« Jólakort | Aðalsíða | Genni! »

Bestu plöturnar 2005

27. desember, 2005

Jæja, í kjölfar listans yfir bestu lög ársins, þá eru þetta að mínu mati bestu plöturnar á árinu:

  1. sufjan.jpg Sufjan Stevens - Illinois: Já já, ég veit að það er voðalega hipp og kúl og indí að segjast fíla þessa plötu. En það var hreinlega ekki gefin út betri plata á þessu ári. Sufjan syngur um fylkið mitt Illinois. Allt er frábært við þessa plötu frá lagasmíðum til texta og útsetninga.

    Það þarf að gefa henni smá sjens í byrjun, en hún verður bara betri og betri við hverja hlustun. Vissulega hafði hún ekki jafn mikil áhrif á mig og plata ársins í fyrra, en Illinoise hefur verið nánast stöðugt í spilaranum bæði hérna heima og í iPod-inum síðustu mánuði. - Besta lag: Chicago
  2. Green Day - American Idiot: Smá svindl hér í gangi því American Idiot var gefin út árið 2004. En ég fattaði hana ekki fyrr en í byrjun þessa árs. Ég var löngu búinn að gefa frat í Green Day, en þessi plata er einfaldlega frábær endurkoma. Rokkplata “ársins”. - Besta lag: Holiday
  3. Edan - Beauty & the Beat: Þriðja árið í röð er uppáhalds hip-hop platan mín gerð af hvítum gaur. Edan er fokking snillingur og það ætti enginn, sem hefur nokkurn tímann fílað hip-hop að sleppa því að hlusta á þessa plötu. Já, Kanye platan er snilld, en þessi er bara einfaldlega svo miklu skemmtilegri. - Besta lag: I see colors
  4. Eels - Blinking Lights & Other Revelations: E þunglyndur, alveg einsog hann gerist bestur. - Besta lag: Things the grandchildren should know.
  5. Kanye West - Late Registration: Var besta hip-hop plata ársins alveg þangað til að ég uppgötvaði Edan seinni part ársins. Kanye gerir sitt besta til að reyna að bjarga rappinu.
  6. Bloc Party - Silent Alarm: Snilld!
  7. Sigur Rós - Takk: Ég einfaldlega elska Sigur Rós og finnst allt frá þeim vera frábært. Þessi plata er betri en (), sem mér fannst þó vera frábær plata, þrátt fyrir að það sé ekki í tísku að halda því fram.
  8. Antony and the Johnsons - I am a bird now: Virkilega góð plata, sem að verður betri með tímanum.
  9. Queens of the Stone Age - Lullabies to Paralyze: Ég hafði aldrei verið hrifinn af QOTSA fyrr en ég gaf sveitinni sjens fyrir tónleikana í sumar. Og eftir umtalsverða hlustun fattaði ég allt hype-ið.
  10. Madonna - Confessions on a dance floor: Ég bara varð að setja þetta hérna inn. Bara af því að mér finnst það svo ótrúlega fáránlegt að ég hafi elskað plötu með Madonnu. En þetta er einfaldlega frábær dansplata.

Næst því að komast inn: Common - Be, Franz Ferdinand, The Game, Ben Folds, Bruce Springsteen.

Vonbrigði ársins: Coldplay - X&Y, Beck - Guero

Einar Örn uppfærði kl. 21:44 | 461 Orð | Flokkur: Topp10 & Tónlist



Ummæli (11)


Jamm… Illinois er stórgóð. Var að fá hana í jólagjöf og hún hefur ekki stoppað í spilaranum síðan þá…

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 28.12.05 00:10 - (Ummæli #1)

Eg maeli lika med Diktu (http://myspace.com/dikta) sem gaf ut eina af bestu islensku plotum arsins.

Alfheidur sendi inn - 28.12.05 01:03 - (Ummæli #2)

Það er sárt að segja það, en ég verð eiginlega að taka undir vonbrigði ársins með þér. Þegar Guero kom út varð ég bara súr við fyrstu hlustun, og sú tilfinning hefur ekki breyst, og þegar X&Y kom út var ég svo yfirspenntur að ég eiginleg tapaði mér í hlustun á henni … en fattaði svo svona viku seinna að ég var strax kominn með hundleið á henni.

Myndi reyndar vilja bæta QOTSA á þann lista sjálfur, þar sem ég var ekki eins hrifinn af Lullabies og aðrir, en það er bara ég.

Flottur listi samt, og já Sufjan er svona vinsæll þessa dagana af því að hann er einfaldlega svona góður!

Kristján Atli sendi inn - 28.12.05 09:51 - (Ummæli #3)

:-) Ég er svo algjörlega ósammála þér með að X&Y hafi verið vonbrigði. Ég elska þessa plötu. :-)

Jóhann Atli sendi inn - 28.12.05 12:45 - (Ummæli #4)

Ok, við verðum þá bara að vera ósammála. Miðað við fyrri plötur Coldplay, þá finnst mér þetta hins vegar vera verulega slöpp plata.

Og Álfheiður, ég hef ekkert hlustað á Dikta, kannski að ég gefi henni sjens.

Og já, Kristján, ég varð strax fyrir vonbrigðum með Guero. Það má segja að eftir Sea Change þá máttist svosem búast við vonbrigðum, en ég bjóst ekki við því að þau yrðu svona mikil.

Einar Örn sendi inn - 28.12.05 18:02 - (Ummæli #5)

Ok, við verðum þá bara að vera ósammála. Miðað við fyrri plötur Coldplay, þá finnst mér þetta hins vegar vera verulega slöpp plata.

Og Álfheiður, ég hef ekkert hlustað á Dikta, kannski að ég gefi henni sjens.

Og já, Kristján, ég varð strax fyrir vonbrigðum með Guero. Það má segja að eftir Sea Change þá máttist svosem búast við vonbrigðum, en ég bjóst ekki við því að þau yrðu svona mikil.

Einar Örn sendi inn - 28.12.05 18:02 - (Ummæli #6)

Jamm. Mér finnst einmitt svolítið kaldhæðið að það sem fólk gagnrýnir oftast við Sea Change, þ.e. að hún sé ójöfn, skuli vera það sem háir Guero svona mikið. Guero er með frábær lög inná milli, en þess á milli dettur hún niður í algjöra meðalmennsku. Svipað og Midnite Vultures og Mutations gerðu. Odelay og Sea Change eru hins vegar yndislegar frá upphafi til enda, og því bestu plöturnar hans. Finnst mér, allavega. :-)

Kristján Atli sendi inn - 28.12.05 18:09 - (Ummæli #7)

Loksins einhver annar en ég (og cokemachineglow) sem elskar Edan. Kominn tími til.

Stígur sendi inn - 29.12.05 18:54 - (Ummæli #8)

Jamm, mig minnir samt að hún hafi verið að fá fína dóma. Allavegana uppgötvaði ég hana eftir að hafa lesið einhverja lofrullu. :-)

Einar Örn sendi inn - 30.12.05 11:07 - (Ummæli #9)

mér þykir það bera vott um góðan tónlistarsmekk þinn að ég er hjartanlega sammála þér um plötur ársins í öll þau skipti sem þú hefur gert slíka lista.

sérstaklega eiga yoshimi og grand dont come for free sérstakan stað í hjarta mér um aldur og ævi.

svo er sufjan stevens einhver sá svaðalegasti gæi sem ég hef heyrt í lengi.

oddur ástráðsson sendi inn - 06.01.06 17:51 - (Ummæli #10)

Gaman að því :-)

Ég gleymdi Yoshimi í einhvern tíma, en hlustaði á hana fyrir nokkrum mánuðum og hún hljómar alveg jafnvel og fyrir 3 árum.

Einar Örn sendi inn - 07.01.06 16:42 - (Ummæli #11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.