« janúar 15, 2005 | Main | janúar 20, 2005 »

Ólafur Teitur og fréttayfirlit

janúar 16, 2005

Ólafur Teitur, frjálshyggju- og Liverpool maður er alveg ótrúlegur. Fyrir tveim vikum finnur hann einhvern prófessor, sem vill íhuga það að Ísland segi upp EES samningnum og tekur sjálfur við hann viðtal, sem er sett á forsíðu Viðskiptablaðsins.

Síðan fær hann til sín í sjónvarpssal hinn Íslendinginn, sem heldur uppi sömu skoðun og vitnar þar í eigin viðtal í Viðskiptablaðinu (sem hann tekur aldrei fram að hann hafi tekið) og lýsir því síðan sigri hrósandi í lok þáttarins að nú sé komin af stað umræða í þjóðfélaginu um að segja upp EES samningnum. Já, og svo kemur hann með 5 mínútna innslag um að RÚV hafi ekki haft einhverja frétt í fréttayfirliti á meðan að skyldar fréttir komust í yfirlitið. Algjör snilld!

122 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33