Árás

Mikið rosalega verður maður reiður að sjá svona fréttir.

Það hlýtur að vera erfitt fyrir Arafat aðdáendur að halda því fram að áróður gegn Ísrael sé ekki oft á tíðum and-semitískur. Það er allavegana mjög stutt í gyðingahatrið hjá mörgum.


Af hverju getur Ruud van Nilsteroy ALDREI skorað í mikilvægum leikjum með Hollandi? Ef Holland kemst ekki á EM, þá hætti ég að horfa á fótbolta.


Ok, þá er ég búinn að losa um tvo hluti, sem hafa pirrað mig í dag. Annars er ég í mjöög góðu skapi.

Ó, þetta er of fyndið

Af einhverjum ástæðum slökkti ég ekki á sjónvarpinu eftir að ég hafði þolað lygar Skjás Eins, sem sviku loforð sitt um að sýna lokaþáttinn af Bachelor.

Allavegana, ég horfði á Jay Leno af því að Triumph, the insult comic dog var gestur hans. Og þvílík snilld! Ég hef ekki hlegið svona mikið lengi. Ég fór á netið eftir þáttinn og fann nokkur vídeó með Triumph. Vá, hvað þau eru fyndin.

Bestu eru án efa Judging Simon, MTV, Star Wars og Westminster 99 og 2000. Æ, þetta er allt snilld. Þið verðið að skoða þetta.

Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod

Fyrirlesturinn í hádeginu gekk sæmilega. Ég talaði blaðlaust, sem gekk fínt, þangað til að ég gleymdi gjörsamlega hvað ég ætlaði að segja og var einhverjar 10 sekúndur að muna hvað ég ætti að segja.

Allavegana, þá mættu einhverjir 15 manns á fyrirlesturinn, sem er ásættanlegt miðað við áhugann á fyrirlestri Namibíu forseta.


Ég fékk vægt sjokk þegar ég fór í IKEA eftir vinnu og sá að þeir eru hættir að selja fallega stellið mitt. Ég keypti 12 bolla, diska og slíkt á einhvern 2000 kall fyrir tæpu ári. Svo bara án þess að láta mann vita, þá hætta þeir að framleiða þetta. Ætli ég verði að byrja að safna nýju IKEA stelli? Emil var að kvarta yfir því hversu mikil læti væri í diskunum þegar hann drægi gaffal eftir þeim, svo núna er ég farinn að hlusta eftir skrítnum hljóðum á morgnana þegar ég borða Weetabix-ið mitt. Kannski ætti ég að prófa að hlusta á útvarp á morgnana?


Vissir þú að samkvæmt ríkisstjórninni þá er almenn sátt um íslenska landbúnaðarkerfið meðal íslensku þjóðarinnar? Ætli þeir trúi sjálfir þessari vitleysu? Hvar er Alþýðuflokkurinn þegar þjóðin þarf á honum að halda?


The Onion: Mom finds out about Blog (via Kottke). Sniðugt.


Já, og svo vil ég fá Rivaldo til Liverpool og A-Rod til Cubs. Þá verður Einar Örn glaður! Mjög glaður! Reyndar alveg í skýjunum!

Leiðrétting

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að línan um að ég ætti að vera að djamma vegna þess að ein sætasta stelpan í bænum væri aftur komin á laust VAR DJÓK!

Ég var bara að skjóta á vinkonu mína, en ég er ekki viss um að hún hafi einu sinni fattað djókið og ég held að ansi margir lesendur hafi misskilið þetta sem einhverja voðalega höstl statement hjá mér. Svo var ekki, enda myndi ég aldrei skrifa neitt svona í alvöru 🙂

Fyrirlestur í Háskólanum

Á morgun mun ég halda fyrirlestur í Háskólanum (HÍ). Mun hann fjalla um stofnun eigin fyrirtækja. Þar ætla ég að miðla smá af minni reynslu varðandi stofnun og rekstur Serrano.

Ég svo sem ekki von á mörgum áhorfendum, þar sem 30 hræður mættu á fyrirlestur forsætisráðherra Namibíu.

Ég vona þó að einhverjir mæti. Ég ætla allavegana að reyna að hafa þetta áhugavert 🙂

Ég ætla aðeins að fjalla um stofnun Serrano og svo þau vandamál, sem við höfum rekist á. Hvet alla til að mæta. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi í stofu L-103 á morgun, fimmtudag frá 12:15-12:45.

Mánudagsþreyta

Líf mitt í dag:

  • Ég er kominn með uppí kok af þessu drasli í íbúðinni minni. Það er ekkert á sínum stað!
  • Ég hef ekki talað um stelpur á þessari síðu í níu færslum í röð. Hér með breytist það.
  • Ég hef ekki farið á djammið tvær helgar í röð, jafnvel þótt ég hafi heyrt að ein sætasta stelpan í bænum sé aftur á lausu.
  • Mig langar í hreina íbúð, þar sem allt er í röð og reglu
  • Ég sé ekki hvernig mér á að takast að uppfylla þann draum fyrir jól
  • Mig langar fáránlega mikið að djamma um næstu helgi.
  • Það eru gellur í World Class í hádeginu!! Ég sá m.a.s. þrjár í dag! Það er nýtt met.
  • Á Hverfisbarssíðunni stendur núna: “Vorum að setja inn nýjar myndir. Sérstaklega mikið af stórglæsilegum meyjum þessa vikuna“. Með þessum texta fylgja þessar myndir. Kannski er það bara ég, en mér finnst ekkert vera neitt voðalega mikið af “stórglæsilegum meyjum” á þessum myndum! En reyndar eru þessar djammmyndir alltaf hræðilegar. En samt. Það eru sætari stelpur á Vegamótamyndunum. Hvert fara þessar stelpur þegar ég kem á Vegamót?
  • Muse eru kúl
  • Ég hata manninn, sem fann upp hraunaða málningu! Hann má brenna í helvíti fyrir þær þjáningar, sem hann hefur ollið mér við málningarvinnu í þessari íbúð!

Spurningar um fótbolta?

Ég er of reiður, sár og bitur til að vera brjálaður akkúrat núna. Þetta er ein af þessum stundum, þegar maður þarf að setjast niður, hugsa um tilgang lífsins og reyna að rifja það upp að fótbolti er bara íþrótt. En vá maður, ég held að ég hafi upplifað sambandsslit, sem hafa verið skemmtilegri en að upplifa leikinn áðan.

Ég get í raun ekkert sagt. Það eina, sem kemst að í höfðinu á mér eru spurningar:

  1. Af hverju byrjaði Sinama-Pongolle ekki inná?
  2. Hver er ástæðan fyrir því að þegar Hyppia brýtur á United leikmanni innan vítateigs, þá er dæmd vítaspyrna og Hyppia fær rautt spjald, en þegar Rio Ferdinand brýtur greinilega á Liverpool manni, þá er ekkert dæmt?
  3. Af hverju datt Emile Heskey í stað þess að skora úr dauðafæri?
  4. Af hverju er Michael Owen meiddur akkúrat núna?
  5. Af hverju fékk Nilsteroy ekki rautt spjald fyrir að hafa reynt að skora með hendi?
  6. Hvor er lélegri framherji: Emile Heskey eða Diego Forlan?
  7. Af hverju er knattspyrnan svona hrikalega ósanngjörn íþrótt?
  8. Hvernig stendur á því að Liverpool hafa verið miklu betri aðilinn í leikjum á móti Chelsea, Arsenal og Man United, en samt tapað 2-1 í öllum leikjunum?
  9. Af hverju er 2 mínútum bætt við leiktímann þegar Man United er yfir, en 6 mínútum þegar þeir eru undir?
  10. Er Nilsteroy óheiðarlegasti leikmaður í heimi?

Það eina, sem ég veit núna er að allavegana verður Sinama-Pongolle alveg skuggalega góður framherji. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að hann kom inná voru með skemmtilegustu mínútum af fótbolta, sem ég hef séð með þessu Liverpool liði.

Þetta lið er á réttri braut. Liverpool eru að spila frábæran fótbolta, það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið þessa dagana. Það sem vantar er stöðugur framherji með Owen og smá sjálfstraust hjá liðinu um að þeir geti pakkað saman hvaða liði sem er. Það mun koma.

Spurningar um fótbolta?

Ég er of reiður, sár og bitur til að vera brjálaður akkúrat núna. Þetta er ein af þessum stundum, þegar maður þarf að setjast niður, hugsa um tilgang lífsins og reyna að rifja það upp að fótbolti er bara íþrótt. En vá maður, ég held að ég hafi upplifað sambandsslit, sem hafa verið skemmtilegri en að upplifa leikinn áðan.

Ég get í raun ekkert sagt. Það eina, sem kemst að í höfðinu á mér eru spurningar:

  1. Af hverju byrjaði Sinama-Pongolle ekki inná?
  2. Hver er ástæðan fyrir því að þegar Hyppia brýtur á United leikmanni innan vítateigs, þá er dæmd vítaspyrna og Hyppia fær rautt spjald, en þegar Rio Ferdinand brýtur greinilega á Liverpool manni, þá er ekkert dæmt?
  3. Af hverju datt Emile Heskey í stað þess að skora úr dauðafæri?
  4. Af hverju er Michael Owen meiddur akkúrat núna?
  5. Af hverju fékk Nilsteroy ekki rautt spjald fyrir að hafa reynt að skora með hendi?
  6. Hvor er lélegri framherji: Emile Heskey eða Diego Forlan?
  7. Af hverju er knattspyrnan svona hrikalega ósanngjörn íþrótt?
  8. Hvernig stendur á því að Liverpool hafa verið miklu betri aðilinn í leikjum á móti Chelsea, Arsenal og Man United, en samt tapað 2-1 í öllum leikjunum?
  9. Af hverju er 2 mínútum bætt við leiktímann þegar Man United er yfir, en 6 mínútum þegar þeir eru undir?
  10. Er Nilsteroy óheiðarlegasti leikmaður í heimi?

Það eina, sem ég veit núna er að allavegana verður Sinama-Pongolle alveg skuggalega góður framherji. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að hann kom inná voru með skemmtilegustu mínútum af fótbolta, sem ég hef séð með þessu Liverpool liði.

Þetta lið er á réttri braut. Liverpool eru að spila frábæran fótbolta, það er virkilega skemmtilegt að horfa á liðið þessa dagana. Það sem vantar er stöðugur framherji með Owen og smá sjálfstraust hjá liðinu um að þeir geti pakkað saman hvaða liði sem er. Það mun koma.

Parketdjamm

Hvað gera aðaltöffararnir á laugardagskvöldum? Jú, þeir parketleggja heima hjá sér og blogga svo um það.

Í dag gerðist sá stórmerki atburður að ég og Emil KLÁRUÐUM að parketleggja íbúðina. Þetta er búið að vera magnað ferli, sem byrjaði í lok september. Íbúðin mín er reyndar ennþá í rusli og ég á eftir að mála eitthvað, en mikið ofboðslega er gaman að vera búinn. Emil er náttúrulega mesta hetja í heimi fyrir að hafa nennt að gera þetta með mér.

En semsagt núna getur mér hætt að dreyma um gliðnandi parket. Ég veit að ég á ennþá eftir að fá sting um leið og ég sé einhverjar rifur á parketinu og Guð hjálpi væntanlegum gestum í íbúðinni, því ég verð hryllilega paranoid yfir því að fólk rispi nýja fallega eikarparketið mitt.


Semsagt, föstudags- og laugardagskvöld fóru í þetta parketstúss, þannig að önnur djammlausa helgin í röð er staðreynd (djammið á Vegamótum um síðustu helgi var varla djamm).

Þetta djammleysi á laugardagskvöldi þýðir líka að ég verð í fantaformi fyrir Liverpool Man United á morgun. Djöfull hlakka ég til! Bara að lesa þennan frábæra pistil: Let’s Wreck United’s Season kom mér í stuði. Ég verð brjálaður ef Liverpool tapa!

Bestu tónleikarnir

Einhvern veginn hef ég ekki haft þrek í mér að skrifa á þessa síðu undanfarna daga. það hefur nákvæmlega ekkert spennandi gerst. Líf mitt hefur snúist um mikla vinnu og það að leggja parket á íbúðina. Núna er ég hins vegar nokkurn veginn að klára þetta parket dæmi, svo að mig getur byrjað að dreyma um annað en gliðnandi parket.

Annars, þá fann ég nokkra vikna gamla færslu og ákvað að klára hana. Hérna eru sem sagt 10 bestu tónleikarnir, sem ég hef farið á. það var furðu erfitt að velja og hafna á þennan lista. Ég veit að lýsingarnar á tónleikunum eru ekki merkilegar. En ég meina hey.

10. Blur – Laugardalshöll, Reykjavík – Fyrri Blur tónleikarnir voru frábærir. þetta var uppáhaldshljómsveitin mín á þeim tíma og ég og Friðrik vinur minn vorum í brjáluðu stuði. Parklife var hápunktur kvöldsins.
9. Metallica – All State Arena, Chicago. – Ég meina hey. Metallica varð að komast á listann. Ég og Dan vinur minn vorum á lélegum stað, en það skipti bara engu máli. Mig var búið að dreyma síðan ég var lítill krakki að heyra Master of Puppets á tónleikum.
8. U2 – United Center, Chicago – Meiriháttar tónleikar á Elevation túrnum. Ég fíla aldrei tónleika á íþróttavöllum en U2 er ein af fáum hljómsveitum, sem á auðvelt með að láta mann gleyma því að það séu 30.000 aðrir hræður í salnum.
7. Weezer – Aragon Theatre, Chicago – Ég fór á tvo skemmtilegustu tónleika ævi minnar í Aragon í Chicago, ásamt Hildi. þeir fyrri voru með Weezer. Þessir tónleikar voru partur af fyrstu tónleikaferðinni þeirra eftir Pinkerton. Salurinn var skreyttur einsog á Prom balli og áhorfendur voru komnir í brjálað stuðu löngu áður en að Weezer stigu á svið. Ég hef aldrei upplifað að áhorfendur hafi sungið með teipinu, sem var spilað fyrir tónleikana. Weezer voru frábærir.
6. Smashing Pumpkins – United Center, ChicagoLokatónleikar Smashing Pumpkins í heimaborginni Chicago voru frábærir. Þau tóku öll bestu lögin, þökkuðu innilega fyrir sig og stóðu svo öll saman og sungu 1979. Svo kom Billy og dásamaði Cubs. Hvað er hægt að biðja um meira?
5. Molotov – Aragon Theatre, Chicago – Seinni stuðtónleikarnir í Aragon voru algjörlega ógleymanlegir. Þegar ég varð 24 ára fórum við Hildur að sjá mexíkósku snillingana í Molotov.
þrem árum áður sáum við þá spila í Madrid, en á þeim tónleikum var ég fárveikur. Í Chicago var ég hins vegar í banastuði ásamt 8000 mexíkóum. Ógleymanlegt kvöld.
4. Sigurrós – Park West, Chicago – Ég hef séð Sigurrós spila tvisvar í Chicago en fyrra skiptið stóð upp úr. þar voru þeir með strengjasveit og voru hreint magnaðir. Þeir enduðu tónleikana á lokalagi (), sem ég hafði þá aldrei heyrt áður. Ótrúlega magnað lokalag.
3. Coldplay – Laugardalshöllin, Reykjavík – Frábærir tónleikar í Laugardalshöll í desember, 2002. Bestu tónleikar, sem ég hef farið á á Íslandi. Ekki skemmdi það að A Rush of Blood to the Head var án efa uppáhaldsplatan mín á þeim tíma, sem þeir héldu tónleikana. Everything’s not lost er eitt besta popplag síðustu ára, á því er enginn vafi.
2. Radiohead – Grant Park, ChicagoÞessir tónleikar voru haldnir í almenningsgarði í Chicago og þeim mun ég seint gleyma. Radiohead voru næstum því fullkomnir, þeir stóðu undir öllu, sem ég hafði vonast eftir og svo miklu meira. Thom Yorke var ógleymanlegur
1. Roger Waters – Woodlands Pavillion, HoustonAlgjörlega ógleymanlegir tónleikar. Þeir toppa Radiohead tónleikana einungis vegna þess að þetta er nú einu sinni fyrrverandi söngvarinn í minni uppáhaldshljómsveit, Pink Floyd. Tónleikarnir voru haldnir utandyra í gríðarlegum hita í Houston. Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann flutti Comfortably Numb.

Annað, sem kom vel til greina: Ben Folds – Rosemont Theatre, Chicago. Oasis – Chicago Theatre, Chicago. Fugees – Laugardalshöll. Cypress Hill – Santiago, Chile. Eminem, All State Arena, Chicago. Soda Stereo – Caracas, Venezuela. Rage Against the Machine – Kaplakriki, Hafnarfirði.