Myndir frá því þegar við Hildur fórum til í heimsókn Washington D.C.ásamt Genna og Söndru. Við gistum hjá Friðrik og Thelmu yfir Thanksgiving helgina.
Continue reading Ferð til Washington D.C.
Grænmeti
Eitt próf eftir
Prófið í morgun gekk sæmilega og nú er bara eitt próf eftir, klukkan 12 á morgun.
Ég ætla því að eyða deginum í að stúdera hagmælingar og línulega algebru.
Ég lofa því að skrif mín munu verða skemmtilegri þegar ég er búinn.
Það er hægt að keyra “regression” fyrir skemmtilegheit.
Skemmtilegheit á síðunni hans Einars = 10 – 3 X fjöldi prófa eftir – 2 X klukkustundir, sem ég er búinn að læra í dag – 2 X klukkustundir síðan ég vaknaði + 2 X fjöldi kaffibolla.
Prófstress
Á morgun er ég að fara í próf í alþjóðafjármálum og svo á þriðjudag er það hagmælingatíminn minn.
Ég er orðinn dálítið stressaður, sem ég veit í raun ekki hvort er gott eða vont. Stundum finnst mér ég kunna allt og þá verð ég ennþá stressaðri en vanalega. Ég er þá hræddur um að ég sé að gleyma einhverju.
Það er samt ekki gott að vera alltof rólegur þegar maður fer í próf. Það er gott að vera dálítið ofvirkur rétt fyrir próf.
Dagurinn í dag er búinn að vera leiðinlegur. Hápunktarnir voru þegar ég bakaði bandarískar pönnukökur (blandaði saman tilbúnu deigi og vatni og hellti á pönnu) og síðan horfði ég á The Simpsons. Jei.
Gærdagurinn var ekki mikið meira spennandi. Ég ákvað að fara í aukatíma í hagfræði eftir að ég horfði á Liverpool vinna Middlesboro. Ég fór aðallega í tímann til að forðast það að horfa á háskólakörfubolta allan daginn. Í gærkvöldi kíktum við Hildur svo heim til Ryans, þar sem við vorum eitthvað að spjalla fram á nótt.
Ég vildi að ég gæti bara spólað áfram svo sem tvo daga.
En fyndið!
Hljóðbútarnir á þessari síðu eru ótrúlega fyndnir.
Ég mæli sérstaklega með Miss Cleo, Arnold og Jack Nicholson. Treystið mér, þið munið hlæja.
Þessi síða er fyndnari en allir brandararnir, sem ég hef fengið senda í pósti, til samans.
E.T. með smá breytingum
Um næstu helgi á að byrja að sýna E.T. aftur í bandarískum kvikmyndahúsum. Þetta er svo sem ekkert svo merkilegt, Steven Spielberg vantar sennilega pening.
Það, sem mér finnst einna skemmtilegast er að Spielberg hefur notað tölvutækni til að breyta sumum atriðum í myndinni. Til dæmis, þegar einn krakki er á leið á grímuball var upphaflega sagt við hann “he looks like a terrorist” en því var breytt í “like a hippie”.
Einnig í lokaatriðinu, þegar E.T. og Elliott hjóla framhjá lögreglumönnum, þá er búið að fjarlægja riffla úr höndum lögreglumanna og í staðinn eru komnar talstöðvar. Einsog snillingurinn Lewis Black benti á í The Daily Show í gær þá nota löggurnar sennilega talstöðvarnar til að spyrja hvorn annan: “Where the hell are our guns. We’re trying to catch a friggin’ alien”.
Call miss Cleo for a free tarrot reading now!!!
Ja hérna, nú er ég svo aldeilis hissa!
Birth certificate shows Miss Cleo hails from California, not Jamaica
Ég, sem var búinn að sannfærast um krafta Cleo! Ég var að fara að hringja í hana, til að fá spurningarnar á næsta hagfræðiprófi.
Æi, það finnst þetta ábyggilega engum fyndið, nema kannski PR og öðrum, sem búa í Bandaríkjunum.
Ókeypis til Ísrael
Það er greinilegt að ferðamálaráðið í Ísrael er í ham þessa dagana. Jens PR bendir á kynningu á sólarlandaferðum til Ísrael á Íslandi. Í skólanum mínum var í gær verið að kynna ferðir til Ísraels. Öllum gyðingum á milli 18 og 26 er boðið í ókeypis ferðalag í 10 daga til Ísrael.
Nokkrir af mínum bestu vinum hérna eru gyðingar en ég efast um að þeim langi mikið til Ísrael akkúrat þessa stundina.
Ég er ennþá í þjóðkirkjunni, sem er víst lúterstrúar. Mér finnst að lúterska kirkjan ætti að bjóða mér ókeypis til Þýskalands.
Box í sjónvarpinu
Sjónvarpsstöðin Fox er án efa sú metnaðarfyllsta í dagskrárgerð hér í Bandaríkjunum. Sem dæmi um frábæra þætti má nefna Who wants to marry a multi-millionaire, Love Cruise, Temptation Island og Glutton Bowl – The world’s greatest eating contest.
Í kvöld ætla þeir á stöðinni að toppa það allt með Celebrity Boxing. Þarna munu útbrunnar stjörnur berjast í alvöru boxi. M.a. mun Vanilla Ice berjast við Todd Bridges. Síðan mun skautastjarnan Tonya Harding berjast við fyrrum ástkonu Bill Clinton, Paulu Jones.
Ef þetta verður ekki snilld, þá mun ég hætta að horfa á sjónvarp.
Innflytjendaeftirlit í hæsta gæðaflokki
Þessi frétt er nokkuð mögnuð.
Innflytjendaeftirlitið var að senda staðfestingu til flugskóla í Miami um að umsókn þeirra fyrir vegabréfsáritun fyrir Mohamed Atta og Marwan Al-Shehhi hafi verið samþykkt. Fyrir rúmum sex mánuðum voru þeir félagar önnum kafnir við að fljúga flugvélum á World Trade Center turnana. Bush er ekki skemmt.