« febrúar 15, 2005 | Main | febrúar 17, 2005 »

Módel grenja saman

febrúar 16, 2005

Stundum kemur að því að ég spyr sjálfan mig að því hvað í andskotanum ég sé að gera og hvert ég stefni í þessu lífi.

Svona móment kom þegar ég var búinn að horfa á sirka hálftíma af “America’s Next Top Model” í kvöld. Ég meina, í alvöru! Þetta raunveruleikasjónvarpsæði mitt hefur í raun gert það að verkum að ég horfi á nær alla raunveruleikasjónvarpssþætti, sama hversu slappir þeir eru. Þegar þættirnir fjalla svo um hitt uppáhaldið mitt, fallegt kvenfólk, þá verð ég einfaldlega að horfa.

En þessir þættir eru drasl. Fyrirgefið, en þetta er drasl. Ég hef varið þetta oft áður, en ég get það varla lengur.

Fólk má mótmæla og kalla mig leiðinlegan, ljótan og hvað sem er, en að mínu mati þá var ekki helmingur af stelpunum í þættinum sætar. Sumar voru svona la la og ein eða tvær voru virkilega sætar (án farða, þá). Kannski er ég of pikkí, en maður verður nú að hafa háan standard þegar það á að vera að velja súpermódel.

Þrátt fyrir að vera fáránlega sæt, þá er Tyra Banks hundleiðinlegur þáttastjórnandi og gaurarnir, sem voru með henni í þættinum í dag, voru alveg hreint óskiljanlega leiðinlegir. Gamla súpermódelið, sem kom alltaf með mest nastí kommentin (gott) er hætt, sem er hræðilegt.

Eina vonin um að eitthvað rætist úr þessum þáttum er að nógu margar af þessum gellum reynist vera húrrandi geðveikar þegar þær flytja inní íbúðina. Gellan, sem var í kjól með bandaríska fánanum á, er góður kandídat. Fyrsta serían lifði algjörlega á trúarnötturunum tveim og Jonathan í Amazing Grace gleður mitt litla hjarta í hvert sinn sem hann tekur æðisköst. Það eina, sem bjargar þessum þáttum er oft að velja fólk, sem er eins fjarri því að geta talist venjulegt og hægt verður að komast.

Æi, meira að segja skrif um þennan þátt verða leiðinleg.

En, samt ætla ég sko að horfa í næstu viku. Ég bara get ekki að því gert.

Annars, ætla ég að beina einni spurningu til kvenkyns lesenda þessarar síðu: Grenja venjulegar stelpur í alvöru svona mikið?

Í alvöru! Ég meina for kræing át lád, það líða ekki fimm mínútur í þessum þætti án þess að allavegana fimm stelpur taki sig saman og væli í kór. Ég tel mig nú vera tilfinningaveru og sæmilega móttækilegan fyrir þeirri staðreynd að stelpur eru upp til hópa viðkvæmari en við strákar. En come on, þetta er ekki fokking eðlilegt. Eru þáttakendur í íslenskum fegurðarsamkeppnum til dæmis sí-vælandi, eða er þetta sér-amerískt?

413 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33