« febrúar 19, 2005 | Main | febrúar 21, 2005 »

Gengið á svelli

febrúar 20, 2005

Var á djammi í gær. Það er ekki gott þegar að vekjaraklukkan hringir áður en maður sofnar. Ein af Serrano stelpunum var með partí og svo fórum við saman í bæinn.

  • Fórum á Road House, sem er þar sem Thomsen var einu sinni. Staðurinn var nær tómur á laugardagskvöldi.
  • Mæli með Pizza King, sem er þar sem Serrano var áður í Hafnarstræti. Pizzurnar þar eru bestu fyllerísmaturinn í bænum. Svo er Tony, gaurinn sem á staðinn, þrælfínn gaur, sem gefur mér alltaf ókeypis pizzu :-)
  • Ég efast um að það sé neitt fallegra í Reykjavíkurborg en að labba á ísilagðri tjörninni í fallegu veðri um miðja nótt, einsog ég gerði eftir djammið um 5 leytið í gær. Án efa fallegasti staðurinn í borginni.

En mikið skemmti ég mér nú vel. Vodka er málið, er hættur þessu bjórsulli.

140 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33