« febrúar 27, 2005 | Main | mars 03, 2005 »

Kenny vs. Spenny

febrúar 28, 2005

Ég hef minnst á það áður, en það er vel þess virði að endurtaka að Kenny vs. Spenny á Popp TV er SNILLD! Án efa fyndnasti þátturinn í íslensku sjónvarpi!


Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að greinarvísitala fólks lækki um að minnsta kosti helming þegar það nálgast bílastæðið fyrir utan World Class. Hvernig er annars hægt að útskýra hegðun allra þessara spekinga, sem leggja jeppunum sínum uppá gangstétt og á miðri götu?

Annars fór ég í dag í fyrsta skipti í World Class eftir vinnu. Get staðfest að það eru fleiri sætar stelpur í WC eftir vinnu en í hádeginu. Fjöldi stráka með aflitað hár eykst einnig tífalt.

Lenti í því að öll hlaupabrettin voru frátekin. Hvernig er það hægt? Eru allar aðrar líkamsræktarstöðvar á landinu tómar?


Vá hvað monologue-ið hjá Chris Rock á Óskarnum var fyndið. Og Váááááá hvað Natalie Portman er sæt. Trúi ekki að hún skuli ekki hafa unnið. Ef það væri einhver sanngirni í þessum heimi þá værum við par og byggjum saman í Sydney.

173 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33