« ágúst 24, 2006 | Main | ágúst 26, 2006 »

Ég dýrka Flickr!

ágúst 25, 2006

Ég hef vitað um Flickr í nokkur ár og hef verið skráður þar inni í meira en tvö ár. En þangað til í síðustu viku þá hafði ég alls ekki nýtt mér möguleikana, sem síðan býr uppá.

Á sínum tíma eyddi ég miklu púðri í að koma upp myndasíðunni minni. Hún er vissulega smart (að mínu mati), en það var eilítið basl að uppfæra hana og svo gat ég ekki valið hverjir sjá myndirnar. Sumar myndir vil ég bara geta sýnt vinum og fjölskyldu.

Þannig að ég skráði mig á Flickr, keypti mér ársaðgang (sem kostaði einhverjar 2.000 krónur - djók verð!) og núna get ég sett þangað ALLAR mínar myndir. Ég held að ég geti hlaðið upp einhver 2 gígabæt á hverjum mánuði.

Núna er ég búinn að setja inn flestar myndir síðustu tveggja ára þangað. Allt frá Bandaríkjaferðinni minni til Slóveníuferðarinnar í vor.

Ég ákvað að læsa sumum albúmum, sem bara vinir og fjölskylda geta séð. Þannig að ef þú ert vinur minn og vilt sjá allar myndirnar, þá verðurðu að skrá þig á Flickr og bæta mér við sem vini.

En allavegana, er búinn að setja haug af myndum inná Flickr síðuna mína og mun væntanlega uppfæra hana frá Suðaustur Asíu líka.

205 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Myndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33