Ég og Hildur fórum á djammið seinasta laugardag. Við fórum á Circus, sem er einn allra vinsælasti næturklúbbur í Chicago og var það alveg frábært. Við ákváðum svo að vera geðveikt sparsöm og taka lest og strætó heim. Meðan við biðum eftir strætónum þá fórum við inná lítinn veitingastað og fengum okkur french toast og pönnukökur. Ætli það sé eitthvað óhollara en að borða french toast klukkan 5 um morgun?
Netscape
Ég var að ná mér í nýja Netscape vafrann og er ég mjög hrifinn. Sannarlega gríðarleg framför hjá Netscape. Ég vona nú bara að allir þeir, sem ennþá þrjóskast við að nota Netscape skipti yfir í útgáfu 6, því það er svo leiðinlegt að þurfa að skrifa fullt af aukakóða bara fyrir gamla Netscape.
Annars er athyglisvert að ég las í Chicago Tribune í gær að Netscape væri með um 20% hlutdeild á móti um 60% hjá Explorer. Á síðunni minni hefur Explorer um 95% af öllum heimsóknunum. Af hverju ætli það sé?
Then just stick that shit into the regression model
Það er nokkuð gaman að Rússanum, sem kennur mér í dæmatímu í hagrannsóknum. Hann er fínn kennari og talar ágæta ensku. Hins vegar þá gæti maður stundum haldið að hann hefði lært ensku með því að hlusta á rapp, því hann blótar alveg ótrúlega mikið. Oft koma setningar einsog “Then just stick that shit into the regression model”, eða “Don’t think about that fucking crap, you just have to worry about X”. Ætli Rússar séu almennt svona orðljótir? Ég veit ekki, en Rússinn, sem kennir mér slavneskar bókmenntir, Ilya Kutik, er ekki eins slæmur.
WWTBAM
Ég er að spá í að spila með “Who wants to be a millionaire” á abc.com. Það er einhver celebrity útgáfa af þættinum núna. Ég hlýt allavegana að vera betri en Puff Daddy.
Net
Ég er núna kominn með “high speed internet access” í boði AT&T. Skál fyrir því!
Ok, mér finnst þetta fyndið:
Ok, mér finnst þetta fyndið:

Gogol
Á morgun er ég að fara í próf í rússneskum bókmenntum. Viðfangsefnið er hinn mikli snillingur Nikolai Gogol. Ég á eftir að klára nokkra kafla af meistaraverkinu Dead Souls (ef þér leiðist, þá getur þú lesið alla bókina á þessari síðu).
Einnig á ég eftir að klára Taras Bulba, sem er úr sögusafninu Mir Gorod. Í tíma í gær horfðum við á myndina Taras Bulba, með Yul Brynner í aðalhlutverki. Það var afskaplega léleg mynd, en sagan er samt sem áður frábær.
Gore vs Bush
Þetta eru án efa þær mögnuðustu kosningar, sem ég hef fylgst með. Ég var byrjaður að fagna í gær, þegar Gore var búinn að vinna Michigan, Florida og Pennsylvania, en svo hrundi þetta allt þegar að, stuttu eftir að Bush var í viðtali, CNN dró spá sína um Florida tilbaka. Ég ákvað því um miðnætti að fara bara að sofa og sjá úrslitin í morgun. Svo náttúrulega vakna ég og sé að menn séu enn að bíða eftir atkvæðum frá Florida.
Í skólanum í dag var það fyrsta sem ég sá þyrla, sem var að sveima yfir skólalóðinni. Ég hugsaði náttúrulega hvort Al Gore hefði tekið valdið í sínar hendur og fengið herinn í lið með sér og framið valdarán. Mikið rosalega hefði það verið spennandi. Fyrir um ári var ég staddur í Paragvæ aðeins nokkrum dögum áður en forsetinn flúði. Þá var ástandið þannig að enginn var úti á götum, nema við Íslendingarnir tveir. Okkur þótti það voða spennandi.
Annars er málið, í sambandi við atkvæðaseðlana í Florida, alger skandall. Málið er að nafn Al Gore var annað nafnið á listanum en til að kjósa hann þurfti fólk að merkja við þriðja boxið. Ef menn völdu annað boxið, sem hefði nú verið lógískt þá kusu þeir Pat Buchanan. Þess vegna fékk Pat Buchanan 3200 atkvæði í sýslu, sem er mjög sterk fyrir Demókrata. Það hefði mátt búast við því að Buchanan fengi um 300 atkvæði. Þannig er ljóst að nær 3000 manns greiddu Buchanan atkvæði óvart. Ef Demókratar fengju þessi atkvæði þá væri það nóg til að vinna Florida.
Kosningar
Ég á enn eftir að klára hagfræðina en það er erfitt að slökkva á sjónvarpinu núna. CNN, Fox og MSNBC eru með stanslaus viðtöl við hina ýmsu spekinga. Ég er afskaplega veikur fyrir pólitík og hef alltaf gaman af því að fylgjast með.
Núna eru ekki nema um einn og hálfur tími þar til að fyrstu kjörstaðir loka. Kjörstaðirnir í Illinois, þar sem ég bý, loka hins vegar eftir tvo tíma. Demókratar hafa verið mjög duglegir hérna undanfarna daga við að koma upp skiltum í görðunum hjá sér og að dreifa hinum ýmsu upplýsingum. Ég hef ekki séð eins mikið af Repúblikunum, þótt þeir auglýsi einsog geðsjúklingar í sjónvarpinu.
Megi Al Gore vinna.
Gero + gix cubed
Jæja, þá er dagurinn loks runninn upp. Ég veit ekki hvort allir voru að kjósa, en það voru ekki nema svona 6 krakkar í stærðfræðidæmatímanum mínum í morgun. Það er annars mjög gaman að hlusta á gaurinn, sem kennir okkur í dæmatímanum. Ég held að hann sé frá Kína og hann talar varla orð í ensku. Hann er þó góður í því að skýra út og er rosa klár.
Það er hins vegar oft erfitt að fylgjast með, því enskan hans er svo vitlaus. T.d. dæmis ber hann fram Z eins og G. Þannig að þegar hann ber fram Zero, þá verður það Gero. Eins ruglast hann alltaf á square (annað veldi) og cube (þriðja veldi). Þannig að maður þarf að þarf að læra svolítið inná hann. Til dæmis mundi setningin “Gero + gix cubed” þýðast sem núll plús 6 í öðru veldi. Þetta er allt að koma hjá mér.