Ritgerð og Ham

Ég var að vinna í ritgerðinni minn í gær og ákvað að hlusta á Lengi Lifi með Ham. Það er nokkuð gaman að hlusta á þessa snillinga, tónlistin er vissulega frábær, en þeir pældu sennilega ekki mikið í textunum.

I am going very far away
and I’m going to East L.A.
and I’m going to Smoky Bay.
oh yes oh yeah.
I’m going very far away
and I am going to East L.A.
I am going to JFK,
oh yes o yeah
Airport!

Fox Sports

Hann fer ekkert smá í taugarnar á mér, þátturinn um enska boltann, sem sýndur er á mánudögum á Fox Sports. Þeir sýna alltaf fullt úr einhverjum rusl leikjum, með liðum einsog Derby og Middlesborough. Svo núna beið ég í tvo tíma, því Liverpool var auðvitað síðasta liðið, sem þeir sýndu og þá kom brot úr leiknum við Newcastle, sem var innan við mínútu langt. Djöfull og dauði. Ég hefði getað eytt tímanum í að skrifa ritgerðina mína í staðinn fyrir að horfa á þetta kjaftæði.

Thanksgiving

Þetta er búin að vera fín helgi. Ég gerði ekki mikið á Thanksgiving Day, við Hildur lágum heima, horfðum á sjónvarp og tókum það rólega. Um kvöldið borðuðum við svo kalkún með stuffing, cranberry sósu og tilheyrandi, svo apple pie og haagen dazs í eftirrétt, ekkert smá góður matur.

Í gær var svo náttúrulega aðalverslunardagurinn í Bandaríkjunum og við Hildur fórum því niður á Michigan, þar sem við versluðum jólagjafir á fullu. Ég er næstum því búinn að kaupa allar jólagjafirnar, sem er mjög gott mál.

Leti

Í dag er Thanksgiving day. Það þýðir einfaldlega að ég ætla að liggja í leti í allan dag og borða kalkún í kvöld. Ég keypti kalkún á sunnudag og held ég að hann sé fullstór fyrir okkur tvö. Þannig að það verða afgangar næstu vikurnar. Svo á morgun er auðvitað aðalverslunardagurinn í Bandaríkjunum. Það verður allt geðveikt niðrí miðbæ. Við þangað.

Skúbb

Eru menn ekki alltaf að tala um þegar vefleiðararnir eru á undan íslensku fréttasíðunum? Ok, þá ætla ég að skúbba að hæstiréttur í Florida hefur úrskurðað að handtalningin skuli halda áfram. Þannig að Gore á enn möguleika.

Michael Richards Show

Ég er nú að horfa með öðru auganu á The Michael Richards Show, sem er nýji þátturinn með Richards, sem lék Kramer í Seinfeld. Þessi þáttur er frekar slappur, sérstaklega ef maður miðar við Seinfeld. Samt er hann ekki eins slappur og Geena Davis Show, sem er hörmung.

Skemmtilegir tímar

Síðasti skóladagurinn er á morgun. Ég er búinn að skrá mig í tíma fyrir næstu önn. Ég mun taka stærðfræði (Sequences & Series, Linear Algebra), markaðsfræði og tvo hagfræði tíma, Game Theory og Labour Economics. Þetta lítur ágætlega út. Hagfræðitímarnir eru náttúrulega fyrir hagfræði major-ið mitt en markaðsfræðitíminn minn er fyrir Business Institutions, sem er minor-ið mitt.

Það eru alltof margar slettur í þessari uppfærslu!

Office

Ég er búinn að vera að nota nýja Office pakkann fyrir mac, Office:mac 2001. Það, sem kemur mér nokkuð á óvart er að þessi útgáfa er talsvert betri en PC útgáfan. Ég er reyndar vanur því fyrir flest önnur forrit, en ég hélt nú að Microsoft menn myndu hafa PC útgáfuna betri. Það er fullt af eiginleiku, sem eru bara á mac. Einnig er útlitið skemmtilegra.

Póstforritið, Euntorage er líka mjög gott, það er talsvert betra en Outlook Express, sem ég notaði áður.

Macy Gray

Þá eru bara þrír skóladagar eftir hjá mér. Helgin er búin að vera mjög fín. Við fórum á fimmtudag á tónleika með Macy Gray, sem voru í Aragon Ballroom. Það kom mér dálítið á óvart að það var greinilega ekki uppselt á tónleikana, en það kom ekki að sök. Fyrst kom fram rappari, sem kallar sig Common og var hann mjög góður. Eftir dálítinn tíma kom svo loks Macy Gray fram á svið. Þessir tónleikar komu mér alveg gríðarlega mikið á óvart. Ég bjóst ekki við miklu en þessir tónleikar voru alveg frábærir. Það er náttúrulega dálítið öðruvísi að fara á tónleika með listamanni, sem hefur bara gefið út eina plötu, en það kom ekki að sök hér. Macy Gray hefur náttúrulega alveg einstaka rödd og sviðsframkoma hennar var frábær. Auk þess var hún með 12 manna hljómsveit, sem fór á kostum.

Á föstudagskvöldið fórum við Hildur svo að sjá “6th Day”, nýju Schwartzenegger myndina, sem var bara fín. Á laugardeginum, eftir að hafa svo horft á Northwestern taka U of Illinois í nefið fórum við svo niður í bæ, þar sem jólavertíðin var að byrja. Við fórum á Michigan Avenue, þar sem verið var að kveikja á öllum jólaljósunum og svo var einhver Disney skrúðganga, sem við horfðum á. Það var rosalega mikið af fólki og var lokað fyrir alla umferð á götunni. Við enduðum svo á að fara útað borða á Papagus, sem er frábær grískur veitingastaður.

Annars…

Annars erum við að fara á Macy Gray á eftir, en hún er að spila í Aragon. Ég er búinn að hlusta mikið á diskinn hennar undanfarið og finnst mér hann mjög góður, þannig að ég er frekar spenntur.