« Kappræður í VALHÖLL | Aðalsíða | Bleeeeeh! »

Laugardagskvöld með Einari Erni...

16. október, 2004

Voðalega er það huggó að vera svona heima á laugardagskvöldi, hlusta á Dylan og taka til.

Er að fara út til Parísar fáránlega snemma á morgun í rómantíska helgarferð með ofurmódeli vinnuferð. Verð þarna í þrjá daga á flugvellinum og þar í kring. Fer því ekkert inní borg.

Það verður í annað skiptið, sem ég hef komið til Parísar án þess að gera nokkurn skapaðan hlut í sjálfri borginni. Er ekki hvort eð er ósköp lítið að gera þar? :-)


Einsog ég hef oft sagt áður, þá er John Stewart snillingur (35mb myndband - skylda fyrir alla, sem fylgjast með bandarískum stjórnmálum)


Ef þið eruð ekki nú þegar hrædd við ríkisstjórn Bandaríkjanna, þá ætti þessi grein í New York Times að hjálpa. Mæli sterklega með henni.


Já, og fyrir ykkur, sem vissuð ekki þá er Osama í Kína

Einar Örn uppfærði kl. 21:13 | 138 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (6)


Ertu að segja mér að Jon Stewart hafi farið í beina útsendingu á CNN og … sagt þetta … við þessa gaura?

Jon Stewart er hetjan mín. Hvaða líkur eru á því að hann fáist til að fara í framboð eftir 4 ár??? Þvílíkur snillingur.

Kristján Atli sendi inn - 17.10.04 09:52 - (Ummæli #1)

Jon er snillingur - loksins sagði kallaði einhver Tucker sínu rétta nafni, aldrei þolað þann mann!! mikið sakna ég þessara þátta - af hverju sýnir Skjár einn Jay Leno en ekki Jon Stewart :-) alveg magnað!

Inga Lilja sendi inn - 17.10.04 19:20 - (Ummæli #2)

DNS færslan þín er alltaf eitthvað steikt, þ.e. að eoe.is finnst ekki, aðeins www.eoe.is. Getur þú ekki látið bæta *.eoe.is við DNS entryin þín? Það er svo leiðinlegt að skrifa www

Scweppes sendi inn - 18.10.04 12:15 - (Ummæli #3)

Já, ég var einmitt á fundi með auglýsingamönnum af Skjá Einum, þar sem ég var að reyna að plögga Daily Show. Sagði þeim að það væri fásinna að vera með Leno en ekki John Stewart. Allavegana þegar ég bjó í USA, þá horfði ég á Daily Show nánast hvert einasta kvöld. Snilldar þáttur!

Og, Scweppes, ég skal tékka þetta með DNS-ið og eoe.is. Safari gerir þetta átómatískt ef hann finnur ekki eoe.is, þá bætir hann við www, þannig að ég tek ekki eins mikið eftir þessu. :-)

Einar Örn sendi inn - 19.10.04 23:33 - (Ummæli #4)

ég er það mikill fíkill að ég fer reglulega á heimasíðuna hans á Comedy Central og horfi á brot úr þáttunum :-) Stofnum Daily Show aðdáendaklúbb og þá kannski fáum við þáttinn á Skjá 1 :-) btw. Hvar horfir þú eiginlega á baseball?? Alltaf gaman að fylgjast með lokasprettinum í “world” series…

Inga Lilja sendi inn - 20.10.04 11:19 - (Ummæli #5)

Inga, ég horfi á baseball á netinu. Einnig er hægt að sjá baseball á NASN, sem er m.a. í Sky digital pökkunum.

Einar Örn sendi inn - 20.10.04 19:54 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Inga, ég horfi á baseball á Skoða]
  • Inga Lilja: ég er það mikill fíkill að ég fer reglulega á heim ...[Skoða]
  • Einar Örn: Já, ég var einmitt á fundi með auglýsingamönnum af ...[Skoða]
  • Scweppes: DNS færslan þín er alltaf eitthvað steikt, þ.e. að ...[Skoða]
  • Inga Lilja: Jon er snillingur - loksins sagði kallaði einhver ...[Skoða]
  • Kristján Atli: Ertu að segja mér að Jon Stewart hafi farið í bein ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.