« febrúar 20, 2001 | Main | febrúar 23, 2001 »

Tímar

febrúar 21, 2001

Ég er núna búinn að skrá mig í nýja tíma. Það eru tveir hagfræðitímar, corporate finance og international trade, einn stærðfræðitími, differential equations og svo þýsku tími, Themes in Faust. Þýskutímann er ég að taka vegna þess að mig vantar að uppfylla ákveðna grunn tíma og uppfyllir þýskutíminn "religion and values" hlutann. Gaman að því. Ég veit ekki hvað maður á að segja um þessa tíma, en mér líst þó bara ágætlega á þetta.

74 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

Vinnumarkaðs hagfræðitími

febrúar 21, 2001

Ég er nú ekki vanur því að kvarta yfir tímum, sem ég er í. Það verður hins vegar að viðurkennast að vinnumarkaðs hagfræðitíminn, sem ég er í er svo leiðinlegur að það er nánast fáránlegt.

35 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Skóli

Half.com

febrúar 21, 2001

Ég verð að segja eins og er að mér finnst Half.com vera einhver allra besta síðan á netinu. Ég er nokkuð lengi búinn að vera að leita að eintaki af uppáhaldsbókinni minni, sem er Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov. Hún er nær alls staðar "out of print". Mér tókst loksins að finna eitt eintak á half.com. Eintakið er notað, en það sést varla á bókinni. Og ofan á allt, þá kostaði hún bara 10 dollara, þrátt fyrir að hún væri "hard cover". Hreinasta snilld.

86 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Bækur & Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33