Einar Örn og Strákaböndin

Ok, þetta er hætt að vera fyndið. Eftir að ég tapaði allri tónlistinni minni (sem gæti reyndar reddast – harði diskurinn minn er útí Englandi), þá var einn af fáum diskum sem reddaðist, Escapology með Robbie Williams, sem ég hafði reddað á netinu fyrir einhverjum vikum. Vegna skorts á tónlist ákvað ég að gefa honum sjens.

[Dálæti mitt á Justin Timberlake](https://www.eoe.is/gamalt/2003/09/13/13.39.49/) hefur verið tíundað á þessari síðu áður. Ég hef ávallt fyrirlitið strákabönd, en það virðist hins vegar svo vera sem að meðlimir þessara banda þurfi ekki að vera algjörlega hæfileikalausir. Justin sannar það og svo er ég ekki frá því að ég fíli bara nokkur lög á Robbie Williams plötunni. Það eru nokkur helvíti grípandi lög inná milli. What the hell is wrong with me?

Annars eru þessi lög í keyrslu núna:

* The Darkness – Love is Only a Feeling (Eru The Darkness mestu töffarar í heimi? Ég held það hreinlega. Hvernig er hægt að elska ekki hljómsveit sem gefur út plötu með lögunum “I believe in a thing called love”, “Love is only a feeling” og “Love on the rocks with no ice”? Getur þetta verið meira yndislega hallærislegt?)
* Franz Ferdinand – Dark of the Matinee (“Time every journey, to bump into you, accidentally” Þvílík snillld!)
* Robbie Williams – Hot Fudge
* Electric Six – Nuclear War (frábært band)


Annars setti ég myndir í framköllun til útlanda í [gegnum netið](http://www.bonusprint.com/) vegna þess að þessi þjónusta er svo hrikalega dýr hjá Hans Petersen. Þetta kom ágætlega út. Sendi alls um 150 myndir. Það skemmtilegasta er að allar myndirnar komu til baka í ENGRI RÖÐ! Það þýðir að ég get dundað mér næstu kvöldstundir við að koma þessum myndum í tímaröð. Ég verð spenntur bara við tilhugsunina.

Menning, Part deux

Jens [skrifar loksins](http://www.grodur.is/jens/archives/001491.php#001491) um laugardaginn og vísar meðal annars á ræðuna, sem var prýðisgóð.

Þrátt fyrir að hann búi hjá framsóknarfjölskyldu, þá skilur hann ekki heldur neitt í þeim framsóknarmönnum sem héldu ræður þarna.

Skilur einhver framsóknarmenn?
Já, og skilur einhver ungt fólk, sem gengur í unga framsóknarmenn eða ungt fólk í frjálslynda flokknum?

Menning og djamm

Jensi fékk mig til að mæta á samkomu á Seltjarnarnesi í gær. Þar voru fulltrúar frá ungliðahreyfingum allra stjórnmálaflokkana til umræðna um ýmis mál. Aðallega hafði ég áhuga á umræðu um ríkisstyrki til menningarmála, enda Jens með fyrirlestur um það málefni fyrir unga jafnaðarmenn.

Ég er mjög fylgjandi því að farin verði sú leið, sem Jens leggur til. Það er að ríkið minnki sem mest afskipti sín til menningarmála, en geri á sama tíma ráðstafanir til að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að gefa til menningarmála. Til dæmis með því að fólk sé veittur skattaafsláttur fyrir framlög sín, svipað og er gert í Bandaríkjunum. SUS-arar lögðu auðvitað til að hætta öllum ríkisafskiptum. Það sem vantar hins vegar alltaf inní þeirra málflutning er það hvernig á að koma á þeim kúltúr að einstaklingar gefi í auknum mæli til menningar. Þar held ég að skattaafslættir fyrir framlög væri sniðug hugmynd. Vonandi skrfiar Jens meira um þetta á síðunni sinni

Allavegana, gaurinn frá SUS var góður. Hann og Jens báru af í þessum hópi, þar sem hinir voru hálf heillum horfnir, sérstaklega fulltrúi VG þegar hún var grilluð af hópi SUS-ara úr sal.

Samkvæmt framsögumanni framsóknarmanna þá hafa ríkisstyrkir til menningar eitthvað með fjölda barnaníðinga að gera. Ég náði aldrei almennilega tengingunni, enda skil ég ekki framsóknarmenn og mun sennilega aldrei gera.


Ég var frekar þunnur og þreyttur á fyrirlestrinum enda hafði ég verið í skemmtilegu matarboði kvöldið áður. Þar spilaði ég m.a. og söng á falskasta gítar í heimi. Gítarhæfileikar mínir eru óumdeilanlega engir.

Samt ákvað ég að kíkja líka um kvöldið á Nesið, þar sem sama fólk sameinaðist um fyllerí. Þetta var skrítin en skemmtileg samkoma. Það er til dæmis ótrúlega fyndið að sjá útlits- og framkomumun á fólk eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk tilheyrir. Einna skrautlegastur var einhver gaur frá VG, sem söng ítalska kommúnistasöngva.

Allavegana var það alveg fáránlega súrealískt að ein sætasta stelpan á staðnum skyldi vera formaður ungra frjálslyndra!!! Ungra Frjálslyndra!!! Hvað það er sem fær tvítugar stelpur til að ganga í frjálslynda flokkinn er ofar mínum skilningi. Allavegana gafst mér því miður ekki að nota nýju pikk-öpp línuna mína:

“Hæ! Ég hata kvótakerfið. Kemurðu oft hingað?”

Anyhooo, við fórum svo á Ölstofu Kormáks og Skjaldar, sem er staður sem ég skil hvorki upp né niður í. Náðí ekki alveg að fatta hvað það er sem heillar fólk við þennan stað. Gáfumst upp og kíktum á Prikið. Áttaði mig á því að það er alveg fáránlega mikið af sætum stelpum á Prikinu! Samt fatta ég Prikið ekki heldur sem skemmtistað. Reyndar góð tónlist, en það eina sem fólk virðist gera er að reyna að troða sér frá öðrum enda staðarins til hins.

Þess má til gamans geta að í bænum í gær var 57 stiga frost.

Stöðnun

Í fréttum útvarps gær heyrði ég frétt, sem var eitthvað á þessa leið:

>1 milljón Ítala lögðu niður vinnu í dag, meðal annars til að mótmæla stöðnun í atvinnulífinu og minnkandi hagvexti.

Þarf maður að vera hagfræðimenntaður til að finnast þetta alveg ofboðslega fyndið? 🙂

Afsakanir fyrir Houllier

_39966233_houlliereurowoe203.jpgAllir vita að samkvæmt Gerard Houllier þá leika Liverpool aldrei illa og einnig þá tapa þeir aldrei útaf slæmum leik sínum. Ávallt eru það utanaðkomandi ástæður og ósanngirni þessa lífs, sem veldur tapleikjum hjá Liverpool.

Núna eru Liverpool dottnir út úr Evrópukeppninni, sem var eina von Liverpool til að bjarga þessu ömurlega keppnistímabili. Houllier verður því að vera snöggur til að finna afsakanir.

Ég ætla að hjálpa Gerard aðeins. Hérna eru nokkrar mögulegar afsakanir:

* Dómarinn var lélegur (reyndar hefur Houllier loksins eitthvað til síns máls ef hann notar þá afsökun)
* Völlurinn var lélegur
* Leikmennirnir voru þreyttir af því að þeir spiluðu við stórlið Wolves um síðustu helgi
* Liverpool ætla að einbeita sér að deildinni og vilja ekki þessa truflun, sem Evrópukeppnin óneitanlega er
* Það var svo kalt að trefillinn dugði ekki til að halda hita á Houllier
* Michael Owen meiddist og það breytti öllu.
* Houllier gat ekki komið skipunum inná völlinn vegna láta
* Það var ósanngjarnt af UEFA að draga þá gegn Marseille. Mun sanngjarnara hefði verið að lenda aftur á móti áhugamannaliði frá Austur-Evrópu
* Nýji Evrópumótsboltinn var notaður og Liverpool geta ekki notað hann
* Liverpool fékk ekki að hafa Carlsberg auglýsinguna á búningunum.
* Það var bara einn Steven Gerrard í liðinu. Ef þeir hefðu verið 10, þá hefði Liverpool malað þetta.

Þetta ætti að vera nóg. Þetta bloooody tímabil getur ekki endað nógu fljótt.

Houlllier, hættu núna, plís!

Marseille – Liverpool

AF HVERJU Í FOKKING ANDSKOTANUM ER EMILE HESKEY Í BYRJUNARLIÐINU OG MILAN BAROS Á BEKKNUM???

Já, og af hverju í ósköpunum eru DANNY MURPHY og IGOR BISCAN í liðinu. Magnað hvað bjartsýnistilfinningin hverfur hjá mann.i þegar maður sér þessa þrjá trúða í liðinu. Hvernig í andskotanum á Liverpool að vinna leiki með þessa menn í byrjunarliðinu?

Afsakanir fyrir Houllier

_39966233_houlliereurowoe203.jpgAllir vita að samkvæmt Gerard Houllier þá leika Liverpool aldrei illa og einnig þá tapa þeir aldrei útaf slæmum leik sínum. Ávallt eru það utanaðkomandi ástæður og ósanngirni þessa lífs, sem veldur tapleikjum hjá Liverpool.

Núna eru Liverpool dottnir út úr Evrópukeppninni, sem var eina von Liverpool til að bjarga þessu ömurlega keppnistímabili. Houllier verður því að vera snöggur til að finna afsakanir.

Ég ætla að hjálpa Gerard aðeins. Hérna eru nokkrar mögulegar afsakanir:

* Dómarinn var lélegur (reyndar hefur Houllier loksins eitthvað til síns máls ef hann notar þá afsökun)
* Völlurinn var lélegur
* Leikmennirnir voru þreyttir af því að þeir spiluðu við stórlið Wolves um síðustu helgi
* Liverpool ætla að einbeita sér að deildinni og vilja ekki þessa truflun, sem Evrópukeppnin óneitanlega er
* Það var svo kalt að trefillinn dugði ekki til að halda hita á Houllier
* Michael Owen meiddist og það breytti öllu.
* Houllier gat ekki komið skipunum inná völlinn vegna láta
* Það var ósanngjarnt af UEFA að draga þá gegn Marseille. Mun sanngjarnara hefði verið að lenda aftur á móti áhugamannaliði frá Austur-Evrópu
* Nýji Evrópumótsboltinn var notaður og Liverpool geta ekki notað hann
* Liverpool fékk ekki að hafa Carlsberg auglýsinguna á búningunum.
* Það var bara einn Steven Gerrard í liðinu. Ef þeir hefðu verið 10, þá hefði Liverpool malað þetta.

Þetta ætti að vera nóg. Þetta bloooody tímabil getur ekki endað nógu fljótt.

Houlllier, hættu núna, plís!

Marseille – Liverpool

AF HVERJU Í FOKKING ANDSKOTANUM ER EMILE HESKEY Í BYRJUNARLIÐINU OG MILAN BAROS Á BEKKNUM???

Já, og af hverju í ósköpunum eru DANNY MURPHY og IGOR BISCAN í liðinu. Magnað hvað bjartsýnistilfinningin hverfur hjá mann.i þegar maður sér þessa þrjá trúða í liðinu. Hvernig í andskotanum á Liverpool að vinna leiki með þessa menn í byrjunarliðinu?