Hugo

<img src="/myndir/hugo.jpg” border=”1″>Í morgun þegar ég var að fara yfir tölvupóstinn minn þá fékk ég póst frá vini mínum frá Venezuela. Í bréfinu stóð:

Amigos se cayo el Gobierno de Chavez!!!!

Saludos a todos y felicitaciones

Þetta þýðir nokkurn veginn: Ríkisstjórn Chavez er fallin. Til hamingju!! Bið að heilsa öllum.

Þetta segir kannski eitthvað um ástandið í Venezuela en ég bjó þar fyrir nokkrum árum. Ég hef heilmikið um þetta allt að segja og ætla að skrifa um þetta hér á síðunni seinna.

Liðið mitt

Miðað við hvað gengi Liverpool hefur gríðarlega mikil áhrif á skap mitt, þá finnst mér ég hafa skrifað furðu lítið um fótbolta hér á síðunni undanfarið. Liverpool duttu víst út úr Meistaradeildinni á þriðjudag. Það tap hafði ekki jafn neikvæð áhrif og önnur töp á skap mitt því ég sá ekki leikinn.

Málið er að hér í Bandaríkjunum er Meistaradeildin sýnd á ESPN, sem sinnir henni afskaplega illa. Því varð ég að hlusta á lýsingu á leiknum á netinu. Ég hlustaði reyndar ekki á síðasta hálftímann, þar sem ég var svo fúll þegar Leverkusen skoraði þriðja markið.

Ég ætlaði þó ekki að skrifa um þennan leik, heldur hvernig talað er um Liverpool í fjölmiðlum og þann skort á virðingu sem leikmönnum og liðinu er sýndur. Það virðist nefnilega hafa verið ákveðið af breskum fjölmiðlamönnum að Liverpool skyldu vera kallaðir leiðinlegt lið og hafa íslenskir netmiðlar apað það eftir. Þetta stafar sennilega af því að Liverpool fær mjög sjaldan á sig mörk. Það er fyrst og fremst því að þakka að þeir hafa í liðinnu besta markvörðinn í ensku deildinni, Jerzy Dudek og tvo bestu varnarmennina, Stephane Henchoz og Sami Hyypia. Þeir, sem kalla Liverpool leiðinlegt án þess að spá neitt í því hafa sennilega ekki séð leikina, sem ég hef séð, t.d. á 3-0 á móti Newcastle, 3-1 á móti Man United og 4-0 á móti Leeds.

Það er líka alveg makalaust að þegar valdir voru bestu leikmenn ensku deildarinnar að enginn úr Liverpool liðinu hafi verið valinn. Michael Owen, sem er víst knattspyrnumaður Evrópu var ekki valinn og ekki heldur Hyppia, sem er án efa besti varnarmaður á Englandi.

Giles Elliott, sem skrifar fyrir Fox Sports World, sem er aðal knattspyrnstöðin hér i Bandaríkjunum orðaði þetta vel í nýlegum pistli:

Also, you should apparently forget about being named Player of the Year if you happen to be coached by Gérard Houllier (or Phil Thompson).

Yes, after five pieces of silverware in 2001, the only club finally to offer a realistic challenge to the dominance of Man Utd and Arsenal has been completely ignored.

What’s the name of that striker? You know, the young one. Owen Something.

I think he scored a hat-trick when England won 5-1 in Germany. Can’t remember for sure.

Oh, I seem to recall he became the first English player for 22 years (and the first from an English club for 33 years) to be named European Player of the Year.

No, can’t remember his name.

That Pole who leads the EPL in shutouts this season – what’s he called?

The big Finn and the Swiss bloke in the center of defense, best tandem in the league, they are. Their names? Ah, it’s on the tip of my tongue.

That brilliant Norwegian. The English midfielders.

No, can’t remember even one of them for the life of me.

Derby versus Newcastle and Villa versus Leeds are on the EPL menu this weekend, but the main game is at the Stadium of Light. It features Sunderland against . . .

Damn. Forgotten their name now too.

The Simpsons are going to Brazil

Þessi frétt er nokkuð fyndin.

Málið er að ferðamálaráðið í Rio de Janeiro er búið að kæra Fox vegna síðasta Simpson þáttar. Ég horfði á þáttinn síðasta sunnudag og var hann alger snilld. Lisa ákvað að gefa pening til lítils brasilísk krakka, sem hún missti svo sambandið við, svo Homer ákvað að fara með fjölskylduna sína til Brasilíu.

Í Brasilíu lenda þau í ýmsu og til dæmis er Homer rænt og Bart er gleyptur af snák. Einnig er gert grín að barnaþáttum, sem er mörgum stjórnað af fallegu kvenfólki til að laða að eldri áhorfendur. Ferðamálaráðið í Rio er eitthvað ósátt við þetta og segja þeir að þetta hafi eyðilagt þeirra starf.

Ferðamálaráðið í Rio hefur nefnilega verið iðið við að reyna að fegra ímynd borgarinnar. Það hefur ekki verið gert með því að reyna að leysa samfélagsleg vandamál, heldur hefur það verið gert með því að reyna að fela vandamálin. Ferðamönnum er haldið frá öllum fátækrarhverfunum og lítið er gert úr eymd hins almenna borgara þegar ferðamönnum eru sýndir magnaðir ferðamannastaðir þar í borg.

Ég heimsótti Rio ásamt vinum mínum fyrir nokkrum árum og fannst mér Simpsons þátturinn ekkert vera voðalega móðgandi við borgina. Til dæmis þá var hótelinu okkar rænt tveim dögum eftir að við fórum og við heyrðum margar sögur af svipuðum atburðum.

The Simpsons er uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn, ekki síst vegna þess að í þáttunum er hárbeitt ádeila á ýmsa hluti í mannlífinu. Sumir geta ekki sætt sig við þegar bent er á hlutina einsog þeir eru, eða þegar gert er grín af þeim. Fyrir þá er besta lausnin auðvitað að kæra framleiðendur þáttanna. Það breytir hins vegar ekki ástandinu einsog það er í Rio de Janeiro í dag.

Auðvitað

Auðvitað tókst Bulls að tapa í gær. Cubs töpuðu líka í gær og Arsenal og Man Utd unnu í dag. Hvar endar þetta helvíti?

Leikurinn var annars nokkuð góður. Allir púuðu á Charles Oakley, sem var gaman. Svo er það alltaf skemmtileg reynsla að fara á NBA leik. Sem sagt Bulls töpuðu, þannig að ég er ekki hið týnda lukkudýr.

Bulls og Air Canada

Við Hildur erum að fara á NBA leik á eftir. Hildur hefur aldrei farið á körfuboltaleik hérna, þannig að við ákváðum að kaupa okkur miða á Bulls-Raptors.

Það er nokkuð síðan ég keypti þessa miða, sem kostuðu 15 dollara og hafði ég planað að sjá Vince Carter spila. Hann er hins vegar meiddur og spilar ekki með.

Ég hef séð Bulls spila tvisvar og hafa þeir unnið í bæði skiptin. Núna hafa þeir hins vegar tapað sjö leikjum í röð. Ef þeir vinna í röð, þá er ég klár á því að ég er týnda lukkudýrið þeirra og mun heimta að fá að skipta við Benny the Bull.

Það verður þó nokkuð gaman að sjá nýju Bulls leikmennina, Jalen Rose, Eddie Curry og Tyson Chandler.

4 ár

Ja hérna! Við Hildur erum víst búin að vera saman í fjögur ár. Í dag 4. apríl eigum við fjögurra ára “byrja saman” afmæli.

Jei! en gaman! Í tilfeni dagsins er Hildur búin að vinna á bókasafninu í skólanum sínum og ég er búinn að vera að vinna í ritgerðinni minni.

Í kvöld förum við þó útað borða, sennilega á Salpicon, sem á víst að vera geðveikt góður mexíkóskur staður.

Spring Break Panama City 2002

Við Hildur komum aftur til Chicago á föstudag eftir viku á Panama City Beach, Florida. Ég var að fá myndir úr framköllun og ætla að reyna að setja þær á netið á næstu dögum.

Allavegana, þá var ferðin vel heppnuð. Við fórum með Victoriu, vinkonu hennar Hildar og Dan vini mínum. Við keyrðum niður eftir á föstudegi. Byrjuðum klukkan 2 um nóttina og keyrðum alveg til klukkan 10 um kvöldið, alls um 20 tíma keyrsla. Ég og Dan skiptumst á að keyra á Volvo-inum hans Dans, sem er 17 ára gamall. Volvoinn stóð sig einsog hetja, þrátt fyrir að hann sé keyrður meira en 300.000 kílómetra. Það eina, sem bilaði, var vökvastýrið en það skipti litlu máli.

Við gistum á Cooks motel, sem var ódýrt mótel sirka 2 kílómetra frá ströndinni. Þetta var ódýrt mótel en var samt bara nokkuð fínt. Allavegana var ég sáttur en ég er nú ýmsu vanur eftir ferðalög um Suður-Ameríku. Nágrannarnir voru líka fínir, sérstaklega var Dan sáttur við 7 stelpur frá Alabama, sem voru í næsta herbergi en svo voru líka einhverjir strákar frá U of Wisconsin.

Dagskráin var nú frekar svipuð flesta dagana. Við vöknuðum um 11, fórum á ströndina, þar sem við lágum allan daginn. Svo um fimm leytið var farið heim á mótel, svo útað borða, svo drukkið og farið á klúbba.

Ströndin var alger snilld. Við vorum alla dagana fyrir framan La Vela klúbbinn, en þar var flest fólkið. Þótt ótrúlegt megi virðast þá mátti drekka bjór á ströndinni og því voru allir með kælibox. Þvílík snilld. Það var svo alltaf nóg að gerast í kringum okkur, hjá klúbbunum voru alltaf fullt af wet t-shirt keppnum, sem ég var duglegur að sækja.

Hildi tókst reyndar ekki að komast í Girls Gone Wild, en við sáum þó gaurana taka það upp þegar einhver stelpa var að flassa. Hún var frekar ölvuð og samþykkti að láta taka myndir af sér án spurninga. Það eina, sem hún fékk var bolur. Hún var reyndar þvílíkt sátt við að hafa komist að, því hún tilkynnti öllum á ströndinni að hún hefði komist í Girls Gone Wild.

Annars var rosalega mikið af sætum stelpum á ströndinni (og Hildur segist aldrei hafa séð svona marga gaura með sixpack). Flestir krakkarnir voru úr stóru skólunum í kring, það er U of Alabama og Florida State. Allir töluðu með suðurríkjahreim. Ég veit ekki hvort stelpurnar úr Alabama séu bara svona mikið sætari en þær hérna, eða hvort bara sætustu stelpurnar hafi verið þarna, en þetta var alveg hreint magnað.

Ok, nóg um það… Við hittum Íslendinga á ströndinni, sem hlýtur að vera magnaðasta tilviljun síðan við Emil hittum tvo Íslendinga á bar í La Paz í Bólivíu. Við hittum þá um klukkan tvö um eftirmiðdaginn og voru þeir án efa drukknustu mennirnir á ströndinni. Mér leið einsog ég væri á Benidorm. Þeir spurðu hvort ég væri með disk með Bubba og sá sem talaði mest við okkur var svo drukkinn að ég skildi varla neitt, sem hann sagði.

Klúbbarnir þarna voru misjafnlega góðir. Bestur var Spinnaker, þar sem við fórum fyrsta og síðasta daginn. Síðan fórum við einu sinni á La Vela, sem er stærsti klúbburinn í Bandaríkjunum en hann komst samt ekki nálægt Ibiza klúbbunum að stærð. Slappastur var svo Sharky’s.

En allavegana, þá var þetta mjög vel heppnað. Við erum búin að sjá fullt af brúnu og fallegu fólki, drekka ógurlegt magn af Bud Light og sjá þrjár wet t-shirt keppnir. Það var eina, sem ég ætlaðist til af spring break á Florida.

Spring Break

Þegar ég vaknaði í morgun var kominn snjór fyrir utan. Ég þurfti því miður að skila spólu á Blockbuster og því þurfti ég að hlaupa úti í 10 stiga frosti.

En mér er bara alveg sama af því að við erum að fara til Florida á morgun. Jibbíííí.

Við Hildur erum að fara með Dan og Victoriu, vinum okkar. Við ætlum að leggja af stað snemma á morgun og keyra allan daginn niður til Panama City Beach, en það er að ég held 19 tíma keyrsla. Við gistum þar á einhverju ódýru móteli og ætlum að vera 7 daga.

Það verður vonandi fjör. Þetta er lang vinsælasti spring break staðurinn og ég held að um hálf milljón háskólanemar séu þarna í marsmánuði. Hildur stefnir á að komast í “Girls Gone Wild, Spring break 2002”

Ég veit ekki hvort ég skrifi eitthvað frá Florida. Ég efast stórlega um það.