Author: einarorn
Hjólhýsi og wife swap
Magga fjallar um [hjólhýsaæði landans](http://maggabest.blogspot.com/2005/07/hjlhsarusl.html). Hún er besti bloggari landsins, segi ég og skrifa.
Á þessi Wife Swap þáttur virkilega að vera skemmtilegur? Ég náði ekki að standa uppúr sófanum eftir að [Liverpool leikurinn kláraðist](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/13/20.56.38/) og festist yfir þessum þætti. Þetta er hryllilega leiðinlegt. Án efa í síðasta skipti sem ég hlusta á Bo Halldórs. “Nýjasta æðið í bandarísku sjónvarpi” my ass.
Ég er ferlega þreyttur. Fór í körfubolta eftir vinnu og svo komu nokkrir vinir í heimsókn til að horfa á Liverpool leikinn. Núna get ég varla staðið uppúr sófanum.
Færslan mín um [leiðinlega sumarveðrið](https://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41) var listuð á [b2.is](http://www.b2.is) (gamla Batman) og það þýddi að 3000 manns skoðuðu þá færslu. Ekki einn af þessum þrjú þúsund kommentaði á færsluna, sem mér finnst magnað.
En allavegana, það er *ekki enn* búið að boða mig í Kastljósið til að tala um þessa stórkostlegu uppgötvun mína! Ég meina, *ég*, hagfræðingurinn Einar Örn uppgötvaði það að á Íslandi er leiðinlegasta sumarveður í heimi!!! Þetta er senninlega ein af fimm merkilegustu uppgötvunum Íslandssögunnar og mun sennilega hafa hræðilega afleiðingar fyrir íslenska þjóðarsál.
Veðurfræðingarnir í fréttunum passa sig á því að minnast alltaf á það þegar það er kalt í Evrópu eða rigning á Spáni, sérstaklega þegar það er sól á Austurlandi á sama tíma. Það er gert til að búa til þann ímyndaða rauveruleika að veðrið hérna sé eðlilegt og í einhverju samræmi við veður í öðrum löndum. Það er hins vegar bull.
En svona er þetta.
QOTSA og Sufjan Stevens
Ég var að komast að því að “[Lullabies to Paralyze](http://www.metacritic.com/music/artists/queensofthestoneage/lullabiestoparalyze)” með Queens of the Stone Age er *helvíti góð plata*. Hún fellur í sama hóp og Time out of Mind, það er að hún byrjar svo hroðalega leiðinlega að ég gafst eiginlega uppá að hlusta á hana. Ég hlustaði nokkrum sinnum á hana stuttu eftir að hún kom út, en byrjunin er svo leiðinleg að ég dæmdi alla plötuna út frá henni. Það voru mistök.
Eiginlega byrjar “Lullabies” ekki af alvöru fyrr en á “In My Head”, sem er lag númer 6. Eftir það er platan virkilega góð. Fyrsta lagið á plötunni er djók, svo koma nokkur lög sem eru einungis *la la*. Eftir miðbikið, færist hins vegar fjör í þetta. *I Never Came* er að ég held eitt besta lag þessa árs og hin lögin eru öll virkilega góð, sérstaklega *Blood is love*, *Someone’s in the wolf* og *Broken Box*. Ja hérna…
En þessi plata er samt ekki jafn góð og [Illinois](http://www.metacritic.com/music/artists/stevenssufjan/illinois) með Sufjan Stevens. Sú plata er stórkostleg snilld. Gunni vinur minn mældi með henni við mig fyrir nærri því tveimur mánuðum, en ég var lengi að gefa henni sjens. Ég ætti að vita betur, því ég hlusta alltaf á ráðleggingar hans í tónlist. Og jú, platan er frábær.
Held að þetta sé besta plata ársins hingað til ásamt *Blinking Lights…* með Eels.
McD búningar
Þetta er stórkostlegt: McDonald’s [ætlar að eyða **80 milljónum bandaríkjadala** í að fá hip-hop tískufyrirtæki einsog SeanJohn, Tommy Hilfiger, Fubu](http://www.suntimes.com/output/news/cst-nws-mac06.html) og fleiri til að hanna nýja búninga á starfsfólk staðanna.
Ég hannaði Serrano búningana með einhverjum gaur hjá bolafyrirtæki á svona 15 mínútum og að mínu mati eru þeir umtalsvert smekklegri en McDonald’s búningarnir, þannig að þetta ætti að vera auðvelt verk.
Leiðinlegasta sumarveður í heimi
Ég er vanalega ekki mikill svartsýnismaður, en þetta veður hefur alveg stórkostleg áhrif á mig. Veðrið fer nær aldrei í taugarnar á mér á veturna. Mér er alveg sama þótt að veturnir séu harðir. Hins vegar vil ég hafa almennilegt sumarveður, þar sem ég get verið úti á stuttermabol, get labbað um bæinn án þess að fjúka og get grillað án þess að blotna.
Ég lýsti í síðustu færslu eftir hugmyndum að því hvort það væri eitthvað land í heimi, sem þyrfti að þola jafn ömurlega leiðinlegt sumarveður og við Íslendingar. Einhverjar tillögur komu, til dæmis Grænland, Falklandseyjar, Bhútan og Mongólía.
Ég ákvað að skoða þetta aðeins betur og fletta upp veður-upplýsingum frá þessum stöðum og bera saman við Reykjavík. Það er auðvitað ekki hægt að bera saman veðurfar í heilum löndum, þannig að ég miða við höfuðborgir. Niðurstöðurnar eru magnaðar:
Hérna er meðalhitinn í Reykjavík. Meðalhitinn í besta mánuðinum, Júlí, er Júlí með heilar 13 gráður.
Ok, hvaða staðir koma þá til greina sem kandídatar fyrir leiðinlegasta sumarveður í heimi? Prófum höfuðborgina í Mongólíu. Nei, meðalhitinn þar í besta mánuðinum er 22 gráður. Hvað með Moskvu? Nei, hitinn er líka 22 gráður í heitasta mánuðinum þar, langt yfir Íslandi. Wellington á Nýja Sjálandi? Neibbs, hitinn er 19 gráður í bestu mánuðinum. En Alaska (teygjum þetta aðeins, líkt og Alaska væri sér land)? Veðrið hlýtur að vera verra þar! Ha? Neibbs, hitinn í besta mánuðinum þar er 18 gráður.
Í örvæntingunni minni þá ákvað ég að prófa Grænland og leitaði uppi meðalhitann í Narsarsuaq (það eru ekki til upplýsingar um Nuuk). Og vitiði hvað?
MEÐALHITINN Í NARSARSUAQ Á GRÆNLANDI ER HÆRRI EN Í REYKJAVÍK!!!
Meðalhitinn í Narsarsuaq í júlí er 14 gráður, eða 1 gráðu hærri en í Reykjavík. Þetta er hreinasta sturlun!
Þannig að með öðrum orðum, þá get ég ekki fundið land með verra sumarveður en Ísland!
Hvernig getum við mögulega verið hamingjusamasta þjóð í heimi þegar að við erum með leiðinlegasta sumarveður í heimi? Eru allir nema ég á prozac?
Uppfært (EÖE): Ágúst Fl. er með svipaðar pælingar á sinni heimasíðu og hann kemst að sömu niðurstöðu og ég.
Sunnudagur til sjónvarpsgláps
Ég fokking HATA þetta veður!
Í alvöru talað, á ekki að vera sumar hérna? Er einhver þjóð í HEIMINUM fyrir utan Grænland, sem þarf að þola annað eins veðurfar og við Íslendingar? Í alvöru talað!
Það er eflaust hægt að finna lönd, þar sem veturnir eru miklu verri, en er í alvöru hægt að finna land þar sem sumrin eru jafnömurleg? Kræst!
GSM símar geta verið erfið tæki. Til dæmis eru númerabirtar á öllum GSM símum. Segjum sem svo að þú viljir ná í ákveðna manneskju. Læturðu eitt símtal duga, þar sem að númerið sést á síma viðkomandi, eða hringirðu aftur og aftur og átt þá á hættu að líta út einsog geðsjúklingur þegar að viðkomandi sér 10 “missed calls” frá þér? Lífið væri einfaldara ef að enginn væri með GSM.
Annars er ég búinn að liggja í leti í dag. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Kíkti útá lífið með vinum á föstudagskvöld. Ætluðum á Ólíver og vorum mættir þar um 11 leytið, en þar var gjörsamlega stappað. Þannig að við enduðum á Vegamótum. Aðsóknin á þann stað virðist algjörlega hafa hrunið eftir að Ólíver opnaði. Það var hálftómt inni alveg til klukkan 2 þegar dansgólfið byrjaði að fyllast af ofurölva 16 ára stelpum. Ljómandi skemmtilegt. Fengum okkur bara nokkra bjóra og vorum nokkuð rólegir.
Horfði á sjónvarpið í dag. Þar á meðal Newlyweds, sem er algjör snilld. Jessica Simpson er óþrjótandi uppspretta misgáfulegra kommenta.
Horfði einnig á The Apprentice. Það er eini raunveruleikaþátturinn, sem ég myndi vilja taka þátt í (kannski fyrir utan Dismissed og amerísku útgáfuna af The Bachelor). Mér finnst alltaf einsog ég hefði getað gert svo miklu, miklu betur en þetta fólk í þættinum. Þetta snýst í raun langflest um eitthvað varðandi markaðssetningu og að starta einhverju nýju, sem ég held að ég gæti staðið mig vel í.
Kláraði líka að horfa á 24, sem endaði skemmtilega.
Já, og kláraði að horfa á Return of The King. Kannski er það bara ég, en mér finnst öll þessi Lord of the Rings sería vera fáránlega ofmetin. Þetta er ágætt, en alltof langdregið. Ég held að ég hafi horft á síðustu myndina í svona 8 hlutum.
Server mál
Ef þú veist eitthvað um server-mál lestu áfram. Ef ekki, þá er þetta afskaplega leiðinleg færsla.
…
Allavegana, ég er við það að gefast uppá server-num, sem þessi síða er hýst á. Serverinn er með Windows vefþjón, sem er fokking drasl. Ég gete ekki notað helminginn af þeim möguleikum, sem mér bjóðast varðandi Movabletype. Sérstaklega er ég í vandræðum með að nota lausnir, sem gera mér kleift að gera myndahluta þessarar síðu einfaldari í uppfærslum.
Þannig að ég er að leita að einhverjum, sem getur hýst þessa síðu fyrir mig. Það er eoe.is og Liverpool bloggið. Ég er auðvitað tilbúinn að borga sanngjarnt gjald fyrir. Ég vil fá afnot af hraðvirkum server, þar sem ég get sett þá hluti, sem eru nauðsynlegir í MT svo sem ImageMagick og fleira. Einnig *verður* XML-RPC að virka vel (það virkar ekki baun á Windows).
Ég þarf að hafa slatta af plássi, helst svona 1GB, svo ég geti sett inn mjööög mikið af myndum og fleira efni. Samtals fá þessir vefir um 2000 heimsóknir á dag og um 4000 flettingar. Ég á frekar von á að það aukist, heldur en að sú umferð minnki. Einstaka sinnum vil ég geta sett inn vídeó eða tónlist, sem gæti aukið umferð eitthvað.
Hefur einhver þarna úti getu til að taka þetta að sér, eða hefur einhver reynslu af góðum þjónustaðilum hérna heima eða útí heimi? Öll hjálp yrði gríðarlega vel þegin.
Hálfvitar
[Djöfulsins hálfvitar](http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk/4661059.stm)!
Systir mín býr í London og fer þarna oft um á leið heim til sín. Hún slapp þó við þessa árás. Guði sé lof.
FF Og QOTSA
Foo og Queens of the Stone Age tónleikarnir í gær voru fínir. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hef farið á tónleika í Egilshöll. Var þarna með vini mínum og við skemmtum okkur vel.
Ég hef gefið QOTSA nokkur tækifæri, hef hlustað oft á diskana þeirra og hef fílað þá sæmilega. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn. Ég átti alveg eins von á því að þeir myndu algjörlega heilla mig á tónleikunum, kannski líkt og Dismemberment Plan gerðu um árið. En það tókst ekki alveg. Þeir voru góðir, en ekki frábærir. Ég er bara ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. Þeir gerðu allt rétt og spilamennskan var frábær, en ég er einfaldlega ekki að fíla nógu mörg lög með þeim. En *Little Sister* og *No One Knows* voru skemmtileg.
Foo Fighters voru frábærir. Eða réttara sagt, Dave Grohl var frábær. Hann (og trommuleikarinn að smá leyti) á alveg þetta band. Hann var skemmtilegur á sviði, öskurtaktarnir hans fannst mér fyndnir og lífga uppá flutninginn. Þeir keyrðu í gegnum skemmtilegt prógramm, þar sem maður þekkti öll lögin. Best voru *Everlong* og *Stacked Actors*.
Allavegana, ég var mjög sáttur við kvöldið.
Foooo
Jessssss! Ég er að fara á Foo Fighters í kvöld. Ég var búinn að neita boðsmiðum, sem ég gat fengið, þar sem ég hélt að ég yrði upptekinn með útlendingnum í kvöld. En það reddaðist allt í einu og ég get því farið.
Hæ hó jibbí jei!
Ég segi bara Stevie [who](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/07/05/16.39.36/)?