« júlí 11, 2003 | Main | júlí 15, 2003 »

Hárið mitt

júlí 14, 2003

Getur einhver sagt mér af hverju ég er alltaf langánægðastur með hárið á mér þegar ég er einn heima á kvöldin og veit fyrir víst að ég á ekki eftir að hitta neinn það sem eftir lifir kvölds?

Einnig finnst mér hárið á mér alltaf geðveikt flott morguninn eftir fyllerí. Þar sem ég hef vaknað einn eftir flest undanfarin fyllerí, þá er enginn til að njóta þess með mér hvað hárið er flott þá. Stundum hefur mig langað til að sleppa sturtunni og bara fara út til að sýna öllum hversu flott það er. En einhvern veginn held ég að reykinga- og bjórfýlan frá deginum áður myndi ekki heilla marga. Hmmm...

Annars þegar ég var í Noregi horfði ég á einhverja norska MTV stöð. Þar sá ég oft myndband með laginu She's So High, sem mér fannst eiga voðalega mikið við mig þá (og þessa) dagana. Allavegana, ég hélt að ég væri að uppgötva einhverja nýja stjörnu en ég komst síðan að því að lagið er sungið af þessum gaur: Kurt Nilsen. Þessi gaur vann víst norska útgáfu af American Idol. Ja hérna!

Æji, ég gleymdi að ég var búinn að lofa að hætta að segja "Ja hérna". Þessi Kurt er þó greinilega snillingur, enda frá Bergen og þaðan koma engvir nema snillingar.

214 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Dagbók

Will Ferrell í Harvard

júlí 14, 2003

Will Ferrell, sem lék í Saturday Night Live hélt í vor ræðu degi fyrir útskrift í Harvard. Ræðan er auðvitað snilld.

Graduates, if you will indulge me for a moment, let me paint a picture of what it's like out there. The last four or, for some of you, five years you've been living in a fantasyland, running around, talking about Hemingway, or Clancy, or, I don't know, I mean whatever you read here at Harvard. The Novelization of the Matrix, I don't know. I don't know what you do here.

But I do know this. You're about to enter into a world filled with hypocrisy and doublespeak, a world in which your limo to the airport is often a half-hour late. In addition to not even being a limo at all; often times it's a Lincoln Towncar. You're about to enter a world where you ask your new assistant, Jamie, to bring you a tall, non-fat latte. And he comes back with a short soy cappuccino. Guess what, Jamie? You're fired. Not too hard to get right, my friend.

og

I'd like to change gears here, if I could. Talk a little bit about "Saturday Night Live." Now, during my 18-year stint on the show, I had the chance to play or impersonate some very interesting people, none more interesting than our current President, Mr. George W. Bush. Now in some cases, you actually have contact with some of the people you play. As a byproduct of this former situation, the President and myself have become quite good friends. In fact, I might even call him a father figure of sorts, granted a dim-witted father figure who likes to take a lot of naps and start wars, but a father figure nonetheless.
294 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Sjónvarp

20 lygar um Írak

júlí 14, 2003

The Independent birti í gær þessa grein: 20 Lies About the War.

Athyglisvert er að lesa umræður þeirra í Bandaríkjunum, sem verja Bush og þessar lygar hans. Oft eru það sömu menn og kröfðust þess að Bill Clinton segði af sér embætti fyrir að ljúga um framhjáhald! Með öðrum orðum, það er í lagi að ljúga um ástæður fyrir því að fara í stríð, en það er ekki í lagi að ljúga um kynlíf.

Æji, mikið væri nú gaman ef að Bush segði af sér. Það myndi allavegana auðvelda mér að verja Bandaríkin, en það verður erfiðara með hverjum deginum. Mikið væri gaman að geta séð hvernig almenningsálit á Bandaríkjunum væri í dag ef réttmætur sigurvegari síðustu kosninga, Al Gore, hefði unnið.

123 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33