.