« desember 19, 2005 | Main | desember 22, 2005 »

Við lok uppboðsins

desember 20, 2005

Jæja, uppboðinu er lokið. Fyrir það fyrsta, ef þú bauðst í eitthvað en hefur ekki enn fengið póst frá mér, sendu mér þá línu og þá geturðu nálgast hlutinn. Í kvöld hef ég verið að afhenda slatta af dóti úr uppboðinu, en á eftir að senda útá land og enn er fullt af dóti, sem hefur ekki enn verið sótt.

En þetta er búin að vera miklu meiri vinna en ég gerði mér grein fyrir í upphafi, þannig að ég hef ekki enn getað svarað öllum póstum, sem ég hef fengið um þetta allt saman.


Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir mig. Þetta er búið að vera mjög gefandi og ég gerði mér enga grein fyrir því hversu mikla og góða athygli þetta myndi vekja. Ég hef hitt fulltaf fólki og fengið ótrúlega indælar tölvupósts-sendingar.

Umfjöllunin um þetta hefur líka verið ansi viðamikil. Auðvitað hefur þetta vakið athygli í bloggheimum, en líka í hefðbundnum fjölmiðlum. Ég komst í DV og lenti þar á forsíðu, auk þess sem að það var nær heilsíðugrein um uppboðið. Svo var viðtal við mömmu daginn eftir. :-)

Sama dag og greinin birtist í DV, þá kom viðtal við mig á NFS. Fyrir þá, sem hafa áhuga þá er hægt að horfa á viðtalið hér. Þú þarft bara að spóla svona 48 mínútur inní myndbandið til að sjá viðtalið við mig, sem ég held að hafi heppnast nokkuð vel.

Síðan kom viðtal við mig í Mogganum síðasta laugardag.


Umfjöllunin í bloggheimum hefur náttúrululega verið mikil. Flestar heimsóknir komu af stóru linkasíðunum, Geimur og B2. Svo linkuðu nokkrar vinsælustu bloggsíður landsins á þetta, svo sem hjá Manúelu, Katrínu, Dr. Gunna og Stefáni Páls og fullt af fleirum. Það væri of langt mál að telja alla upp eða kommenta hjá öllum, en ég vil bara þakka öllum sem linkuðu á uppboðið. :-)

Það er líka greinilegt að þetta hefur snert marga og fjölmargir hafa fengið hugmyndir út frá þessu framtaki mínu. Og það er frábært að mínu mati. Þetta er svipað og með ferðalög. Það þarf bara að drífa sig af stað og gera eitthvað. Ekki bara að láta það naga sig að hafa ekki gert neitt. Það þarf engin sérstök frumlegheit, bara að finna sér gott málefni og styðja það reglulega.

En ég þarf að reyna að klára að koma út öllum varningnum og eflaust verða einhverjar tafir fram yfir jól, þar sem ég þarf víst líka að kaupa jólagjafir handa fjölskyldunni. En ég mun skrifa meira um þetta þegar ég hef séð lokaupphæðina, sem kemur inn (væntanlega nálægt 300.000 krónum) og þegar ég hef ákveðið hvernig peningnum verður varið.

En þangað til: Takk!

438 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Uppboð

Þáttur á RÚV

desember 20, 2005

Veit einhver hvar er hægt að nálgast danska þáttinn “Milljarðakaup Íslendinga”, sem var sýndur á RÚV í gær? Verður þetta endursýnt, eða er hægt að nálgast þetta á netinu einhvers staðar (n.b. ég tala ekki dönsku).

Ég ætlaði að horfa á þetta, en var svo fastur uppá veitingastað langt fram eftir kvöldi og missti af þættinum.

56 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33