Punktar fyrir fólk í atvinnuleit

Ég hef lengi ætlað að setja saman stutta færslu með punktum fyrir fólk, sem er að sækja um vinnu. Ég hef rekið fyrirtæki í 9 ár og hef oft hugsað með mér hversu margar vitleysur fólk gerir þegar það sækir um vinnu og hversu oft þetta eru sömu vitleysurnar ár eftir ár. Og fólk í Svíþjóð gerir oft sömu mistök og fólk á Íslandi.

Ég tek það fram að ég hef ekki verið að ráða fólk til að vinna sem verkfræðingar hjá Google. Að langmestu leyti hef ég séð um að ráða fólk í afgreiðslu- og eldhússtörf á Serrano. En ég hef auðvitað líka ráðið í stjórnunarstöður í fyrirtækinu, sem að fólk sér sem sína vinnu til margra ára.

Hérna eru nokkur ráð, sem ég held að margir gætu haft gagn af, sérstaklega þegar sótt er um þjónustustörf.

1. Hafðu starfsferilsskrána þína eina síðu. Ekki meira. Ég þarf ekki að lesa um hvaða vinnu þú vannst árið 1995. Ég get ekki séð hvernig það getur talist jákvætt að lista 10 ólík störf á ferilsskránni. Þegar ég var í háskóla þá var hamrað á því aftur og aftur við okkur að CV ætti ekki að vera lengra en ein síða og sem atvinnurekandi skil ég þá reglu mjög vel.
2. Ef þú ert að sækja um í mjög ólíkar vinnur á sama tíma, breyttu þá CV-inu þínu eftir því hvaða umsókn þú lætur það fylgja með. Ef þú ert að sækja um sem veitingastjóri á Serrano, þá skiptir það mig ekki miklu máli að þú hafir unnið með börnum. Og ef þú ert á leikskóla skiptir það væntanlega skólann ekki máli að þú hafir unnið sem forritari hjá banka.
3. Ef þú hefur mynd af þér með starfsfumsókninni, ekki vera í jakkafötum, nema þú sért að sækja um vinnu þar sem ætlast sé til þess að fólk vinni í jakkafötum. Ekki þegar þú sækir um í verslun eða á veitingastað. Ef ég fæ umsókn með mynd af umsækjanda í jakkafötum með bindi þá geri ég ráð fyrir að hann hafi takmarkaðan áhuga á að vinna við afgreiðslu á veitingastað.
4. Ekki sækja um vinnu sem þú hefur ekki áhuga á. Veldu störf sem þú hefur áhuga á og sæktu um þau. Fólk sem ræður í vinnur á veitingastöðum, í verslunum og slíkum stöðum, er alltaf hrætt við háa starsfmannaveltu og er ólíklegt að ráða fólk sem það telur ekki hafa áhuga á vinnunni.
5. Ef þú hefur áhuga á vinnu, sem þú ert á pappírnum “of hæf/ur” fyrir, þá þarftu að láta sérstaklega vita að þú sért að sækja um stöðuna af einlægni. Ef þú ert með masters gráðu í mannauðsstjórnun en ert að sækja um í venjulegu verslunarstarfi láttu það þá koma fram í viðtalinu eða á umsókninni að þú hafir virkilega áhuga á þessari stöðu. Sá/sú sem tekur viðtalið við þig hugsar ábyggilega að þú sért of hæf/ur. Ef þú hugsar þér að vinna bara í eitt ár – láttu það þá koma fram. Það útskýrir oft af hverju fólk með mikla menntun sækir um í störfum þar sem ekki er þörf á menntun. Ansi margar verslanir og veitingastaðir eru tilbúnir að taka inn gott fólk í styttri tíma. Ef þú sérð þig í ákveðnu starfi í takmarkaðan tíma láttu þá vita af því. Það er alls ekki alltaf neikvætt.
6. Lestu þér til um fyrirtækið áður en þú mætir í viðtal. Ef þú hefur einhverja góða reynslu af fyrirtækinu, segðu þá frá því. Þeir sem eru að ráða hafa gaman af því að heyra hrós einsog allir aðrir. Ef þú ert að sækja um á Serrano og finnst maturinn okkar góður segðu þá frá því. Ef þú ert að sækja um í Bónus og verslar í Bónus – segðu þá frá því. Ef þú ert að sækja um í fatabúð talaðu um hvað þú hefur mikinn áhuga á fötum.

Þetta eru helstu punktar sem er að mínu mati gott að hafa í huga. Eflaust er hægt að taka til miklu fleiri hluti, en það gæti eflaust hjálpað mörgum að hafa þetta í huga. Og það má vel vera að aðrir sem eru að ráða í stöður horfi öðruvísi á hlutna, en þetta eru allavegana mínar ábendingar.

Does Coffee Dehydrate You During Exercise? | Mark’s Daily Apple

Does Coffee Dehydrate You During Exercise? | Mark’s Daily Apple. – Paleo gúrúinn Mark Sisson skrifar um áhrif kaffis á æfingar (spoiler: þau eru góð!).  Ég æfi CrossFit á morgnana og fæ mér bara kaffibolla og amínósírur fyrir æfinguna og elska það.  Kaffi er stórkostlegasti drykkur í heimi.

Meðmæli

Fyrst ég er byrjaður að mæla með efni á þessu bloggi þá get ég haldið áfram að tína til það sem ég hef elskað síðustu mánuði.

Freedom eftir Jonathan Frantzen er frábær bók – sú besta sem ég hef lesið í mörgu ár. Ég elskaði The Corrections – las hana á einhverju ferðalagi fyrir nokkrum árum og var því spenntur fyrir Freedom. Ég og Margrét lásum hana bæði í Indlandsferðinni og við vorum bæði mjög hrifin. Ef þú lest bara eina bók á árinu, þá er Freedom góður kostur.

Besta bíómynd sem ég hef séð síðustu vikur er 50/50. Frábær mynd þar sem Joseph Gordon-Levitt leikur 27 ára gamlan strák sem fær krabbamein. Seth Rogen leikur besta vin hans og Anna Kendrick er frábær sem læknir hans (hún var frábær í Up in the Air og ekki síðri í þessari mynd).

Já, og ég held að ég hafi ekki skrifað um það á þessu bloggi en síðasta sería af Curb Your Enthusiasm (númer átta) er stórkostleg. Ég er á því að þetta séu fyndnustu sjónvarpsþættir í heimi . Sería 7 þar sem hann safnar saman Seinfeld leikurunum var ekkert rosalega góð að mínu mati, en áttunda serían, sem gerist að hluta til í New York, er frábær.

Homeland og Bron

Hin ágæta ríkissjónvarpsstöð SVT í Svíþjóð hefur undanfarna mánuði sýnt tvær þáttaraðir, sem við Margrét höfum horft á spennt hvert einasta miðvikudagskvöld (eða réttara sagt á upptöku á Tivo tækinu okkar). Þetta eru í raun bestu spennuþættir, sem ég hef séð í mörg ár.

BronFyrst var það sænsk/danska serían Bron. Ég viðurkenni að ég hafði alla fordóma heimsins gagnvart dönskum þáttum, en þessi sænsk/danska sería var algjörlega frábær. Hún fjallar um að morð er framið á Eyrasundsbrúnni og rannsóknarlögreglumenn í Malmö og Kaupmannahöfn þurfa að vinna saman að lausn málsins. Þetta er 10 þátta röð, sem er gríðarlega spennandi.

Þegar að Bron kláraðist byrjaði svo Homeland, sem er besta nýja ameríska þáttaröð, sem ég hef séð síðan að Mad Men byrjaði. Homeland fjallar um fulltrúa hjá CIA, sem gruna að bandarískum stríðsfanga hafi verið snúið til þess að styðja Al-Quaead til að fremja hryðjuverk í Bandaríkjunum. Þættirnir eru frekar rólegir og fókusera að mörgu leyti á persónurnar í stað þess að fókusera á hasar. Algjörlega frábærir þættir, sem unnu Golden Globe verðlaunin sem besta drama fyrr á þessu ári.

Ég mæli hiklaust með báðum þáttum.

The lessons of Steve Jobs

The lessons of Steve Jobs. – Jason Kottke tekur saman nokkur blogg þar sem menn tala um hvað þeir lærðu af bók Steve Jobs – það er að vinnan er ekki allt.  Einsog kottke bendir ágætlega á: “it is interesting that the death and biography of the greatest businessman of our generation — someone who was responsible for so many world-changing products and ideas, who shaped our world through sheer force of will & imagination, etc. etc. — is inspiring some people to turn away from the lifestyle & choices that made Jobs so successful & inspiring in the public sphere and to attempt the path that Jobs did not“.