« maí 15, 2000 | Main | maí 17, 2000 »

Hagfræði

maí 16, 2000

Hagfræði er núna formlega orðin mitt aðalfag. Ég ákvað loksins að ganga frá því í gær. Ég hafði hugsað mér að skipta kannski yfir í stjórnmálafræði en ég er hættur við það, þar sem stjórnmálafræðitíminn, sem ég tók er frekar leiðinlegur. Vinir mínir hérna úti halda því fram að ég sé geðveikur að velja hagfræði. Ég veit ekki.

Eina vikuna hata ég hagfræði og þá næstu er hún í fínu lagi. Ég held að ég hafi aðallega hatað hana, því mér leiddist prófessorinn, sem ég var með í rekstarhagfræði á síðustu önn. En núna er voðalega gaman hjá mér, sérstaklega þar sem ég fékk 9 í síðasta miðsvetrarprófi en meðaleinkunin í 180 manna bekk var 7, svo ég var voða hress. Ég vona bara að ég sjái ekki eftir þessu vali mínu.

132 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Hagfræði

Heimsóknir

maí 16, 2000

Heimsóknum á þessa síðu hefur farið stöðugt fjölgandi undanfarið og er það bara gott mál. Björgvin Ingi er kominn með tengil yfir á síðuna mína. Ég heimsæki síðuna hans Björgvins daglega enda er hún snilld og hann er einstaklega duglegur við að uppfæra. Eva, kærastan hans Björgvins er líka komin með tengil á síðuna mína og var að tala um hana í nýlegum pistli.

Tómas H. útskýir á síðunni sinni af hverju ég heiti Einar? á tenglasíðunni hjá honum. Gott mál. Ágúst Flygering, sem heldur uppi góðri síðu er einnig að tala um síðuna mína og er hann bara sáttur. Arnar talar líka um síðuna mína í einum leiðara.

Endilega ef þú ert að skoða síðuna mína í fyrsta skipti, þá segðu mér hvað þér finnst. Hvað er ég að gera vel? Hvað get ég gert betur? Endilega sendu mér


JavaScript must be enabled to display this email address.


.

163 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33