Framsókn á Múrnum

Góð grein á Múrnum: [Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins?](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

>Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu.” Þessi yfirlýsing þingsflokksformanns Framsóknar er þvættingur. Ritstjórar DV eru ekki morðingjar fremur en þeir eru meðferðarfulltrúar fórnarlamba kynferðisafbrotamanna.

og

>Allur þingflokkur Framsóknar virðist hafa samþykkt aðild Íslands að innrás Bandaríkjanna í Írak. Enginn þeirra hefur hrópað morð eða krafist afsagnar neins í því tilfelli, jafnvel þótt formaður þeirra hafi verið utanríkisráðherra og hafi tekið ákvörðunina á sínum tíma. Sú innrás var ólögleg, framkvæmd á upplognum forsendum og hefur kostað tugi þúsunda ef ekki hundruð þúsunda manna lífið. Er enginn morðingi eða sökudólgur í því tilfelli að mati Hjálmars Árnasonar?

Sjá greinina [hér](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

Tilraun dagsins

Í tilraun dagsins ákvað ég að prófa að setja iPod Nano í þvottavél og kanna hvort hann myndi lifa af einn klukkutíma í 40 gráðu heitu vatni.

Niðurstaðan: **Nei**, hann þolir það ekki.

Fokk, fokk ,FOOOOKKKK!


Í gærkvöldi var ég með vini mínum á Ólíver og skemmtum við okkur frábærlega. Í dágóðan tíma var stelpa að reyna við mig. Eftir nokkrar mínútur breyttist hún þó aðeins og sagði að það væri sennilega ekki sniðugt að hún væri að reyna við mig, þar sem ég væri “alltof ungur”.

Ég og vinur minn sprungum úr hlátri. Eftir smá tal komumst við að því að hún væri jafngömul og ég, það er 28. Hún hélt hins vegar að ég væri 23 ára(!)

Í framhaldinu hélt ég því fram að ég væri ekki enn kominn á þann aldur að ég yrði eitthvað sérstaklega uppveðraður af því að vera talinn yngri en ég er (sem ég er nánast alltaf). Mér finnst það oft skemmtilegt, en ég efast um að ánægjan sé jafn einlæg og hún yrði hjá 28 ára stelpu, sem myndi lenda í svipaðri aðstöðu. Viðstaddir trúðu mér ekki.


Áður en við fórum niður í bæ horfðum ég og vinur minn á nokkra þætti í fyrstu seríu af Arrested Development. Þessir þættir eru einfaldlega stórkostlegir. Og ég er ekki frá því að þeir batni tífalt við það að maður horfi á þá í félagsskap og undir áhrifum áfengis. Ég hef allavegana ekki hlegið svona mikið lengi.


Á konakt-listanum mínum í MSN eru tvær stelpur með mynd af sér með Quentin Tarantino. Þær tengjast (svo ég viti) ekki neitt. Þetta finnst mér mögnuð tilviljun. Quentin hefur greinilega farið víða í Íslandsför sinni.


Í kvöld klukkan 10 á Sýn: CHICAGO BEARS [á móti](http://sports.espn.go.com/nfl/playoffs05/series?series=carchi) carolina panthers í úrslitakeppni NFL í beinni frá Chicago. Jessss!

Fjölmiðlapistill

Plís! Ó, Góður Guð! Geturðu fengið íslenska þáttastjórnendur til að hætta að bjóða Eggerti Skúlasyni í viðtalsþætti?

Og plís, plís, plíííííís látið þau hætta að taka viðtöl við lítil börn. Þau hafa ekkert merkilegt að segja í fréttum.

* * *

Ef þú ert milljarðamæringur og vilt kaupa [þennan vef-fjölmiðil, eoe.is](https://www.eoe.is), til þess eins að leggja hann niður, þá er ég *tilbúinn* í viðræður. Segjum að þú sért bæði milljarðamæringur og Manchester United aðdáandi, þá væri ekki úr vegi að kaupa til dæmis [Liverpool bloggið](https://www.eoe.is/liverpool) til þess eins að leggja það niður.

Ég er opinn fyrir viðræðum. Eigum við að segja 5 milljónir á hvora síðu. Helst reiðufé, en myndi sætta mig við hlutabréf í vel stæðum fyrirtækjum. Takk.

Procura

Þegar þú heyrir [þetta lag](http://www.serrano.is/stuff/Procura.mp3) (Mp3 – 4mb, innlent)

Langar þig til að:

1. Æla
2. Dansa

?

Ég vel númer 2. En ég er líka hálf skrýtinn. Fyrir þá, sem eru forvitinir þá er lagið [Procura](http://www.serrano.is/stuff/Procura.mp3) með Chihi Peralta.

Kæru fjölmiðlar

Kæru fjölmiðlar.

Ég er búinn að fá nóg.

Ég er búinn að fá nóg af viðskiptafréttum, sem hafa ekkert erindi inní aðalfréttatíma sjónvarpsstöðvanna. Mér finnst að ég ætti ekki að þurfa að minnast á þetta, en það er einfaldlega *ekki* svo fréttnæmt þegar að hlutabréf skipta um hendur! Það er í besta falli viðskiptafrétt og ætti því heima í sérstökum viðskipablöðum dagblaðanna, eða þá í sjálfu Viðskiptablaðinu, sem að flestir sem að málin varða, lesa.

Fyrir okkur hin, þá skiptir það hins vegar ekki nokkru einasta máli að 80 milljarðar í hlutabréfum hafi skipt um hendur á sunnudaginn. Þetta varðar mig ekki neitt og ég leyfi mér að fullyrða að fyrir utan þessa nokkru menn, sem stóðu í viðskiptunum og fólk, sem lifir og hrærist á hlutabréfamarkaði, þá skiptir þessi frétt fólk nákvæmlega engu máli.

Hvar í veröldinni þykja hlutabréfakaup svo mikið mál að þau verðskuldi á hverjum degi að vera fyrsta eða önnur frétt sjónvarsstöðva? Svona hlutir gerast á hverjum einasta degi. Karl númer 1 selur karli númer 2 hlutabréf á hverjum degi. Annar þeirra er ríkari, hinn fátækari. Húrra! Þannig gengur markaðurinn, en það skiptir okkur hin nákvæmlega engu máli.

Ef að tilgangurinn með þessum fréttum er sá að láta okkur gapa yfir þessum stóru upphæðum, þá er það bæði asnalegt og tilgangslaust. Ég gapi ekki. Það angrar mig ekkert að þessir menn eigi meiri pening en ég. Þeirra auður breytir engu fyrir mig.

* * *

Á sama hátt þá er það er engin frétt að Tom Jones hafi skemmt í einhverju [nýárspartýi](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1847&gerd=Frettir&arg=6) fyrir Íslendinga í London. Hvað varðar mig það þótt að einhverjir bankaplebbar útí London hafi ekki betri tónlistarsmekk en svo? Eigum við að hrópa úh og ah þegar við horfum á fréttirnar? Eigum við að vera öfundsjúk eða hneykslast á því að menn eyði pening í svona lélega tónlist? Hver er tilgangurinn? Eigum við kannski að vorkenna þeim, eða senda þeim geisladiska með betri tónlist?

* * *

Ég leyfi mér að fullyrða að í engu öðru landi er milliuppgjör fyrirtækja jafnoft í fréttum og hér á Íslandi. Hvaða máli skipta milliuppgjörin mig? Af hverju er ekki hægt að fjalla um þau í viðskiptablöðum líkt og fjallað er um Liverpool í íþróttablöðum? Hvað með það þótt að KBBanki hafi grætt mikið? Hverju breytir það? Hluthafar bankans og starfsmenn fylgjast væntanlega með rekstrinum, en þurfum við virkilega sjónvarpsfréttir þar sem menn gapa yfir hagnaðinum?

Þetta allt saman er að ala undir allsherjar geðveiki hér á landi, þar sem allt snýst um peninga. Enginn er maður með mönnum nema hann eigi kauprétt á hlutabréfum og vinni í banka. Menn kaupa flugfélög til að reka þau sem fjárfestingarfélög og skila pappírshagnaði á meðan að flugreksturinn er rekinn með tapi. Af því að fréttirnar hafa kennt okkur að peningurinn verður ekki til í rekstri. Hann verður til með því að kaupa og selja hlutabréf. Þeir, sem leggja sitt undir að stofna lítil fyrirtæki eru í raun bara kjánar, því menn græða ekkert á því að reka fyrirtæki, heldur einungis á því að kaupa og selja bréf í öðrum fyrirtækjum.

* * *

En það skiptir svo sem ekki öllu máli. Vandamálið er bara að ég vil fá alvöru fréttir. Fréttir, sem skipta máli. Ég vil vita hvað er að gerast útí heimi. Það er svo margt að gerast útí heimi, sem er fróðlegra og mikilvægara en milliuppgjör Landsbankans. Af hverju er okkur ekki sýnt það? Það myndi eflaust gera okkur öllum gott. Í stað þess að hafa áhyggjur af því að einhverjir græði á pappírskaupum, þá gætum við byrjað að hafa áhyggjur og áhuga á því, sem skiptir í raun máli í þessum heimi. Það væri okkur öllum hollt.

kveðja,

Einar Örn

Atvinnuástand

athugasemd: Ég var að fara yfir færslusafnið í Movabletype og sérstaklega færslur, sem ég birti ekki af einhverjum ástæðum. Þessa færslu skrifaði ég í hálfgerðu reiðikasti þegar sem allra verst gekk að ráða á Serrano fyrir nákvæmlega tveim mánuðum, eða 9.nóvember.

Ástandið á Serrano hefur bæst mjög mikið og er í fínu ástandi núna. En pistillinn á svo sem enn ágætlega við. 🙂

* * *

Er það ekki ágætis merki um þetta fáránlega atvinnuástand hér á Íslandi að heimasíður [Burger King](http://www.burgerking.is/) og [McDonald’s](http://www.mcdonalds.is/) eru í raun ekkert nema ein stór starfsumsókn? Ekkert um matinn, bara “viltu plííís vinna fyrir okkur?” *(nota bene, BK síðunni hefur núna verið breytt – hún var áður einsog McDonald’s síðan)*

McDonald’s eru svo farnir að eyða milljónum í að birta bandarískar ímyndarauglýsingar, þar sem fólk er hvatt til að koma og vinna hjá þeim.

* * *

Í síðustu viku var hringt í mig af stéttarfélagi og ég spurður um fyrrverandi starfsmann, sem var að sækja um atvinnuleysisbætur. Ég sagði viðkomandi að ég myndi ráð fyrrverandi starfsmanninn á staðnum, hún þyrfti bara að tala við mig. Ég sagði líka að ég gæti reddað henni sirka 50 vinnum. Konan hjá VR sagði mig indælan, en samt þá gæti hún ekkert gert í þessu, því hún vildi fara á bætur.

* * *

Framsóknarflokkurinn er með hugmyndir að þremur álverum. TIL HVERS Í FOKKING ANDSKOTANUM? Ekki getur það hugsanlega verið til að slá á atvinnuleysi. Ef að Halldór Ásgrímsson heldur að það sé eitthvað atvinnuleysi á Íslandi, þá ætti hann að ráða sig sem starfsmannastjóra hjá stóru fyrirtæki og reyna að ráða í stöður. Þjóðhagsleg hagkvæmni álveranna er líka vafasöm. Eru framsóknarmenn úr öllum tengslum við íslenskan veruleika?

* * *

Ég talaði við rafvirkja, sem ég þekki vel og hann sagðist hugsanlega getað komið til mín í byrjun desember – eftir fjórar vikur! Ég hef reynt að fá pípara uppá veitingastað í þrjár vikur, en án árangurs. Það talar enginn um það, en ástandið á þessu landi er orðið hreinasti hryllingur.

Ég veit um fullt af fyrirtækjum, þar sem launakostnaður fer uppúr öllu valdi þessa dagana, vegna þess að fyrirtækin eru svo hrædd um að missa fólk. Fyrirtæki halda lélegu starfsfólki af því að þau eru hrædd um að enginn komi í staðinn. Ég þakka allavegana Guði fyrir að vera ekki svo illa staddur með mitt fyrirtæki.

* * *

Á Alþingi segir Menntamálaráðherra að vandamál leikskólanna séu lág laun. Gott og vel, ég get verið sammála því. En það sem vantar inní þessa umræðu er einfaldlega sú staðreynd að það *er ekki nóg fólk á Íslandi*. Ef að fólkið myndi nást inná leikskólana, þá myndi það vanta í aðrar stöður. Við þurfum að auðvelda til muna löggjöf til að fá nýtt fólk inní þetta land. Annars fer þetta allt til fjandans.

* * *

Ég leyfi mér að fullyrða að hvergi í heiminum er jafn erfitt að fá fólk í vinnu og á Íslandi. HVERGI Í HEIMINUM! Ef einhver getur bent mér á verri stað, þá væri það vel þegið.

Ég mun þá ekki opna veitingastaði í því landi.

Mið-Ameríkuferð: Samantekt

Jæja, ég var að bæta inn [myndunum frá Yucatan-Mexíkó partinum](https://www.eoe.is/myndir/cayucatan05/) af Mið-Ameríkuferðinni minni. Þar með er öll ferðasagan og allar myndirnar komnar inná netið. Til að halda utan um þetta, þá eru hérna vísanir á alla ferðasöguna og allar myndirnar.

**Ferðasaga**
[Mið-Ameríkuferð 1: Ódeyjandi ást mín á Tacos al Pastor](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/04/18.32.38/)
[Mið-Ameríkuferð 2: Mexíkó og El Salvador](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/05/23.32.43/)
[Mið-Ameríkuferð 3: Skæruliðar, eldfjöll og rútuferð frá helvíti](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/09/1.34.53/)
[Mið-Ameríkuferð 4: Paradís](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/11/18.24.40/)
[Mið-Ameríkuferð 5: Bananalýðveldið](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/15/19.41.57/)
[Mið-Ameríkuferð 6: Garífuna](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/17/23.10.29/)
[Mið-Ameríkuferð 7: Ég og Brad Pitt](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/19/17.40.31/)
[Mið-Ameríkuferð 8: Tikal](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/24/18.56.06/)
[Mið-Ameríkuferð 9: Caye Caulker (uppfært)](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/26/17.05.12/)
[Mið-Ameríkuferð 10: Cancun](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/29/17.48.55/)
[Mið-Ameríkuferð 11: Bandaríkin](https://www.eoe.is/gamalt/2005/10/03/2.50.36/)

**Myndir**
[Mexíkó](https://www.eoe.is/myndir/camexiko05/)
[El-Salvador](https://www.eoe.is/myndir/caelsalvador05/)
[Hondúras](https://www.eoe.is/myndir/honduras/)
[Gvatemala](https://www.eoe.is/myndir/cagvatemala05/)
[Belize](https://www.eoe.is/myndir/cabelize05/)
[Yucatan](https://www.eoe.is/myndir/cayucatan05/)

Queer Eye

Ja hérna. Queer eye for the straight guy á Skjá Einum klukkan 21 í kvöld!

Almennilegt sjónvarp. Húrra!!

2006

Á árinu ætla ég að…

– Læra nýtt tungumál
– Verða betri salsa dansari en ég er í dag
– Læra box
– Eyða minni tíma á netinu
– Hitta vini mína oftar en á síðasta ári
– Ferðast

Eru þetta ekki ágætis áramótaheit?