« Uppáhaldsbækurnar mínar | Aðalsíða | Draumaborgin í dag »

Dásamlegt

18. júlí, 2003

Bara ef að allir dagar á Íslandi væru einsog gærdagurinn, þá væri sko gaman að lifa.

Ég tók vinnuna með mér heim og var því búinn með öll verkefni um 4. Ákvað þá að fara í göngutúr (notaði stuttbuxurnar mínar í fyrsta skipti síðan ég kom heim frá USA!). Labbaði upp Hofsvallagötuna og yfir á Vesturgötu, þar sem ég kíkti í fornbókabúðina. Ég skoðaði mig um þar í smá tíma en keypti svo loks Ástin á tímum Kóleru eftir Garcia Marques (ég gafst uppá ensku þýðingunni) og Hús Andanna eftir Isabellu Allende.

Labbaði svo um bæinn og skellti mér inní Eymundson í Austurstræti. Þar ákvað ég að kaupa mér Lonely Planet bók um land, sem ég er að spá í að heimsækja seinna í sumar. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að hanga í bókabúðum og skoða ferðabækur. Ég fæ alltaf í magann við tilhugsunina um ferðalög. Núna er ég að spá í að heimsækja borg og land, sem mig hefur dreymt um síðustu 5 árin.

Í gærkvöldi sat ég svo í góðum félagskap á Austurvelli og sötraði Tuborg. Svona á lífið að vera.

Einar Örn uppfærði kl. 10:11 | 183 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (6)


Varstu ekki í stórglæsilegri treyju sem kennd er við LIVERPOOL, þegar þú röltir upp Hofsvallagötuna?

Barock sendi inn - 18.07.03 11:11 - (Ummæli #1)

Júbbs, æðisleg treyja! :-)

Einar Örn sendi inn - 18.07.03 11:38 - (Ummæli #2)

Ósköp er þetta land og þessi borg dularfullt mál :-)

Sigga Sif sendi inn - 18.07.03 12:29 - (Ummæli #3)

Já, það er munur að geta setið utandyra (við Austurvöll í góðu veðri) og sötrað bjór. Hef ekki enn fundið stað í Boston þar sem slíkt er leyfilegt. En þar má nú ekki einu sinni kveikja í sígarettu á bar þannig að ástæðulaust er að gera sér nokkrar vonir um slíkt. Er Ísland kannski land frelsisins?

Ragnar sendi inn - 20.07.03 22:44 - (Ummæli #4)

HEY! Það er bannað að eyðileggja gleiðfærsluna mína með einhverju rugli um Bandaríkin!!

Það er hægt að drekka á fullt af stöðum útivið í USA. Á sumrin gat maður drukkið úti á nánast hvaða veitingastað í Chicago sem er!

Ef þig langar að drekka útivið í USA og ert í Boston, þá er náttúrulega langbest að fara á Fenway! :-)

Einar Örn sendi inn - 21.07.03 09:33 - (Ummæli #5)

:-) Já, ég tek þetta til íhugunar. Það er auðvitað rétt að taka fram að einungis er hægt að kaupa Budweiser Lite á Fenway. Glas með 0.35L kostar 5 dollara. Skál

Ragnar sendi inn - 21.07.03 09:58 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Leit:

Síðustu ummæli

  • Ragnar: :-) Já, ég tek þetta til íhugunar. Það er auðv ...[Skoða]
  • Einar Örn: HEY! Það er bannað að eyðileggja gleiðfærsluna mí ...[Skoða]
  • Ragnar: Já, það er munur að geta setið utandyra (við Austu ...[Skoða]
  • Sigga Sif: Ósköp er þetta land og þessi borg dularfullt mál ; ...[Skoða]
  • Einar Örn: Júbbs, æðisleg treyja! :-) ...[Skoða]
  • Barock: Varstu ekki í stórglæsilegri treyju sem kennd er v ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.