« Ökuhæfni og áfengi | Aðalsíða | Ferð »

Bílastæðakvabb

14. febrúar, 2007

Ég tel mig nú ekki vera mikið fyrir það að kvarta yfir því sem miður fer hjá öðru fólki í þessu þjóðfélagi. Þó er til sá þjóðfélagshópur, sem fer í taugarnar á mér. Það er fólk sem kann ekki að leggja í stæði. Eða öllu heldur fólk sem virðist ekki gera sér grein fyrir því að hvar það leggur getur haft áhrif á annað fólk.

Það virðist vera sérstaklega algengt meðal jeppaeigenda að þeir telja sig hafa einhvern guðdómlegan rétt til að leggja einsog þeim sýnist - og þess vegna að taka tvö stæði fyrir fína bílinn sinn.

Þar sem ég er vanalega í Kringlunni svona tvisvar á dag og legg bílnum mínum líka í miðbænum nánast daglega þá verð ég ítrekað var við þetta. Í Kringlunni í dag tók ég smá rúnt um starfsmannastæðin. Ákvað að taka myndir frá staðnum þar sem ég lagði að staðnum þar sem ég labbaði inní sjálfa Kringluna.

Í dæmi eitt sýnir bílstjórinn til vinstri hvernig á EKKI að leggja í stæði. Menn eiga ekki að leggja yfir hvítu línuna, heldur halda sig innan línanna. Bílstjórinn til hægri (ÉG!) sýnir hvernig á að gera þetta:

Á næstu mynd sjáum við annað dæmi um þetta:

Þessi mynd skýrir sig sjálf

Og að lokum er það KLASSÍSKT dæmi um jeppaeiganda sem tekur sér tvö stæði. Viðkomandi leggur það langt frá súlunni til hægri að það er ómögulegt m.a.s. fyrir smábílaeiganda einsog mig að leggja í stæðið vinstra megin.

Óþolandi!

Ok, þetta var meinhorn dagsins. Næst mun ég hringja inn á Útvarp Sögu. :-)

Einar Örn uppfærði kl. 20:50 | 257 Orð | Flokkur: Almennt



Ummæli (8)


Já, alveg sammála þér. En svona á að gera þetta…

http://gaui.is/img/securitas-staedi.jpg

:-)

Gaui sendi inn - 14.02.07 21:14 - (Ummæli #1)

þessir blessuðu jeppaeigendur eru alltaf að passa upp á hagkaupsbeyglunar heví pirrandi.

freyja systir hennar mæju og vinkona hennar lilju sendi inn - 14.02.07 22:39 - (Ummæli #2)

hahah…take a chill pill :-)

lilja sendi inn - 14.02.07 23:01 - (Ummæli #3)

I don’t get it.

Einar Örn sendi inn - 14.02.07 23:22 - (Ummæli #4)

Auðvitað ætti að banna jeppa- og hundahald í þéttbýli.

snorri sendi inn - 14.02.07 23:51 - (Ummæli #5)

Ohhh.. þetta er ekkert smá pirrandi! Ég hef í ófá skiptin þurft að troða mér inn farþegamegin þar sem ofurtrukkar leggja nánast inní bílnum mínum (ég á Polo btw). Asnar. Ég er alltaf á leiðinni að útbúa miða til að hafa í bílnum mínum. Get sett þá á bíla sem leggja asnalega og í stæði fyrir fatlaða. Ég hef þó ekki komið því í verk ennþá…. :-)

Fanney Dóra sendi inn - 15.02.07 08:36 - (Ummæli #6)

mér datt aldrei í hug að troða mér inn farþegamegin þegar ég var á gamla bílnum mínum… ef einhver vogaði sér að leggja svona illa við hliðina á mér skellti ég bara hurðinni duglega í fína bílinn þeirra…

Árni sendi inn - 15.02.07 11:49 - (Ummæli #7)

Já, mér finnst að venjulegir vegfarendur ættu að hafa formlegt leyfi að rispa bíla sem er lagt svona asnalega, og uppi á gangstéttum, og í fatlaðrastæðum. Þessir menn tækju sig kannski á eftir tvö, þrjú lyklaför eftir hliðinni á bílnum. :-)

Finnbogi sendi inn - 17.02.07 00:17 - (Ummæli #8)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006 2005 2003 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Finnbogi: Já, mér finnst að venjulegir vegfarendur ættu að h ...[Skoða]
  • Árni: mér datt aldrei í hug að troða mér inn farþegamegi ...[Skoða]
  • Fanney Dóra: Ohhh.. þetta er ekkert smá pirrandi! Ég hef í ófá ...[Skoða]
  • snorri: Auðvitað ætti að banna jeppa- og hundahald í þéttb ...[Skoða]
  • Einar Örn: I don't get it. ...[Skoða]
  • lilja: hahah...take a chill pill :-) ...[Skoða]
  • freyja systir hennar mæju og vinkona hennar lilju: þessir blessuðu jeppaeigendur eru alltaf að passa ...[Skoða]
  • Gaui: Já, alveg sammála þér. En svona á að gera þetta... ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.