« apríl 03, 2005 | Main | apríl 07, 2005 »

Spurningalisti

apríl 06, 2005

Jæja, þá er síðan með Ungfrú Reykjavík komin upp. Ég get nú lítið talað um að sú keppni sé sponsor-uð, nema þá að K sé eitthvað að styrkja keppnina.

En allavegana, hver keppandi fær þennan líka ljómandi skemmtilega spurningalista, sem þær svara misvel. Þar sem ég hef ekki skrifað inn neitt af viti undanfarna daga ætla ég að spreyta mig á listanum:


Foreldrar: Einar Kristinsson & Ólöf Októsdóttir

Nám-Vinna: Markaðsstjóri

Áhugamál: Fótbolti, Ferðalög, tónlist, aðrar íþróttir

Draumastarfið: Forstjóri míns eigin risafyrirtækis

Draumabíllinn: Skiptir ekki máli, bara að ég verði með einkabílstjóra svo ég sleppi við að keyra sjálfur. Það er mikilvægast

Uppáhaldsmaturinn: Burrito á Serrano, hvað annað? Jú, og nautasteik. Já, og hamborgari á Johnny Rockets. Já, og BBQ Chicken Pizza á California Pizza Kitchen. Já, og Arroz con Pollo auðvitað. Já, og ekta mexíkóskar tacos á taqueria í Mexíkó.

Er Ísland ævintýraland?: Eflaust.

Hvað er tíska? Kræst, næsta spurning.

Hvernig er fullkominn laugardagur: Hmmm… þetta er erfitt. En ok: Natalie vekur mig um morguninn og vill ólm sofa hjá mér. Hvað getur maður gert?

Ég fer svo framúr og kveiki á sjónvarpinu. Horfi þar á Liverpool vinna Manchester United 6-0. Milan Baros skoraði þrennu og Roy Keane tvö sjálfsmörk. Alex Ferguson gleypir tyggjó. Fæ mér bjór.

Ákveð svo að skella mér í göngutúr um nágrennið. Kíki á ströndina, þar sem allar stelpurnar dást að ótrúlega lögulegum líkama mínum. Verð að afþakka nokkur boð um “guilt-free” kynlíf, þar sem ég og Natalie eru jú par. Hitti vini mína og við spilum fótbolta saman.

Um kvöldið förum við Natalie svo saman útað borða á ástralskt steikhús og borðum æðislegar steikur og drekkum rauðvín. Öllum á óvart, þá mætir Frank Sinatra á svæðið og tekur nokkur lög, bara fyrir okkur tvö.

Við kíkjum svo útá næturlífið og endum með okkar vinum á salsa stað, þar sem við dönsum stanslaust salsa og merengue langt fram á morgun.

Hvernig ætlar þú að slá í gegn?: Með því að skrifa um sjálfan mig á netinu. Já, eða verða þekktur fyrir mikið viðskiptavit.

Hver er þekktasta persónan sem þú hefur séð? Ok, ég hef séð ansi marga. Sá páfann í Venezuela, Fujimori í Venezula, Bob Dylan í Kansas og Bono í Chicago. En ef það er átt við hvort maður hafi heilsað viðkomandi, þá myndi ég segja Lauryn Hill og Wyclef þegar ég sat og spjallaði við þau á leið til New York. Og Luke Wilson, sem ég sat með í leigubíl.

Hver er besta bíómynd, sem þú hefur séð? Ya llego la feria, 110 mínútur af stórkostlegum tékkneskum leiðindum frá 1960, sem ég sá á Kúbu. Ah, ok, besta myndin. Ok, það er Pulp Fiction.

Er eldhúsið staður fyrir konur? Jammm, alveg eins. Þær mega samt líka alveg vera á fleiri stöðum.

Lístu sjálfum þér með einu orði: Magnaður!


Annars þá hlýtur þessi stelpa að vinna.

471 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Dagbók

Aukinn hraði

apríl 06, 2005

Fyrir ykkur, sem nota Firefox á PC þá er þetta algjör snilld. Þetta jók hraðann á Firefox umtalsvert hjá mér.

Fyrir ykkur, sem notið Explorer á PC, í Guðanna bænum skiptið yfir í Firefox. (via A.wholeloattanothing)

36 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33